Morgunblaðið - 31.08.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978
15
Jónas Guövarðarson sýnir um
þessar mundir í Norræna hús-
inu. Hann hefur haldiö nokkrar
sýningar hér í borg áður og
einnig tekið þátt í samsýning-
um. Löngum hefur hann dvalið
í suðurlöndum og nam þar
málaralist að ég held aðallega í
Barcelona og Palma, eftir að
hafa lokið námi hér heima í
Myndlistarskólanum í Reykja-
vík. Annars er þetta allt í
stuttum formála sýningarskrár
Jónasar og því engin ástæða til
að endurtaka það hér.
Það eru 55 verk á þessari
sýningu Jónasar, og eru þau öll
unnin á undanförnum
mánuðum. Hann gerir mynd-
verk sín í ýmiss konar efni, sem
er nokkuð óvenjulegt hér hjá
okkur. Jónas teflir saman tré,
kopar og fleira. Sumt málar
hann svo og gefur verkinu
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Sýning Jónasar
Guðvarðarsonar
vissan tón, sem oft og tíðum er
nokkuð framandi í íslenskri
myndlist, en áhrif frá þeim
spænsku fara ekki á milli mála.
Við því er ekkert að segja. Jónas
vinnur af mikilli natni þessar
lágmyndir, ef ég má kalla þær
það? En vart verður annað nafn
fundið á íslenskri tungu, sem
hæfir þessum verkum betur. Ef
maður skoðar eitt og eitt verk,
kemur í ljós, að Jónas hefur
nokkra fjölbreytni í verkum
sinum, sem orsakast af mismun-
andi meðferð forms og litar, en
í heild er þessi sýning nokkuð
þung í eðli sínu og ber óneitan-
lega keim af dulúð suðursins,
einmitt því, sem Spánverjum er
svo ríkulega í blóð borið. Einnig
má finna hrjúfleika Katalóníu-
listar í þessum verkum, en ég
held að ég megi segja, að Jónasi
takist samt að koma sínu fram.
Það verður að skoða þessa
sýningu nokkuð vel til að greina
þá þætti hennar, sem gera hana
ekki eins drungalega og einhliða
og við fyrstu sýn. Það er margt
ágætlega gert í þessum verkum,
og á ég þá sérstaklega við,
hvernig Jónas hagnýtir sér
samhljóm trés og málms. Það
getur vel verið, að þar liggi hans
sterkasta hlið eins og stendur,
og það er sjaldgæft í list okkar,
að undanskildum verkum Sigur-
jóns Ólafssonar, sem annars eru
af allt öðrum heimi en þau verk,
er Jónas Guðvarðarson sýnir á
þessari sýningu. Það verður
einnig að játast í þessum línum,
að á stundum virðist Jónas ekki
hafa nægilegt vald yfir sjálfum
litnum til að hann geti kallast
verulega góður í litameðferð. Ég
held, að hann geri best í þessum
verkum, þegar hann lætur efni-
viðinn tala sínu máli, tálgaðan
og samsettan á mismunandi
hátt. Á því er enginn vafi, að þá
tekst honum miklu betur en
þegar hann málar yfir hlutina,
en þá kemur það fyrir að þeir
verða of yfirborðskenndir. Þetta
er atriði, sem ég hjó eftir á
sýningu Jónasar en þrátt fyrir
þessa galla á hann ýmislegt gott
skilið fyrir þessi verk. Eins og
oft vill veröa, hefði betur farið
á, ef rýmra hefði verið eða færri
verk í sölu Norræna hússins. En
ekki skulum við fást meir um
það. Þessi sýning er vel þess
virði, að hún sé skoðuð og það
vandlega.
Sýning Jónasar er að mestu í
abstrakt stíl, og aðeins örlar
fyrir andlitum hér og þar.
Sýningin hefur gengið með
ágætum, og ég er viss um, að
margir hafa ánægju af að skoða
þessi verk Jónasar, en hann er
fæddur á Sauðárkróki eins og
nokkuð margir aðrir mynd-
listarmenn okkar. Kannski er
skyldleiki milli söngs, hesta-
mennsku og málverks? En þau
munu vera héraðseinkenni
þeirra í Skagafirðinum.
