Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 Millilandafargjöld hækkaum 20 próænt Kaupmannahafnarflug kostar nú 133.600 FLUGFARGJÖLD milli íslands «K annarra landa hafa hækkaft um rösklega 20%. 17.65% stafa af gengislækkuninni og þar við ha-tist gengissig frá 10. febrúar 8.1., en að sögn Sveins Sæmunds- sonar hlaðafulltrúa Flugleiða þá er reynt að leiðrétta það gengis- sig sem er á hverjum tíma af og til. Sem dæmi um þær verðbreyt- Síldarverð í yfirnefnd VERÐÁKVÓRÐUN á síld hefur undanfarnar vikur verið til með- ferðar hjá Verðlagsráði sjávarút- vegsins, og hélt ráðið alls fjóra fundi um málið. Þegar ljóst var að ekki myndi takast samkomulag um síldarverð var ákveðið að vísa ingar, sem nú verða á farmiöum með flugvélum, má nefna, að venjulegt fargjald til New York kostar 65 þús. kr. og sérfargjald, 21 dagur fram og aftur 112,400 kr. Eftir 15. september verður breyt- ing á fargjöldum á þessari leið óg kostar farmiði fram og aftur þá kr. 91.600. Venjulegt fargjald til Kaup- mannahafnar kostar nú 66.800 kr. og 133.800 fram og aftur en var 55.500. Sérfargjald fram og aftur, kostar nú 90.400 kr. en áður kr. 75.100. Venjulegt fargjald til London kostar nú 59.000, og 118 þús. kr. fram og aftur og sérfargjald kr. 76.900. Til Luxemborgar kostar nú venjulegt fargjald kr. 71.100 og 142.200 fram og aftur og sérfar- gjald fram og til baka kostar kr. 94.900. Ljósni. Mhl. Emilía. Ríkisstjórnin hélt fjóra fundi í gær með hagsmunasamtökum launþega «g var þessi mynd tekin í upphafi fyrsta fundarins. en þar sjást t.v. Svavar Gestsson. viðskiptaráðherra. Kjartan Jóhannsson. sjávarútvegsráðherra. Snorri Jónsson. framkvæmdastjóri ASÍ. Einar Ólafsson frá BSRB, Tómas Arnason. fjármálaráðherra. og Ásmundur Stefánsson. hagfræðingur ASÍ. en auk þess sátu fundinn Haraldur Steinþórsson. framkvæmdastjóri BSRB. og Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar. málinu til yfirnefndar Verðlags- Táðsins. Var fyrsti fundurinn í yfirnefnd haldinn í gær, án þess að samkomulag um síldarverð tækist. Siglfirðingar sigurvegarar BÆJARKEPPNI í bridge milli Akureyrar og Siglufjarðar var háð um helgina í Siglufirði og spiluðu 5 sveitir. Slík bæjarkeppni hefur verið háð árlega síðan 1973 og sigruðu Siglfirðingar í fyrsta skipti að þessu sinni með 603 stig gegn 597. Þorskafli hefur dregist saman á árinu þrátt fyrir aukna sókn 90% aflans úr hrotunni í júlí ókynþroska ÞORSKAFLI íslendinga fyrstu sjö mánuði ársins varð heldur minni að þessu sinni heldur en á sama tíma í fyrra. Gerist þetta þrátt fyrir að skuttogurum hafi fjölgað um 12 á þessu tímabili og Erlendur gjaldeyrir haekkaði um aSt að 23,4% SEÐLABANKINN hóf gengis- skráningu í gær. en þá hafði gengi íslenzkrar krónu ekki verið skráð síðan 25. ágúst. Gengi dollarsins reyndist eftir gengisfellingu ríkis- stjórnarinnar 17.67% hærra en við síðustu skráningu. Minnst var hækkun Kanadadollars eða 16,34%, cn mest hækkun svissneskra franka 23,37%. Ekki hafði í gær verið tekin ákvörðun um gengi á ferðamanna- gjaldeyri, en líkur bentu til að niðurstaðan yrði að hann yrði seldur með 10% álagi á gengisskráninguna. Dollarinn kostaði í gær 306,40 krónur, sterlingspund 