Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 Frá kvikmyndatökunni á Hesteyri. Lengst til vinstri á myndinni má sjá aftan á Sigurð Grímsson, í miðið situr Jón Helgason húsráðandi, en lcngst til hægri er sögumaöurinn Kristján Viggóson. „Það má segja að ég sé gamall heims- hornaflækingur ’ ’ Sigurður Grímsson heitir ungur ísfirðingur, en hann hefur lagt stund á nám í kvikmyndagerð í MUnchen í Þýskalandí í um tvð og hálft á r og á að sögn eftir tvö ár í viðbót til aö Ijúka námi. Blaöa- menn Morgunblaðsins hittu Sigurð að máli fyrir stuttu og spjölluðu fítillega við hann. — Hvað varð til þess að þú fórst aö læra kvikmyndagerð? „Ég var búinn aö fást lítillega viö Ijósmyndun og kvikmyndagerð hér heima áöur en ég fór til Þýskalands,“ sagöi Sigurður. „í raun og veru ætlaöi ég aö læra þar blaöamennsku og var búinn aö ákveöa skólann, en þegar út var komið var búiö aö leggja skólann niöur. Hvort þaö var vegna hræöslu viö aö fá mig f skólann skal ég ekki segja um, en markmiðið var alltaf aö fara út í kvikmyndagerö, en hafa blaöamennskuna svona sem undirstööu, þar sem erfitt er að komast að í góöum kvikmyndagerð- arskólum, án einhverrar undirstööu. Þar sem ég var kominn út til Þýskalands ákvaö ég aö reyna viö inntökuprófiö í kvikmyndageröar- skólanum í Munchen, og tókst að ná því og þar með var ég kominn inn í þetta." „Þaö má segja aö skólinn í Múnchen sé sá skóli í Evrópu, sem langmest hefur veriö um aö vera í á síöustu árum og má geta þess aö Wim Wenders er einn af fyrstu nemendunum, sem útskrifuöust frá skólanum, og sá sem einna mest orö hefur fariö af. Skólinn er ríkisskóli og er veitt til hans miklu fé frá þýska ríkinu, en peningar eru nauðsynlegir til þess aö hægt sé aö gera kvikmyndir, þannig að þarna er möguleiki á aö gera ýmsa hluti, sem annars væri ekki hægt aö gera. Múnchen er líka sú borg í Evrópu í dag, þar sem mest er að gerast í kvikmyndaiönaöi, þannig aö þaö má segja að skólinn sé nokkuð vel staðsettur." — Ertu aö vinna að einhverjum verkefnum hér á íslandi? „Já, viö erum búin aö vera hér fjórir nemendur frá skólanum, aö vinna viö verkefni fyrir skólann, sem við fengum í vetur,“ sagöi Siguröur. „Viö erum búin aö vera frá þvi snemma í sumar að gera kvikmynd á vegum skólans og sjónvarpsins í Bayern og erum nú búin að Ijúka viö kvikmyndatökuna, en eftir er aö klippa myndina og vinna úr henni, og veröur hún sennilega tilbúin um áramótin. Þetta er klukkutíma litkvik- mynd, gerö fyrir sjónvarp og fjallar hún um ísafjörö og Vestfirðina." „Þetta á aö veröa heimildarkvik- mynd, en aöferöin sem notuö er viö gerö hennar er nokkuö frábrugöin þeirri aöferö, sem mest er notuö við gerð heimildarkvikmynda." „Viö vinnum meö ákveöinn ramma, eöa sögu, og höfum ákveöna per- sónu, sem tengiliö fyrir þá atburöi sem gerast. Teknir eru fyrir atburöir úr daglegu lífi á ísafiröi og þeir tengdir saman með þessari persónu, en síöan tengjast inn í myndina ýmsir staöir í kring. Maöurinn, sem þarna er tengiliöur leikur sjálfan sig, þ.e.a.s. er hann sjálfur og er mannlífiö á ísafiröi skoöaö meö augum hans. Einnig er farið meö augum þessa manns inn í Vigur og litiö þar aftur í tímann. Litast er einnig um á Jökulfjöröum og á Hornströndum og reynt aö sýna hvaöa tengsl þaö fólk, sem flust hefur á brott þaðan, hefur viö staöinn og hvers vegna þaö er alltaf að koma aftur í fríum sínum.“ „Það sem einkum er frábrugöiö í þessari mynd, miöaö viö venjulega heimildarkvikmynd, er þaö aö þáttur kvikmyndavélarinnar er mun stærri en venjulega tíðkast. Viö fáum fólkiö sjálft til aö segja frá og látum síöan myndirnar um aö tala sínu máli. Þaö má þó segja aö ákaflega erfitt sé aö ná fram þessum þáttum úr mannlíf- inu á eölilegan hátt og ekki er hægt aö gera þaö, án þess aö þekkja vel fólkiö og baksviöið, og hefur þaö því verið mér mjög gagnlegt aö vera fæddur og uppalinn fyrir vestan. Segja má að í upphafi sé mótaöur ákveöinn farvegur fyrir sögu, en það sem gerist innan þess farvegs eftir aö viö förum af stað meö kvikmyndun- ina, þaö er sjálf kvikmyndin.