Valtýr Pétursson.
Ungverji í Suðurgötu 7
Fyrir nokkrum árum hitti ég
gamlan vin frá Parísarárum
mínum, sem býr í Ungverja-
iandi. Hann var fæddur þar og
uppalinn, en hafði dvalið láng-
dvölum í París. Þar var hann
mikill kommúnisti og hélt svo
einn góöan veðurdag heim á
hinar grösugu sléttur, sem hann
elskaði öðru fremur. En hann
komst aftur til Parísar og dvaldi
þar um hríð. Hann var óhrædd-
ur við að segja frá því, hvern
hramm valdhafarnir höfðu lagt
á allt andlegt líf og þar með
sköpunarlöngun listamanna.
Það fór ekki milli mála, að hann
vonaðist til að einn góðan
veðurdag mundi þetta allt batna
og lagði mikla áherslu á, að
stunduð væri myndlist, sem
væri mikil framúrstefna, á laun.
Því mundi ekki langt í þá tíma,
að frelsið yrði endurheimt í
heimalandi hans. Það eru nú
liðin nokkur ár síðan þetta var,
eins og segir hér að ofan, og enn
virðist ósk þessa vinar míns ekki
hafa ræst, því að líklegast er
GABOR ATTALAI, sem nú
sýnir í Gallerí Suðurgötu 7, einn
af þeim, er vinna á laun og njóta
ekki trausts ráðamanna í Ung-
verjalandi. Eitt er víst, honum
hefur verið meinað að fara úr
landi og fylgja verkum sínum,
en hvernig þau eru komin í
Gallerí Suðurgötu 7, hef ég ekki
hugmynd um og ætla mér ekki
að blanda mér í það mál.
GABOR ATTALAI kallar
þessa sýningu sína „Red-y and
Post Red-y made“. Ég gæti
trúað, að þessi titill hafi póli-
tíska merkingu, ög rauöi litur-
inn gengur fram í öllum verkun-
um á þessari sýningu. Hlutar af
húsnæðinu eru einnig málaðir
rauðir og rautt sett inn á
ljósmyndir og kort af mörgum
stórborgum Evrópu. Póstkort
frá Islandi fá einnig rauðar
skellur eða strik; rautt skal það
vera og ekkert nema rautt. Ef
þetta er áróður, veit ég ekki
hvort Attalai er í krossferð fyrir
eða á móti ríkjandi stjórnar-
háttum í heimalandinu. En ég
kem því ekki úr mínum kolli, að
hér sé pólitík á ferð, hver sem
hún annars er. Það er dálítil
fjölbreytni í þessari sýningu, en
ég er viss um, að ýmislegt hefur
farið fyrir ofan garð og neðan
hjá mér í þessum verkum. Mér
er það lítt skiljanlegt, að hneppa
þurfi menn í átthagafjötra f.vrir
að gera slíka hluti sem eru í
Suöurgötu 7.
En svona er nú
heimurinn skitinn. Það, sem
sumum finnst. góðlátleg glettni,
verðm- öðrum til að óttast um
vald sitt og mekt. Það er
sannarlega erfitt að lifa í
þessum ágæta heimi. En frelsið
verður ekki dregið niður í
svaðið, það kemur aftur og
aftur, hvernig sem á því er
troðið, og ég er sannfærður um,
að einn góðan veðurdag verður
draumur vinar míns um betri
tíð að raunveruleika. En
hvenær? Það er spurning, sem
ég ætla að lofa lesendum aö
glíma við. Þessi sýning í Suður-
götu 7 er að mínum dómi ekki
þess megnug að kollsteypa
ríkisvaldi eða e.vðileggja
marxíska lífsskoðun. Éf hún er
það! Já, hvað á maður þá að
segja? Stundum virðist kerfið
eins og tölva, sem er ekki rétt
fóðruð, og þá veit hver og einn,
að útkoman er ekki tii að henda
reiður á. „Listamenn okkar
vinna mjög merkilegt starf á
laun og í blóra við kerfið," sagði
vinur minn, sem ég vitnaði til i
upphafi þessara skrifa. „Komdu
bara í heimsókn, og ég skal sýna
þér, hvað raunverulega er að
gerast," bætti hann við. Nú er
þetta komið alla leið út í miðja
Atlantsála, og hver og einn
getur séð verk GABOR
ATTALAI í Gallerí Suðurgötu 7.
