Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 28
u<;lysin<;asíminn er: 22480 Btargtmtolafcft \ l (; 1,YSIN(;ASíMíNN ER: 22480 JW»T0\infeIaí)ií> SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 Stórslys í Krossá -þrennt drukknaði Tvær rútur í hættu í ánni ÞRENNT drukknaði í Krossá í fyrrinótt, en tvennt komst af, er Bronco-jeppa hvolfdi í Krossá. t»au sem drukknuðu voru 22 ára gamali Islendingur, 23 ára bandarískur hermaður frá Keflavikurflugvelli og sænsk stúlka. Þau sem komust af voru sænsk stúlka og Bandaríkjamaður. Fólkið var á leið inn f Langadal í Þórsmörk þegar jeppinn valt í Krossá, austur af skála Ferðafélags íslands. Það var um kl. 3 í fyrrinótt, sem Gufunesradíó hafði samband við lögregluna á Hvolsvelli og bað hana að halda í Þórsmörk ásamt hjálparliði, en þá hafði skálavörð- ur þar haft samband við Gufunes vegna slyssins. Sveinn Ingólfsson lögregluvarð- stjóri á Hvolsvelli sagði, þegar Mbl. ræddi við hann í gær, að skáiavörðurinn hefði gengið út fyrir skálann þegar fólk var að ganga til náða. Sá hann þá hvar stúlka kom gangandi upp Krossár- aura og hljóp hann á móti henni. Sagði hún honum að jeppinn hefði oltið í ánni og samferðafólk sitt væri enn í jeppanum. Fólk sem var í Skagfjörðskáia fór strax niður að slysstaðnum til hjálpar. Þegar það kom að ánni, var jeppinn á hvolfi í ánni og stóðu hjólin upp. Annar Bandaríkjamannanna stóð þá uppi á jeppanum og var hægt að henda kaðji til hans og draga hann í land. Hin þrjú fundust hvergi. Það kom í ljós eftir á, að sænska stúlkan hafði sparkað afturhlera jeppans upp og komizt þannig út en Bandaríkjamaðurinn gerði sér ekki grein fyrir hvernig hann komst út úr jeppanum. Sveinn Ingólfsson sagði að þegar hann og Guðjón Einarsson lög- reglumaður hefðu komizt á stað- inn hefði fólk verið að leita niður með allri á að hinu fólkinu. Þeirra fyrsta verk var, að Guðjón óð út að jeppanum og kom taugum fyrir í honum. Var þá hægt að rétta jeppann við og er hann réttist, fór toppurinn af honum og lík hinna þriggja komu í ljós. Síðan var farið með líkin og þau tvö sem komust af til Reykjavíkur. Þegar slysið varð, var tiltölulega mikið vatn í Krossá vegna úrkomu síðasta sólarhring. Tvær rútur, sem voru í Þórsmörk, fóru strax til aðstoðar. Önnur rútan var frá Vestfjarðaleið, 50 manna, festist hún í ánni og fór fljótlega svo til á hliðina, þannig að sæti flutu út úr henni. Eftir hádegi í gær hafði ekki tekizt að ná henni upp, né minni rútu sem einnig festist í ánni, en var ekki talin í eins mikilli hættu. Frá Krossá Lúðvík vill skýrar línur eftir helgina „ÉG LAGÐI á það áherzlu að þessu yrði hraðað þannig að til úrslita geti dregið upp úr helg- inni. Ég vil ekki draga þessar viðræður fram yfir miðja næstu Ferskt dilkakjöt selt til Parísar og Danmerkur! í BYRJUN sláturtíðar í haust er áformað að gera tilraunir með flutning á fersku og ófrosnu dilkakjöti með flugvélum bæði til Kaupmannahafnar og Parísar. Að sögn Sveins Tryggvasonar íramkvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins hafa athug- a'iir á vegum Markaðsnefndar Iíí idbúnaðarins sýnt að fá má h rra verð fyrir dilkakjötið sé þ d flutt út ferskt og nefndi hann sem da-mi að við flutning á frosnu kjiiti til Danmerkur hefði hæst fengist um 9 krónur danskar fyrir kílóið en gert væri ráð fyrir að minnsta kosti 11,50 kr. dansk- ar fengjust fyrir kflóið af fersku kjöti þar. Fyrir liggja tilboð um að 13.40 frankar íáist fyrir hvert kfló af fersku kjöti komið til Parísar og er það mun hagstæð- ara verð en fengist hefur fyrir kjöt héðan annars staðar. Sveinn sagði að nú væri einkum verið að kanna hvort flugvélar fengjust til þessara flutninga og hver kostnaðurinn við þá yrði. Gert væri ráð fyrir að allt að 12 til 14 tonn kæmust í eina flugvél sinnti hún ekki öðrum flutningum, en eftir væri þó að sjá hvernig tækist að hlaða kjötinu í vélarnar, því það verður í fyrstu flutt út í heilum skrokkum. Þá er einnig í athugun að flytja kjötið t minni