“ — Er ekki mikil vinna viö gerð slíkrar kvikmyndar? „Jú, þaö má segja þaö. Undirbún- ingsvinnan, áður en byrjað var aö kvikmynda tók um hálft ár. Nú höfum viö lokið viö kvikmyndunina og Sigurður Grímsson Rætt við Sigurð Grímsson, en hann leggur stundánámí kvikmyndagerð íMunchen íÞýskalandi höfum sex klukkutíma mynd, sem eftir er að stytta niöur í einnar klukkustundar kvikmynd, og gerum viö ráö fyrir því aö hún veröi tilbúin um áramótin, eins og áður segir," sagöi Siguröur. „Þó að þessi kvikmynd sé gerð fyrir Þýzkaland, er þetta fyrst og fremst ísiensk mynd. Hún er að öllu leyti tekin upp á Islandi og er meö íslensku fólki og tali. Sennilega verður þó þýskt tal sett inn á þýsku útgáfuna af myndinni, en þaö stendur til að frumsamin íslensk tónlist verði með myndinni.“ „Sauma sjá] [f öll föt á b< mdann, því erfitt er að fá á hann tilbúin föt” FLESTIR landsmenn kannast án efa viö Hrein Halldórsson, kúlu- varpara, eóa „Strandamanninn sterka" eins og hann er oft kallaöur, en um daginn hittu blaðamenn Morgunblaösins að máli eiginkonu Hreins, Jóhönnu Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Það var þó nokkrum vandkvæð- um bundið að hafa uppi á Jó- hönnu, pví eins og stendur eru þau hjónin húsnæöislaus, en fundum við hana pó á skrifstofu íprótta- sambands íslands par sem hún vinnur hálfan daginn. — Ertu búin aö vinna hér lengi? „Ég er búin aö vinna hér í um þrjú ár, en fyrst vann ég allan daginn. Eftir að ég átti strákinn, sem nú er ársgamall, vinn ég hálfan daginn," sagöi Jóhanna. — Þaö eru eflaust margir búnir aö spyrja þig aö þessu áöur, en hvernig er aö eiga svona sterkan mann? „Ég held aö þaö sé ekkert öðruvísi að eiga sterkan mann en linan, því varla velur maöur þá eftir því. Annars er ekki gott fyrir mig aö segja um þaö, því ég hef engan samanburö.” „Hreinn er mjög lítiö heima," heldur Jóhanna áfram, „allavega á veturna þegar hann þarf bæöi aö vinna og stunda æfingar. Á sumrin er þetta þó allt annaö líf, því þá fær hann frí á launum til aö stunda æfingar og hefur þá aöeins meiri tíma til aö vera heima. Þá má segja aö Hreinn æfi þegar hann má vera aö og getur, venjulega fimm til sex tíma á dag flesta daga vikunnar. — Tekur þú einhvern þátt í þessu meö honum? „Já, þaö má segja þaö, því ég hef töluverðan áhuga fyrir þessu og fer á öll innanlandsmót meö fionum, og tek þá strákinn meö mér. Ég er meö dómararéttindi í kastgreinum frjálsra íþrótta, þar meö taliö er kúluvarp, og starfa annaö slagiö viö mót. Ég hef þó engan hug á því aö fara aö æfa þetta sjáif, því einhver verður aö hugsa um barniö og heimiliö. Annars held- ég aö þaö sé mikill munur fyrir þær eiginkonur íþróttamanna, sem áhuga hafa fyrir því sem þeir eru aö gera og geta tekiö einhvern þátt í þessu meö þeim, því annars gengur ef til vill erfiölega aö skilja hvaö mikill tími Jóhanna Guðrún Þorsteinsdóttir, við vinnu sína á skrifstoíu íþróttasambands íslands. Ljósm.i Kristján. Ljósm.t RAX þarf aö fara í æfingar og annað slíkt,“ sagöi Jóhanna. „Ég er þó oröin vön því að hafa Hrein svona lítið heima og kem ekki til meö aö draga neitt úr honum meö aö stunda sína íþrótt," bætir Jóhanna viö. Ég hef áhuga á því sem hann er aö gera og þá finnur maður sér bara eitthvaö annaö til þegar Hreinn er ekki heima. Þaö fer þó lítiö fyrir félagslífi út á viö, en ég er mikiö meö handavinnu og þarf aö sauma öll föt á bóndann, því hann þarf sérsaumuð föt og er því mikiö vandamál aö fá föt á hann tilbúin. Þaö má því segja aö ég sitji heima og saumi á bóndann, meöan hann er á æfingum,” sagöi Jóhanna og brosti. — Þiö farið þá ekki mikiö út aö skemmta ykkur? „Nei, enda er þaö alveg útilokaö fyrir okkur aö fara saman á samkomustaöi, því Hreinn er aldrei látinn í friöi þar. Viö förum því mest lítiö út aö skemmta okkur, og þá helst bara í heimsóknir til kunn- ingja. Rætt við Jóhönnu Guðrúnu Þorsteinsdóttur Annars er Hreinn þaö sjaldan heima á kvöldin aö það er skemmt- un út af fyrir sig aö vera bara saman heima.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.