Að lokum kemur hér texti á
enskri tungu, sem virðist vera
motto þessarar sýningar og er
finnanlegur í flestum verkanna.
Textinn er innrammaður í hring
og hljóðar ■ þannig „THÉ
OBJECT COMES TO END BY
RED-Y MADE, WIIILE KEEPS
THE APPEARANCE OF
EARLIERITSELF" svo mörg
voru þau orð.
Valtýr Pétursson.
SVFÍ berast
goðar
Slysavarnafélagi Islands hafa'
borist margar góðar gjafir að
undanförnu í tilefni af 50 ára
afmælisins.
Þrjár systur af íslenzkum ættum,
sem búsettar eru í Kanada hafa sent
peningagjöf í minningu afa síns,
Séra Odds V. Gíslasonar, prests að
Stað í Grindavík, hins mikla braut-
ryðjanda um sjóslysavarnir hér á
landi. Séra Oddur ritaði margar
greinar um öruggismál sjómanna og
gaf út tímaritið „SÆBJÖRG", sem
hann helgaði sérstaklega þessum
málum. Hann þjónaði að Stað frá
1878 til fardaga 1894 að hann fluttist
vestur um haf, þar sem hann
andaðist í janúar 1911.
Brezka fyrirtækið Pains-Wessex
Schermuly, sem framleiðir línubyss-
ur og allskonar merkjaskot og blys
hefur sent SVFI að gjöf 4 samstæður
af hinum nýju línubyssum „Speed-
line“ með ósk um, að þær verði
afhentar þeirri björgunarsveit
félagsins sem flestum mönnum
hefurbjargað úr sjávarháska. Björg-
unarsveitin „Þorbjörn" í Grindavík
hefur fengið þessar línubyssur til
afnota, en hún hefur bjargað 194
mönnum af strönduðum skipum. Það
var í marz 1931, að í fyrsta sinn var
bjargað mönnum með fluglínutækj-
um og var það „Þorbjörn" er vann
það afrek með línubyssu af gerðinni
Schermuly-Supreme. Og á síðast
liðnu ári bjargaði „Þorbjörn" ís-
lenskum sjómanni af fiskibát, sem
strandaði skammt vestan Grindavík-
ur. Þá var í fyrsta sinn notuð
línubyssa af gerðinni „Speedline", en
björgunarsveitir SVFI eru nú sem
óðast að taka þá gerð af línubyssum
í notkun í staðinn fyrir þær eldri,
sem nú hafa verið aflagðar að mestu.
Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík
hefur afhent SVFÍ vandað eintak af
nýrri útgáfu kennslukvikmyndarinn-
ar „Pulse of Life“ er sýnir lífgun úr
dauðadái með blástursaðferðinni.
Myndin er með íslenzku tali, sem
eykur notagildi hennar mjög við
gjafir
kennslu á hinum mörgu námskeiðum
í skyndihjálp, er félagið gengst fyrir.
Það er ekki í fyrsta sinni, er
ÞÓRS-félagar sýna starfsemi SVFÍ
slíkan vinarhug. Áður höfðu þeir
afhent framlag til kaupa á fjar-
skiptabúnaði og gefið einni björgun-
arsveitinni vandaða talsstöð.
Fjallamannaklúbburinn
C.E.Poblet í Barcelona á Spáni hefur
sent félaginu fagurlega gerðan
veggskjöld með eftirfarandi áletrun:
„Með þakklæti til Slysavarnafélags
íslands fyrir gott samstarf og hjálp
vegna veittrar aðstoðar. Frá leið-
angri til íslands 1977.“
Axel Gomez Retana, íslenzkur
ríkisborgari, afhenti þennan fagra
grip í nafni landa sinna.
