Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 38

Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 Dregið í Evrópumótum í handknattleik: Valur mætir Ref- stad frá Noregi ÍSLANDSMEISTARAR Vals í handknattlcik drógust xegn norsku meisturunum Refstad í Evrópukeppninni í handknattleik. en dregið var í 1. umferðina í Sviss í ga‘r. Refstad hefur marga snjalla handknattleiksmenn innan sinna raða og róðurinn verður því örugRlega erfiður fyrir Valsmenn. Ekki eru mörs ár síðan hálft norska landsliðið kom einmitt frá Refstad. Valsm^in eiga þó töluverða möguleika á að komast áfram. því lið Vals er sterkt og býr yfir mikilli reynslu. Engin tvö stórlið leika saman í 1. umferð keppninnar o)í er uppííjör Vals ok Refstad e.t.v. athvglisverðasti leikurinn í 1. umferðinni. Valsmenn unnu Is- landsmótið í handknattleik í fyrravetur eftir mikla keppni við Víking og Hauka. Valur tapaði síöan úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir Víkingum og um síðustu heljíi töpuöu Valsmenn í úrslita- leik í íslandsmótinu utanhúss fyrir Haukum. íslandsmeistarar Fram í kvennahandknattleik tilkynntu ekki þátttöku í Evrópukeppni í ár, en eftirtalin liö leika saman í 1. umferð Evrópukeppni meistara- liöa hjá körlum: Den HaaK. Hollandi — Neerpelt. Beljjíu Kirkby. Englandi — Eschois Fola, Luxemborx Kosice, Kússlandi — Zofingen. Sviss Linz. Austurriki — Rovereto. Ítalíu Sarajevo. ítaliu — Petah-Tikva. ísrael Refstad. Ósló — VALUR, REYKJAVÍK Ilalmstad, Svfþjóó — Neistinn, Wrshöfn KronohaKen, Finnlandi — ZSKA, Rússlandi Lissabon. Portúgal — Stella Sports. Frakklandi - éii- Liverpool loks andstæöingur í Evrópu- keppni, en þó ekki 1 knattspyrnu Víkingar öruggir í aðra umferðina KNATTSPYRNUMEINN hafa alið með sér þann draum á ári hverju undanfarið að fá nú Liverpool sem mótherja í Evrópukeppni. Þessi draumur hefur ekki rætzt síðan KR lék við þctta snjalla lið fyrir allmiirgum árum og reyndar er langt síðan íslenzkt lið hefur dregist á móti ensku í Evrópumótum knattspyrnumanna. Ilingað hafa mcnn viljað fá snillingana írá Liverpool til að sjá það bezta í evrópskri knattspyrnu en ekki mcð það í huga að komast áfram 1' þessum mótum. Loks hefur sá draumur rætzt að íslenzkt lið mætir Liverpool í Evrópukeppni, en því njiður ekki í knattsp.vrnu heldur handknattleik. Er dregið var um það í gær i Zurieh hvaða lið leika saman í 1. umferð Evrópukeppni bikarmeist- ara kom upp hlutur Víkings að leika gegn Halewood frá Liverpool. Er forystumenn Víkings fréttu um dráttinn í gær vissu þeir eiginlega ekki hvernig þeir áttu að bregðast við. Andstæðingarnir eru ekki hátt skrifaðir í handknattleiknum og það er ekki fyrr en á síðustu árum að enskir byrjuðu þátttöku í alþjóðlegum mótum handknatt- leiksmanna. Þeir hafa yfirleitt mátt þola tap og í fyrra töpuðu ensku meistararnir með 20—30 marka mun fyrir norskum and- stæðingum í keppninni. Víkingar ættu því að vera bókaðir í aðra umferð keppninnar, en ljóst er að fjárhagslegur ávinningur verður lítill af leikjum Víkinga við hina ensku mótherja. Þegar hefur sú hugmynd komið upp að leika báða leikina ytra og sameina keppnisferð Víkinga og hópferð á valda leiki í ensku knattspyrnunni. Eftirtalin lið leika saman 1 Evrópukeppni hikarhafai Mechelen — Huttenbert;. V l'ýzkaland) Dudelange — WIT, Hollandi Trieste. ítalfu — Kapronice. Kússlandi Zurich. Sviss — Krems. Austurríki Ramat Gan — Baie Mare. Rúmenfu Plodiv. Búlgarfu — Maí Moskvu Fjellhammer, Norcgi — Álaborg. Dan- mörku Riihimaeki. Finnlandi — Ystad. Svíþjóó llalewood. Englandi — Víkingur Lissabonn. Portúgal — Madrid. Spáni - áij Leikur Janus með Gróttu? MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að landsliðsmaðurinn snjalli i' handknattleik og knattspyrnu. Janus Guðlaugs- son. ætli í vetur að þjálfa og leika með Gróttu. sem leikur í þriðju deild. Ef af þessu verður þarf ekki að hafa mörg orð um hver blóðtaka það er fyrir FH að missa Janus og sömuleiðis hversu gífurlegur styrkur það er fyrir Gróttu að fá Janus í sínar raðir. Grótta féll í fyrra- vor niður í þriðju deild. en hefur þó í sínum hópi nokkra lcikmcnn. sem myndu sóma sér vel í 1. deildinni. - áij. • Sigurbergur tekur við Framliðinu. Enn missa Víkingar leikmann VÍKINGAR hafa misst enn einn handknattleiksmann úr sínum röðum. en Erlendur Hermannsson, sá snjalli