594,60 og hafði hækkað um 18,8%, 100 danskar krónur kostuðu 5619,40 krónur og höfðu hækkað um 20,42%, 100 norsk- ar krónur kostuðu 5873,10 krónur og höfðu hækkað um 19,23%, 100 sænsk- ar krónur kostuðu 6934,50 og höfðu hækkað um 19,0%, 100 finnsk mörk kostuðu 7533,80 og höfðu hækkað um 19,37%, 100 franskir frankar kostuðu 7057,90 krónur og höfðu hækkað um 19,31%, 100 belgískir frankar kostuðu 982.70 og höfðu hækkað um 19,37%, 100 svissneskir frankar kostuðu 19054.70 og höfðu hækkað um 23,37%, 100 gyllini kostuðu 14272,75 krónur og höfðu hækkað um 19,67%, 100 vest- ur-þýzk mörk kostuðu 15478,65 og höfðu hækkað um 19,86%, 100 lírur kostuðu 36,88 og höfðu hækkað um 19,51%, 100 austurrískir schillingar kostuðu 2143,40 krónur og höfðu hækkað um 19,56%, 100 escudos kostuðu 674,50 og höfðu hækkað um 18,50%, 100 pesetar kostuðu 416,90 krónur og höfðu hækkað um 18,91% og 100 japönsk yen kostuðu 161,33 og höfðu hækkað um 19,33%. Miðað við gengisskráningu frá 22. júní 1977, er sólstöðusamningarnir svokölluðu voru undirritaðir var fall krónunnar gagnvart Bandaríkjadoll- ar orðið 57,29%, gagnvart sterlings- pundi 77,5%, gagnvart danskri krónu 84,25%, norskri krónu 60,0% og sænskri krónu 57,86%. hátafjöldinn er svipaður. Hefur því afli á sóknareiningu minnkað nokkuð frá sfðasta ári, ef miðað er við sókn í þorskinn. Fyrstu sjö mánuði ársins 1977 varð þorsk- aflinn 236,7 þús. lestir, en að þessu sinni 234,2 þús. lestir skv. bráðabirgðatölum Fiskifélags ís- lands. Þorskaflinn í júlímánuði s.l., sem er það sem af er mesti aflamánuður þessa árs, var 36 þús. lestir en í sama mánuði í fyrra varð aflinn 30 þús. lestir og er því aukningin í þessum mánuði tæp- lega 20%. Sigfús Sehopka fiskifræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að annar hver þorskur, sem hefði fengist í aflahrotunni miklu í júlímánuði s.l. hefði verið af stóra árganginum frá 1973 og það hefði verið sama hvort sýni hefðu verið tekin við Vestfirði, Norðurland, Austfirði eða Suðurland. Þá sagði Sigfús, að 90% af þessum fiski hefði verið ókyn- Ragnar Arnalds: Sigurður E. Guðmundsson: Gafenginloforð i 4 «Heit Ragnars , um efnahagsmál 'jréð úrslitum „ÉG hef engin slík loforð gefið,“ sagði Ragnar Arnalds, menntamála- og samgönguráð- herra. er Mbl. spurði hann í gær. hvort hann hefði fyrir hönd Alþýðubandalagsins gefið AlþýðufJokknum eitthvcrt lof- orð varðandi fyrirvara hans í efnahagsmálunum fyrir fundL flokkanna i' siðustu viku. þar sem stjórnarsamstarfið var samþykkt. „Þessum stjórnar- myndunaniðræðum lauk með gerð samstarfsyfirlýsingarinn- ar,“ sagði liagnar, „en að öðru leyti munum við gera út um frckari lausn efnahagsmálanna á ríkisstjórnarfundum og með samningum milli þingflokk- anna.“ Ragnar sagði, að margar hugmyndir hefðu verið ræddar í sambandi við efnahagsmálin 1979. „Ég held að stjórnarmynd- unin hafi meðal annars tekizt vegna þess að menn sáu ekki fram á stórfelldan ágreining á ferðinni milli flokkanna varðandi þessi mál á næsta ári,“ sagði Ragnar. Ragnar kvaðst ekki vilja fara nánar út í efnahagsmálin á þessu stigi, en svaraði spurningu Mbl. um það hvernig tal þingmanna Alþýðuflokksins um einhver ákveðin loforð í sambandi við þau væri til komið á þessa leið: „Þetta er einhver misskilningur innan Alþýðu- flokksins, sem ég tel fyrir mína parta ekki ástæðu til að gera veður út af.