Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 1978 vid þangslátt Mjðhúsum, 30. áfjúst. SLÁTTUR fyrir Þörunga- vinnsluna gengur mjög vel og eru um 8700 tonn af blautu þangi komin í land, sem gerir um 2200 tonn af þangmjöli. í sumar eru Atburóurinn í Þormóósdal: Maðurinn skildi eft- ir sig bréf Rannsóknarlögreglan telur nú fullsannað, að atburðarásin á bænum Þor- móðsdal við Hafravatn árla þriðjudags hafi verið með þeim hætti, að maður- inn hafi fyrst orðið konu sinni að bana, því næst tilkynnt lögreglunni að slys hafi orðið, en síðan svipt sig lífi. Morgunblaðinu er kunnugt um, að maðurinn skildi eftir sig bréf en ekkert hefur verið látið uppi um efni þess. Maðurinn og konan sem létust með þessum voveif- lega hætti hétu Gísli Krist- insson og Sólveig Jórunn Jóhannsdóttir, og var hann á sextugsaldri en hún um fertugt. Þau voru barnlaus. prammarnir nær eingongu notaðir og eru hæstu geng- in komin með um 2000 tonn og eru fjórir menn í hverju gengi. Hlutur þeirra er um 2,5 millj. kr. á mann, eða um 800 þús. kr. á mánuði. Gengin vinna á vöktum allan sólarhring- inn þegar straumar og veður leyfa. Mjölgeymslur eru að verða fullar, en búið er að senda út 760 tonn af þang- mjöli og bíða nú um 1400—1500 tonn af unnu mjöli eftir útflutningi, en skip er væntanlegt á næstu dögum. Vonazt er til að hægt verði að afla þangs fram í október. — Sveinn. Benedikt Griindal. formaður ÁlþýAuflokksins, kemur til flokksstjórnarfundarins í gærkvöldi ásamt Sighvati Björsfvinssyni og Vilmundi Gylfasyni, sem fylgdu formanni sfnum ekki að málum í því að fara út í vinstri stjórn. Ljósm. Mbl. K. Öi. Vinstri stjórn mynduð: Flokksstjórn Alþýðu- flokks samþykkti 30:12 Alþýdubandalag 104:19 — Framsókn með einu mótatkvæði ALLT bendir til þess að endanlega verði gengið frá myndun vinstri stjórnar í dag, en allir flokkarnir þrír, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalagið og Al- Keyrði á stúlku og bíl í FYRRADAG gerðist það á Ilvammsstanga að piitur á skelli- nöðru keyrði utan í stúlku sem var gangandi á götu. Féll stúlkan í götuna. en pilturinn missti stjórn á skeliinöðrunni og lenti framan á bíl sem var ekið hægt á móti honum. Stúikan var flutt í sjúkrahúsið á Hvammstanga og var hún ekki alvarlega slösuð. en pilturinn var fluttur til Reykja- víkur til rannsóknar þar en hann mun ekki hafa slasazt alvarlega. þýðuílokkur, samþykktu endanlega að ganga til stjórnarsamstarfs á grund- velli þeirra málefna, sem að hefur verið unnið að móta síðustu daga, á flokksfundum í gærkvöldi. Mestar sviptingar urðu á fundi Alþýðuflokksins en þar var þó málefnagrund- völlurinn samþykktur með 30 atkvæðum gegn 12 um kl. 2 í nótt. Flokksstjórn Alþýðubandalagsins sam- þykkti grundvöllinn með Frystihúsum ekki lokad: Treyst á aðgerðir í dag eða næstu daga 104 atkvæðum gegn 19 og miðstjórn Framsóknar flokksins samþykkti hann einróma eða með einu mótatkvæði. Mjög skiptar skoðanir komu fram meðal fundarmanna á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks- ins og framan af var talið að ekki mætti á milli sjá hvorir yrðu ofan á — þeir er vildu fella það að fara í stjórnarsamstarf á grundvelli þeirra samstarfsyfirlýsingar sem fyrir lá, eða hinna sem