Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 PAUPZUKOFSKY sem stjórnar hljómsveit í Hamrahlíð í kvöld: n Þið borgið tvöfalt ii ÞESSA dagana stendur yfir svokallað Zukoísky námskeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Leiðbeinandi þar er bandaríkjamaðurinn Paul Zukofsky sem er íslenskum tónlistarmönnum, og þá sérstaklega tónlistarnemum, að góðu kunnur. Námskeiðið fer fram í Tónlistarskólanum í Skipholti og sækja það um 35 manns. Blaðamaður tók Paul Zukofsky tali eitt grámuggulegt rigningarkvöld og varð bá til svofelldur kontrapúnktur. BLM. Hver og hvernig hófust afskipti þín aí tónlistarmálum á íslandi? „Það mun hafa verið á árunum 1965 til 66. Þá kom ég í tónleikaheimsókn á vegum innlends „impressariós", sem naut aðstoðar þeirra Þorkels Sigurbjörnssonar og Leifs Þórarinssonar, en þessum vin- um mínum kynntist ég á sumar- námskeiði í Tanglewood í Massachusets árinu á undan. Þorkell og Leifur voru þar báðir við tónlistarnám eins og ég. Árið á eftir kom ég svo aftur til íslands og hélt tónleika með Þorkatli og Gunnari Egilssyni. Nú, svo var mér boðið til leiks á tónlistarhátíð norræns æsku- fólks sem haldin var hér ekki alls fvrir löngu; stjórnaði m.a. strengjasveit skandinavískra tónlistarnema í flutningi á Threnody eftir Penderecki. Hugmyndin að sumarstarfsemi á borð við námskeiðið í ár er oðin nokkuð gömul, að vísu miðaðist hún upphaflega við að haldnir væru tónleikar í stað kennslunámskeiða. Það voru þeir Gunnar og Þorkeíl sem létu sig dreyma um þetta með mér. En fé skorti til framkvæmda." BLMi En hvað veldur þessu nú? „Ég á marga vini á íslandi. Til viðbótar þeim sem ég gat um áðan get ég nefnt Jón Nordal, Þorgerði og Rut Ingólfsdætur, Pál P. Pálsson og Atla Heimi Sveinsson. Allt hefur þetta fólk áhuga á nútímatónlist og vill yeg hennar sem mestan á Islandi. Þeim er annt um að eigin nemendur og annarra fá innsýn í list samtímans." BLM> En hvað veldur því að þú hefur meiri áhuga á að halda slfk námskeið hér en t.d. í Bandaríkjunum? „Ég hef meira frelsi hér til að velja viðfangsefnin. Erlendis eru það allskonar menn sem rétta manni verkefnin í hendur. Auk þess er meiri þörf hér en heima." BLM. llvers konar viðfangs- efni hcilla þig mest? „Því er erfitt að svara. Ég vil ekki binda framtíð námskeið- anna í of fastar skorður strax í upphafi. En sem stendur vinn- um við að tónverkum eftir Stravinsky, Ives, Copland, Varése og Schönberg." BLM. Hefur þú aðallega áhuga á tónverkum frá fyrri hluta tuttugustu aldar? „Nei, ekki einvörðungu. Ég hef áhuga á góðri tónlist allra tíma. En nemendur þurfa fyrst að kynnast tónverkum ofan- greindra tónskálda áður en lengra er haldið. Stökkið frá Beethoven til Weberns er stærra en stökkið frá Webern til Babbitts." BLM. Eru /slenskir tónJistar- nemar illa undir þetta búnir? „Já, það verð ég því miður að segja. I sumum tilfellum hafa þeir leikið lítið sem ekkert nútímalegs eðlis. En þeir taka viðfangsefnunum vel, vinna eins og forkar og hafa áhuga. Þátt- takendur námskeiðsins eru flestir á aldrinum frá 15 ára og upp úr." BLM. Hvað annað hefur þú að segja um tónmennt íslendinga eftir að hafa haft af henni margskonar kynni? „Viðkynning mín er takmörk- uð. Ég þekki t.d. lítið inn á bóklega menntun tónlistarnema ykkar, t.d. í tónfræðum og tónlistarsögu. En nemendur ykkar geta leikið vel. Vandamál strengjaleikara er hins vegar það hve kennaraskipti eru tíð. Þeir koma og fara þrír kennar á fjórum árum, sem