Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 19 Jón G. Tómasson var kjörinn formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og tekur við af Páli Líndal, sem hcfur átt sæti í stjórn í 15 ár. þar af 13 sem formaður. Jón G. Tómasson formaður Sambands sveitarfélaga LANDSÞINGI Sambands íslenzkra sveitarfélaga lauk í gær með kosningu formanns og annarra stjórnarmanna. Var Jón G. Tómasson skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar einróma kjör- inn formaður samtakanna. Stjórnarmönnum hafði fyrr á þinginu verið fjölgað úr 7 í 9 og voru kosnir í stjórn auk for- manns Sigurjón Pétursson, Reykjavík. Sigurgeir Sigurðsson, Reykjaneskjördæmi, Alexander Stefánsson af Vesturlandi, Guð- mundur B. Jónsson af Vestfjörð- um, Jóhann G. Möller úr Norður- landskjördæmi vestra, Helgi M. Bergs úr Norðurlandskjördæmi vestra, Logi Kristjánsson af Austf jörðum og Ölvir Karlsson af Suðurlandi. Formaður kjörnefndar, Olafur G. Einarsson alþingismaður, gerði, er hann lagði fram tillögur kjörnefndar, grein fyrir þeirri óæskilegu þróun sem væri að verða og eftir hefði verið farið að landshlutarnir vildu velja sér sína menn í stjórnina, en landsþing réði þar af leiðandi ekki stjórnar- kjöri. Þessi mikli þrýstingur landshlutanna án tillits til annars, gæti orðið til þess að í stjórn yrðu eintómir framsóknarmenn, sjálf- stæðismenn o.s.frv. Varaði hann við því. Það kom raunar á daginn við fyrstu tillögu kjörnefndar að Alþýðuflokksmenn voru óánægðir með að eiga þar engan fulltrúa, sem varð til þess að þeir gerðu tillögu um Olaf Björnsson bæjar- fulltrúa í Keflavík í stað Sigur- geirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi Og Keflvíkingar gerðu tillögu um Ólaf í stað Sigurjóns Péturssonar, borgarfull- trúa úr Reykjavík. Settist kjör- nefnd aftur á rökstóla og náðist samkomulag um að skipta um Siglfirðinga í stjórninni, fá Jóhann G. Möller í stað Bjarna Þórs Jónssonar, en tillögurnar um Ólaf voru dregnar til baka. Þrír menn, sem lengi hafa setið í stjórn, voru nú ekki kjörgengnir, þar sem þeir hafa látið af störfum í sveitarstjórnum: Páll Líndal, sem verið hefur formaður sambandsins í 13 ár, Ólafur G. Einarsson, sem verið hefur varaformaður í 11 ár og Bjarni Einarsson, og voru þeim þökkuð mikil og góð störf. Varamenn í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga voru kjörnir Björgvin Guðmundsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Eiríkur Alex- andersson, Árni Emilsson, Guðmundur H. Ingólfsson, Jóhannes Björnsson, Freyr Ófeigs- son, Sigurður Hjaltason og Jón Eiríksson. Kosnir voru menn í fulltrúaráð sambandsins úr öllum kjördæmum svo og endurskoð- endur, Húnbogi Þorsteinsson úr Borgarneshreppi og Erlendur Hálfdánarson á Selfossi. Að því búnu sleit Páll Líndal fráfarandi formaður þinginu. Þjóðviljinn um ríkisstjórnina: Breyting á rekstrar- fyrirkomulagi Fríhafnar BREYTINGAR hafa verið gerðar ó rekstrarfyrirkomulagi Fríhafn- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Fríhaínarstjóri annars vegar og framkvæmdastjóri fjármála hins vegar sjá um reksturinn, en verzluninni hefur verið skipt í 3 deildir með þremur deildarstjór- um og er hver deild út af fyrir sig sem sjálfstæð verzlun. Aður voru 4 vaktstjórar og 4 til vara og yfir þeim var verzlunarstjóri. Starf verzlunarstjóra verður ekki í nýja fyrirkomulaginu, en verzl- unarstjórinn verður birgðavörð- ur. Vegna þessara breytinga lækka nokkrir menn í launum, því þrír aí fjórum vaktstjórunum verða almennir afgreiðslumenn, en einn verður deildarstjóri. Samkvæmt upplýsingum Páls Ásgeirs Tryggvasonar var orðið nauðsynlegt að gera breytingar til að einfalda reksturinn því starf- semin hefur aukízt mjög á undan- förnum árum og á s.l. ári var veltan komin á annan milljarð króna. Skiptingu deildanna er þannig háttað, að áfengi, tóbak og sælgæti er selt í einni deildinni á útleið og ýmsar aðrar vörur í annarri deild og þriðja deildin er fyrir farþega sem koma til lands- ins. Tekinn fyrir landhelgisbrot á Skagafirði RÉTTARHÖLD í máli skip- stjórans á Faldi VE 138, sem gerður er út frá Hofsósi, stóðu á Sauðárkróki í fyrrinótt. Varðskipið Árvakur kom að bátnum við Drangey um sex- leytið á þriðjudagsmorgun og vaknaði þá grunur um að háturinn hefði verið að botn- vörpuveiðum, sem eru bannað- ar á þessum slóðum. Að sögn landhelgisgæzlunnar viður- kenndu