Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978
Geir Hallgrímsson um hugmyndir sjálfstœðismanna í stjórnarmyndunarviðrœðunum:
Skattheimta ekki aukin -
máttar - Gjaldeyrisverzlu
Ávöxtun sparifjár - Ríki
Við stöndum á tímamótum í
íslenskum stjórnmálum, þegar
formanni þess stjórnmálaflokks,
þar sem kjarni kommúnista er
mjög valdamikili, hefur verið
valinn til þess að gera tilraun til
myndunar meirihlutastjórnar í
fyrsta sinn í sögu landsins, sagði
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins í upphafi
ræðu sinnar á fundi Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
s.l. miðvikudagskvöld. Og hann
hvatti alla iýðræðissinna til að
fylgjast vel með framvindu mála.
Geir sagði, að ástæður Alþýðu-
flokksins fyrir því að ganga frá
viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn
og Framsóknarflokkinn um
stjórnarmyndun hafi alls ekki
verið málefnalegar. Hann minnti
á, að alþýðuflokksmenn hefðu
sagt, að ekki væru líkur á, að
flokkarnir gætu myndað stjórn er
stuðlaði að framgangi kjarasátt-
mála og nægu samráði við verka-
lýð^hreyfinguna. Þessi röksemd
væri haldlaus, þegar til þess væri
litið, að fulltrúar Alþýðuflokksins
hefðu hvorki sett fram nokkrar
hugmyndir um efnahagsmálin né
viljað segja álit sitt á vinnuplaggi
um þau mál, sem hann og Gunnar
Thoroddsen hefðu sett fram í
viðræðunum.
Þá hefðu alþýðuflokksmenn
sagt, að þeir vildu ekki lappa upp
á fráfarandi stjórn með viðræðun-
um við sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn. Þessi ástæða fengi
ekki staðist flokknum til neinnar
afsökunar, því að hann hefði vitað
frá upphafi, hverjir tóku þátt í
viðræðunum.
Geir Hallgrímsson rakti gang
stjórnarmyndunarviðræðnanna og
sagði það rökrétt eftir úrslit
kosninganna, að Benedikt Gröndal
hefði fyrst verið veitt umboð til
stjórnarmyndunar. Það hefði mis-
tekist eftir u.þ.b. 5 vikna samtöl
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags,
þar sem framsóknarmenn hefðu
einnig verið kallaðir til á síðari
stigum.
Þegar forseti íslands hefði næst
snúið sér til sín, sagði Geir, að
hann hefði talið nauðsynlegt að
kanna viðhorf þeirra 4 flokka, sem
fulltrúa eiga á Alþingi til þess,
hvort þeir væru allir reiðubúnir til
að setjast í ríkisstjórn til ákveðins
tíma í því skyni að takast á við
brýnan efnahagsvanda og breyta
stjórnarskránni ekki síst með
tilliti til kosningalaganna.
Ekki hefði verið áhugi á slíkri
stjórn og hefði hann þá tekið upp
viðræður ásamt Gunnari Thorodd-
sen við fulltrúa Framsóknarflokks
og Alþýðuflokks um myndun
meirihlutastjórnar þessara flokka.
Hefði fyrsti formlegi fundurinn
verið haldinn föstudaginn 11.
ágúst og síðan annar mánudaginn
14. ágúst. Á þeim fundi hefðu þeir
Gunnar Thoroddsen lagt fram í
vinnuplaggi hugmyndir um efna-
hagsúrræði og óskað eftir viðhorf-
um annarra flokka og áliti þeirra
á þessum hugmyndum. Hefði
næsti fundur verio ákveðinn
þriðjudaginn 15. ágúst. Hins vegar
hefði það gerst að morgni þess
dags, að Benedikt Gröndal hefði
símleiðis skýrt sér frá því, að
alþýðuflokksmenn vildu ekki
halda viðræðunum áfram og stutt
það þeim fátæklegu rökum, er að
framan greinir.
Þrátt fyrir þetta hefðu þeir
Gunnar Thoroddsen átt fund með
fulltrúum Framsóknarflokksins
síðdegis á þriðjudag og hefðu þeir
síðarnefndu þar lagt fram yfirlit
yfir þau atriði, sem þeir vildu
leggja áherslu á í efnahagsmálun-
um og sagði Geir, að í Tímanum
s.l. miðvikudag kæmu helstu
þættir þessara atriða fram í grein
Steingríms Hermannssonar.