allir breyta tækni nemandans, geta ekki náð miklum árangri. Nemandinn getur varla haldið á boga án hverskonar hugarangurs. Þetta kemur einnig niður á magni tónbókmennta sem nemandinn kemst yfir að læra, sem og hljómsveitarleik sem mér virð- ist af skornum skammti. Það er ekki vöntun á peningum sem veldur kennaravandamáli nú, heldur erfiðleikar í skipulagn- ingu námsins. Nemendur í menntaskólum, sem margir hverjir stunda nám í Tónlistar- skólanum, sækja kennslustundir á öndverðum skólatíma, á kvöld- in eða í eftirmiðdag. Auk þess hafa þeir ákaflega takmarkaðan tímafjölda til æfinga og undir- búnings, kannski tvo til þrjá tíma á dag þegar best lætur. Það gefur auga leið að ekki er hægt að reka „conservatóríum" með þessum hætti. Ástandið er alvarlegt. Samt er árangur nemendanna ótrúlega góður." BLM. Hvað um hljómsveitarleik? „Þið haldið sérkennilega á peningamálum. Ár hvert ræður Sinfóníuhljómsveit íslands út- lendinga til að fylla raðir hljómsveitarmanna og til að annast kennslustörf við tón- listarskóla borgarinnar. Það er rangt að þessu staðið. Ef skólinn væri látinn sitja í fyrirrúmi, þó ekki væri nema um stundarsak- ir, gæti hvert sæti Sinfóníu- hljómsveitarinnar verið skipað Islendingum innan örfárra ára. Hljómsveitir stórborga eins og New York, Boston og Chicago, lifa hreinlega á nemendum skóla viðkomandi borga. Þegar íslenskum ráðamönnum verður þetta ljóst breytist allt." BLM. Þú ert auðheyrilega töluvert inn i' pólitfk h'ðandi stundar. Gefur þetta til kynna að þú hyggist gera Tónlistar- skólann að starfsvettvangi þín- um í framtíðinni? „Ekki beinlínis. Ég verð hins vegar til ráðuneytis sé þess óskao. Ég kem aftur til íslands í lok september til að stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands og geri þá hvað ég get ef ráðamenn í tónlistarmálum vilja þiggja aðstoð mína. En sumarnám- skeiðin verða vonandi áfram, og þá fyrst og fremst til að búa hljóðfæraleikara undir þátttöku í Sinfóníuhljómsveit íslands. BLM. Hvers eðlis er starf þitt í Bandaríkjunum? „Ég kenni, leik nútímatónlist víða, ferðast um, og þá einnig til Evrópu. Ég er einnig á förum til Japan. Ég stjórna jafnframt lítilli hljómsveit í New Jersey sem heldur þrenna tónleika árlega, og vinn að rannsóknum á ýmsum hreyfiþáttum manns- líkamans í hljóðfæraleik, svo dæmi séu nefnd. Þessar rann- sóknir fara fram á vegum lítils félagsskapar sem ég stofnaði í þessum sérstaka tilgangi, og hefur rannsóknaraðstöðu hjá Bell rannsóknarstofunni í New Jersey." BLM. Ertu reiðubúinn að kveða upp dóm um Sinfóníu- hljómsveit íslands?!? „Nei, ekki strax. Það væri frekar í lok september. Hins vegar hef ég heyrt hljómsveitina leika og hreifst af." BLM. Hvar stendur ísland í almennu tónlistarlegu tilliti i samanburði við önnur lönd? „Þessu er erfitt að svara? Paul Zukofsky was born in Brooklyn Heights, New York in 1943. He was brought up in an artistic atmosph- ere, his father being the poet Louis Zukofsky, and started playing the vtolin at the age of four. After a year of study with Ivan Galamian. he made his professional debut at the age of eight with the New Haven Symphony. At fourteen Paul Zukof- sky became a student at Manhattan's Juilhard School of MusiCBy thetime he was seventeen he had played three major recitals in Carnegie Hall At twenty he receíved his Master's degree from Juilliard. Today Paul Zukofsky is the chief exponent of contemporary American violin mus- ic In addition to