vildu samþykkja. Miklar umræður urðu á fundinum og það bar til tíðinda að í odda skarst milli Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrum formanns Al- þýðuflokksins, sem vildi að fund- urinn felldi grundvöllinn og Bene- dikts Gröndals, formanns flokks- ins, sem vildi að hann yrði samþykktur. Atkvæðagreiðslan fór þó á þá leið að samstarfsýfir- lýsingin var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 12 en meðal þeirra er greiddu atkvæði á móti yfirlýs- ingunni voru þingmennirnir Vil- mundur Gylfason, Sighvatur Björgvinsson og Bragi Sigurjóns- son. Alþýðubandalagið samþykkti eftir langan flokksstjórnarfund, er stóð fram á kvöld, með 104 atkvæðum gegn 19 að veita þing- flokknum umboð til að ganga endanlega frá samningi um stjórn- arsamstarf og strax að flokks- stjórnarfundi loknum hófst þing- flokksfundur þar sem ákveða átti ráðherraefni flokksins en hann stóð enn um kl. 2 í nótt. Framsókn- arflokkurinn samþykkti. málefna- grundvöllinn á miðstjórnarfundi með atkvæðum þorra fundar- manna gegn aðeins einu. EKKI ER gert ráð fyrir að þeim frystihúsum, sem boð- að hafði verið að yrði lokað rrá og með miðnætti í nótt vegna rekstrarerfiðleik- anna, verði lokað að svo komnu, í von um að tekizt hafi fyrir þann tíma að mynda nýja nýja ríkis- stjórn og ráðstafanir vegna vanda frystihúsanna verði gerðar á næstu dögum. Þeir frystihúsamenn, sm Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu, að þeir tryðu ekki öðru en einhverjar viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í dag eða á allra næstu dögum. Sögðu þeir, að það yrði hreint skelfilegt ef öll þessi frystihús stöðv- uðust, þar sem nú væri ljóst, að það yrði mjög mikill vandi að koma þeim frystihúsum af stað á ný, sem þegar hefðu lokazt. Flest íslenzku frystihús- anna, sem enn eru starf- rækt, munu nú liggja með fiskbirgðir fram í næstu viku. Þá eru einir 70 togarar á veiðum og 150—200 bátar eru á bolfiskveiðum. Þegar Morgunblaðið spurði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í gær hvort einhverja ráðstafana vegna frystihúsanna væri að vænta frá þeirri ríkis- stjórn sem nú situr, sagði hann, að beðið væri eftir úrslitum stjórnarmyndun- arviðræðnanna. Vilmundur Gylfason: Lít á mig sem frjálsan þingmann „ÉG GREIDDI atkvæði gegn þessu stjórnarsamstarfi á flokks- stjórnarfundinum vegna þess að sá pakki í efnahagsmálunum seni þessi ríkisstjórn leggur upp með f handarkrikanum er tómt bulii vegna þess að umbótaþátturinn er ekki með þeirn hætti sem ég hefði kosið og í þriðja lagi tel ég það fávíslega samið af okkar forystumönnum að láta dómsmál- in í hendur framsóknarmönnum. Ef ekki verður algjör kúvending hjá þessari ríkisstjórn í efna- hagsmáium á næstu mánuðum þá tel ég hana aðeins vera að framlengja stjórnleysi síðustu fjögurra ára og ég heíði talið að hlutverk Alþýðuflokksins ætti að vera rismeira cn það,“ sagði Vilmundur Gylfason aiþingis- maður er Mbl. ræddi við hann eftir flokksstjórnarfund Alþýðu- flokksins í nótt. Um stöðu sína á Alþingi sagði Vilmundur. „Ég mun styðja þessa stjórn til góðra verka, en ég lít á mig sem frjálsan þingmann.“ Upp í800 þús. kr. mánaðarlaun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.