Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 Útifundur á morg- un gegn ofbeldinu í Tékkóslóvakíu Framleidsla einingahúsa er nú hafin á Stykkishólmi og í kauptúninu hafa þegar risið nokkur slík. Ljósm.i Árni Helgason. Siglufjörður: Löndunardæla SR biluð — Fimm bát- ar bíða löndunar Sijflufirðl 19. ánúst LÖNDUNARDÆLA Síldar- verksmiðju ríkisins bilaði um kl. 18 í gær og er ekki enn komin í lag. Þegar dælan bilaði var verið að landa fullfermi úr Erni KE og fjórir aðrir bátar biðu löndunaí. Dælan er ekki komin í lag enn og ekki er vitað hvenær það verður. Ekki var hægt að gera við dæluna hér í Siglufirði og varð að fara með hana inn til Akureyrar, Valtmeðl6 tonnafsalti STÓR vöruflutningabifreið með tengivagni valt skammt norðan við Búðar- dal á föstudagskvöld, en bíllinn var á leið fulllestað- ur salti til Súðavíkur. Öku- maðurinn slapp að mestu ómeiddur, en bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. en þar er til nógu stór rennibekk- ur, sem hægt var að koma dælunni fyrir í. Mönnum finnst það vera mikil óforsjálni af SR að aðeins skuli vera hér ein löndunardæla. Loðnan, sem bátarnir eru með, er frekar erfið til vinnslu, þar sem hún slóst í þeim á leið til lands, en bátarnir lentu í vonzkuveðri. mj „MARKMIÐIÐ með aðgerðum okkar á þessum degi var frá upQhafi það, að sem flestir lýðræð- issinnar gætu tekið þátt í þeim, Ég tel að vel hafi til tekist og að útifundurinn á Lækjartorgi á morgun sé á eins breiðum pólitísk- um grunni og frekast mátti búast við,“ sagði Hreinn Loftsson, há- skólanemi í viðtali við Morgun- blaðið. En Hreinn er einn af upphafsmönnum hrcyfingar sem nefnir sig Lýðræðissinnaða æsku og efnir til útifundar á Lækjar- torgi á morgun klukkan 17.30 í tilefni af þvi' að tíu ár verða þá liðin frá innrás Sovétríkjanna f Tékkóslóvakíu. Hreinn sagði að Lýðræðissinnuð æska væri algerlega óbundin stjórnmálaflokkunum, tilgangurinn með stofnun samtakanna hafi verið að sameina lýðræðissinna í þeim málaflokkum sem þá greindi ekki á um eins og í frelsis- og mannrétt- indamálum. „Ég tel það standa lýðræðissinnum næst, hvar í flokki sem þeir standa, að mótmæla mannréttindabrotum og ofbeldi í skjóli erlends valds eins og innrásin í Tékkóslóvakíu er dæmi um,“ sagði Hreinn. „Fundurinn á að vera hvatning til allra lýðræðissinna um að berjast óhikað gegn ofbeldi og kúgun hvort heldur sem er undir Sovéskir skriðdrekar í Prag, á degi innrásarinnar 21. ágúst 1968. merkjum kommúnismans eða ann- arra einræðisstefna." Hreinn sagði að ræðumenn á fundinum væru fulltrúar þriggja lýðræðisflokka, þ.e. Alyþðuflokks- ins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Þá sagði hann að það iistafólk sem fram kæmi á fundinum, eins og tónlistarmenn- irnir Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson og fleiri, væru sér vitanlega ekki bundnir neinum ákveðnum stjóm- málaflokki, heldur væru þeir með þátttöku sinni að mótmæla því hvernig erlent stórveldi bryti á bak aftur frelsistilraunir smáþjóðar. „Það er mjög gleðilegt að geta sagt frá því hve mikið sá stóri hópur, sem staðið hefur að fundin- um, hefur lagt endurgjaldslaust af mörkum til að gera fundinn mögu- legan. Það sannar svo ekki verður um villst að menn gera sér grein fyrir þeim fríðindum sem þeir njóta að búa í þjóðfélagi eins og okkar," sagði Hreinn Loftsson að lokum. Borgin vildi f á leiguna fyrir íþróttasalina fyrir áramót Nýjar íslenzkar kartöflur í búðir FYRSTU íslensku kartöflurnar koma væntanlega á markað í Reykjavík nú í byrjun vikunnar. Grænmetisverzlun landhúnaðar- ins er þegar búin að fá fjögur tonn af kartöflum úr Þykkvabæn- um og verður byrjað að pakka þeim á mánudaginn. Fyrstu kartöflurnar gætu því komið í verzlanir síðdegis þann dag. Sexmannanefnd hefur ekki enn ákveðið haustverð á kartöflun- um og mun ekki gera það fyrr en um mánaðamótin eða á meðan erlendar kartöflur eru enn á markaðnum hér. Að sögn Jóhanns Jónassonar, forstjóra Grænmetis- verzlunarinnar má gera ráð fyrir að verð til bænda verði í fyrstu um 180 krónur, sem þýðir að útsölu- verð úr búð á hverju kílói í 214 kílóa pokum verður um 450 krónur. NOKKUR undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg lánað íþrótta- bandalagi Reykjavíkur húsaleigu- gjald fyrir íþróttasali þá er íþróttafélögin nota í skólum borg- arinnar og Laugardalshöllinni fyr- ir mánuðina október, nóvember og desember. Hefur húsalciga fyrir þessa mánuði verið lánuð IBR fram yfir áramót en nú í sumar