Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 15
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGUST 1978 fHwgmiÞliifeifr Útgefandi Framkvaemdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar M. Árvakur, Reykjavík. Haraidur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. 21. ágúst Ásama tíma og Lúðvík Jósepsson reynir stjórnarmyndun á Islandi (það er söguleg stund, segja Lúðvík og Þjóðviljinn rétti- lega) — er efnt til mótmæla víða um lönd vegna þess, að tíu ár eru liðin frá innrás Sovétríkjanna og Varsjár- bandalagslandanna í Tékkóslóvakíu. Dagsins verður minnzt með ýmsum hætti hér á landi sem annars staðar og fer vel á því, að atburðirnir séu rifjaðir upp, ekki sízt í því skyni, að ungt fólk, sem man þá óglöggt eða þekkir þá einungis af afspurn, geti áttað sig á því, sem fram fór. Dubchec og félagar hans, sem höfðu tekið við stjórnartaumum í Tékkó- slóvakíu, töldu óhætt að losa þjóð sína úr fjötrum alræðiskommúnismans og veita henni meira svigrúm, leiða hana út úr myrkri stalínismans inn á dálitla glætu frjálshyggjunnar. En þetta mátti ekki. Kremlverjar vissu, að ef Tékkóslóvakía færðist í frjálsræðisátt, þá væri voð- inn vís. Það vissu einnig önnur kommúnistaríki í A-Evrópu og því tóku þau þátt í alræmdri og glæp- samlegri innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkó- slóvakíu og sýndu þar með, að Austur-Evrópuríkin eru ekkert nema leppríki Sovétríkjanna. Rauðu einræðisherrarnir í Kreml telja, að þeim sé leyfilegt að hafa afskipti af innanríkismálum allra þeirra landa, sem lúta marxískri stjórn. Þetta ættu íslendingar einkum og séf í lagi að íhuga á þessum tímamótum. Rússar þóttust hafa gert innrásina bæði í Tékkóslóvakíu og Ungverja- land á sínum tíma á þeim forsendum að þar væru sósíalískar ríkisstjórnir við völd, og er því ástæða fyrir íslendinga að gefa því gaum, hvort forysta marxistanna í Alþýðu- bandalaginu um stjórnar- myndun nú geti ekki kallað á aukin afskipti Sovét- ríkjanna af innanríkismál- um Islands og jafnvel talið þeim trú um, að íhlutun í íslenzk málefni séu jafn sjálfsögð undir marxískri stjórnarforystu hér á landi og í hvaða öðru kommúnistaríki sem er. Ekkert skal um þetta full- yrt, en einungis bent á þennan möguleika, enda er hann ekki út í hött, þegar höfð er hliðsjón af sögulegri þróun þessarar válegu ald- ar. Dubchec og félagar hans frömdu ekki annan glæp en þann, að þeim kom til hugar að leyfa fleiri flokka í Tékkóslóvakíu en kommúnistaflokkinn einan, auka prent- og málfrelsi, og þannig svigrúm skoðana- skipta í landinu. Þetta þoldu bergrisarnir í Kreml ekki og drekktu frelsishug- sjón Tékka í blóði, eins og þeir höfðu áður gert í A-Berlín, A-Þýzkalandi og einnig í Ungverjalandi. Dagurinn á morgun, 21. ágúst, er því ekki aðeins minningardagur um mikla og vofeiflega atburði, held- ur einnig — og ekki síður — sorgardagur. , Nú eru þúsundir póli- tískra fanga í Tékkóslóvakíu eins og öðr- um kommúnistaríkjum. Sumir telja að um 6000 manns hafi verið handtekn- ir þar af pólitískum ástæð- um frá því Varsjárbanda- lagsríkin undir forystu Sovétríkjanna gerðu innrás í landið, en aðrir telja, að fangarnir séu mun fleiri. í skýrslu, sem kölluð er Tíu ára sovézk ógnarstjórn, segir að 280 þús. Tékkar hafi misst atvinnu sína frá 1. jan. 1970 til 31. des. 1973 