Markmið
sjálfstæöismanna
Þessu næst sagðist Geir Hall-
grímsson vilja gera fundarmönn-
um grein fyrir þeim hugmyndum,
sem fram hefðu verið settar í
vinnuplaggi þeirra sjálfstæðis-
manna í viðræðunum. Sagði hann,
að fyrst kæmu þar fram almenn
markmið, sem væru samtengd og
sýndu þá meginþætti, sem nauð-
synlegt væri að hafa í huga við
úrlausft þess brýna efnahags-
vanda, sem við blasti:
1. Dregið verði úr verðbólgu í
áföngum á næstu tveimur til
þremur árum og stefnt að því að
hún verði ekki hraðari en í
nágrannalöndum.
2. Jöfnuður og síðar greiðsluaf-
gangur náist í viðskiptum við
aðrar þjóðir, og erlendar skuldir
séu ekki auknar nema sem svarar
nauðsynlegum bata gjaldeyris-
stöðu á næstunni. »
3. Næg atvinna og átvinnuör-
yggi haldist um allt land, en
jafnframt verði dregið úr þeirri
spennu, sem ríkt hefur á vinnu-
markaði að undanförnu.
4. Atvinnuvegir þjóðarinnar séu
reknir með viðunandi afkomu, en
það er frumskilyrði atvinnuörygg-
is, jafnaðar í erlendum viðskiptum
og bættra lífsskilyrða, þegar frá
líður.
5. Kaupmáttur tekna almenn-
ings haldist eins mikill og frekast
samrýmist ofangreindum mark-
miðum. Stuðlað verði sérstaklega
að því að tryggja kjör þeirra sem
lágar tekjur hafa.
6. Stefnt sé að því, að fram-
leiðsla á vinnandi mann og hag-
kvæmni í rekstri allra greina
þjóðarbúsins verði aukin og nýt-
ingu auðlinda lands og sjávar stillt
í skynsamlegt hóf. Stefnt sé að því
að draga úr yfirvinnu og auka
kaupmátt daglauna með aukinni
hagræðingu.
Geir Hallgrímsson minnti á þá
staðreynd, að það hefði tekið
fráfarandi ríkisstjórn þrjú ár að
minnka verðbólguna úr rúmlega
50 stigum niður í 26 stig eins og
hún var komin í vorið 1977 og því
mættu menn ekki búast við
skjótum samdrætti verðbólgunnar
nú. Hitt skipti mestu að sameinast
yrði um skynsamlegar aðgerðir og
menn misstu ekki kjarkinn í þeirri
erfiðu baráttu, sem það kostaði að
vinna bug á dýrtíðinni.
Hann minnti á þá gagnrýni, sem
fram hefði komið á ríkisstjórnina
um of miklar framkvæmdir og
fjárfestingu. En sagði, að ekki
mætti gleyma því, að ríkisstjórnin
hefði dregið úr opinberri fjárfest-
ingu um 16% 1977 og stefnt væri
að 9% samdrætti á þessu ári.
Líklega yrði enn að þrengja hag
fjárfestingaraðila, bæði opinberra
og einkaaðila, og draga þannig úr
spennu á vinnumarkaðnum.
Geir sagði, að ekki nægði að
setja sér skynsamleg markmið í
efnahagsmálum, einnig yrði að
benda á þær leiðir sem best dygðu
til að þeim yrði náð. Sagði hann,
að sjálfstæðismenn legðu höfuð-
áherslu á almennar hagstjórnar-
aðgerðir. Markmiðin næðust ekki,
ef stuðst væri við höft, leyfi eða
styrki við ráðstöfun verðmæta
einstaklinga og fyrirtækja. Þvert á
móti ætti að draga úr þeim
takmörkunum, sem nú væru við
lýði. Á meðan ekki reyndist unnt
að fara aðrar leiðir væri þó rétt að
beita beinum takmörkunum við
stjórn á nýtingu auðlinda.
Gengismál
í almennum hagstjórnaraðgerð-
um fælist, að gengi krónunnar
væri þannig skráð og starfsemi
verðjöfnunarsjóða hagað með
þeim hætti, að það samrýmdist
settum markmiðum. Við skrán-
ingu gengis yrði að taka tillit til
þess, að brúttóhagnaður, sem
hlutfall af fob-verðmæti í sjávar-
útvegi, verði viðunandi. Sérstak-
lega verði við gengisákvörðun að
skoða stöðu útflutnings- og sam-
keppnisiðnaðar. En þessar greinar
hefðu ekki notið greiðslna úr
verðjöfnunarsjóði og fengju lítinn
gengishagnað af birgðum. Þá verði
að taka tillit til staðbundinna
vandamála og leysa þau með
hliðsjón af ákvörðun gengis og
almennum rekstrarskilyrðum.
