Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 28

Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 GWh 4500 -i Áœtluð' roforkuþörf á íslondi, ón stóriðju mH Annod' 3‘9ei'-s • rofgongs»c,0',i'o •“í* •OC.ftÓfl pf nýs u’on jOfðn 'SvœðO mj co'Oó'l fef o.; hús o DeMoýiiSsioðum Oion jOfíIni*osvQe7o me5 3GC 'búum og he" er., ■'^^4 ' '.Of'T' we 'j. sem */'•■ oð'C 0"U f * 'gong.fc'omu He JOfpOff <í* n jsn tun fne-; — Rofhitun B Rofhitun C Orkuspá til ársins 2000 Nýverið var Kefin út orkuspá til ársins 2000 fyrir Ísland. Sjá má hluta niðurstaðna hennar í eftirfarandi linuritum. þar sem annarsvegar er tekin raforkuþörfin til ársins 2000 án stóriðju og hins vegar raforkuþörf til ársins 2000 með stóriðju. Aœtluð roforkuþörf ó öllu londinu með stóriðju llllllllll Rn'i" Heimili Ain OrKuspóm teku' oðems ti! fofgongsrotofku h Meoaofþoff e' ön nús uton jafðnitsvoeðo eru hituð meO forgongsrofofku Meiidofþórf ef öll hús ó þéttbýlísstöðum ufon jorðhitosvœðo með 300 ibúum og fieir eru vihqkipti nuonir 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón Sighvatur Blöndal Flugleiðir h.f. hyggjast fljúga til Baltimore FLUGLEIÐIR h.f. hafa nú ákveðið að hefja áætlunar- flug til Baltimore í Banda- ríkjunum frá 4. nóvember n.k. Það er ákveðið í framhaldi af víðtækum athugunum sem hafa farið fram á vegum Flugleiða um hvort hagkvæmt væri að hefja flug til fleiri staða verði til flugvallarins Balti- more-Washington International Airport, sem er flugvöllur fyrir tvær fyrrnefndar borgir. Eins og í flugi Loftleiða til New York og Chicago verður flogið milli Luxemborgar og viðkomandi staðar með við- komu á Islandi. Flogið Farkostur væntanlegra Baltimore-farþega... í Bandaríkjunum en nú er gert. Þá hefur utanríkisráðu- neytið og samgöngu- ráðuneytið í samráði við sendiráð íslands í Washington unnið að þessu máli þar til að nýverið fékkst leyfi fyrir fluginu. Stjórnarnefnd Flugleiða hefur ákveðið að flogið verður með þotum af gerð- inni DC-8-63, sem hafa sæti fyrir 249 farþega. í fluginu til Baltimore verður brottför frá Kefla- víkurflugvelli klukkan 17.45 og komutími á Baltimore- flugvelli verður klukkan 19.00 að þarlendum tíma og tekur flugið alls sex klukku- stundir og fimmtán mínút- ur. Þjóðhagsvísitalan MIKIÐ hefur verið ritað og rætt um hina svonefndu þjóðhagsvísitölu hin seinni ár. Um hana er lítillega fjallað í síðasta hefti Vinnuveitandans og segir þar m.a. — Engum hefur tekist að gera grein fyrir hvernig þjóðhagsvísitalan skuli fundin, en allir eru sammála um að hún eigi að vera mæiikvarði á raunverulega aukningu þjóðartekna, þannig að ef hinar raunverulegu þjóðar- tekjur aukast, hækki laun f hlutfalli, og ef þær lækka, lækki laun á sama hátt. Þjóðhagsvísitalan yrði því nokkurs konar mælir, sem mæli stærð þjóðarkökunnar. Hvernig er þá hægt að mæla raunverulega aukningu þjóðar- tekna? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað, en t.d. væri ekki útilokað að vega saman vísitölur þjóðarframleiðslu, þjóðartekna, útflutningsmagns og viðskipta- kjara. Hér yrði þó spurning um, hvaða vægi ætti að gefa hverjum þessara þátta. Jafnvel þótt mögu- leiki væri á að vega vísindalega saman áðurgreindar vísitölur, er ekki þar með sagt, að sú vísitala væri heppileg sem mælikvarði fyrir launatekjur, þar sem það er hugsanlegt, að talsverðar sveiflur væru í þessari vísitölu. I maí 1975 lét samninganefnd ASÍ, VSÍ og VMS gera athugun á því, með hvaða hætti mætti tengja viðskiptakjaravísitölu við launa- breytingar. Hér á eftir verða raktir kostir og gallar viðskipta- kjaravísitölunnar: Kostir: 11 Tekið er tillit til breytinga á stöðu atvinnuveganna. 