Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Sigurður Jónsson: Bogastrengurinn getur brost- ið og hvar stöndum við þá? FluKfélan íslands (nr. 2) var stofnað 1. maí 1928, en aðal hvatamaður að stofnun félagsins var dr. Alexander Jóhannesson, seinna prófessor ok rekJ.or Há- skóla Íslands um langt árabil. Með dr. Alexander um stofnun félans- ins voru þeir Pétur Halldórsson síðar borjíarstjóri í Reykjavík, og Páll Ejtííert Olason. Að minnsta kosti skrifuðu þessir heiðursmenn undir hlutabréf félafísins ásamt dr. Alexander. Dr. Alexander stundaði nám við þýzka háskóla, Oft kynntist að sjálfsöfjðu mörftum Þjóðverjum á námsárum sínum. Eft held að einn þessara manna hafi heitið Sieftert sem seinna varð mikilsmetinn ntaður í fluftmálum Þjóðverja. Hann mun hafa komið að máli við dr. Alexander ein- hverntíma á árunum fyrir 1928, og haft orð á því, að koma yrði á flufisamfíönftum á íslandi. Eins ofi allir vita var fierð tilraun til þess að koma á iot flufísamfiönfium hér á landi með stofnun Flufífélafis Islands, hinu fyrsta árið 1919, en það félafi hætti störfum árið eftir, 1920. Flunfélatíið hans dr. Alexanders fékk til liðs við sif{ þýzka fluf{- félafiið Deutsche Lufthansa, sem stofnað hafði verið árið 1927 eifiinlefia upp úr öðru flugfélagi sem hét Aero Lloyd að mifi minnir. Þetta þýzka flufifélafi sendi svo hinfíað eina fluf{vél af gerðinni JIJNKERS P13, sjóflufívél, sem flaufí hér um sumarið 1928. A þeim tíma voru að sjálfsöfíðu enfiir flufivellir á Islandi, Of{ varð því að notast við sjóflufívélar. Lent var á ýmsum stöðum á landinu, inni á fjörðum, o}{ éfí hald að þá hafi í fyrsta sinni verið lent í Vestmannaeyjum, en sjór er þar oft úfinn ofi mjöfi óhæfit um til lendinfíar. Auk þess voru svo flojiin „HRINGFLUG", sem voru afar vinsæl, en á þann hátt var hæfit að fíefa mörfium kost á að kynnást flufiinu fyrir tiltölulefta lítið fíjald. Hrinfiflufi í 12—15 mínútur held éfí að hafi kostað 20.00 krónur. Með flufivélinni komu þrír Þjóð- verjar, SIMON flufimaður, WIND vélamaður, of{ til þess að hafa umsjón með flufíinu var hér Hauptmann WALTER. Veðurstofa íslands undir stjórn dr. Þorkels Þorkelssonar var þá svo til ný- stofnuð ofi sá flufiinu fyrir nauð- synlefium veðurfrefínum. F'lufivélin tók 4 farþega sem sátu í klefa, þeir fremri í leðursætum, öfi þeir aftari á ieðurbekk. Flufi- tnaður o}{ vélamaður, sem þótti nauðsynlefit að flyfii með, sátu í opnum flunmannsklefa, klæddir flufíbúninfium, en kalt var oft, ofí áttu sumir flufimenn klofhá leður- stÍKvél sem að sjálfsöfíðu komu sér mjöfi vel. Voru þetta nokkurskonar „fieimfarar" þeirra tíma. Því miður reyndist flufivélin ekki allt of vel. Hún var af eldri fierð F13 flufivéla, ofí með allt of afllítinn hreyfil. Ég held að hann hafi verið af fierðinni BMW 4, eitthvað um 200 hestöfl. Hreyfillinn var vatnskældur og vildi oft sjóða á honum við flufitak í lofini. Sjóflufivélar eru mjöfi háðar veðri ofi vindi, ofi áttu oft erfitt með að taka sig á loft ef logn var. Einnifi voru