Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 STUTTAR UMSAGNIR STJÖRNUBÍÓj MAÐURINN SEM VILDI VERÐA KONUNGUR. MAÐURINN SEM VILDI VERÐA KONUNGUR er sönnun þess að John gamli Huston er langt frá því að vera af baki dottinn og gleðiefni öllum kvikmyndaáhugamönnum. Hér birtist okkur ævin- týri Kiplings ljóslifandi, framandi og kyngimagnað. ANÆSTUNNI ST.IolíM HÍO: ( I.OSK i;\ ( oi YI KKS (II THK TIIIKI) l\I \ 1I. I>a0 u rOiir skammt stórra hiiuua á milli i kvikm\mla- Itiisiim horuarinnar innan skantms. |ní nú cr húió aó stilla ii|)|) mi'taósóknarmynd Spiclhcrtts. ('KOSK K\ ( (II \TKKS. í Stjiirnuhíói <>t> hyllir undir ST\KS \\ \RS í \ýja lííló: Kriófinnur. hýóur |)ú ckki fljótlcuii uppá S \T( Kl) \\ \IG1IT KK\- KK7 Á þessari síðu hefst geina- flokkur um það helsta sem er að gerast í höfuðborg kvik- myndanna, Hollywood, (ath: ekki diskótekinu!). Að þessu sinni verður fjallað um þær myndir sem eitt stærsta fyrirtækið þar vestra, Warner Bros, hyggst gera á næstu mánuðum. Warner Bros Pictures er eitt af fyrirtækjunum í Warner Bros Communications Cop, sem áður hét Kinneys Servic- es, og rekur auk kvikmynda- gerðarinnar bókaútgáfu: Warner Books, Ballantine Books, Random House; blaða- útgáfu: m.a. hið vinsæla MAD; vinsælasta fótbolta — (soccer — ekki football) liðið á austurströndinni New York Cosmos; bílastæði, umboðs- slyifstofur, (M.F.A.); hljóm- plötuútgáfur og plötufyrir- tæki, m.a. Atlantic og Asylum Reprise. Warner Bros hefur núna á prjónunum einar tuttugu myndir, sem áætlað er að muni kosta fyrirtækið u.þ.b. 125 millj. dala, eða röskar sex, hver. Það er talsvert há upphæð í dag í kvikmynda- heiminum, en hins ber líka að gæta að ein velheppnuð mynd getur skilað af sér ævintýra- lega miklum gróða. Um þess- ar mundir er mesta að- sóknarmynd til þesssa dags, STAR WARS, t.d. búin að skila hátt á annað hundrað milljónum dala í hagnað. Einna efst á baugi er hrollvekja Stanley Kubricks, THE SHINING, gerð eftir sögu Stephen King, (CARRIE). Með aðalhlut- verkið fara Jack Nicholson, Shelley Duvall og Schatman gamli Crothers. OH, GOD, var nafnið á feykivinsælli mynd frá fyrir- tækinu og var með George ftl kil Burns og söngvaranum John Denver í aðalhlutverkum. Ákveðið er að gera þrjár „OH-God“ myndir með Burns til viðbótar — þ.e.a.s. ef honum endist aldur og heilsa... CAPRICORN ONE, er ein af vinsælustu myndum sumarsins vestra og er með þeim Elliot Gould og James Brolin í aðalhlutverkum. Þá er og nýbyrjað að sýna BIG WEDNESDAY, með Jan Michael Vincent. John Milius leikstýrir. Eintakafjöldi einnar myndar hefur aldrei verið nándar nærri jafn hár og THE SWARM, nýjustu ham- faramyndar Irwin Allens. En Warner er einmitt að dreifa hvorki meira né minna en 1400 eintökum myndarinnar þessa dagana, vítt og breitt um Norður Ameríku. Mynd- in, sem hefur fengið afleita dóma, er með Michael Caine, Henry Fonda og Katharine Ross í aðalhlutverkum. Allir þeir aðilar, sem stóðu á bak við gamanmyndina ágætu REYKUR OG BÓFI, hafa nú lokið við HOOPER, og gengur hún nú dável um landið. Allmikið hefur verið rætt og ritað um stórmyndina SUPERMAN, hér sem ann- ars staðar, en hún á að verða ein af jólamyndum Varners, ásamt nýjustu mynd Clint Eastwood, EVERY WHICH WAY BUT LOOSE. Að þessu sinni er Eastwood eingöngu framan við myndavélina, ásamt Söndru Locke, að venju, svo og Ruth gömlu Gordon. James Fargo leik- stýrir. Irwin Allen er með þrjá myndir í huga, (að sjálfsögðu allt hamfaramyndir, löngum við sama heygarðshornið karlinn sá). Þær eru BEYOND THE POSEIDON ADVENTURE, THE DAY THE WORLD ENDED og