Morgunblaðið - 07.09.1978, Side 36

Morgunblaðið - 07.09.1978, Side 36
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978 Ungi maðurinn úrskurðaður í 90 daga gæzlu UNGI maöurinn, sem varð unKri stúlku aö bana í Flateyri í fyrra- dag, hefur verið fluttur suður til Reykjavíkur. þar sem yfirheyrslum er haldið áfram. Hann hefur verið úrskurðaður í 90 daga gaízluvarð- hald auk þess sem honum er gert að sæta rannsókn á geðheilbrigði sínu og sakhæfi. Hann hefur þegar viðurkennt að hafa orðið vinstúlku sinni að bana eftir að þeim hafði orðið sundurorða og komið hafði til átaka þeirra á milli, en rannsóknar- lögrcglan hefur ekki viljað greina nánar frá því með hvaða hætti pilturinn banaði stúlkunni. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur birt eftirfarandi fréttatilkynningu um atburð þennan, sem Mbl. greindi frá í gær: „Nokkru fyrir hádegi þriðjudaginn 5. þessa mánaðar gaf 19 ára Reykvíkingur, Þórarirtn Einarsson, Gyðufelli 12, sig fram við hreppstjórann á Flateyri við Önundarfjörð og kvaðst hafa orðið þá skömmu áður vinstúlku sinni, Sigurbjörgu Katrínu Ingvadóttur, 18 ára, einnig frá Reykjavík, að bana. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf þegar rannsókn þessa máls, og hefur Þórarinn viðurkennt við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni og saka- dómi Isafjarðar að hafa orðið Sigurbjörgu Katrínu að bana um- ræddan morgun í verbúð á Flateyri eftir deilur þeirra á milli og einhver átök. Rannsókn þessa máls er á frumstigi og hefur Þórarni verið gert að sæta gæzluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins í allt að 90 daga, auk þess sem honum er gert að sæta rannsókn á geðheilbrigði sínu og sakhæfi." Rannsóknarlögreglumennirnir Grétar Sæmundsson og Ragnar Vignir, yfirmaður tæknideildar, voru sendir vestur til að annast fyrstu rannsókn málsins og síðar kom Sigurbjörn Víðir til liðs við þá. Þeir Grétar og Sigurbjörn voru enn fyrir vestan í gær að Ijúka vettvangsrann- sókn á Flateyri, en yfirheyrslum var haldið áfram í Reykjavík og hefur Arnar Guðmundsson, deildarstjóri, yfirumsjón með rannsókn málsins nú ásamt, Hallvarði Einvarðssyni, rannsóknarlögreglustjóra. Frystihús í Eyjum aftur í gaug IIRAÐFRYSTIHÚSIN þrjú í Vestmannaeyjum, sem hættu starfsemi sinni fyrir fimm vikum, hafa nú ákveðið að hefja starf- rækslu á ný. Vinnslustöðin hóf starfsemi sína í gær en í dag verður byrjað að vinna í Fiskiðj- unni og gert er ráð fyrir að Eyjaberg byrji á næstu dögum. Skuttogarinn Sindri kom í fyrra- dag til Eyja með 100 tonn og var aflinn að langmestum hluta þorskur og byrja frystihúsin að vinna úr afla Sindra. Alls eru það 300 manns, sem vinna í Fiskiðj- unni og Vinnslustöðinni. Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra, hefur rætt við fulltrúa frystihúseigenda á Suð-Vesturlandi — þ.e. á Suður- nesjum og Vestmannaeyjum — og hafa forráðamenn frystihúsanna í Eyjum eins og fyrr sagði ákveðið að hefja starfrækslu húsa sinna á ný en Suðurnesjamenn eru enn að athuga, hvort þeir hefji starf- rækslu þeirra frystihúsa, sem lokað var. Flugleiðir: SlS-tyrirtæki kaupa 25 miJlj. kr. hlutabréf ÞRJÚ Sambandsfyrirtæki, Olíu- félagið h.f., Reginn h.f. og Olíu- stöðin í Hvalfirði h.f„ hafa nýverið keypt hlutabréf í Flug- leiðum h.f. fyrir 25 milljónir króna. Var gengið frá þessum kaupum um ieið og Flugleiðir keyptu meirihluta hlutafjár Arnarflugs en fyrrnefnd Sam- Smokkfískur dreifir síld undir Jökli ÓLAFSVÍK 6. september. Lítil sem engin síldveiði var í nótt undir Jökli. Mb. Matthildur landaði 30 tunnum en aðrir höfðu ekkert. Að sögn sjó- manna er smokkfiskur á mið- unum og spillir fyrir veiði með því að dreifa síldinni. — Helgi. bandsfyrirtæki seldu þá Flug- leiðum h.f. 25 milijón króna hlutabréf, sem þau áttu í Arnar- flugi en fengu í staðinn hlutabréf að upphæð 25 milljónir króna í Flugleiðum. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra hjá Flugleiðum h.f., eru þessi hlutabréf, sem Sambands- fyrirtækin þrjú fá, hluti þeirra 370 milljón króna hlutafjáraukningar sem síðasti aðalfundur Flugleiða h.f. samþykkti. Er að sögn Sig- urðar nú samtals búið að selja af þeirri upphæð hlutabréf fyrir um 100 milljónir en auk 25 milljón- anna, sem Sambandsfyrirtækin keyptu, hafa margir starfsmenn Flugleiða keypt hlutabréf og taldi Sigurður að heildarupphæð þeirra hlutabréfa væri á milli 30 og 40 milljonir en einnig hafa margir eldri hluthafar notfært sér for- kaupsrétt sinn á hinum nýju hlutabréfum. Samtals er hlutafé Flugleiða h.f. nú 2,9 milljarðar króna. Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu sést hér eiga í höggi við pólska markvörðinn í landsleik Islendinga og Pólverja á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Sjá nánar um leikinn á íþróttasíðum 34 og 35. Ráðst afánimar vart fyrir helgi Fundir með launþegasamtökum í gær og vinnuveitendum í dag RÍKISSTJÓRNIN átti í gærdag frekari meðferðar innan ríkis- fundi með fulltrúum hinna ýmsu stjórnarinnar með tilliti til þeirra launþegasamtaka, þar sem kynnt var frekari útfærsla á hugmyndum ríkisstjórnarinnar í launa- og kjaramálum. Að sögn Kjartans Jóhannssonar, sjávarútvegsráð- herra, var hér fyrst og fremst um samráðsfundi að ræða og niðurstöð- ur þeirra verða síðan teknar til Kjarasamningar ISALs: Sömu launahlutföll gildi og 1. marz 1977 NÝLEGA undirrituðu stéttarfélögin. sem eru umbjóðendur starfsmanna íslcnzka álfélagsins h.f., samning við félagið um launakjör starfsfólksins í álverinu í Straumsvík. Kjarni samkomulagsins er sá, að frá 27. ágúst 1978 skuli sömu launahlutföll gilda innan fyrirtækisins og giltu hinn 1. marz 1977, þrátt fyrir að umsamið vísitölukerfi gerði ráð fyrir nokkrum samdrætti launabila fyrstu mánuði samningstímans. I samkomulaginu segir, að í lögunum frá 17. febrúar hafi verið kveðið á um greiðslu verðlagsbóta, þannig að kjör starfsmannanna skertust nokkuð. Hafa ákvæði laganna valdið vaxandi samdrætti launabila hjá ísal og segir í samkomulaginu að skerðingin sé meiri en samningsaðilar telji eðlilegt miðað við þá uppbyggingu launakerfis, sem átt hefur sér stað í ÍSAL allt frá árinu 1969. Því voru aðilar sammála um að færa launahlutföll hjá ÍSAL miðað við 27. ágúst 1978 í það horf, sem gilti 1. marz 1977 miðað við núgildandi byrjunarlaun í öðrum launaflokki. Samkomulagið gildir jafn lengi og núgildandi kjarasamningar. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið hefur, voru byrjun- arlaun í 9. launaflokki ISALS 214.589 krónur, en verða við þetta samkomulag 231.347 krónur. Launahækkunin vegna þessarar leiðréttingar í 9. flokki er því 7,8%. bráðabirgðaráðstafana í efnahags- málum, sem í vændum eru. Kjartan kvað töluverða vinnu eftir áður en þær iægju fyrir og kvaðst naumast gera ráð fyrir að bráðabirgðaráð- stafanirnar kæmu opinberlega fram fyrr en eftir næstu helgi. Af hálfu ríkisstjórnarinnar tóku þátt í fundunum í gær þeir Tómas Arnason, fjármálaráðherra, Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, og Kjartan Jóhannsson. Áttu þeir fyrst fund með fulltrúum Alþýðusam- bandsins og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, síðan var fundur með fulltrúum sjómanna, þá með fulltrú- um Bandalags háskólamanna, og Sambands ísl. bankamanna og loks var rættt við fulltrúa bænda. Af því er Kjartan Jóhannsson tjáði Mbl. í gær er í dag fyrirhugaður fundur með fulltrúum vinnuveitenda. í samtali við Mbl. í gær sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, að fátt nýtt hefði komið fram í þessum viðræð- um, hér hefði fyrst og fremst verið um kynningu að ræða á fyrirhuguð- um aðgerðiMn vegna bráðabirgðalaga og leitað samráðs við launþegasam- tökin, en hann sagði að síðan mætti búast við að reynt yrði að samræma hin ýmsu sjónarmið sem fram hefðu komið. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði að engar mótaðar tillögur hefðu verið lagðar fram um fiskverðið á fundinum í gær heldur hefðu verið lagðar ýmsar spurningar fyrir þá fulltrúa sjó- mannasamtakanna, sem leitast hefði verið við að svara eítir beztu getu. Staðan versnaði í ágúst „STAÐA viðskiptabankanna við Seðlabankann versnaði allmikið í ágústmánuði, en ég hef ekki cndanlegar tölur þar að lút- andi,“ sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri í samtali við Mbl. í gær. Jóhannes sagði að alltaf yrði mikil breyting á stöðunni á síðustu dögum hvers mánaðar, m.a. vegna mikilla greiðslna í ríkissjóð, þar sem söluskatts- greiðslurnar vægju þyngst á metunum. Hins vegar væri Ijóst að breytingin í lok ágúst hefði verið óvenju mikil til hins verra. Mánaðamótin voru viðmiðunar- tími varðandi útlán bankanna og útlánaþak ársins en Jóhannes kvaðst ekki á þessu stigi geta sagt til um stöðuna í þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.