Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGUST 1978 Barna- og plskyldnsíðaii Ar^na , Fásshölunn ^augalandiS Wé la £ Álfhóll Anna. Fosshólum. Laugalandsskóla, 8 ára. Vinur í raun Matteus hét maður. Hann átti heima í Palestínu, landinu þar sem Jesús lifði fyrir nær tvö þúsund árum. Hann vann við að inn- heimta tolla af þeim vörum, sem fólk kom með gegnum Kapernaum. Sjálfsagt var það þá eins og nú, að mönnum var ekkert sérlega gefið um að borga tolla og skatta, og margir reyndu að komast hjá því. Tollheimtu- mennirnir voru heldur ekki vinsælir menn, síður en svo. Og sjálfsagt hefur Matteus ekki átt marga vini. Dag einn kom Jesús gang- andi framhjá tollbúð Matteusar. Hann stansaði hjá honum og Matteus lifnaði allur við. Hvað vildi þessi maður honum? Af hverju flýtti hann sér ekki í burtu eins og allir hinir? Jesús bað um að fá að slást í för með honum heim til hans. Hann langaði til þess að verða vinur hans. Matteus trúði varla sín- um eigin eyrum. Gat þetta rið satt? Vildi Jesús verða Vinur hans í raun og veru? Mundi nú verða endir á einmanaleika hans? Og Matteus fór með Jesú. Upp frá þessu urðu þeir vinir og Matteus varð einn af trúföstum lærisveinum hans. Lausn á hver er hvers... q-a P—3 ‘B—9 ‘3—y 'usnBq Leki í bíl- skúrnum MARGIR kettir, mikið fjör. Þetta var skoðun Mörtu. Hún var sjö ára og átti sjö ketti. Skemmtilega ketti með skemmtileg nöfn, eins og Betty, Gaur, Glefs, Sót-Sara, Pía-Alex, Hermannsen og Ekofisk. Tveir voru stórir, fimm litlir. Eflaust hefur þú heyrt Ekofisk-nafnið áður. Það er nafn á hagsvæði út af Noregsströndum. Við og við kemur fyrir að olían fer að renna út, þar sem hún á ekki að fara. Það kallast leki eða útblástur. Ekofisk-kisan hennar Mörtu hét áður Vísa, en svo gerðist atburður sem leiddi til nafnaskiptanna. Það var daginn sem pabbi Mörtu þurfti að skipta um olíu á bílnum sínum. Pabbi bretti upp skyrtuermarnar og hófst handa. Fyrst sótti hann gula plastfötu. Síðan lét hann renna í hana gömlu olíuna. Svo setti hann frá sér fötuna á koll í bílskúrnum. í sömu andrá datt Vísu í hug að framleiða „leka“. Hún tók undir sig stökk og lenti á kollinum. Hún starði grænum augum sfnum á gulu fötuna. Og svo réðist hún á hana. „Nei, nei,“ hrópaði pabbi. En hann varð of seinn. Seiga, svarta olían flaut um góifið í bílskúrnum, og í miðjum olíupollinum sat eitthvað kolsvart og skrýtið, sem líktist ekki neinum kettlingi. „Nei, hvað hefurðu gert?“ emjaði pabbi. Hann horfði á eftir Vísu, sem stökk út úr bílskúrnum og hljóp eftir veginum. Hann gat ekki að sér gert að hlæja.. „Þú ert að minnsta kosti fyrsta broddrottusvínið,sem ég hef séð um ævina,“ sagði hann. Vesalings Vísa líktist helst samblandi af rottu og brottgelti. En þegar litla, skrýtna skepnan kom auga á opnar útidyrnar, tók pabbi snöggt viðbragð. „Ekki inn í húsið, kisa!“ kailaði hann og stökk af stað á fullri ferð. En Vísa varð á undan. Hún slapp inn um dyrnar og upp stigann. Pabbi þaut á eftir. Mamma stóð í eldhúsdyrunum. „Hvað var þetta skrýtna, sem hljóp upp?“ spurði hún. „Vísa í olíu,“ svaraði pabbi á hlaupunum. „Við verðum að finna hana áður en hún atar út allt inni“ Litlu, svörtu sporin eftir Vísu lágu þvert yfir stofugolfið og að sófanum. Pabbi beygði sig niður og gægðist undir hann. „Vesalingur- inn litli,“ sagði hann. Inni í horni, innst undir sófanum lá Vísa. Pabbi þrengdi sér hægt undir sófann. Vísa var ekki hrifinn af því. Ilún stökk leiftursnöggt fram undan sófanum og beint í fangið á mömmu. „Hvað er að sjá þig?“ sagði hún. „Nú förum við beint í bað,“ Vísa veinaði, beit og klóraði. Mamma varð að halda henni með báðum höndum á meðan pabbi lét renna í vaskinn. Og nú átti að ná olíunni af. Vesalings Vísa! Og vesalings pabbi og mamma! Annað eins sull og annar eins hávaði hafði aldrei fyrr heyrst í húsum þeirra. Vatnsgusurnar stóðu í allar áttir, og sápufroðan hoppaði og dansaði. Næstum eins og jólasnjór. Og inni í ölium gusuganginum var lítil reið og hrædd Vísa. Nú kom Marta heim úr skólanum. Hún horfði stóreyg á mömmu, sem var rennandi blaut og pabba, sem hélt á Vísu vafinni í handklæði. „Hvað eruð þið að gera?“ spurði hún. Mamma sagði henni alla söguna, og Marta varð ergileg. „Svona er þetta alltaf. Þegar eitthvað skemmtilegt gerist, þá er ég í skólanum?“ „Við því er líklega aðeins eitt ráð,“ svaraði mamma. „Þú verður að segja Vísu, að næst þegar hún ætlar að framkalla „leka“, verði hún að gæta þess að þú sért heima! Og hvað finnst ykkur um að við gcfum Vísu nýtt nafn? Ekofisk, er það ekki ágætt?“ Þannig atvikaðist það að Vísa litla fékk nýtt nafn. Þýtt úr norsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.