Morgunblaðið - 03.09.1978, Side 6

Morgunblaðið - 03.09.1978, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Björgunarflekinn Fram að fyrri heims- styrjöldinni eða jafnvel fram að þeirri síðari, 1939, voru enKÍn heimsvandamál til, að minnsta kosti ekki cins ok við þekkjum þau nú. Vesturveldin þurftu aðeins að tryKKja sér land- vinninKa ok haida þeim. Eftir 1945 er ástandið ok nýlendustefnan Kerbreytt. Nokkurs konar lýðveldi (Sameinuðu þjóðirnar ok sérstofnanir þeirra) tóku við deilum nýlenduveld- anna ok hafa á sama hátt tryKKt, — innan þjóða- ramma — hið ótryKKa jafnva-KÍ milli fjölda ok fjármuna. Hér mun ekki einu sinni í stórum dráttum farið út ■ öll vandamál þessarar nýju sambúðar, heldur aðeins Kripið á þeim sem snerta mannlífið ok eink- um fjailað um það sem ÓKnar því. Þar ber hæst (að styrjöldum undanskild- um) það sem ranKleKa er kallað „hunKurvandamál- ið“, en er öllu heldur vannærinKarvandi. Afskipta- leysi og fjarlægdir SamhyKÖ stendur á ávallt í öfuKu hlutfalli við fjar- læKð. Við finrium ekki til með JtfinKurmorða manni, ef hann er utan sjón- deildarhrinKS okkar. Sé hann mjöK illa haldinn í næsta húsi eða þá að við þekkjum hann vel, erum við reiðubúin til að Kera eitt- hvað honum til hjálpar. Ok sé hann heimilismaður, Ketum við ekki annað en deilt með honum matnum. Síðan á stríðsárunum höfum við í sívaxandi mæli fundið til nálæKðar ann- arra. Kílómetrarnir eru jafn marKÍr, en fjarlægðin minni. Við höfum meira að segja tilfinningú fyrir eymd heimsins þó hún komi kannski ekki við samvizk- una. Mannkynið er talið, framleiðsla þess þekkt og matarskammtur þess opin- ber í miskunnanarlausum tölum. Það er mjög erfitt að lesa ekki, heyra ekki og vita ekki. En því sem kallað hefur verið mannfjölgunar- sprengingin hefur ekki fylgt viðhlítandi átak til að auka landbúnaðarfram- leiðsluna. Eftir heims- styrjöldina fékk iðnaðurinn forgang, vegna einhvers konar tízku eða framúr- stefnu. Það var slæm þekk- ing á mannkynssögunni. Veldi Breta á 18. öld átti rætur sínar í landbúnaðar- byltingunni annars staðar. Á þeim tímum, er nægileg fæða var til ráðstöfunar og umframbirgðir (sem ekki má blanda saman við of- framleiðslu) gerðu fært að fæða skipasmiði, hermenn og sjóliða, þá var mögulegt að leggja undir sig heiminn. Á sama hátt byggðust hinar miklu framfarir í Þýzkalandi á árunum 1880 til 1913 á verulegri aukn- ingu landbúnaðarfram- leiðslunnar. Alþjóðastofnanirnar gerðu sömu axarsköftin sem þjóðirnar, með því að ívilna í byrjun verulega í fjárfestingum tii iðnaðar. Þær skildu ekki fyrr en eftir matvælaskortinn um 1965, hversu æðuöflunin er mikil lífsnauðsýn, og er þá tekið vægt til orða. Þá hlýtur sú spurning að vakna, að hve miklu leyti við viljum raunverulega koma í veg fyrir að fólk deyi. Góðgerðastarfsemi ber þar hæst. Engum blandast hugur um að slík góðgerðastarfsemi, sem alltaf hefur fremur létt sámvizku hinna ríku en fyllt maga hinna fátæku, er ekki til þess fallin. Til að létta á samvizkunni verður að ganga svolítið lengra, þótt ekki vanti yfirskyn í þeim efnum. Hverju finnur maður ekki upp á til að firra sig sök? FYRRI HLUTI „Ef þeir vildu nú bara byrja á því að koma betra skipulagi á þetta, stjórna því betur, þá værum við til viðtals" ... „Þegar þeir kunna betur að fara með peningana okkar ...