CIRCUS, CIRCUS, CIRCUS. Ein mesta myndin sem kvikmyndfyrirtækið er með í uppsiglingu er GREYSTOKE, en að baki hennar stendur einn virtasti handritahöfundurinn vestra í dag, Robert Towne, og mun hann einnig leikstýra mynd- inni, sem byggð er á Tarsan- sögninni, og er það frumraun hans á því sviði. Myndin verður tekin í Afríku og er ein helzta og jafnvel dýrasta von fyrirtækisins. Reiknað er með að handrit Townes verði tilbúið í vetrarbyrjun og undirbúningur er þegar haf- inn. Gene Wilder mun leika aðalhlutverkið í nýjum vestra, NO KNIFE, og er sagt að hlutverkið sé gjörólíkt þeim sem hinn kunni gaman- leikari hefur áður fengist við. Arthug Hiller mun leik- stýra geggjaðri gamanmynd með þeim Alan Arkin og Peter Falk í helstu hlutverk- um. Nefnist hún THE INLAWS, og höfundurinn er Andrew Bergman, en hann skrifaði einmitt handrit BLAXING SADDLES ásamt Mel Brooks. Vonir standa til að Dustin Hofmann leiki í AGATHA; Steve McQueen mun fara með titilhlutverk vestrans I TOM HORN og Barbra Streisand hefur hafið leik í myndinni MAIN EVENT. Þá hefur Warner gert langtíma- samning við leikstjórann Sidney Lumet og fyrsta myndin samkvæmt honum verður JUST TELL ME WHAT YOU WANT. Kolbrjálaöir kórfélagar (The cnolrboys) *í#,ttkur natJtsm( iBlóösugurnarsjö Inörkuspennandl litmynd FWamount Plctures | AFIhcby LawAsC Tiðinda- laust á heima- vígstöðvnnnm SÍÐASTA vikan var óvenju daufleg innan dyra kvik- myndahúsanna. I Tónabíó gengur vel hin misbrestafuila en annars allgóða afþreyingarmynd „Kol- brjálaðir kórfélagar“, fyrir fullu húsi. Svipaöa sögu er að segja af Stjörnubíó, þar hefur hin vellukkaða ævin- týramynd fyrir fullorðna — „Maðurinn sem vildi verða konungur“, gengið ágætlega til þessa. Síðan fer að halla undan fæti. Forráðamenn Nýja Bíós hafa orðið varir yfirstand- andi vinsælda tónlistarinnar úr rock-óperunni „The Rocky Horror Picture Show“ meðal unga fólksins og hafa nú hafið sýningar á henni í þriðja sinn. Hér er augsýni- lega á ferðinni ein af sárafá- um myndum sem hafa orðið — eins og enskir nefna það — „cult“-myndir, með árunum. Danir ríða enn húsum í Austurbæjarbíó, bersýnilega kynþyrstum íslendingum til makalausrar ánægju. Regnboginn er enn á sömu bylgjulengd, en þar hyllir nú undir betri tíma. Gamla Bfó stillir upp „Frummanninum ógurlega“, „stórfenglegri og .spennandi mynd“. Hálf- smeykur er ég um að þar hafi ekki verið lögð rétt merking í þessi ágætu lýsingarorð að þessu sinni... Háskólabíó frumsýndi í vikunni enska mynd, „Paui and Michcile“, að nafni. Og þrátt fyrir að hér sé á ferðinni „hrífandi ástarævin- týr“, þá virðast áhorfendur hafa látið á sér standa því að myndin er aúglýst í síðasta sinn í dag, (fimmtudag 17. ágúst). Nema að hún verði sýnd í síðasta sinn aftur á morgun... í Laugarásbíó brá fyrir breskri hálfkáksklám- mynd en í vikunni var frum- sýnd þar bandarísk afþreyingarmynd, „The Car“, sem undirr. hefur ekki enn haft tækifæri til að sjá. Myndefnið ku vera gömul límúsína sem er — hvort sem þið trúið því eða ekki — haldin illum anda! Umhugsanarvert er að það var einmitt sjónvarpið sem bauð upp á einna bestu myndina í vikunni sem leið, þ.e. QB VII, eftir metsölubók Uris. Þetta er einmitt gott dæmi um þá þróun sem orðið hefur á vesturlöndum í seinni tíð. Vonandi nær hún ekki hingað. ^röu mér höfuö| Mirfido Garcia. ■ m - Billinn Fauland Michelle IwvMáon - mCoior PrtnhbyMcMdab Í14F3Í* A ParamountPldurc » UWVWSAI PCTURf TKMKOIQR* PMMVISXM* Ný æsispennandi mynd fré Hrífandi óstarævintýri, stúdentalfl í Parts, gleði og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.