Ekki mætti horfa fram hjá því, að
gengi verði hreyfanlegt í framtíð-
inni bæði til hækkunar og lækkun-
ar. Það ætti að vera meginregla að
fyrirtæki nytu gengishagnaðar
beint eða óbeint í gegnum verð-
jöfnunarsjóð.
Þar sem verðlag á erlendum
mörkuðum er hátt ætti að greiða
í verðjöfnunarsjóð og miða við
það, að innstreymi í sjóðinn verði
ekki minna en 3 milljarðar króna
á næsta ári. Með breyttum reglum
ætti að tryggja, að Verðjöfnunar-
sjóður fiskiðnaðarins geti leyst
hlutverk sitt af hendi og innistæð-
ur verðjöfnunarsjóðs ætti að
varðveita í erlendri mynt. Viðmið-
unarverð verðjöfnunarsjóðs ætti
að miða við markaðsverð erlendis
en ekki innlendan kostnað. Með
því fengist betra aðhald á þann
veg, að ekki væri unnt að hækka
innlendan kostnað í trausti þess,
að viðmiðunarverðið yrði hækkað
til samræmis í kjölfarið.
Sparifé og vextir
Geir Hallgrímsson sagði, að
örva yrði frjálsa sparifjármyndun
með því að tryggja verðgildi
sparifjár og þar með væri einnig
hamlað gegn útlánum til óarð-
bærrar fjárfestingar og eyðslu. I
vinnuplaggi sjálfstæðismanna
hefði verið lögð áhersla á jákvæða
ávöxtun sparifjár í vöxtum, verð-
bótum, verðtryggingu, gengis-
tryggingu og skattfríðindum. Ef
til gengisfellingar kæmi yrði að
draga úr þensluáhrifum hennar
með því að hækka ávöxtun fyrst í
stað en lækka hana síðan til
samræmis við minnkandi verð-
bólgu.
Tekið yrði upp nýtt fyrirkomu-
lag til að létta greiðslubyrði lána
af atvinnuvegum og einstakling-
um, þegar lán eru tekin til lengri
tíma en eins árs. Reynt verði að
vissu marki að mynda gjaldeyris-
sjóð með innlendum sparnaði,
þannig að menn fái heimild til að
ávaxta fé sitt með gengistrygg-
ingu. Þá verði heimilað að verð-
tryggja fjárskuldbindingar í við-
skiptum einkaaðila.
Fjármál ríkisins —
opinber rekstur
Geir sagði, að hugmyndir sjálf-
stæðismanna byggðust á því, að
jafnvægi væri í fjármálum ríkis-
ins. Ekki yrði stefnt að aukinni
skattheimtu, þvert á móti yrði
reynt að halda uppi kaupmætti
með lækkun söluskatts og vöru-
gjalds sem fellt skyldi niður í
áföngum. Til þess að hamla gegn
verðhækkunum yrðu niðurgreiðsl-
ur auknar. En það væri staðreynd,
að með niðurgreiðslum gæti ríkis-
sjóður best stuðlað að lækkun
vísitölunnar. Odýrara væri og
áhrifameira að auka niðurgreiðsl-
ur en lækka söluskatt. Hitt væri
þó heilbrigðara að lækka skatta en
auka útgjöld með niðurgreiðslum.
Aðhaldsaðgerðir i tekjuöflun hins
opinbera hefðu auðvitað í för með
sér, að draga yrði úr framkvæmd-
um og minnka umsvifin. Einnig
væri vafalítið unnt að auka
hagræðingu á ýmsum sviðum og í
þeim tilgangi væri nauðsynlegt að
efla þá deild fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar, sem fjallar um ráðdeild
í opinberum rekstri.
Rekstrarútgjöld ætti að lækka
með breyttu fyrirkomulagi og
auknu aðhaldi. Flytja ætti starf-
semi til sveitarfélaganna, sem beri
ábyrgð á þeim rekstri, sem þeim er
falinn. Stærstu kostnaðarliðir
ríkissjóðs væru á sviði heilbrigðis-
mála og kennslumála. Sérstaklega
yrði að kanna, hvernig unnt væri
að stemma þar stigu við vexti
útgjalda. Þegar í stað væri nauð-
synlegt að gera ráðstafanir til að