þær vandræða- gripir ef einhver alda var, svo ég tali nú ekki um ef undiralda var. Eitt óhapp kom fyrir þetta sumar. Flugvélin, sem skýrð hafði verið SÚLAN, var að koma úr fyrstu flugferð til Akureyrar, með þá dr. Alexander og WALTER innanborðs, þegar hreyfilöxullinn brotnaði allt í einu, og hann ásamt loftskrúfunni þaut út í veður og vind. Flugvélin var þá stödd yfir Mýrunum ofarlega. Flugmaðurinn SIMON lenti flugvélinni þó örugg- lega á Akraósi, tókst lendingin vel eins og oft er sagt þegar verið er að vígja nýjan flugvöll nú. Flugmennirnir stukku síðan í land, eftir að dr. Alexander hafði snarað sér úr fötunum og synt með kaðal í land. Þarna er mikill straumur og hefði getað farið illa ef snarræði dr. Alexanders hefði ekki komið til. Flugmennirnir komust loks við illan leik að Ökrum, Flugvélin var síðan dregin til Reykjavíkur af hafnarbátnum í Reykjavík. Nýr hreyfill var settur í flugvélina og hún hóf flug á ný. Um sumarið var að frumkvæði dr. Alexanders í fyrsta sinn gáð að síld úr flugvél, hið fyrsta síldar- flug í heiminum. Síðar var svo lagt gjald á hvert mál síldar 0.10 aurar til þess að standast kostnaðinn við síldarleitina, en þá fengust ekki nema 4.50 kr. fyrir hvert mál síldar. Ekki veit ég hver kostnaðurinn við flugið varð þetta sumar, og ekki veit ég nákvæmlega hver greiddi hann, en sjálfsagt hefur Lufthansa borið hita og þunga þessara tilrauna. Flugvélin var svo send aftur til Þýzkalands, að afloknu þessu sumarflugi. Allt þetta var ákaflega „spenn- andi“, og litið var til þessara þýzku flugkappa sem hálfguða. Það hafði að vísu verið flogið 10 árum áður með Avro flugvélinni, en nú var hægt að fljúga út á- land, og tilraunin frá 1919 að mestu gleymd. Litið var á dr. Alexander sem einhverskonar „flugpabba" sem öllu gat komið í kring. Það var þá þegar farið að tala um að Islendingar færu utan að læra flug, og til þess að nema flugvél- virkjun. Eins og einn háðfuglinn orti því Alexander því ordna þarf að innfæddur fái slíkt starf". Að sjálfsögðu áleit dr. Alex- ander að áframhald yrði á fluginu næ*ta ár, og svo áfram. Því var það að einhverntíma • í ágúst—september 1928 birtist auglýsing frá samgöngumálaráðu- neytinu, þar sem boðinn var styrkur til flugnáms, og þrír styrkir til náms í flugvélvirkjun. Þetta voru býsna góðir styrkir t.d. var styrkurinn til flugnáms 8000.00 kr. sem var mikið fé í þá daga (gullkrónur), en styrkurinn til flugvirkjanáms var allmikiu lægri, enda gert ráð fyrir styttra námi. Flugmannsstyrkurinn var bund- inn því skilyrði að viðkomandi starfaði á Islandi að námi loknu, og eíns var með styrki flugvirkj- anna. Gert var ráð fyrir að sá er hlyti flugmannsstyrkinn yrði til- búinn að fljúga á Islandi um vorið 1930 (Alþingishátíðarárið), en flugvirkjarnir yrðu tilbúnir fyrir flugið um sumarið 1929. Ég sótti um flugmannsstyrkinn ásamt einum 25—30 öðrum, en margir er sóttu um styrkinn heltust úr lestinni vegna aldurs en aldurshámarkið var að ég held 22 ár. Ég hlaut styrkinn, og hélt utan þ. 3. okt. 1928 til Þýzkalands til flugnáms. Um sumarið 1928 hafði ég flogið í fyrsta sinni hringflug ásamt vinum mínum þeim Sverri Bern- höft og Friðþjófi sál. Johnson. Við áttum sumarbústað uppi við Elliðakot og einn sunnudagsmorg- un tókum við áhaldasjóð sumarbú- staðarins traustataki og flugum hringflug saman. Þetta varð að sjálfsögðu kveikjan að flugáhuga mínum, en ég var orðinn ákaflega spenntur fyrir allri „mekanik", bifreiðum o.