vegna andstöðu við stjórn- ina, en þessum ofsóknum hefur síður en svo linnt síðustu árin, heldur hafa þær færzt í aukana. í Tékkóslóvakíu er einnig fjöldi andófsmanna, sumir heimsfrægir eins og rithöf- undarnir Kohut og Vaculik — en þess er ekki að vænta, að allir minnist fórna þeirra í baráttunni fyrir frelsi og gegn alræði og ofbeldi kommúnismans, því að maðurinn, sem nú hefur verið falin forysta um stjórnarmyndun hér á landi, lýsti því yfir fyrir skömmu, eins og alþjóð er kunnugt, að hann fylgist ekki með réttarhöldum yfir andófsmönnum og dómum, sem þeir hljóta fyrir skoð- anir sínar. Sumir þessara manna eru dæmdir til margra ára þrælabúðavist- ar án þess formaður Al- þýðubandalagsins láti sig það skipta, ef marka má hans eigin ummæli. Það er hans vandamál og flokks hans Og það er sorglegt. Morgundagurinn, 21. ágúst, á að minna okkur á eitt öðru fremur: að treysta öryggi lands og þjóðar í samstarfi við vestræn lýð- ræðisríki, slá skjaldborg um frelsi okkar og framtíð. Reykj aví kurbréf Laugardagur 19. ágúst Tilgangurinn helgar meðalið . Á morgun, mánudaginn 21. ágúst, eru liðin tíu ár frá innrás Sovétríkjanna og annarra Varsjár- bandalagsríkja í Tékkóslóvakíu. í tilefni af því er ástæða til að minna á það, sem Ólafur Björnsson prófessor segir um þróun mála þar í nýútkominni bók sinni, Frjálshyggja og alræðishyggja. Eftirfarandi kafli heitir: Tilgang- urinn helgar meðalið og er svohljóð- andi: „Eins og áður segir greinir það frjálshyggju og alræðishyggju, að frjálshyggjan byggir á þeirri lífsskoð- un, að til þess að um samfélag hamingjusamra einstaklinga geti verið að ræða, verði einstaklingarnir að hafa leyfi til þess að setja sér markmið sín sjálfir og framfylgja þeim innan marka þeirra leikreglna, sem þjóðfélagið setur, þar sem alræðishyggjan telur, að stjórnvöldin hljóti að ákveða þau markmið, sem að skuli stefnt, bæði fyrir einstaklinginn og heildina, og beri hverjum þegni að hegða sér i samræmi við þau settu markmið. Leiðirnar til þess að fá þegnana til þess að virða þessi markmið stjórnvalda eru jöfnum höndum áróður, fortölur og þvingunaraðgerðir. Fyrri leiðin er vissulega frá sjónarmiði stjórnvalda æskilegri, en nægi hún ekki, verður vitaskuld að fara þvingunarleiðina. Það skiptir í þessu sambandi miklu máli, hvort byggl er á þeirri forsendu, að allir hafi líkar þarfir og líkar skoðanir, eða hinu gagnstæða. Eftir því sem þarfirnar eru líkari, þeim mun auðveldara er að skipuleggja samfélagið á grundvelli alræðis- hyggju. Nú er ekki vafi á því, að í raunveruleikanum er smekkur manna og þarfir ólíkar, menn þrá til- breytingu og vilja gjarnan að ein- hverju leyti skera sig úr umhverfi sínu á þann hátt að aðdáun veki. Frá sjónarmiði frjálshyggju og ein- staklingshyggju er slíkt talið æski- legt, þar sem það geri Iífið í senn litríkara og sé hvati til nýjunga og framfara. Frá sjónarmiði alræðis- hyggjunnar er þetta hins vegar skaðlegt, þar sem það torveldar framkvæmd þeirra markmiða, sem stjórnvöld hafa sett. Ef menn því eru ólíkir í eðli sínu, þarf að gera þá líka. Þetta er í rauninni það, sem felst í því, þegar bæði hægri og vinstri sinnaðir alræðishyggjumenn tala um nauðsyn þess að skapa „nýja mann- gerð“, sem hafi þær skoðanir, smekk og þarfir, sem stjórnvöld telja æskilegar. Leiðir til þess að slíkt megi