“ „Það ætti frekar að leita til arabísku milljónamæring- anna, sem gera ekki annað en ræna okkur" ... „Meðan Indverjar láta kýrnar sínar ...“ Hver um sig setur mörk- in þar sem honum hentar. Milli þeirra, sem þjást fyrir aðra, og háðfugianna sem reiðubúnir eru til alls, það er að segja á neikvæðan hátt, eru margvíslegir kostir. Þrátt fyrir allt, erum við athugulli og við- kvæmari fyrir því sem gerist en tíðkaðist fyrir stríð. Og líklega mundum við fallast á það að taka á okkur ofurlítið þyngri byrð- ar en áður, ef yfir dyndi hungursneyð. Almenningsálitið á Vesturlöndum hneykslast einkum á andstæðum á persónulegum kjörum. Þeg- ar Onassis dó, var skrifað um að að eigur hans gætu dugað til halda lífinu í þúsundum manna. Þó slíkir útreikningar á fjármunum séu alltaf mjög athyglis- verðir, þá stenzt þessi samt ekki. Skipin, flugvélarnar og árlegir vextir eru ekki fæða. Skipting tekjustofna milli þurfandi fjölskyldna bætir ekki grammi af korni við heimsframleiðsluna, hækkar bara svolítið verð- ið. Slík hækkun gæti kannski verið hvetjandi fyrir framleiðsluna á viss- um svæðum og þannig gætu fjármunirnir sem Onassis notaði (í húseignum, snekkjum, einkaflugvélum o.s.frv.) nýtzt til að rækta jörðina og gera hana verð- meiri, auka fræðslu í land- búnaði o.s.frv. Þá mundi fæðuframleiðsla aukast, en ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Ætti maður að bregðast svolítið skár við þessháttar vandamálum, þá verður að hætta við þetta blekkjandi gjaldeyriskerfi og hugsa fremur í varningi eða jafn- vel fæðu. Þar sem um lífshættu er að ræða, eru verðmætin ekki mæld í dollurum, heldur eru það kalóríurnar eða eggjahvítu- efnin sem gilda. Hve marg- ir deyja nú eða á morgun? Öðru hverju eru gefnar upp tölur um offjölgun í vissum fátækum löndum, þegar athygli ríku þjóð- anna beinist ofurlítið að henni. Þá kemur fram að af 46 milljónum manna sem deyja í veröldinni deyja um 5 milljónir úr hungri eða öllu heldur af vannæringu. Þetta er ekki aðeins erfitt að mæla heldur líka að staðhæfa. Ef þessar 2900 milljónir mannvera, sem teljast vanþróaðar á máli Sameinuðu þjóðanna, hefðu sömu dánartíðni og 1200 milljónir „þróaðra" manna, þá mundu á hverju ári bætast við milljónir mannslífa. En ekki er hægt að skella allri skuldinni á fæðuna. Það er ákaflega sjaldgæfur dauðdagi að líf fjari bara út, en ónóg fæða veikir mótstöðuaflið gegn sjúk- dómum. Því er vannæring alveg jafn banvæn og hung- ur. Barn, sem er úttroðið af „manioc" er til dæmis ekki hungrað, en það getur verið að dauða komið af næringarskorti. í lítt þróuðu landi áttu hjón að jafnaði 5 börn og komu upp tveimur. Nú hefur dánartíðni lækkað svo mjög, að þau eiga sex og koma upp fjórum eða fleir- um. Þetta kemur út eins og frjósemin hafi meira en tvöfaldazt. En misjöfn kjör fjölskyldnanna koma í veg fyrir að fyrir þessu sé fundið beint. Smáborgarinn við Columbíuháskóla sem grúfir sig yfir tölurnar sínar og sænski predikar- inn, sem komið hefur í staðinn fyrir góðgerða- dýrlinginn, eru með hugann við það sama og óska þess sama. Mundi ekki þetta auka-barn verða til þess að þrjár manneskjur yrðu að deyja seinna? Þess vegna skulum við ekki bæta fleir- um í bátinn. Takmörkum fæðingar. Þessi niðurstaða kom formlega fram fyrir 30 árum, en mjög hægt gengur að koma henni í fram- kvæmd. Mestu spekingarn- ir hafa nefnilega mjög barnaleg, viðhorf, þegar þeir ætla að fara að spyrna við fótum. Þeir góðu herrar, Pestel og Mesarovic, setja fram í seinni skýrslunni frá Rómarklúbbnum — sem að vísu er ekki eins yfirborðs- leg og sú fyrri en ekki síður full af barnaskap — í tveimur einföldum línum kjarna málsins: „Ekki þarf meira en 20 ára drátt á því að koma á strangri fólks- fjölgunarstefnu, til þess að tölurnar (um barnadauða) hækki Qm 300%.