his teaching, Zukofsky performs. holds workshops and conducts at various university campuses each year. He is mvolved m a research projectentitled Systems Violin Playing. and isa directorof the Center for Contemporary Perfor- mance Practice, a non profit corp- oration which exists for the research and dissemination of the perfor- mance techniques of new music. He has written a number of treatises on modern music and violin playing. and because of the kind of advice he can offer on bowing and fingering, Zukofsky is recognized as a peer by avant-garde writers. Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON „Tónlistarskólinn sendi eintak af kynmngarbæklingi Zukolsky námskeíösins víöa um lönd í von um erlenda pátttöku." Samanburður er oft óréttlátur og villandi. Jafnvel „afskekkt- asta" landbúnaöarhérað í Bandaríkjunum hefur víst for- skot miðað við Island sem erfitt er að leiðrétta í samanburði. 011 mannleg samskipti, ferðalög og upplýsingamiðlun er þar örari, raddskrár auðfengnari, hljóm- plötur ódýrari og bókasöfn til staðar. Bara verðlag hér setur stórt strik í reikninginn. Þrátt fyrir þennan aðstöðumun er vel að mörgu staðið hér á landi. Tónlistarmenn og tónlistarunn- endur eru ótrúlega margir miðað við mannfjölda og aðsókn að tónleikum miðað við höfða- tölu er prýðileg ef ekki einstök. Tónlistarmennirnir eru sam- bærilegir við starfsbræður sína hvar sem er erlendis. Stærsta vandamálið er ástandið í tón- listarmálum á menntaskólastig- inu og tímaskipting nemanda. Vegna þess arna flýja bestu nemendurnir land á unga aldri. Það veldur hins vegar því að eining íslenskra tónlistarmanna rofnar. Þeir skiptast í tvo hópa, þá sem sigldu og hina sem heima sátu. Við þetta myndast óþarfa rígur. En það sem verra er, námsmennirnir ungu ílendast erlendis og snúa margir aldrei heim á ný. Þetta er fáránlegt ástand. íslenska þjóð- in er með þessu að veita erlendum hljómsveitum fjár- hagsstyrk. Til að bæta gráu ofan á svart ráðið þið svo erlenda hljóðfæraleikara til starfa í Sinfóníuhljómsveit íslands. Þið borgið tvöfalt." BLM. Þú ert þá án efa hlynntur stofnun tónlistarháskóla á íslandi? „Ef það er lausnin er ekki eftir neinu að bíða." BLM. Erum við tilbúin undir slíkt. höfum við starfskrafta og nægilega aðstöðu? „Aðstaðan er að sönnu ófull- kominn, en það breytist. Þið verðið að byrja einhvers staðar. Strax og Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur fengið opinber fyrirmæli á háskólastigi fylgir allt annað í kjölfarið. Góðir nemendur bíða átekta, það gerir gæfumuninn. Hvað kennaraliðið áhrærir nægir að gera tvennt að skilyrði, að það hafi áhuga, helst brennandi, og að það sé til staðar í landinu í nokkur ár samfleytt. Það er allt og sumt. Auk þess er hægur vandi að ráða erlenda kennara til starfa til að hrinda þessu af stað." BLM. Er það rétt til getið að auðvelt muni að fá hingað jafnvel frægustu tónlistarmcnn til tónleika og fyrirlestrahald6? „Jú, það er rétt. Ég talaði ítarlega við John Cage um þetta mál fyrir skömmu. Hann virtist hafa mikinn áhuga á íslandi og tónlistarmálum þess. John Cage er eitt frægasta tónskáld nútím- ans og því mikill fengur að stuðningi hans." BLM. Hvað hefur veitt þér mesta ánægju í starfi til þessa? „Að borða! Ég er þeirrar skoðunar að þegar maður verður of gamall til að njóta alls þess besta, þ.e. víns, vífa og söngs, eigi maður að gefa sönginn upp á bátinn ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.