takast er umfram allt einhliða áróður fyrir stefnu stjórnvalda jafnhliða banni við því, að aðrar skoðanir eða viðhorf séu boðuð almenningi. Orðað á annan veg: Kerfið gerir nauðsyn- legt, að afnumin séu með öllu hin lýðræðislegu mannréttindi, svo sem samtakafrelsi, tjáningarfrelsi og fundafrelsi. Það er nauðsynlegt þjóðfélagsskipun, sem byggir á efna- hagslegu og stjórnarfarslegu alræði, að þegnarnir aðhyllist þau markmið, sem stjórnvöld hafa ákveðið, að framfylgt skuli, en til þess að tryggja það, er afnám ofangreindra mann- féttinda nauðsynlegt. Fyrst þegar tekizt -hefur að „heilaþvo" þegnana þannig, að þeir hugsi allir á einn veg og þann sem stjórnvöld-óska, svo sem lýst er í verkum skáldanna Aldous Huxleys, Fagra nýja veröld (Brave New World), og George Orwells, 1984, er alræðið orðið fast í sessi. En langan tíma tekur slíkt, eins og andófið í Austur-Evrópuríkjunum sýnir í dag, ef það er þá möguíegt að gera mannfólkið þannig að einlitum múg. Hér er um erfitt og e.t.v. óleysan- legt viðfangsefni að ræða fyrir stjórnvöld alræðisríkja. Árangurs er því aðeins að vænta, að öll tiltæk meðul séu notuð án tillits til þess hvaða afstöðu menn kunna að hafa til slíkra meðala frá siðgæðislegu sjónarmiði. Hið gamta kjörorð Jesúítanna „Tilgangurinn helgar meðalið", verður óhjákvæmilega leik- regla stjórnvalda, þar sem alræði ríkir. Menn geta fordæmt þetta frá sjónarmiði réttar og siðgaeðis, en hitt er á misskilningi byggt, að það sé eingöngu vegna mannvonzku valdhaf- anna, að bardagaaðferðir, sem brjóta í bág við siðferðiskennd almennings í hinum vestrænu lýðræðisríkjum, þykja nauðsynlegar í alræðisríkjun- um. Ef þeim er ekki beitt, er tilveru alræðisins stofnað í hættu. I þessu sambandi má nefna sem dæmi innrás Varsjárbandalags- ríkjanna í Tékkóslóvakíu sumarið 1968. Kommúnistaflokkar Vest- ur-Evrópu, sem þó höfðu yfirleitt lagt blessun sína yfir einræðisstjórnarfar Austur-Evrópuríkjanna, treystust ekki til þess að styðja innrásina. Ef til vill er hér að nokkru um að ræða „stjórnmálakænsku", þar sem al- menningur á Vesturlöndum fordæmdi innrásina mjög, en telja má þó víst, að skilningsskortur á því, hvað kerfinu er nauðsynlegt, hafi þar mestu ráðið. Umbætur þær, sem Dubchek og stjórn hans beittu sér fyrir, voru tvíþættar. í fyrsta lagi, svo sem áður hefir verið á minnzt, breytingar á hagkerfinu í átt til meiri valddreifingar og virkari markaðs- búskapar. I öðru lagi róttækar breytingar á stjórnkerfinu, þannig að nú skyldi afnema ritskoðun og leyfa starfsemi fleiri stjórnmálaflokka. Fyrra atriðið hefði aldrei orðið tilefni til innrásar, því sams konar breyt- ingar á hagkerfi Ungverjalands hafa verið látnar óátaldar af Sovétstjórn- inni. En síðara atriðið gerði hún sér Ijóst, að myndi stofna í hættu sósíalismanum, ekki eingöngu í Tékkóslóvakíu, heldur einnig í öðrum Austur-Evrópulöndum og sennilega í Sovétríkjunum sjálfum. Ef ritskoðun hefði verið aflétt í Tékkóslóvakíu og aflétt banni við myndun óháðra stjórnmálaflokka,hefðu þá ekki komið fram kröfur um það sama í Póllandi, Austur-Þýzkalandi og jafnvel í Sovét- ríkjunum? En frjáls gagnrýni á stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum, stjórnmálum og menningarmálum myndu stofna öllu vali^kerfi kommúnismans í þá hættu, að engin von er til þess, að stjórnvöld