Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 25 Ingimar Ingimars- son—Minningarorð — Hefuröu komiö víöa viö í heiminum? „Já, þaö má nú reyndar segja það. Á sínum tíma bjó ég í eitt ár í ísrael og má segja aö ég sé gamall heimshornaflækingur. Annars held ég að besta undirstaðan fyrir kvik- myndagerðarmenn sé aö vera búinn aö sjá meira af heiminum en túnið heima hjá sér.“ — Hvað er svo framundan hjá þér? „Þaö stendur nú til aö ég fari aö vinna að frekari kvikmyndagerð hér á landi og er ég með tvö verkefni í huga. Annaö er ákveöin saga eftir mínu eigin handriti, og á hún að gerast hérna. Hitt er verkefni, sem ég var byrjaöur að vinna með Jökli heitnum Jakobssyni, og fyrirhugað var aö vinna í sumar. Hef ég nú fullan hug á því aö koma báöum þessum verkefnum í framkvæmd, hvenær sem þaö getur orðið, en auk þess mun ég vinna aö einhverjum verkefn- um erlendis." — Hvaða möguleikar eru fyrir kvikmyndageröarmenn að starfa á íslandi? „Ég hef nú ekki trú á því að ég ílengist erlendis, því segja má að kvikmyndagerö sé mjög óstaöbund- in. Það skiptir ekki máli hvort þú býrð á íslandi eða í Kína, ef þú hefur einhvern til aö framleiöa fyrir. Ég held að hér á íslandi sé nú mjög batnandi starfsgrundvöllur fyrir kvikmynda- gerö og má segja aö ísland sé svo aö segja óplægður akur á sviði kvikmyndagerðar og eru hér sögur á hverju strái, til þess aö kvikmynda." — Hvernig finnst þér kviknriynda- geröin vera á íslandi í dag? „Því miður hef ég ekki haft kost á því aö fylgjast með henni, þar sem ég hef dvalist mikiö erlendis. En í vor geröi ég tilraun hjá sjónvarpinu til aö fá aö skoða þær íslensku kvikmyndir, sem þeir hafa gert, en vegna þess að ekki var búiö aö ganga frá reglugerö um þaö hverjir mættu skoöa hjá þeim myndir og hverjir ekki, þótti þeim ekki ástæöa til aö leyfa mér þaö, og þótti mér það leitt.“ „Ef ekki væru hér menn á borð við Vilhjálm Knudsen, þá væri útlitið mun svartara fyrir menn eins og mig að koma heim og taka myndir, því hann er maður sem allt vill fyrir mann gera,“ sagöi Sigurður brosandi. Viö þökkum Siguröi fyrir spjallið, en hann er nú á förum til Þýskalands til aö halda áfram námi í kvikmynda- perð. Það skyldi þó aldrei veröa að Island veröi „Hollywood" framtíöar- innar! A.K. — Heldur þú aö Sindri litli eigi eftir aö feta í fótspor fööurins? „Þaö er nú ekki gott aö segja um þaö ennþá, en hann var nú 20 merkur þegar hann fæddist og er frekar stór eftir aldri, hvort sem þaö heldur áfram. Pabbi hans var nú líka alltaf stór sem barn, og þegar hann var 10 ára þurfti hann fermingarfötin. Hin systkini hans voru bara ósköp venjuleg að stærö, en þó frekar í minna lagi, þannig að Hreinn hlýtur aö vera eitthvaö sérafbrigði þarna af Ströndunum,“ sagði Jóhanna hlæjandi. „Strákur- inn veröur þó alveg látinn ráöa því sjálfur hvort hann fer út í íþróttir eöa ekki.