Morgunblaðið - 03.09.1978, Page 23

Morgunblaðið - 03.09.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 55 Sovét: Rokk og diskótek í háveg- um höfð Moskva. — 1. sept. — Reuter. DISKÓTEK og rokktónlist að vestrænum hætti eiga nú miklum vinsældum að fagna meðal so- vézkrar æsku og diskótek skjóta víða upp kollinum þar eystra. Þannig munu nú vera starfrækt Simsa fékk átta mánuði Vínarborg, 2. september. Reuter. TÉKKNESKI mótmælendaprest- urinn Jan Simsa hlaut fyrir skömmu átta mánaða fangelsis- dóm fyrir að lumbra á lögreglu- þjóni, en dómurinn var kveðinn upp í dag í heimabæ hans Brno í Tékkóslóvakíu, að því er áreiðanlegar heimildir hermdu hér í dag. Simsa var handtekinn fyrir þremur mánuðum þegar lögregla efndi til hreinsunaraðgerða gagn- vart andófsmönnum í Brno vegna komu Leonid Brezhnevs til Tékkóslóvakíu. Það var við húsleit að hann lenti í stympingum við lögreglumenn, en honum þótti þeir einum of aðgangsharðir og koma fram af ruddaskap við eiginkonu sína. Simsa er sagður við slæma heilsu. Hann var einn þeirra sem á sínum tíma rituðu undir mann- réttindayfirlýsingu ‘77. 16 diskótek í höfuðborg Ukraníu, Kíev, og í borginni Odessa við Svartahaf eru sögð 10 diskótek, samkvæmt heimildum í blaði ungkommúnista, sem Pravda gef- ur út. I Moskvu eru fjórir stórir skemmtistaðir, þar sem vestræn popptónlist ræður ríkjum og unglingar klæddir samkvæmt gallabuxnatízku Vesturlanda standa í röðum fyrir utan og kaupa sig inn á fjóra dollara og fá að auki vodka og kampavín. Þótt að tónlistin og tízkan séu að vestrænum hætti svífa þó prúð- búnir þjónar um sali og veita beina og bjóða gestum sínum innvirðulega góða nótt klukkan 10 að kveldi. Pólitískum föng- um á Kúbu veitt brottfararleyfi Washington. — 31. ágúst. — AP STJÓRN Fidel Castrós hefur veitt 48 pólitískum föngum á Kúbu heimild til að sækja um landvist- arleyfi í Bandaríkjunum á næst- unni og bandarísk yfirvöld munu ákveða innan tíðar hvaða föngum muni verða veitt slíkt leyfi, að því er tilkynnt var í bandaríska dómsmálaráðuneytinu í dag. + Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns VALDIMARS TÓMASSONAR frá Vík. Sigríður Olafsdóttir og aðstandendur. t Þökkum sýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur og afa, EYSTEINS BJÖRNSSONAR. Jóhanna Malmquist Hilmar Eysteinsson Eysteinn Hilmarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar. JÓHÖNNU G. GÍSLADÓTTUR, Yrsufelli 15. Brynhildur Sigurðardóttir, Kristín Siguröardóttir, Kolbrún Sigurðardóttir, Sigbrúður Sigurðardóttir, Elsa Sigurðardóttir, Oddur Sigurðsson, Guðbjartur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson. + Flytjum innilegar þakkir frændfólki og vinum vináttu og samúö vegna andláts nær og fjær fyrir auösýnda GUÐJÓNS ÓLAFSJÓNSSONAR tréymiðs, Skaftahlíð 25. Sérstakar þakkir skulu fluttar læknum og starfsfólki Landspítalans deild 3 D fyrir frábæra umönnun og góövild viö þann látna í veikindum hans. Guö blessi ykkur öll. Guörún Jónsdóttír, Guðfinna Guðjónsdóttir Karl Jónsson Guðmundur Guðjónsson Kristín Bjarnadóttir Markús H. Guðjónsson Sigurlína Friðriksdóttir Kristbergur Guðjónsson Valgerður Ármannsdóttir Ásta H. Guöjónsdóttir Björn Guðmundsson. Dregið niður i vélhjólaköppum Brussel — 2. september — AP. YFIRVÖLD í Belgíu hafa nú í hyggju að setja í gildi reglugerð, sem heimilar belgísku lögregl- unni að sekta erlenda vélhjóla- kappa á staðnum fyrir of hraðan akstur. en það hefur mjög færzt í vöxt, að erlendir vélhjólamenn virði að vettugi hámarkshraða á þjóðvegum þar, sem er 120 km á klst. Samgönguráðuneytið segir þessa ákvörðun til komna vegna kvartana belgískra vélhjólaeig- enda, sem veitt hafa hraðabrotum erlendra vélhjólamanna á þjóðveg- um eftirtekt. Lægsta sekt er 15 dollarar, en sektir verða endur- greiddar ef í ljós kemur, að ekki hefur verið farið yfir leyfileg hraðamörk. Móöir okkar, + RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Urðarstíg 14, lézt föstudaginn 1. september. _ _. , Siguröur Gislason Tryggvi Gíslason Sigrún Gísladóttir Ester Gísladóttir Þorkéll Gíslason. + Útför JÓNÍNU INGIBJARGAR EGGERTSDÓTTUR Hverfisgötu 4, Hafnarfirði sem lézt 26. ágúst fer fram mánudaginn 4. september kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi. Fyrir hönd ættingja, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson. t Útför móöur okkar og tengdamóöur MARGRÉTAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Hjallalandi, Álftamýri 50, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 5. sept. n.k. kl. 13.30. Þóra Þorleifsdóttir Hörður Þorleifsson Laufey Þorleifsdóttir Nanna Þorleifsdóttir Guðlaug Þorleifsdóttir Leifur Þorleifsson Helgi Jóhannesson Hulda Tryggvadóttir Albert Þorbjörnsson Helgi Ingvar Guðmundsson Óskar V. Friðriksson Marta Pálsdóttir. Allt til skólans Þú þarft ekki að leita víðar EYflUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 Ritföngin Námsbækumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.