þ.h. Þetta flug er mér ákaflega minnisstætt. Simon flug- maður hristi okkur til í flugvél- inni, tók dýfur svo við losnuðum við sætin, sem okkur þótti að sjálfsögðu mjög gaman. í Þýzkalandi dvaldi ég síðan þar til um vorið 1930. Ég hitti dr. Alexander í Berlin um haustið 1929, en um sumarið hafði Luft- hansa sent til íslands tvær flug- vélar af gerðinni JUNKERS F13, og flugu þær til ýmissa staða á landinu um sumarið. Vélamenn- irnir, sem valdir höfðu verið um haustið 1928, voru nú komnir heim, höfðu lokið námi hjá Luft- hansa í Staaken við Berlin, en þeir voru: Gunnar núverandi forstjóri og eigandi fvrirtækisins STÁL- HÚSGÖGN, ' Björn sál. Olsen félagi hans og meðeigandi að Stálhúsgögnum, og Jóhann Þor- láksson sál., sem seinna byggði fyrsta diesel hreyfil sem byggður var á Islandi. Hann starfaði þó aðeins um sumarið 1929 hjá flugfélaginu en snéri sér síðan að sinni f.vrri iðn. Með flugvélunum komu auk WALTERS þeir SIMON flug- maður aftur, NEUMANN flug- maður og vélamaður að nafni CHRISTIANSEN. Tildrögin að því að ég sótti um þennan st.vrk voru þau, að ég var um þessar mundir sendisveinn í Islandsbanka, en fannst ekki mikil framtíð í því að gerast bankamað- ur. „Mekanikkin" átti hug minn allan. Gunnar Jónasson var að hugsa um að setja upp reiðhjóla- verkstæði, en Björn starfaði hjá vélaverkstæði sem hét STEÐJI og er til enn. Þegar flugvélin kom 1928 var hún sett saman á Ellingsplaninu sem svo vr kallað, beint upp af Steinbryggjunni. Þar hjá var vélaverkstæðið STEÐJI. Því var það að leitað var oft til þeirra í Steðja um ýmsa aðstoð við samsetningu flugvélarinnar og viðgerðir og kynntust þeir Gunnar og Björn Þjóðverjunum. Sóttu síðan um styrkinn ásamt Jóhanni Þorkelssyni, og héldu utan haustið 1928 eins og áður segir. Eins og fyrr segir hitti ég dr. Alexander í Berlín haustið 1929, var hann í algerri óvissu um flugið 1930, og mjög dauft í honum hljóðið. Ég hélt að sjálfsögðu áfram námi mínu, og kom heim í maímánuði 1930 nokkrum vikum fyrir Alþingishátíðina. Dr. Alexander var þá búinn að útvega tvær flugvélar frá Luft- hansa, aðra af gerðinni JUNKERS F13 og var hún notuð, en hina af gerðinni JUNKERS W33, sem var ný frá Junkersverksmiðjunum. F13 flugvélin kom á undan hinni og um leið komu þeir Neumann flugmaður og Walter sem átti að stjórna fluginu eins og hin árin. Ég átti svo að fljúga hinni flugvélinni, í stað Simons. Við Neumann flugum svo saman nokkurn tíma, og var það afar góð æfing fyrir mig, þar til W33 flugvélin kom og hann tók við henni. Ég fór svo mitt fyrsta flug á íslandi annan