óskaði Reykjavíkurborg eftir því að ÍBR greiddi leigu fyrir þessa þrjá mánuði fyrir áramót en alls nam leiga fyrir þessa þrjá mánuði 20 milljónum króna og var erfiðri fjárhagsstöðu borið við af hálfu borgarinnar. Að sögn Sigurgeirs Guðmannsson- ar, framkvæmdastjóra ÍBR hefur nú náðst samkomulag við Reykjavíkur- borg um að aðeins fjórðungur þessarar upphæðar eða 5 milljónir króna verði greiddar fyrir áramót en borgin láni IBR hinn hlutann fram yfir áramót. Aðspurður um hvort rétt væri að leiga fyrir íþróttasali í borginni til íþróttafélaganna kæmi til með að hækka um 50% frá sl. vetri, sagöi Sigurgeir, að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvert leigugjald fyrir íþróttasalina yrði í vetur en ÍBR hefði tilkynnt félögun- um að þau mættu allt eins gera ráð fyrir að leigan gketi hækkað um 50%, þó hækkunin kynni hins vegar að verða eitthvað lægri, þegar til kæmi. Um 570 milljónir króna á gjald- eyrisreikningum ÁLLS eru nú um 570 milljónir króna inni á gjaldeyrisreikningum þeim. sem í desember í fyrra var heimilaö að opna í Landsbanka Islands og Útvegsbanka Islands. Að sögn Tryggva Pálssonar hjá Hagdeild Landsbankans voru um siðustu mánaðamót alls 370,8 millj. króna inni á gjaldeyrisreikningum þar og þar af voru 322,7 millj. í Reykjavík. Hann sagði að áberandi aukning hefði orðið á þessum reikningum f júlí eða 13% en hins vegar hefði hún verið lítil f júnf eða tæpt 1%. Varðandi 13% aukninguna í júlí sagði Tryggvi að hún stafaði mest af auknum innlánum á reikning- ana og einnig hefði fall dollarans orsakað hækkun annarra mynta gagnvart krónunni. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í Útvegsbankanum, eru á gjaldeyr- isreikningum þar tæpar 200 millj- ónir króna og hefur verið frekar lítil hreyfing á þessum reikningum að undanförnu. Tryggvi Pálsson sagði að eftir því, sem hann fengi best séð þá væri mjög mismunandi til hvers fólk notaði úttektir af þessum reikningum og sjálfsagt væri eitthvað um það að fólk tæki út af þeim til ferðalaga. Ferðalög til útlanda væru þó orðin það almenn og dreifð á árið, að af þeim sökum virtist ekki að fólk tæki sérstak- lega mikið út af þessurti reikning- um yfir -einhvern sérstakan tíma. Annað væri líka að hin tíðu ferðalög til útlanda gerðu það að verkum að fólk sækti um ferða- gjaldeyri og legði þá gjarnan eitthvað af honum inn á gjaldeyr- isreikninga við heimkomuna. Fram kom hjá Tryggva að það sem af væri ágúst hefði orðið lítil aukning á þessum gjaldeyrisreikn- ingum. íslenzkir fjallgöngumenn Monte Rose í Sviss TVEIMUR hópum íslcnzkra fjallgöngumanna tókst í vikunni að klífa Douíorspitze, hæsta tind Monte Rose fjallaklasans f Sviss og jafnframt hæsta tind Sviss, 4634 m. Tveir ungir félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi klifu tindinn á mánudag og síðan fimm félagar úr íslenzka Alpaklúbbnum á þriðjudag. Morgunblaðið fylgdist með ferð félaganna úr Islenzka Alpa- klúbbnum en þeir höfðu áður klifið tvö önnur svissnesk fjöll í svonefndu Berner Oberland- fjallasvæði í Mið-Sviss, Finister- aarhorn, liðlega 4300 m og Weissnollen 3600 m. Félagarnir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru að koma beint af tveimur fjallamennsku- og björgunarnámskeiðum í Aust- urríki og Sviss þegar Morgun- blaðið hitti þá í svissneska fjallabænum Zermatt. Það hefur gert þessum fjall- göngumönnum sem öðrum mjög erfitt fyrir að gífurlegur snjór er í öllum fjöllum í Ölpunum og muna menn ekki annað eins fannfergi þar í áratugi. Kafalds- snjókoma var allt niður í um 1600 m hæð þegar verst lét. Þessi mikli snjór hefur þá leitt til þess að mannskaðar hafa verið með almesta móti í Ölpunum það sem af er þessu ári. Sérstaklega hafa snjóflóð verið tíð. Frá upphafi ársins hafa alls um 200 manns farizt ýmist í snjóflóðum eða á annan hátt í fjöllum. Báðir hópar íslenzku fjall- göngumannanna höfðu ‘síðan í hyggju að klífa Matterhorn, hið fræga fja.ll sem er tæplega 4500 m hátt, og síðustu fréttir hermdu reyndar að hjálparsveitarmenn- irnir hefðu sigrað fjallið á miðvikudag, en Alpaklúbbsmenn- irnir ætluðu síðan að reyna á fimmtudag. Ekki tókst að ná símasambandi við þá í gær. Alpaklúbbsmennirnir ætla síð- an að ferðast til frönsku Alpanna þar sem þeir ætla að dvelja við æfingar í tíu daga og verður nánar sagt frá ferð þeirra í heild hér í Morgunblaðinu í máli og myndum. Monte Ro.se, 4634 m, hæsta fjall Sviss og það næst hæsta í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.