“ Otal tölulegar greiningar á kerfinu vekja aðdáun, en segja okkur ekkert annað en það að talnaspekingur- inn hefUr þann vafasama hægileika að geta dregið úr því sem ef til vill er nauðsynlegt og kallast dómgreind. Við skulum líta betur á þessa setningu, sem í senn er djöfulleg, róandi og ðgnandi. Hver ber ábyrgðina? Og hvað táknar ströng fólksfjölgunar- stefna? Þetta segir ekki neitt. Höfundarnir vita ekki það, sem gert hefur verið eða ráðgert (ófrjó- semisvökvar eða salt, ströng viðurlög fyrir feður við þriðja barn, þvinganir á hendur stjórnum sem ekki fást til að gera ráðstafanir o.s.frv.) Ekki er minnzt á geldingarstöðvarnar á Ind- landi, aðgerðir mannfjölg- unarráðanna í Norð- ur-Afríku og svo framvegis. Þarna eru mikilvægir þættir, sem höfundar merkrar bókar byggja á tölur um áætlaðan barna- dauða á hverju ári fram til ársins 2025, án þess að þekkja slík grundvallar- atriði. Tilraunir til að fækka fæðingum hefur ekkert skort á undanförnum 30 árum. Allt frá 1952 hafa stórar stofnanir, meðal þeirra Ford og Rockefeller- stofnanirnar, rekið mann- fjölgunarráð, sem hefur það að markmiði að finna nýjar getnaðarvarnir. Á nokkrum árum sá pillan fræga dagsins ljós og í kjölfarið ófrjósemisað- gerðirnar. Ædstu prest- ar og smærri spámenn Þegar um er að ræða hagnýtar fæðingafækkanir, hefur trúgirni fólks verið misnotuð í ríkum mæli, fremur vegna fáfræði um grundvallaratriði en vilj- andi. Ekki hefur hjá því farið að nýtt væri trúin á galdra, á borð við þá sem mannkynið hefur þekkt í þúsundir ára á öðrum svið- um, með sömu aðferðum og sama árangri. Til dæmis voru getnaðarvarnalyfin kynnt í Frakklandi um 1960 sem nýjung, uppgötvun á borð við lasergeislann eða ónæmislyfin, þegar þau höfðu í raun verið notuð á ýmsan hátt í tvær aldir. Til varnar málstaðnum (sem Lyftari leysir vandann Viö eigum nú fyrirliggjandi hina velhekktu BV-handlyftivagna meö 2500 kílóa lyftigetu á mjög hagstæöu veröi. & Einnig útvegum viö með stuttum fyrirvara allar geröir lyftara til notkunar innanhúss eöa á sléttum gólfum fyrir vöruhús, frystihús, sláturhús og alls konar iðnaö. Hringið eða skrifið og viö munum fúslega veita allar nánari upplýsingar. 1 «3 HARALD ST. BJÖRNSSON j UMBOÐS-OG HEILDVERZLUN hsfa I SÍMI 85222 LÁGMÚLA 5 PÓSTHÓLF 887 REYKJAVÍK Landssamtökin Þroskahjálp halda almennan fund um málefni þroskaheftra mánudaginn 4. sept. n.k. kl. 20.30 í Domus Medica viö Egilsgötu. Agnete Schou fulltrúi frá Landssamtökunum Evnesvages Vel í . Danmörku flytur framsöguerindi: Foreldrastarf og foreldrafræðsla Aö loknu erindi veröa umræöur. Erindiö veröur túlkað á íslensku. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefni þroskaheftra, en foreldrar og starfsfólk allra stofnana fyrir þroskahefta er sérstaklega hvatt til aö mæta. Kaffiveitingar veröa á staðnum. Stjornin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.