Strandgæzla Bandaríkjanna — US
COAST GUARD - hefur sent SVFÍ
tvær kvikmyndir til fræðslu og
kynningar. Sýnir önnur myndin hina
margþættu starfsemi, er Strand-
gæzlan hefur með höndum, en hin
myndin er um þjálfun áhafna hinna
rómuðu 44 feta björgunarbáta og
sýnir þá að störfum. Lawrence M.
Grossman sendiráðsritari hér í
Reykjavík afhenti kvikmyndirnar
fyrir hönd Strandgæzlunnar.
Adolf Wendel innflytjandi í
Reykjavík hefur afhent sérhannaðan
ljóskastara mjög meðfæranlegan,
sem er til fleiri hluta nytlegur en við
leitar- og björgunarstörf. Ljóskast-
arinn er sambyggður litlum mótor
og vegur hvort tveggja um 7 kg. Við
sérstakar aðstæður er hægt að losa
sjálfan ljóskastarann frá motornum
og koma fyrir á þar til gerðum þrífót
og tengja saman að nýju með 6 mtr.
langri rafmagnssnúru.
Þá hafa ýmsir ónafngreindir
einstaklingar og félög styrkt starf-
semi SVFI með fjárframlögum, og
verður þeirra sérstaklega getið í
Árbók félagsins eins og venja er.
Slysavarnafélag Islands þakkar öll-
um sem hlut eiga að máli, velvild og
hlýjar óskir.
(Fréttatilkynning frá SVFÍ.)
Gunnar Friðriksson formaður SVFÍ, ásamt forystumönnum
björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, með nýju línubyssurn-
ar frá Schermuly. Talið f.v. Tómas Þorvaldsson en hann var í mörg
ár formaður Þorbjarnar. Gunnar Friðriksson. Gunnar Tómasson.
sonur Tómasar Þorvaldssonar. cn hann hefur nú tekið við formennsku
í Þorbirni. Árni Magnússon. sem í mörg ár var skytta hjörgunarsveit-
arinnar og Guðmundur Þorsteinsson. sem var formaður svoitarinnar
um fjölda ára skeið.
Fyrirlestrar um vanda-
mál foreldra þroskaheftra
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
eru að hefja starfsemi sína á ný
eftir sumarleyfi. í na*stu viku oru
fyrirhugaðir almennir fundir um
málefni þroskaheftra hæði í
Reykjavík og úti á landi. Þroska-
hjálp hefur boðið til landsins
fulltrúa frá Landssamtökum for-
eldra þroskaheftra í Danmörku.
Agnete Schou. sem dvelur hér
dagana 3. til 10. september.
Mánudagskvöldið 4. september
mun Agnete Schou flytja erindi á
almennum fundi í Domus Medica
við Egilsgötu kl. 8.30. Þar mun hún
ræða um vandamál foreldra
þroskaheftra barna, um fræðslu-
og upplýsingastarf fyrir foreldra,
svo og samstarf milli foreldra og
starfsfólks stofnana.
Þriðjudagskvöldið 5. sept.' er
fyrirhugaður almennur fundur um
málefni þroskaheftra á Akuryeri
kl. 20.30. Fundarstaður er Hótel
KEA. Og á miðvikudagskvöld er
fyrirhugaður funduri á ’Egilsstöð-
um kl. 20.30 og flytur Agnete
Schou framsöguerindi á báðum
stöðum.
Allir fundirnir eru opnir öllu
áhugafólki um málefni
þroskaheftra, en foreldrar og
starfsfólk stofnana ásamt barna-
læknum og hjúkrunarfræðingum,
eru sérstaklega hvattir til að
sækja þessa fundi.
Agnete Schou hefur mikla
reynslu og þekkingu á málefnum
vangefinna og þroskaheftra, bæði
af eigin raun sem foreldri vangef-
innar dóttur, svo og vegna starfs
síns í Landssamtökunum
Evnesvage Vel í Danmörku. Hún
hefur flutt marga fyrirlestra víða
á Norður'öndum og ritað fjölda
greina um málefni þroskaheftra.
Erindin verða flutt á dönsku, en
túlkuð á íslenzku.