“ í grein í Dagblaðinu í gær segir Sigurður E. Guðmundsson flokksstjórnarmaður í Alþýðu- flokknum m.a.: „Þegar þingflokkur og flokks- stjórn Alþýðuflokksins komu saman til funda sinna síðdegis sl. miðvikudag og á miðvikudags- kvöld mátti ekki milli sjá hvort fyrir hendi væri meirihluti fyrir aðild flokksins að hinni nýju ríkisstjórn. Þrennt olli þó mestu um að hann fékkst. í fyrsta lagi vildu menn ekki að flokkurinn bæri ábyrgð á því að frystihúsin stöðvuðust og almennt atvinnu- leysi skapaðist 1. september. I öðru lagi var hin nýja stefnumörk- un væntanlegrar ríkisstjórnar eini raunhæfi grundvöllurinn fyrir ríkisstjórn, sem starfaði í sem mestu samræmi við úrslit þing- kosninganna. I þriðja lagi höfðu þeir Kjartan Jóhannsson (sjávar- útvegsráðherra) og Karl Steinar Guðnason (alþingismaður) hitt Ragnar Arnalds, formann þing- flokks Alþýðubandalagsins, að máli áður en fundirnir hófust og bent honum á hvílík tvísýna væri á því, að Alþýðuflokkurinn sam- þykkti aðildina ef flokkur hans væri ekki fáanlegur til þess að taka efnahagsvandann traustari tökum í anda Alþýðuflokksins. Ragnar hét þeim félögum því, að ráðherrar flokks hans myndu samþykkja þar að lútandi bókun á einum fyrsta fundi hinnar væntanlegu stjórnar og skyldi hún teljast viðbót við málefnayfir- lýsinguna. Fullyrða má, að þetta heit Ragnars réði úrslitum um það, að margir flokksstjórnar- menn og þingmenn Alþýðuflokks- ins ákváðu að styðja stjórnar- aðildina. Þrátt fyrir orð Lúðvíks Jósefssonar um annað síðustu daga munujjessir aðilar treysta því, að Alþýðubandalagsráð- herrarnir láti ekki enn sem fyrr gamla manninn segja sér fyrir verkum heldur þvert á móti fara sínu fram og standa við orð sín. Ella mun illa fára.“ þroska. Sagði hann ennfremur, að þessar niðurstöður hefðu engan veginn komið á óvart, því að fiskifræðingar hefðu spáð 350 þús. tonna þorskafla á þessu ári, ef ekki yrði dregið úr sókninni, það hefði ekki verið gert og sóknin aukist frekar en hitt. 11 Víðishúsið: Spurning hvort það er reynandi að losna við húsið” „ÞAÐ er búið að ganga frá þessu máli, undirrita alla papp- íra og húsið hefur verið afhent. Nú standa menn frammi fyrir því, hvort hefja eigi innrétting- ar og viðgerð á hússkrokknum og stefna áfram að því að menntamálaráðuneytið flytji þarna inn eftir tvö ár, eða þá reyna að losa sig við húsið, sem mér skilst að sé engan veginn auðvelt," sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra er Mbl. spurði hann í gær hvað hann hygðist með Víðishúsið. „Ég taldi kaupin óskynsam- leg,“ sagði Ragnar. „En þau fóru fram og því verður ekki breytt héðan af.“ Vaxtaút- reikningar bíða efna- hagsaðgerða „ÞAÐ ER ekki við því að búast í þessari viku að nýir vaxtaútreikn- ingar liggi fyrir,“ sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri er Mbl. spurði hann um þetta mál í gær. „Þetta bíður frekari athugunar þar til efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar liggja fyrir," sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.