2) Innflutningur neyzluvöru takmarkast við getu þjóðarbúsins. 3) Aðilar vinnumarkaðarins hafa endurskoðun kjaranna í eigin höndum. Gallar: 1) Mælingarvandamái eru nokkur, einkum hvað snertir þjónustu- liði og ákvörðun grunnviðmið- unar. 2) Viðskiptakjörin eru aðeins einn þeirra þátta, sem ákvarða afkomu þjóðarbúsins (tillit til magnbreytinga skortir). 3) Áhrif skammvinnra sveiflna geta verið veruleg, sé endur- skoðun miðuð við stutt tímabil. 4) Tekjuskiptingaáhrif eru nokk- uð óljós, þ.e.a.s. þó kerfið tryggi að launþegar aðlagi sig breytt- um aðstæðum, er óvíst, hvað gerist með atvinnurekendur utan sjávarútvegs. 5) Það er breytilegt eftir atvinnu- greinum og jafnvel aðstæðum á hverjum tíma, hve langur tími líður frá því að viðskiptakjör breytast og þangað til að þau koma fram í breyttri afkomu fyrirtækjanna. Niðurstaða könnunarinnar var sú að ekki væri æskilegt að tengja viðskiptakjaravísitöluna við launabreytingar, þar sem gallar hennar væru kostunum yfirsterk- ari. Hugsanlegt væri í staðinn fyrir þjóðhagsvísitölu væri hægt að notast við núverandi vísitölu- kerfi, með því að taka út úr henni liði, sem ekki er á okkar valdi að stemma stigu við, t.d. áhrifum vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar, vegna hækkana á hráefnisliðum eins og olíu, sem vitað er að hafa neikvæð áhrif á tekjur þjóðarinnar. Þessum breyt- ingum verður þó vart við komið öðruvísi en með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Sveiflur í útflutningstekjum, bæði í verði og magni, hafa haft afdrifaríkar afleiðingar á hagþró- un innanlands. Þess vegna er það brýnasta verkefni okkar í framtíð- inni að efla Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, þannig að hann verði þess megnugur að jafna þessar sveiflur og á þann hátt að draga úr verðþenslunni innan- lands. Nauðsynlegt er að við ákvörðun viðmiðunarverða sjóðsins yrði tekið tillit til sveiflna í afla, t.d. þannig, að greiðslur í sjóðinn yrðu hlutfallslega hærri, þegar afla- horfur í einstökum greinum væru taldar vænlegar, en það mætti svo leiðrétta eftir á að fenginni reynslu. ENN vamkast hagur bandarfsku flugvélaverksmiðjanna Boeing. í kjölfar risasamningsins við United Airlines á sínum tima. hefur breska stjórnin nú ákveðið að gefa stjórn breska flugfélags- ins British Airways heimild til að panta nítján flugvélar af gerð- inni Boeing 737, sem tekur um 137 farþega. Ilver vél kostar einar litlar f>0 þúsund milljónir I vetur verður ein ferð í viku á þessari leið. Vegna ýmissa ástæðna þótti ráð- legt að hefja flugið að hausti til, þegar farþega- flutningar eru minni en yfir sumartímann og að sögn Flugleiðamanna gefa markaðskannanir ástæðu til bjartsýni varðandi þessa nýju flugleið. Þá undirbúa Flugleiðir nú mikla kynningarherferð vegna flugsins ' á austur- strönd Bandaríkjanna og fer sú kynning fram bæði í blöðum, útvarpi og sjón- varpi. íslenzkra króna. — fyrir gengis- fellingu. Val bresku stjórnarinnar var mjög erfitt þar sem helzti keppi- nautur 737 er British Aerospace 111. Þá héfur ákvörðun stjórnar- innar valdið nokkrum deilum í verkalýðshreyfingunni bresku þar sem þetta er talið hafa í för með sér atvinnumissi yfir a.m.k. 5000 manns sem hefðu unnið að smíði 111 vélanna. Hagur Boeing vænkast enn...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.