þeirra ríkja, er hlut eiga að máli, sætti sig við slíkt. Sem annað dæmi má nefna það, sem torskilið hefir verið mörgum sósíalistum á Vesturlöndum, sem ekki átta' sig á þeim mun, sem er á alræðishyggjunni og hugmyndafræði „borgaralegs" lýðræðis, en það er sá háttur sovézkra stjórnvalda í seinni tíð, að ráðstafa þeim, sem gerzt hafa andófsmenn, á geðveikrahæíi. Á Stalín-tímunum mun slíkt ekki hafa tíðkazt nema þá mjög takmarkað, því að andófsmenn voru þá annaðhvort teknir af lífi eða haldið ævilangt í fangabúðum. Hvort það er veikleika eða styrkleikamerki, að gripið hefir verið þannig til nokkru mildari refsiaðgerða, skal ósagt látið. En það er nokkur kaldhæðni, að hugmyndir þeirra Huxleys og Orwells um með- höndlun andófsmanna í alræðisþjóð- félagi sem geðsjúklinga, sem settar voru fram fyrir 30—40 árum, skuli svo alllöngu síðar hafa komið til framkvæmda í Sovétríkjunum. En í sjálfu sér er rökrænt að álykta hem svo í þjóðskipulagi, sem byggist á því, að allir fylgi stefnu stjórnvalda í blindni, að þeir, sem ekki geri það, séu andlega afbrigðilegir og þurfi því meðhöndlun sem sálsjúklingar. Það er þannig skipulagið, en ekki mannvonzka stjórnendanna, sem gerir nauðsynlegt, að beitt sé aðferð- um, sem mjög brjóta í bága við ríkjandi siðgæðishugmyndir í borgaralegum þjóðfélögum. Þar með er auðvitað ekki sagt, að stjórnendur alræðisríkjanna séu ein- hverjir heiðursmenn hvað þá englar. Einn kafli bókar Hayeks, Leiðin til ánauðar, ber fyrirsögnina „Why the worst get to the top“ (Hvers vegna verstu mennirnir komast á toppinn). Leiðir hann þar rök að því, að í alræðisríkjum verði það jafnan hinir verstu menn, sem skipi æðstu valda- stólana. Þetta leiðir einfaldlega af því að alræðisskipulagið krefst þess, að tækjum þeim, sem nauðsynlegt er að beita því til viðhalds, sé beitt af fullkominni hörku, og hlýtur því að vera brýnt, að aðalmennirnir séu sem lausastir við þann eiginleika, sem kallast samvizka. Það hefði ekki verið hægt að notast við nein ljúfmenni eða sérstaka drengskaparmenn sem yfir- menn, og e.t.v. varla sem undirmenn heldur, í útrýmingarbúðum nazista (vissulega er enginn vísindalegur mælikvarði til á það, hvort maður eigi að teljast góður eða vondur. En telja verður, að það sé í samræmi við almennan skilning á merkingu þess- ara orða, að menn án samvizku og siðgæðiskenndar séu ekki góðir menn). Það er dálítið eftirtektarvert, að sami mælikvarði virðist á það lagður í vinstra og hægra alræði, hvers konar menn séu hæfastir til forystu. Göbbels dregur i dagbók sinni enga dul á aðdáun sina á Stalín og segir meðal annars, að ef Þjóðverjum auðnist að sigra Sovétríkin, þá sé Stalín einmitt rétti maðurinn til að stjórna þar í umboði Þjóðverja, ef slíks væri kostur. En í rauninni þarf engan að undra þetta. Án tillits til þess hvort alræði er boðað í nafni einhverra trúar- bragða, þjóðernisstefnu eða stétta- baráttu, þá eru það vitaskuld ávallt sömu aðferðirnar — aðferðir ógnar- stjórnar — sem við eiga til þess að knýja þegnana til skilyrðislausrar Stalin hlýðni við stjórnvöldin. Trúvillinga- dómstólar miðaldakirkjunnar, fanga- búðir nazista og vistun andófsmanna í Sovétríkjunum á geðveikrabælum eru því í rauninni allt greinar á sama meiði.