línu- maður. hefur ákveðið að dvelja á Dalvik að þjálfa flesta flokka handknattleiksfólks á Dalvík og að auki leika með liðinu í 3. deild. Víkingar misstu sem kunnugt er landsliðsmennina Björgvin Björgvinsson og Þorberg Aðal- steinsson til Þýzkalands i sumar og munar um minna en þessa tvo snjöllu leikmenn. Þá hefur Jón Sigurðsson flutzt austur á Fáskrúðsfjörð og tekið við störfum bæjarstjóra þar. Um- ræður hafa verið um að Viggó Sigurðsson hygðist flytjast til Kanada og starfa þar við þjálfun i vetur. Þær fréttir munu þó ekki lengur hafa við rök að styðjast og samkvæmt nýjustu fréttum verður Viggó áfram í herbúðum Víkings. Fleiri handknattleiksmenn hafa verið orðaðir við Kanada- för með þjálfun þar aðallega í huga. Halldór Rafnsson frá Akureyri hefur verið í sambandi við kanadískt félag og Björn Blöndal, HK, mun einnig hafa kynnt sér möguleika á þjálfun þar ytra. Framarar hafa ráðið Sigur- berg Sigsteinsson sem þjálfara 1. deildarliðs félagsins í vetur. Ætlar Sigurbergur þó áfram að leika með félögum sínum. Sigur- bergur hefur þjálfað mikið undanfarin ár og þá einkum kvennalið og náð góðum ár- angri. — áij. • Ejnski lögregluþjónninn Geofí Capes ásamt Hreini Ilalldórssyni og Guðna Halldórssyni, aðstoðarmanni hans. Hreinn oröinn góður af meiðslunum og er bjartsýnn á árangur IIREINN Halldórsson keppir í undankeppni kúluvarpsins í dag og heíst keppnin klukkan 10 fyrir hádegi. Alls eru 19 kraftakarlar skráðir til keppninnar. Keppendur þurfa að kasta yfir 19.50 m til að komast í sjálfa aðalkeppnina og fá til þess þrjú köst. I sjálfri aðalkeppninni, sem hefst klukkan 17.30 á föstudag. fá keppendur þrjú köst og eftir það halda átta þeir beztu áfram f síðustu þrjár umferðirnar. Af keppendunum 19 hafa 11 kastað yfir 20 metra í ár og beztan árangur á A-Þjóðverjinn Udo Beyer, sem kastaði 22.15 metra fyrir nokkru. Barysnikov, fyrrverandi heimsmeistari, er meðal keppenda og á hann bezt í ár nákvæmlega sama árangur og Hreinn Halldórsson, 20.95. Heimsmethafinn í kringlukasti, Wolfgang Schmid, keppir einnig í kúlunni og á hann bezt í ár 20.78. Sovétmaðurinn Jaros á 20.89 og tveir Norðurlandabúar aðrir en Hreinn eru meðal keppenda, Arrenius frá Svíþjóð á 19.92 og Finninn Rejo Stálberg á 20.96 m í ár. Hreinn Halldórsson sagði í spjalli í gær, miðvikudag, að hann væri tilbúinn í slaginn. — Beyer er með þrjú höfuð og þrjá hálsa segir Capes um þann sem flestir veðja á í kúluvarpinu Hann væri orðinn góður af meiðslum sem hefðu hrjáð hann í baki undanfarið og sömuleiðis af magakrampa, sem hann fékk vegna lítils háttar matareitrun- ar í Prag á laugardag. — Ég vona bara að ég standi mig, sagði Hreinn. — Það er mikil taugaspenna, sem fylgir því að taka þátt í svona móti og lítið má fara úrskeiðis til að illa gangi. Eins og sjá má eru þetta engjr,sm.ákarlar, sem ég keppi á móti, en mér hefur gengið vel á æfingurri að undanförnu og ég vona að það lofi góðu, sagði Hreinn Halldórsson. Geoff Capes frá Bretlandi er ófeiminn við að segja skoðanir sínar við blaðamenn og í spjalli við Morgunblaðið sagði Capes að það væri engin leið að keppa á móti frjálsíþröttafólki frá lönd- unum austan járntjaldsins. — Þeir eru allir meira og minna á lyfjum, sagði Capes. — Sjáðu t.d. Udo Bayer, hann er með þrjú höfuð og þrjá hálsa, hann er ekki eins og mennskur maður. Hann getur varla gengið fyrir stærð og kröftum. Þessir karlar eru aldrei „dópprófaðir" í sínum heimalöndum og svo rétt fyrir svona stórmót hætta þeir lyfja- notkun, þannig að ef þeir eru prófaðir þá er allt í fínu lagi hjá þeim, sagði Capes. Er fréttamaður hitti Udo Bayer að máli og kynnti sig sem blaðamann frá íslandi, spurði Bayer að bragði hvernig Hreinn hefði það, hvað hann hefði kastað að undanförnu og hvort hann væri búinn að ná sér af öllum meiðslum. Þeir fylgjast greinilega vel með hver öðrum þessir kappar og Bayer hafði greinilega áhyggjur af Hreini. Hann sagðist þó myndu sigra nokkuð örugglega í kúluvarpinu og flestir eru þeirrar skoðunar að fari allt samkvæmt áætlun þá verði Bayer sterkastur í hópi þeirra sterkustu í þeirri grein, sem Islendingar eiga mesta möguleika í á Evrópumóti í um 20 ár. Tekst Hreini að vinna til verðlauna, er spurning, sem ekki verður svarað fyrr en á morgun, en allir vona að svo verði. — ÞR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.