Alþingishátíðar- daginn til Þingvalla, fjórar ferðir. Daginn eftir flaug ég alls 7 ferðir til Þingvalla. Walter hinn þýzki stjórnaði fluginu, og þegar ég tók við F13 flugvélinni vildi hann að ég flygi nokkrar ferðir fyrst, áður en ég fl.vgi með farþega. Við Gunnar og Björn vorum uppi á skrifstofu flugfélagsins, þegar Walter allt í einu sagði: „nú er bezt að þér fljúgið Jónsson, hver vill fljúga með honurn?" Gunnar og Björn litu hvor á annan, þar til Gunnar sagði, „ég skal fljúga". Þetta þótti mér ákaflega vænt um, því við Gunnar erum Eyrbekkingar, og þannig atvikaðist það, að tveir Eyrbekkingar mynduðu fyrstu íslenzku flugáhöfnina. Walter stóð svo á hafnarhausnum, keðjureykti og fylgdist með öllu saman. Um sumarið var reynt að halda uppi reglubundnum flugferðum til hinna ýmsu byggðarlaga, að mig minnir 4 ferðir í viku til Akureyr- ar, tvær til ísafjarðar, og reynt var að halda uppi flugferðum til Austfjarða, um Akureyri. Senni- lega höfum við verið of bjartsýnir og reynt að teygja flugið um of um allt landið. Dr. Alexander hét á ýms bæjarfélög að koma á flug- ferðum til þeirra ef þau leggðu fram eitthvert hlutafé til félags- ins. Við flugum um sumarið 1930 austur á fjörðu, og reyndum að vekja áhuga hjá bæjarfélögunum þar á að láta eitthvert hlutafé af hendi rakna til félagsins. Kom það f.vrir að dr. Alexander hélt fund með helmingi bæjarátjórnarinnar á meðan ég flaug með hinn í hringflug yfir bæinn. Var síðan skipt um menn og flogið með hinn hópinn, á meðan dr. Alexander fullvissaði hinn helming bæjar- stjórnarinnar um ágæti flugsam- gangnanna. Þetta lékum við t.d. á Norðfirði og Seyðisfirði. Ekki kom nú samt mikið út úr þessu. Ég held að bæjarfélögin hafi sett svo sem 2—300 krónur í hlutafé félagsins, meira var það nú ekki. Smá óhapp kom fyrir um sumarið 1930 hjá mér. Ég lenti á Ólafsfirði, en þar var nokkur undiralda. Flotholtin sem voru af gamalli gerð, og auk þess gömul, brotnuðu í lendingunni, en ekkert slys varð. Flugvélin var síðan dregin til Akureyrar, og send með skipi til Reykjavíkur þar sem viðgerð fór fram. Neumann varð fyrir því óhappi að stífurnar sem héldu flotholtunum við búk flug- vélarinnar biluðu en ekkert slys varð af þessu. Þetta var í hring- flugi á ytri höfninni í Reykjavík. Um sumarið 1930 kom heim Björn Eiríksson sem lært hafði að fljúga í Bandaríkjunum. Hann fór svo utan til Danmerkur og lærði að fljúga sjóflugvélum hjá danska flotanum. Hann kom heim um vorið 1931. Við Björn flugum saman um vorið og átti hann að taka við Veiðibjöllunni en ég Súlunni, eftir vetrarviðgerð. Annars var þetta flug hjá okkur Þeir þrír sem eftir eru af flugliöum Flugfélags íslands nr. 2, frá v.: Björn Eiríksson flugmaður, Sigurður Jónsson flugmaöur og Gunnar Jónasson vélamaður. Myndina af dr. Alexander Jóhannessyni teiknaöi Siguröur Jónsson, og hangir hún í flugstööinni á Sauöárkróki. „Sendisveinn“ Flugfélagsins 1928 var Skúli Halldórsson tónskáld sem enn er á lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.