“ •• * Oryggi Islands og sigur Alþýðuflokksins Þegar kosningaúrslit lágu fyrir í síðustu alþingiskosningum og í ljós MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGUST 1978 J 5 „fíhnst eihkenniegt, efaHtíeinuerkominkyn- skíðsemá erfítt med að orða hugsanir sinar " Halldór Laxness vió vinnuborö sitt á Gljúfrasteini. „ÉG ER ekki nógu góður að tala um daginn og veginn,“ sagði Laxness, þegar blm. Morgun- blaðsins var setztur niður í vinnuherbergi hans á Gljúfra- steini. „Enda er nóg af slíku í blöðunum. Ég hef reyndar sjálf- ur skrifað eitthvað um bjórinn í Velvakandaþáttinn ykkar. Sérð þú um það?“ Halldór Laxness er núna að skrifa framhald bókanna I túninu heima og Úngur ég var. Hann leiðrétti, þegar blaðamað- urinn kallaði þær endurminn- ingar: „Þetta eru ekki einfaldar endurminningar, heldur skáld- saga. íslendingar kalla þetta ævisögu hjá mér, en svo er ekki. Þetta eru skáldsögur í ritgerðar- formi. Á dönsku er þetta kallað essay-róman. Að efninu til er meira af ritgerð en ævisögu í þessu. Allar bækurnar þrjár eru bundnar sögupersónu sem er undir tvítugu. Það leiðir af sjálfu sér að slíkur maður er ekki mikið ævisöguefni. Eftir tvítugt er ég farinn að hugsa öðruvísi og lifa öðruvísi." Blm. spurði Laxness um mis- mun á þessum liðna tíma og þeim sem nú stendur yfir. „Öll tækni hefur breytzt," sagði hann. „En þau andlegu og menningarlegu efni sem ég hef áhuga á eru hin sömu.“ Blaðamaður vildi ræða meira um ungt fólk, en Laxness sagðist engan allsherjardóm geta fellt yfir því eins og stundum væri gert í blöðunum. „Ég kann ágætlega við ungt fólk nú á tímum. Ég þekki ekkert eintak sem ég mundi fleygja burt. Ef eitthvert eintak er ekki í lagi getur samt áreiðanlega einhver haft gagn af því. Einn af mínum beztu vinum, Erlendur í Unu- húsi, sagði einmitt: „Ég þoli ekki að talað sé illa um ungt fólk.“ Laxness minntist á góða og slæma blaðamennsku, nefndi dæmi um góð og slæm viðtöl, og lét á sér skiljast að menn sem skrifuðu í blöðin virtust oft hafa ákaflega lítið málssvið. „Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig hægt er að skrifa með svo litlum orðaforða og miklu öryggisleysi; vera má aö þetta fátæklega málfar tilheyri okkar tíma. Margir ungir rithöfundar núna virðast einnig mjög lítið hafa kynt sér fyrirrennara sína hvað snertir málsmeðferð. Við höfum í þessu landi mjög sterkar ritvenjur. Mér finnst einkenni- legt, ef allt í einu er komin upp kynslóð sem á mjög erfitt með að orða hugsanir sínar; á jafnvel ekki orð yfir einföldustu hluti, nokkurs konar útlendingar." Laxness nefndi ýmis dæmi um slíkt. Er blm. Morgunblaðsins kvaddi Halldór Laxness á Gljúfrasteini spurði hann, hvort skáldið gengi mikið um götur Reykjavíkur. „Herra trúr!“ svaraði skáldið. „Er nokkur maður sem gerir slíkt? Mér myndi aldrei detta í hug að ganga í Reykjavík." Stuttspjal/ vid Halldór Laxness, sem er adskrifa framhaldbókqnna ítúninuheima og Úngur ég var kom, að Alþýðuflokkurinn hafði unnið mikinn sigur, lýsti Benedikt Gröndal, formaður flokksins, því yfir, að hvorki hann né flokkur hans mundi verzla með öryggi landsins fyrir ráðherrastóla og tók því vænt- anlega af allan vafa um það, að Alþýðuflokkurinn væri ekki heill í öryggis- og varnarmálum þjóðarinn- ar. Morgunblaðið hafði lagt spurning- ar fyrir formenn þingflokkanna um öryggis- og varnarmál, áður en kosningarnar fóru fram, og vegna afstöðu