Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 37

Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 37 r\ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI allmörgum árum meöan sjórinn þarna var nægilega hreinn til sunds og baða. Bílastæði voru gerð s.l. vetur nálægt læknum og er sú lagfæring mjög til bóta. Sá galli er þó við þau stæði, að ofaníburðurinn má heita eintóm leirleðja og verður þarna mjög óþrifalegt svað í vætum. Nauðsynlega þyrfti því að bera þarna í stæðin hreinlega smágerða möl. Eins og að ofan segir, er allt umhverfi lækjarins hið viðkunnanlegasta einkum á sumrum þegar sólar nýtur og er því tilvalið til útilífs og sólbaða. Heiti lækurinn hefur líka það aðdráttarafl, að allir gestir Naut- hólsvíkur vilja þangað koma, sér til ánægju og heilsubótar. Leiðinlegt er því að vita til þess, að drukkið fólk skuli spilla þessum friðsæla stað, með illri umgengni og drykkjulátum um nætur. Það er þessum drukknu næturgestum að kenna, að glerbrot eru nú út um allt, svo að gæslu verður að hafa til að meiða sig ekki á þeim. Yfirvöld þyrftu reyndar að senda þangað einhvern unglingahópinn, sem vinnur að fegrun og snyrtingu gróðurbletta, til að tína upp öll þau glerbrot, sem hægt er að finna. Ég vil svo eindregið mælast til þess, að læknum verði ekki lokað um daga, en allt verði gert til þess, að friðsamt fólk geti notið þeirrar hressingar, sem þessi staður hefur að bjóða og þeirrar útivistar, sem öllum er nauðsynleg til heilsu- bótar. I. A. Velvakandi óskaði um daginn eftir velgerðum lausavísum og hafa margir brugðið við og sent inn vísur. Bent skal þó á það að nauðsynlegt er að nafn höfundar fylgi vísunum, þó svo að það sé ekki birt í blaðinu, sé þess óskað. • Ólafur sauðamaður Erindi hafði æði brýnt uppi á regin fjöllum, sauðunum hafði sínum týnt sjálfur, næstum því öllum. En snarmennska Olafs undrar mig og úrræðakúnstin slynga, óðar vandi hann undir sig óskila-tvílembinga. ort á höfuðdag 1978. Hestamenn Uppboð á 15—20 reiðhestum og hlaupurum verður haldið við tamninqastöðina Blönduósi laugardaginn 2. sept. kl. 14. Hæfileikavottorð mun fylgja hverjum hesti auk sýningar áður en sala hefst. Sölufélag Austur-Húnvetninga Blönduósi, sími 91-4200. ÉAÉ milward Hringprjónar Fimmprjónar Tviprjónar 000 MILWARD Þessir hringdu . . . • Vil vinna einn dag kauplaust Starfsmaður, sem vill hjálpa ríkinu til að losna við eitthvað af skuldunum, hringdi til Velvakanda og vildi fá að koma eftirfarandi á frámfæri: „Ég er kvenkyns ríkisstarfs- maður og vinn á spítala. Aldrei hef ég tekið þátt í verkfalli og reyni að komast hjá því að verða atvinnu- laus. Ég vildi gjarnan leggja mitt af mörkum til að hjálpa ríkinu að losna við eitthvað af skuldunum og væri til dæmis reiðubúin að vinna einn dag kauplaust, og láta kaupið mitt ganga upp í skuldirnar. Einnig vil ég benda á það að það ætti að hætta að flytja inn alls kyns munaðarvörur frá útlöndum og skuldbinda þannig alla þjóðina ævilangt. Við getum alveg komist hjá því að nota allar þessar munaðarvörur. Ég tel ekki að það sé nauðsyn- legt að segja upp um 8.000 manns eins og sagt er í fréttum, og því síður að verkföll séu nauðsynleg. Verkföll og atvinnuleysi eru aðeins SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmóti Sokolskys í Minsk í Sovétríkjunum í janúar kom þessi staða upp í skák þeirra Sakharovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Litvinovs. 26. Bb6!! og svartur gafst upp, því að 26 ... Hxb6 yrði svarað með 27. Hxe6+! Öllum á óvart sigraði hinn 14 ára gamli Kasparov á mótinu. Hann hlaut 13 v. af 17 mögulegum. Næstur kom alþjóðlegi meistarinn Kupreichik með 12 Vz v. Þátttak- endur voru 18, allt sovétmenn. til ama og gerir lífið leiðinlegt. Það verður líka til þess að skapa ennþá meiri skuldir og peninga- vandræði. Ég vildi því gjarnan vinna einn dag kauplaust til þess að leggja mitt af mörkum til að hjálpa ríkinu út úr ógöngunum og skora ég á sem flesta að gera slíkt hið sama. Starfsmaður á ríkisspítala." HÖGNI HREKKVÍSI Heklunálar Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davið S. Jónsson & Cu. hi. Sími 24-333 Nýtt — Nýtt Vinsælasta skólapeysan á Noröurlöndum í ár er komin til okkar. ALLAR STÆRÐIR GEísiP MANNI OG KON BÖRN GERA SÉR EKKI ALLTAF GREIN FYRIR FLAUTI BÍLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.