Morgunblaðið - 31.08.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.08.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 13 losnuðum þannig strax við fiskinn. Sameinaða verzlunin átti mótor- báta, sem margir útvegsmannanna stunduðu róðra á og þvi hafði verzlunin móttöku fyrir fiskinn á Látrum." „Fréttist ekkert af þeim í viku ...“ „Annars var Aðalvík lengi sam- bandslaus við umheiminn, bæði fyrir og eftir aldamót. Fréttir komu með póstbátnum og stundum kom Morgunblaðið. Þegar fyrra heimsstriðið geysaði minnist ég umræðna, þar sem menn voru að gera sér einhverjar hugmyndir um hvað ætti sér eiginlega stað úti í hinum stóra heimi. Ég get sagt þér eina dæmisögu um sambandsleysið. Það var skömmu eftir aldamót, í janúar- mánuði — ekki man ég hvaða ár en það er skráð í bókum. Þá fór pabbi á sjóinn ásamt Friðriki Magnússyni, föður Gunnars formanns Slysavarnafélagsins og fleirum. Þeir lentu í vondu veðri og náðu ekki landi í Aðalvík. Gátu þeir ekki hafið upp segl og höfðu bara mastrið lengi vel. Það var ofsarok og stýrðu þeir skáhallt undan veðri til að reyna að komast að landi. Sjóferðin fór þannig að þeir komust yfir Djúpið og náðu lendingu í Bolungarvík. Þar hafði orðið mannskaði vegna óveðursins. Hvolfdi bát þeirra í lendingu en allir sex björguðust þótt þeir væru velktir mjög. Tveir voru illa hraktir og tæpt komnir. Voru mennirnir teknir inn í hús og morguninn eftir lagði pabbi af stað til ísafjarðar til að sækja þeim lyf. Ekkert fréttist um atburð þennan til Aðalvíkur og leið heil vika. Fengu þeir þá léðan bát í Bolungarvík og hugðust róa til Sléttu, þar sem hreppstjórasetrið X "111 1 ® Valdimar Þorbergsson ^ m á leið til vinnu með 11' 11 y s kaffibrúsann. | l var. Þegar þeir náðu landi þar, var hreppstjórinn ásamt fleirum : J nýlagður af stað til Miðvíkur til að ’ f^lL' « 1 | ' j1| tilkynna ættingjum að mennirnir væru taldir af. Þegar hreppstjóri og fylgdarlið höfðu rétt náð til Miðvíkur, komu hinir í kjölfarið og sáu baksvip hreppstjóra. Eflaust hefur þá grunað í hvaða erinda- gjörðum hann var og tóku þeir þann kostinn að labba samsíða 4 ■pPBBt'' "y*1: allir sex niður hlíðina þannig að fólkið í Miðvík gæti talið þá þegar þeir kæmu niður brekkuna. .. ' |ÍM Ji Það urðu miklir NjBr , . r; fagnaðarfundir ..“ „Þaö rann ekki -sO| ^ Jl - j Æjjjjf af honum alla ; ^ 11 | • v v leiö til Lissabon“ „Tuttugu og eins árs fór ég að heiman og til Isafjarðar. Þar var ÉlÉÉÉII ég á bát eina haustvertíð en þá voru vertíðaskiptin mikil og oft Vii: ■ ffi mH dauður tími á veturna. Bátar \, IHÉ hvorki nægilega góðir né stórir til að hægt væri að róa allan ársins hring. Þá var ég á togurum frá Reykjavík í fjögur ár, en þegar atvinnuleysið jókst þar fluttist ég aftur til heimaslóðanna i Aðalvík. Kveldúlfur hafði komið upp síldar- bræðslu á Hesteyri og þar vann ég á: ■^r \ í sex sumur. Fór að vísu í eitt ár sem kyndari á fragtskip, sem sigldi á Spán og Portúgal. Það þótti mikið ævintýri í þá tíð. Fiskurinn var losaður í Bilbao á Spáni. Þegar þangað kom eitt sinn fengum við kyndararnir tvo tíu lítra dúnka. af spíra en í staðinn létum við brenndar ristir sem Spánverjar notuðu til bræðslu. Einn kyndaranna tók að sér að hafa dúnkana í sinni vörzlu. Við vorum rétt lagðir af stað þegar hann birtist, blindfullur. Það rann ekki af honum alla leiðina til Lissabon og þurftum við tveir að taka hans vakt líka. Dúnkarnir fundust ekki fyrr en við komum til Keflavíkur þar sem skipað var upp fullfermi af salti. Fannst þá afgangurinn af spíranum sem dugði rétt á þrjár flöskur og í eitt glas. Hann var lúnkinn náungi ...“ „Þeir sem mest höfðu bolmagnið fóru fyrst“ „Þegar síldarstöðin á Hesteyri var lögð niður 1937 fór ég aftur til róðra frá Aðalvík. Síðan skellur stríðið á og það er helzta orsökin fyrir því að Aðalvíkin lagðist i eyði. Bretinn keýpti allan fisk nýjan og það var enginn markaður fyrir okkur að salta fiskinn. Við urðum aö kosta flutning til Isafjarðar á þeim afla sem við fengum, því Bretinn var þar og þénustan varð lélegri og lélegri í Aðalvík. Því fóru þeir sem mest höfðu bolmagnið yfir til ísafjarðar en þeir verr settu fóru sér hægar. Með tímanum yfirgáfu samt allir Aðalvíkina. Sorglegt þótti mér að yfirgefa æskustöðvarnar en ég fór það fyrir fullt og allt árið 1947. Fólkið úr Aðalvík dreifðist um allt landið. Sumir eru á ísafirði, fleiri fóru suður. Ég hélt mig við ísafjörðinn. Hér er næg vinna og velmegun fvrir þá sem geta unnið . . .“ - ILÞ. a andinu skíðalyftur. Bílaleiga er rekin í plássinu og þar eru stórar verzlan- ir með allar nauðsynjar á boðstól- um og þær ekki af verra taginu. Allir þeir Bolvíkingar sem blm. tók tali voru eins og að líkum lætur harðánægðir með lífið og tilveruna og enginn kvaðst geta hugsað sér að búa annars staðar á landinu og urðu flestir reyndar hneykslaðir á slíkri spurningu, sem er kannski ekkert skrýtið. „Það er fátt sem aðrir staðir hafa uppá að bjóða — okkur skortir hér í Víkinni" sagði einn án þess að nokkurs yfirlætis yrði vart í röddinni. — ÁJR. En SUNNA býður ykkur mögu- leika á fleiri sólardögurn. HAUSTFERDIR Á HAGKVÆMU VERÐI: Grikkland 5/9 2 vikur og 4 vikur 19/9 BIOLISTI 3/10 VIKUFERÐ Kanaríeyjar Sérstök fjölskyldukjör 21/9 BIDLISTI Mallorca 10/9 3 vikur 17/9 2 og 3 vikur 24/9 2 og 3 vikur 1/10 1, 2 og 4 vikur 8/10 1 og 3 vikur 15/10 2 vikur Costa Del Sol 8/9 BIÐLISTI 15/9 3 vikur 22/9 2 vikur Mogalluf Beint dagflug án BANKASTRÆTI 10. SÍMI 29322. AKUREYRL HAFNARSTRÆTI 94, SÍMI 21835.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.