launþegafulltrúa Alþýðu- flokksins í 1. maí-nefndinni, þar sem þess var krafizt, að varnarliðið færi úr landi, og yfirlýsingar nokkurra ungra jafnaðarmanna, þótti blaðinu ástæða til þess, að menn væru vel á verði og veittu Alþýðuflokknum og forystu hans það aðhald í varnar- og öryggismálum, sem nauðsynlegt væri. Það aðhald fékk Alþýðuflokkurinn fyrir kosningar og fyrsta yfirlýsing, sem formaður hans gaf eftir kosning- ar, hneig í þá átt, að við varnarskuld- bindingar landsins skyldi staðið og Alþýðuflokkurinn mundi ekki bregð- ast þeirri fjöldahreyfingu, sem kaus hann í alþingiskosningum, ekki sízt vegna margyfirlýstrar stefnu forystu flokksins í varnarmálum. Forystu- menn Alþýðuflokksins bentu jafnan á, þegar rætt var um yfirlýsingar Sambands ungra jafnaðarmanna í einkasamtölum, að samtök þessi væru afar fámenn og krafa þeirra um öryggisleysi landsins væri örfárra manna verk og tæki flokksforystan ekki mark á henni, enda væri yfirlýst stefna flokksins mörkuð af öðrum aðilum og hún færi í þá átt, að varnarliðið skyldi vera á íslandi, eins og ástatt væri, og ísland eiga áfram aðild að Atlantshafsbandalaginu. Við það yrði staðið. Formaður Alþýðu- flokksins gekk jafnvel svo langt að vitna i nýleg ummæli Títós þess efnis, að heimsstyrjöld gæti nú verið yfirvofandi, eins og ástandið væri í Afríku og Mið-Austurlöndum. Þegar Morgunblaðið veitti Alþýðu- flokknum aðhald í varnarmálunum fyrir kosningarnar, skrifaði Benedikt Gröndal, formaður flokksins, forystu- grein í Alþýðublaðið, laugardaginn 17. júní sl. undir fyrirsögninni: Alþýðuflokkurinn verslar ekki með öryggi landsins fyrir ráðherrastóla — og er undrandi á því, að Morgunblaðið skyldi draga i efa eitt andartak, að öryggismál íslands og varnarsam- starf við vestræn ríki yrðu í hættu, ef Alþýðuflokkurinn kæmist til valda og álíiifa. Enginn vafi er á því, að yfirlýsingar Alþýðuflokksins og forystumanna hans þessa efnis fyrir kosningar náðu til þúsunda manna, sem hefðu ekki stutt hann í kosning- um, ef þeir hefðu talið, að Alþýðu- flokkurinn mundi bregðast í varnar- málum. Verulegur fjöldi fólks, sem stutt hefur Sjálfstæðisflokkinn, m.a. og ekki sízt vegna hiklausrar afstöðu hans í varnarmálum, léði Alþýðu- flokknum þessu sinni atkvæði sitt vegna fyrrnefndra yfirlýsinga for- ystumanna flokksins. Því má bæta við, að Vilmundur Gylfason var spurður í þaula um varnar- og öryggismál í útvarpssamtali ekki löngu fyrir borgarstjórnarkosning- arnar og svaraði hann þá eins og gallharður sjálfstæðismaður og mátti ekki á milli sjá, hvort hann væri að túlka stefnu Alþýðuflokksins eða Sjálfstæðisf.okksins í varnar- og öryggismálum. Morgunblaðsgervið fór Vilmundi vel í útvarpinu — og Göhbels hefur sjálfsagt aukið útbreiðslu blaðsins stórlega! Fyrrnefnd atriði hafa nú leitt til þess, að fólk hefur treyst Alþýðu- flokknum og veitt honum sterkari stöðu í stjórnmálum Islands en að öðrum kosti. En'ginn vafi er á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haldið fylgi fjölda manna, sem vilja ekki breytingar á varnarstefnu landsins, ef fyrrgreindar yfirlýsingar krata hefðu ekki legið fyrir, þeir báru ekki í brjósti ótta við það, að Alþýðuflokk- urinn mundi bregðast í varnarmálun- um, enda er lítil ástæða til að óttast það lengur eftir þær skýlausu yfirlýs- ingar, serti viðstöðulaust