“ „Hreinn spilar nokkuö á harmon- ikku og er drengurinn ákaflega hrifinn af því. Þegar hann var aðeins mánaöargamall, var nóg fyrir Hrein aö taka upp nikkuna til aö hann þagnaöi. Sindri er afskaplega mikill pabbastrákur og hefur tónlistar- áhugann frá pabba sínum, því sjálf er ég laglaus og hef ákaflega lítiö vit á tónlist." En nú hringir Hreinn, því þau hjónin ætla aö fara að skoöa íbúö, sem ef til vill verður næsta heimili þeirra, en eins og áöur segir eru þau á götunni. „Ef ekki væri vegna hjálpsamra ættingja byggjum við nú sennilega í tjaldstæöinu í Laugardal," sagöi Jóhanna hlæjandi aö lokum. A.K. Fæddur 9. des. 1912. Dáinn 9. ágúst 1978. Mánudaginn 21. þ.m. verður til moldar borinn Ingimar Ingimars- son sem lést snögglega á heimili sínu Bakkatúni 22 Akranesi þ. 9 þ.m., eftir langa vanheilsu. Ingimar var fæddur í Fremri Hnífsdal N. ís. þann 9. des. 1912. Foreldrar hans voru þau hjónin Halldóra Margrét Halldórsdóttir, Sölvasonar bónda í Fremri Hnífs- dal, og Ingimars Bjarnasonar bónda og skipstjóra, Jónssonar bónda á Tannanesi í Önundarfirði. Meðal systkina Ingimars Bjarna- sonar voru þeir kunnu atgervis- menn skipstjórarnir Jón og Guð- mundur sem margir nafnkunnir menn eiga ætt sína til að rekja. Systkini Ingimars Ingimarsson- ar voru: Elías framkvæmdastjóri (látinn) kvæntur Guðnýju Jónas- dóttur, sem lifir mann sinn, Halldór skipstjóri (látinn) kvænt- ur Helgu Jóakimsdóttur, sem lifir mann sinn, Bjarni skipstjóri, hinn kunni aflakóngur, kvæntur Elísa- betu Hjartardóttur, Margrét gift Hallgrími Guðmundssyni skip- stjóra (látinn), Margrét lifir mann sinn, og Rósamunda gift Sigurði Isólfssyni organleikara. Öll voru þessi systkin mannvænleg svo af bar, og flest þeirra landsfræg fyrir dugnað og atorku. Eftir skyldunám í heimahéraði sat Ingimar einn vetur íþrótta- skólann í Haukadal, enda íþrótta- maður mikill og sundgarpur. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1938, og var eftir það starfsmaður Sambands ísl. Sam- vinnufélaga í 15 ár fyrst sem eftirlitsmaður kaupfélaga, síðar sem skrifstofustjóri bókhalds- deildar og endurskoðandi. Ingimar var mikill stærðfræðingur, og eftirsóttur starfskraftur á því sviði. Reyndist hann þar hinn ágætasti starfsmaður, enda naut hann þar virðingar og þakklætis. Eftir þann tíma fór heilsu hans að hraka og leitaði hann sér lækningar í Noregi með takmörk- uðum árangri. Dvaldi hann oft langdvölum á heilsuhælum. Þótt Ingimar ynni meira og minna við skattaframtöl, og hjá mági sínum Hallgrími á Togaraafgreiðslunni, gekk hann sjaldnast heill til skógar og mun það hafa háð hinum annars svo sterka og góða dreng meir en orð fá lýst. Ingimar var fluggáfaður dreng- skaparmaður, en flíkaði lítt til- finningum sínum, þrátt fyrir viðkvæmar tilfinningar og hlýtt hjarta. Mátti hann ekkert aumt sjá — og margur einstæðingurinn naut góðs af örlæti hans og hjálpsemi, sem þó gjarnan gleym- ist í dagsins önn og erli líðandi stundar. Undirrituð átti því láni að fagna að eiga samleið með Ingimar Ingimarssyni síðastliðin 20 ár. Fyrst sem starfsmanni Félaga- samtakanna Verndar, þar sem hann gegndi stöðu húsvarðar á vistheimili samtakanna, — síðar á eigin heimili í Miklaholti á Mýr- um, síðar á Akranesi. Var þá heilsu hans mjög farið að hraka. Eg vil leyfa mér að nota þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.