bátsverjar botnvörpu- veiðar nema skipstjórinn. Varðskipsmenn fóru um borð í bátinn til að kanna þorska- netamerkingar, sem ekki reyndust vera með löglegum hætti. Botnvarpan bar það með sér, að hún hefði þá skömmu áður verið í sjó og vaknaði þá grunur um landhelgisbrot. Veita þarf stjórn- inni virkt aðhald RITSTJÓRNARGREIN Þjóðvilj- ans í gær er helguð hinni nýju ríkisstjórn og ber hún yfirskrift- ina „Stjórninni er vandi á hönd- um“. Þar segir m.a. þegar rætt er um, hvort stjórnin hvíli á traust- um grnunii „Engin ástæða er til bjartsýni í þeim efnum. Miðað við yfirlýsingar nokkurra þing- manna Alþýðuflokksins sem ann- aðhvort fcla í sér beina andstöðu við efnahagssefnu stjórnarinnar eða fullyrðingar um að þeir hafi verið vélaðir til stuðnings við hana er allt í óvissu um hve margir Alþýðuflokksmenn styðja ríkisstjórnina er til þings kemur, ef þá nokkur nema ráðherrarn- ir.“ í ritstjórnargreininni segir m.a.: „Veikleikar stjórnarinnar eru á hinn bóginn margir. Samheldni þríflokkastjórnar getur brugðizt hvenær sem er og með leiftursókn- um í áróðursstríði hefur Sjálf- stæðisflokknum og stéttaröflum að baki hans oftar én einu sinni í sögu lýðveldisins tekist að kippa þriðja hjólinu undan vinstri stjórnum. Ráðstafanir þær, sem samkomu- lag er um að grípa til í efnahags- málum, eru allar með venjulegum bráðabirgðasvip, þótt þær séu frábrugðnar úrræðum fráfarandi hægri stjórnar. í samstarfsyfirlýs- ingunni er að vísu að finna ýmsar vísbendingar um aðgerðir, sem í sjálfu sér myndu horfa til mikilla bóta. Þó er það mikið með því sniði að „athuga beri“, „kannað verði“, og „stefnt skuli að“. Síðan segir: „Enginn þarf hins- vegar að halda að fyrirætlunum stjórnarinnar í einstökum málum verði tekið mótspyrnulaust. Enda þótt samstarfsyfirlýsingin þyki ekki tilkomumikil má fastlega gera ráð fyrir að hún þætti æði stór biti að kyngja ef stefnumál hennar yrðu framkvæmd á svo sem einu og hálfu ári.“ Ritstjórnargreininni lýkur svo með þessum orðum: „Miðað við alla þá veikleika sem háð gætu þessari ríkisstjórn, og hér hafa verið raktir, er ljóst að hún þarf á að halda öflugum stuðningi og virku aðhaldi þeirra afla sem tryggja vilja vinstri þróun í landinu." Þessa dagana stendur yfir í Laugardalshöll sýningin „íslenzk föt 1978“ Þar sem 23 fataframleiöendur kynna vörur sínar. Blaöamenn Mbl. litu inn á sýninguna og tók Emilía Björg myndirnar. „Þyrfti að stöðva innflutning á Asíuflíkunum ” Almenningi er sama hvort hann kaupir íslenzka eða erlenda vöru SJÓKLÆÐAGERÐIN hf. sýnir regnfatnað af ýmsum gerðum á þessari sýningu. í sýningar- deild Sjóklæðagerðarinnar hitt- um við fyrir sölustjóra fyrir- tækisins, Fjölni Björnsson, og spurðum hann, á hvað fyrir- tækið legði mesta áherslu á sýningunni. — Við erum hérna einkum að' kynna nýjungar í regn-sport- fatnaði, en við erum farnir að nota ýmis ný efni við þessa framleiðslu, til að mæta kröfum viðskiptavinanna um æ léttari og sterkari hlífðarfatnað. — Við eigum við mikla erfið- leika að etja, vegna innflutnings á ódýrum regnflíkum frá Asíu- löndum. Við stöndumst ekki samkeppni við þá, að því er varðar verð, en hins vegar eru gæðin mun meiri í okkar fram- leiðslu. Gæðin verða líka að vera mikil, þar sem neytendur eru mjög kröfuharðir, ekki síst sjómenn, sem. eðlilegt er. — Ef vel ætti að vera þyrfti að stöðva innflutning á þessum Asíuflíkum, að öðrum kosti er okkur mikill vandi á höndum. Fjölnir Björnsson sölustjóri Sjóklæðagerðarinnar h.f. Sigrfður Guðmundsdóttir eigandi Artemis sf. ARTEMIS s.f. er elsta starf- andi nærfatagerð á íslandi en hún tók til starfa árið 1942. Á sýningunni 1 Laugardalshöll sýnir Artemis það nýjasta í framleiðslu verksmiðjunnar en hún framleiðir einungis nærföt á börn og dömur. „Ég held að almenningi sé alveg nákvæmlega sama hvort að hann kaupir heldur íslenzka framleiðslu eða erlenda," sagði Sigríður Guðmundsdóttir, eig- andi Artemis. Um vandamálin sem íslenzkur iðnaður á við að etja sagði Sigríður að hækkun kaupsins og hækkað verð á hráefnum væru aðalorsakir þessara erfiðleika. „Við reynum nú samt að halda verðinu í samræmi við það á innfluttu vörunum en íslenzku vörurnar eru yfirleitt mun vandaðri," sagði hún. Um aðsóknina var Sigríður ánægð hvað snerti almenning en hins vegar kvað hún kaupmenn sækja sýninguna illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.