hefur verið hamrað á — og þá ekki sízt yfirlýsingar foÁnanns flokksins eftir hinn mikla kosningasigur Alþýðu- flokksins í þingkosningunum. En í fyrrnefndum leiðara 17. júní segir formaður Alþýðuflokksins m.a.: „Það er furðulegt, að Geir Hallgríms- son og Morgunblaðið hans skuli setja af stað þann áróður, að Alþýðuflokkn- um sé ekki að treysta í öryggismálum Islands. I áratug unnu Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn sam- an í ríkisstjórn og gekk á ýmsu í innanlandsmálum, en aldrei heyrðist orð um að Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson eða Jóhann Hafstein treystu ekki ráðherrum Alþýðu- flokksins í utanríkis- og varnarmál- um, þeim Guðmundi I. Guðmundssyni og Emil Jónssyni. Það er furðulegt, að Matthías Johannessen og Geir Hall- grímsson skuli hafa látið undan ómerkilegri mönnum og hafið þennan áróður 1974 (þegar hann bar árangur) og aftur nú (þegar hann mun ekki bera árangur). Tortryggni þessara manna hlýtur að stafa af því, að þeir treysta ekki lýðræði. Jafnaðarstefnan sameinar undir sínum væng fólk með ýmsar skoðanir, en í varnarmálunum hefur sterkur meirihluti flokksþinga ráðið stefnu Alþýðuflokksins hvert þingið á fætur öðru síðan 1950. Lýðræðislega mótuð stefna mikils meirihluta á flokksþingum Alþýðu- flokksins allt til þessa dags hefur verið og er að enn leyfi staða heimsmála ekki að varnarliðið hverfi frá íslandi, landið verði varnarlaust. Hlutleysið er vanhugsuð draumsýn, sem dugir íslenzku þjóðinni ekki í ólgusjó veruleikans. Varnarlaust Island mundi í dag raska jafnvægi í Norður-Atlantshafi og N-Evrópu, svo að slökun (détente) mundi verða stefnt í hættu, ef þjóð okkar stigi slíkt skref. Alþýðuflokkurinn telur. að varn- arliðið verði að dveljast í landinu enn um sinn og ekki séu fyrirsjáan- legar í náinni framtíð þær breyting- ar. sem raski þeirri staðreynd. Þess vegna mun Alþýðuflokkurinn standa -við þessa stefnu. Alþýðu- flokkurinn telur að viðurkenning á staðreyndum í þessum efnum og tryggð við nágrannaríki okkar muni ekki stofna þjóðerni eða tilveru lslendinga í hættu heldur vernda frá verri örlögum. Af þessu leiðir, að Alþýðuflokkur- inn mun ekki verzla með öryggi íslands fyrir ráðherrastóla að loknum þeim kosningum, sem framundan eru né í annan tíma. Alþýðuflokkurinn fylgir þeirri stefnu, sem hann telur, að muni tryggja bezt öryggi íslenzku þjóðarinnar og þar með frelsi hennar til að ráða málum sínum og rækta garð menningar sinnar og þjóðlífs." Morgunblaðið vantreysti Alþýðu- flokknum af gefnum tilefnum og nefndi dæmi þess. Forystumenn Al- þýðuflokksins tóku síðan af öll tvímæli og vegna afstöðu Morgunblaðsins og margvíslegra spurninga liggur nú að kosningum loknum fyrir svart á hvítu, hver er stefna Alþýðuflokksins í varnar- og utanríkismálum, en annars hefði hún ekki legið jafn skýr fyrir, heldur hefði e.t.v. verið unnt „að verzla" með öryggi landsins fyrir ráðherrastóla. En fyllsta ástæða er til að fagna skýlausum yfirlýsingum Alþýðuflokksins og hiklausri stefnu hans í varnar- og öryggismálum, enda munu þúsundir manna, sem kusu Alþýðuflokkinn nú í fyrsta skipti, ekki una við annað en flokkurinn haldi við margyfirlýsta stefnu sína um þessi atriði. