Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1978 19 Hvað finnst þér um efni fyrir börn og unglinga í útvarpi og sjónvarpi? Lengi hefur staðið til að vera með á Barna- og fjölskyldusíðunni lítinn þátt, sem væri tengdur efni sjónvarps og hljóðvarps á einn eða annan hátt. Nú langar okkur til þess að biðja bæði börn og full- orðna að skrifa blaðinu fáeinar línur, segja frá því, hvaða þætti þeim fellur við og hvers vegna. Skrifið og segið hvort þið viljið fá endursýnda þætti eða bend- ið á þætti, sem ykkur finnst slæmir eða leiðinleg- ir o.s.frv. Sífellt eru barnatímar í sjónvarpinu og sögur fyrir yngstu kynslóðina, og enda þótt STUNDIN OKKAR hafi ekki hafið göngu sína, eru sýndir þættir fyrir börn og unglinga í sjón- varpinu, og þætti okkur fróðlegt að fá að heyra álit sem flestra á því, hvað mætti betur fara, heyra nýjar tillögur og uppá- stungur um efni og með- ferð þess — leyfa okkur einnig að heyra um það, sem ykkur finnst hafa farið miður — og þetta á ekki einungis við börn, heldur einnig og ekki síður við fullorðna. Það hlýtur að vera eðlilegt, að foreldr- ar spyrji í alvörut Hvað er borið á borð fyrir börnin mín? Hvað fá þau að heyra og sjá? Hvernig er efnið flutt? Hvaða áhrif hefur það á gildismat barnanna? Hvaða áhrif hefur það félagslega, siðferðislega eða sálarlega? O.s.frv. Þannig mætti lengi spyrja. Hvers konar efni vilja foreldrar fá fyrir börnin sín og hvað vilja börnin og hvers vegna? Sendið efni og verið dugleg að skrifat Barna- og fjölskyldusíðan, Aðalstræti 6, Morgunblaðið, Reykjavík. Hvererhvers? ALLAR persónurnar, sem við nefnum hér á eftir, eru frægar, og sennilega þekkirðu flestar þeirra. En þrautin verður ef til vill eilítið þyngri þegar þú átt að finna út, hvaða persónur eiga saman. A. Hamlet B. Rómeó C. París D. Porgy a. Júlía b. Bess c. Ofelía d. Helena Ef þér finnst þetta erfitt, þá skaltu biðja foreldra þína eða systkini um hjálp, — eða leggja þrautina fyrir þau á eftir. fi i • i I 3R.20A Vísa og skrýtlur frá Lilju Hallbjörnsdóttur, Lynghaga 6, Reykjavík. Sumarsól í sumarsól ég valdl mér stól og settist niður að skrifa í minningabók allt hvað af tók og hlustaði á klukkuna tifa. Mamma var að greiða sér og Siggi litli hortði á. „Ertu með hrokkið hár á höfðinu, mamma?" spurði hann eftir dálitla stund. „Nei, elskan min,“ sagði mamma hans. ..Þetta eru bylgjurl" Siggi leit pá á pabba sinn og starði á hann pó nokkra stund. Hann var nauða sköllóttur. Loks sagði Siggi: „Hvað er pá á höfðinu á pabba? Baðströnd?“ Hvað sagði stóri strompurinn við litla strompinn? — Þú ert alltof ungur tH pess að reykjal Siggi, 7 ára, Laugalandsskóla, Drómedarinn í eyðimörkinni Drúmedarinn lifir í Norð- ur-Afríku. og hann fellir sig öllum dýrum betur við eyði- merkurlífið. Hann Ketur lést um allt að 30% eðlileKrar þyngdar sinnar án þess að bíða tjón af. Maðurinn mundi aldrei þola slíkt. Eftir á nær drómedarinn fyrri þunva sín um með því að drekka allt að 120rlítrum vatns. Hann svitn- ar ekki, fyrr en likamshiti hans fer yfir 40 stijt. Hann geymir vatn í líkamanum með því að láta mjÖR lítið þvag frá sér vökva um iikamann'. þann- sér. Ilnúðurinn á baki hans er ír að vökvinn í honum er fituforði. sem getur sent frá na'gur á heitustu sólardÖRum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.