förmum með farþegavélum. í samtalinu við Svein kom fram að fyrir lægi beiðni frá danska fyrirtækinu IRMA, sem er stór verslunarsamsteypa í Danmörku, um að fá ferskt kjöt héðan í haust en ekki væri neitt ákveðið hvað það yrði mikið. Varðandi markað- inn í París sagði Sveinn að þeir hefðu ekki enn fengið endanlegt svar en hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að þangað yrði einnig fluttur að minnsta kosti einn flugvélarfarmur í tilraunaskyni. Undanfarin ár hefur allt kjöt héðan verið flutt fryst, en fyrir nokkrum árum var gerð tilraun með flutning á fersku kjöti til Berlínar og Bandaríkjanna en ekki varð framhald á þeim útflutningi. viku nema mjög miklar likur séu til þess að árangur náist“, sagði Lúðvík Jóscpsson er Mbl. ræddi við hann eftir fyrsta fund Alþýðu- bandalags. Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um stjórnar- myndun í gær. Lúðvík sagði að hann gæti ekki neitað þvi' að þessar vinstri viðræður „færu liprar af stað“ en þær fyrri. „Þessi fyrsti fundur gckk eðlilega fyrir sig og það fór vel á með mönnum", sagði Lúðvík. „Viðræð- ur báru þess merki að aðrar hafa farið fram áður og að hér er um nokkurs konar framhald að ræða”. „Þessi fundur var út af fyrir sig jákvæður. Menn skiptust á skoð- unum og við erum sammála um að skoða málin með opnum huga“, sagði Ólafur Jóhannesson formað- ur Framsóknarflokksins er Mbl. ræddi við hann eftir fundinn. Ólafur sagði að hjá hinum flokk- unum hefði komið fram greinilega breytt viðhorf varöandi efnahags- málin frá fyrri viðræðum en sagði ómögulegt að segja um það á þessu stigi hvort sú breyting dygði til árangurs. Akveðið var að sérstakar undir- nefndir vinni í efnahagsmálunum um helgina og munu þeir Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson fjalla þar um mál af hálfu Alþýðubanda- lagsins, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason af hálfu Alþýðuflokks og Steingrímur Her- mannsson, Tómas Árnason og Jón Helgason til skiptis af hálfu Framsóknarflokksins. Formenn flokkanna munu einnig ræðast við, en næsti fundur viðræðunefnda flokkanna verður klukkan 14 á mánudag. Þessi fyrsti viðræðufundur í annarri umferð vinstri viðræðna hófst klukkan 10 og stóð til hálf eitt en fulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks ræddu einir saman í um hálftíma eftir að framsóknarmennirnir fóru. Mbl. spurði Lúðvík Jósepsson um fund miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins í fyrrakvöld. Lúðvík sagði að þar hefði engin samþykkt verið gerð heldur hefðu málin verið rædd fram og aftur og leitað eftir skoðunum manna. „Það er augljóst að okkar flokkur er mjög samstilltur um það að reyna að mynda ríkisstjórn með það tak- markaða verkefni að leysa höfuð- vandann sem eru efnahagsmálin", sagði Lúðvík. „Og það kom jafn- sterklega fram að menn telja að gerðir launasamningar eigi að standa“. Fyrsti fundur vinstri viðræðna undir forystu Lúðvíks Jósepssonar. F.v.i Steingrímur Hermannsson, Ólafur Jóhanncsson. Ragnar Arnalds, Lúðvík, Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson. Ljósm. Mbl.i Ól. K.M. Síðasti dagur Landbúnaðar- sýningarinnar SÍÐASTI dagur Landbúnaðar- sýningarinnar á Selfossi er í dag, sunnudag, en forráða- menn sýningarinnar hafa ákveðið að framlengja hana ekki og verður sýningarsvæðið opið frá kl. 10 til 23 í dag. Mishermt var í frétt blaðsins gær að gestir á sýningunni væru orðnir 60 þúsund en hið rétta er að um hádegi í gær voru þeir orðnir um 50 þúsund. Stöðugur straumur fólks var inn á sýningarsvæðið laust upp úr hádeginu í gær er blaðið ræddi við Sigurð Jónsson blaðafulltrúa sýningarinnar. Meðal atriða á dagskrá sýn- ingarinnar þennan síðasta sýn- ingardag er að kl. 13 verða sýndir nautgripir, tískusýning- ar verða kl. 18 og 21 en kí. 20.45 syngur Margrét Sighvatsdóttir einsöng. Þá flýgur land- græðsluvélin Páll Sveinsson ýfir svæðið kl. 15.30 í dag og dreifir happamiðum yfir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.