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn áttu samleið í öryggismál- um 1949 undir stjórnarforystu Stefáns Jóh. Stefánssonar, formanns Alþýðuflokksins, og hafa oftast átt samleið síðan, en Morgunblaðið leyfði sér að benda á, að nokkur undanbrögð hefðu verið á þessari samstöðu flokkanna, t.a.m. þegar Alþýðuflokk- urinn var búinn að semja um það í vinstri stjórn Hermanns Jónassonar, að varnarliðið skyldi fara og svo þær einstöku raddir, sem dæmi hefur verið nefnt um hér að framan. En skv. yfirlýsingum forystumanna Alþýðu- flokksins nú heyra slík hliðarspor fortíðinni til. Alþýðuflokksmenn vita jafnvel og aðrir, að ef svo væri ekki, þá hryndi fylgið af þeim við næstu kosningar, svo margir sem treystu þeim fyrir varnar- og öryggismálun- um. I kosningunum 1974 hlutu þeir flokkar, sem tryggja vilja öryggi íslands, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, um 50% atkvæða, en þeir flokkar, sem lýstu yfir andstöðu við þá skipan öryggismála, sem verið hefur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra, hlutu um 30% atkvæða, og Framsóknarflokkurinn, sem hefur ekki haft skýlausa stefnu í utanríkis- málum talsvert minna. Framsóknar- flokkurinn hefur lýst því yfir, að varnarliðið ætti að fara af landinu sem fyrst, þó að ísland ætti áfram aðild að Atlantshafsbandalaginu og í síðari vinstri stjórninni, 1971—74, gerðu framsóknarmenn samning við kommúnista og Samtökin um það, að varnarliðið hyrfi úr landi. En það varð þó ekki vegna stórsigurs Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum 1974, þegar flokkurinn fékk nær 43% atkvæða, ekki sízt vegna þeirrar ákvörðunar vinstri stjórnarinnar að láta varnarliðið hverfa úr landi og mynda þannig hættulegt tómarúm á N-Atlantshafi, sem Sovétríkin mundu fylla á skömmum tíma, eins og allir vita, og ýmsir sérfræðingar telja að gæti haft heimsstyrjöld í för með sér. Þannig höfðu þeir flokkar, sem gátu hugsað sér gjörbreytingar á öryggis- málum þjóðarinnar, miklu sterkari stöðu eftir kosningarnar 1971 en nú. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, sem hafa fastmótaða stefnu í þessum málum og eru ákveðnir í því að horfa raunsæjum augum á heimsmálin og una enn um skeið við þá illu nauðsyn að hafa varnarliðið í landinu, hafa nú nær 60% af kjörfylginu á bak við sig. Eini flokkurinn, sem nú er á þingi og hefur lýst eindreginni andstöðu við varnarliðið, Alþýðubandalagið, hefur aðeins um 23% atkvæða, Samtökin þurrkuðust út og Framsóknarflokkur- inn fór niður í 16,7%. Þannig hafa þeir flokkar á þingi, sem nú geta hugsað sér að láta varnarliðið fara af landi brott, einungis rétt innan við 40% af atkvæðamagninu á bak við sig og er það mikil breyting frá því sem verið hefur. Þetta er kannski merkasta niður- staða kosninganna, þegar á allt er litið. Það er í raun og veru ekki hægt að mynda vinstri stjórn með þeim hætti, að varnarliðið verði rekið úr landi, eins og átti að gera 1971 og á tímum ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar. En til stjórnar hans og aðildar Alþýðuflokksins að hræðslu- bandalaginu mátti rekja „tortryggni" Morgunblaðsins í garð Alþýðuflokks- forystunnar. Blaðið vonar, að Alþýðu- flokkurinn beri gæfu til þess að standa við stefnu sína og eyða tortryggninni. Það eru síður en svo „ómerkilegir menn“ sem ala þessa tortryggni i brjósti, ef hliðsjón er höfð af sögulegum staðreyndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.