Morgunblaðið - 20.08.1978, Page 16

Morgunblaðið - 20.08.1978, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGÚST 1978 Allt til skólans Þú þarft ekki aó leita víóar EYMUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? I>1 AK.LVSIK l M AI.LT l \\I) I>K(iAR M AK.KYSIR I MORíil NRLADIM Dagur Brynjúlfs- son - Minningarorð Fæddur 12. apríl 1934 Dáinn 14. ágúst 1978 Hann heimsótti okkur seinast fyrir u.þ.b. þrem vikum, kátur og hress að vanda og hafði frá mörgu að segja. Enda varð okkur skraf- drjúgt og þegar ég fylgdi honum til dyra var tekið að birta af degi. Ekki grunaði okkur þá að endalok- in væru svo skammt undan, þótt við fyndum að vissuiega væri mjög tekið að halla undan fæti. Það er alltaf erfitt að sjá á bak vinum sínum, ekki sízt, þegar um er að ræða mann, sem svo mikið hafði að gefa. Frá því að ég var smá krakkaangi hefur Dagur verið einn af mínum beztu vinum. Hann var maður sem hægt var að ræða við um hvað sem var. Hann hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja, en hann var líka tilbúinn að hlusta á raunatöl- ur vina sinna og var hollur í ráðum og átti ríka samúð með þeim er bágt áttu. Þess vegna held ég, að svo margir unglingar hafi hænzt að honum. Hann skildi þá svo vel. Dagur Brynjúlfsson var fæddur í Reykjavík, sonur Brynjúlfs Dagssonar læknis og konu hans Sigríðar Pétursdóttur. Hann sagði mér einhverju sinni, að við fæðingu sína hefðu aðstand- endur og viðstaddir allir orðið mjög felmtri slegnir, útlimir hans voru allir snúnir og sagðist hann allur hafa verið hinn ógæfulegasti útlits. Ekki bætti svo um að viðstaddir læknar töldu líklegt að hann væri bæði spastiskur og með vatnshöfuð. Þá kom þar að lang- amma hans háöldruð og leit á fyrirbærið í vöggunni op sagði síðan eitthvað á þá leið; að það ætti nú eftir að verða maður úr honum þessum. Reyndist gamla konan þar sannspá. Fyrstu ár ævi sinnar átti Dagur heima á Breiðumýri í Þingeyjar- sýslu, síðan bjó fjölskyldan um tíma í Búðardal, en þegar hann var um tíu ára gamall fluttust þau til Hvammstanga. Þegar þar var komið var búið að gera aðgerðir á fótum Dags og með því að ganga á styrktarskóm tókst honum að bera sig um. Hann varð fljótt vinsæll meðal krakkanna á staðnum og tók óspart þátt í leikjum þeirra og uppátækjum. I staðinn voru þau honum hjálpleg ef hann þurfti á að halda og drógu hann á sleða í skólann, þegar færi var þungt. Á Hvammstanga átti hann sín bernsku- og leikjaár, þess vegna talaði hann alltaf um Húnavatns- sýslu, sem „Heima" og það var eiginlega ekki annað „Heima" fyrr en eftir að hann kom í Hátúnið. Með Degi ólust upp tvær alsyst- ur hans, þær Þórlaug og Sigríður. Milli þeirra systkinanna hefur alltaf verið náið og gott samband og einnig við hálfsystur þeirra, Huldu Brynjúlfsdóttur. Þau systk- inin stóðu saman, þegar á móti blés og studdu hvert annað. Foreldrar Dags misstu eitthvað af börnum, auk þess áttu þau tvær dætur vanheilar, sem dvöldu lengi á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og létust þar fyrir all-löngu. Sigríður móðir Dags átti lengi við þungbær og erfið veikindi að stríða, kom það mjög niður á fjölskyldu hennar og varð Bryn- júlfur oft að annast um heimilið og hjúkra konu sinni auk læknis- starfanna. Og er veikindi Sigriðar ágerðust og engin von var gefin um bata fór hún til Reykjavíkur á sjúkrahús, þar sem hún dvaldi um árabil. Hún er látin fyrir mörgum árum. En þrátt fyrir alla erfiðleika og veikindi taldi Dagur sig alltáf hafa átt góða æsku. Hann dáði föður sinn mikið og þakkaði honum að hafa komið sér til manns. Eitt sumarið, sem Dagur átti heima á Hvammstanga, var hon- um komið til skammrar dvalar að Illugastöðum á Vatnsnesi, síðan stóðu honum ætíð opnar dyr þar og reyndar á hverjum bæ í Vatnsnesinu öllu og Vesturhópinu með. Hann dvaldi eftir þetta á Illugastöðum um lengri og skemmri tíma. Einhver sumur var hann „símadama“ eða talsíma- vörður eins og það heitir núna og ' svo hefur hann bara verið eins og einn af fjölskyldunni síðan. Hann hefur verið með okkur á tímum gleði og sorgar og okkur fannst við eiga hann, þess vegna er erfitt að sætta sig við það að hann er ekki lengur í kallfæri, það er eitt og annað, sem við þyrftum að spyrja hann um og við hefðum líka alveg þegið að heyra nokkrar raddir og að rifja upp eitthvað af skemmti- legum sögum. Þegar Dagur var rúmlega tví- tugur varð faðir hans héraðslækn- ir í Kópavogi og fluttu börn hans með honum suður. Brynjúlfur ' kvæntist öðru sinni og reyndist Ingibjörg kona hans stjúpbörnum sínum ákaflega vel og mátu þau hana mikils. Því miður naut hennar alltof stutt við. Brynjúlfur varð bráðkvaddur á ferðalagi og um sama leyti fékk Ingibjörg heilablóðfall og lá lengi lömuð og Allur búnaöur fyrir lokuö sjónvarpskerfi í fyrirtæki og verslanir. Verö ótrúlega hagstætt. Sjónvarpsvélar frá kr.115.000.- Upplýsingar hjá tæknimönnum okkar. heimilistæki sf TÆKNIDEILD — SIMI: 24000 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.