Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 18 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Flugstöðvarmálið egar vinstri stjórnin var mynduð vakti það athygli og iétti, að sömu stefnu verður áfram haldið í utanríkis- og öryggismálum. Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja, að varnarmálin séu einn af hornsteinum lýðveldis- ins og afstaða fyrrverandi utanríkisráðherra, Einars Ágústssonar, er afdráttarlaus, þegar hann segir í Morgun- blaðinu 2. sept. sl.: „Um framtíðina hef ég lítið að segja, enda verður líklega lítið spurt um mitt álit, en ég fagna því, að þeirri stefnu, sem verið hefur í utanríkis- og varnar- málum s.l. 4 ár, verður fram haldið í henni veröld. Eg hefði kosið að herinn hefði getað farið burtu, en bæði er að það er ekki þjóðarvilji fyrir því og ástæður og ástand í heiminum býður ekki heldur upp á annað." Það liggur því ljóst fyrir, að eins og sakir standa er ekki ágreiningur um það milli lýðræðisflokkanna þriggja að enn um sinn sé nauðsynlegt að taka fullan þátt í varnarsam- starfi lýðræðisþjóðanna svo sem verið hefur. Með hliðsjón af því er nauðsynlegt að vinna áfram að því, að aðskilnaður hins almenna farþegaflugs um Keflavíkurflugvöll við varnar- liðið geti orðið. En forsenda þess er sú, að flugstöðvar- byggingin rísi. Henni er að vísu ætlaður staður innan þess varnarsvæðis, sem nú er. En að sjálfsögðu er út frá því gengið, að eftir að hún hefur risið verði opnuð ný leið utan varnarsvæðisins fyrir íslend- inga og aðra almenna farþega, sem eiga leið um flugvöllinn. Nú er komið í ljós, og á ekki að koma á óvart, að þeir Alþýðubandalagsmenn reyna að setja fótinn fyrir byggingu flugstöðvarinnar. „Við teljum það ekki koma til greina og um það höfum við samið í stjórnarsamningnum," segir Kjartan Ólafsson. Og Lúðvík Jósepsson tekur fram, að ekki verði fram hjá þeim hnút.um gengið, að nýjar meiriháttar framkvæmdir verði ekki heimilaðar á varnarsvæðinu, en þar á hann við flugstöðvar- bygginguna. Tilgangurinn eð þessari afstöðu liggur í augum uppi. Það er eitur í beinum Alþýðubandalags- manna og kommúnista, að nokkuð það verði gert á Keflavíkurflugvelli, sem til bóta getur horft um sambúð íslendinga við varnarliðið. Þessi afstaða Alþýðubanda- lagsmanna hefur vakið mikla reiði í röðum Alþýðuflokks- manna. Þannig segir Sighvat- ur Björgvinsson, að þing- mönnum Alþýðuflokksins hafi verið tjáð afdráttarlaust, að utanríkismálaatriði málefna- samningsins væru ekki þess eðlis, að þau þýddu stöðvun á þessari framkvæmd, — „og ég stend fast á að túlka þau þannig", segir þingmaðurinn. Árni Gunnarsson telur smíði flugstöðvarbyggingarinnar einn mikilsverðasta þáttinn í aðskilnaði almenns flugs og herflugs á Keflavíkurflugvelli og þess vegna hljóti hún að standa utan við ákvæði sam- starfsyfirlýsingarinnar um framkvæmdabann á Kefla- víkurflugvelli og í sama streng tekur Eiður Guðnason. Bene- dikt Gröndal utanríkisráðhera telur þörfina ákaflega brýna fyrir stöðina og leggur áherzlu á, að þetta sé íslenzkt mann- virki, sem sé hlið þjóðarinnar að umheiminum. Eins og vænta mátti eru ummæli Ölafs Jóhannessonar forsætisráðherra loðnari í þessu efni og þó skýr að því leyti, að hann telur flugstöð- ina á íslenzku yfirráðasvæði og er þar á öndverðum meið við Lúðvík Jósepsson. Um hitt segist forsætisráðherra ekki vita, hvort stöðin rísi í tíð núverandi ríkisstjórnar. E.t.v. má segja, að það sé til of mikils mælzt, að núverandi ríkisstjórn geti komið sér niður á eina stefnu í nokkru máli eða skilið sinn eigin málefnasamning á einn veg. Þó ríkisstjórnin sé ekki viku gömul hafa ný ágreiningsefni risið dag frá degi og það væri synd að segja, að þeir banda- menn vönduðu hver öðrum kveðjurnar. En þannig er nú til þessarar stjórnarsamvinnu stofnað. Nauðsynlegt er, að Benedikt Gröndal, utanríkis- ráðherra, taki af skarið og kveði upp úr um það, að flugstöðin muni rísa, hvað sem líður mótmælum Alþýðu- bandalagsmanna. Þetta verð- ur að gerast hið fyrsta, svo ljóst megi vera, að Alþýðu- bandalagið hefur ekki það neitunarvald í þessum efnum, sem það þykist hafa. Hver myn stjórnina? Á FORSÍÐU Tímans í gær er viðtal við Benedikt Gröndal utanríkisráðherra og formann Alþýðuflokksins, þar sem Benedikt segir að það sé víðs fjarri að Lúðvík Jósepssqn, formaður Alþýðubandalagsins, hafi myndað ríkisstjórnina, enda hafi ekki stafur af stefnu- sáttmála stjórnarinnar verið kominn á hlað þegar Lúðvík hætti tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Benedikt segir í viðtali við Timann um staðhæfingar um þetta atriðii „Ég tel að í skrifum Þjóðviljans og á öðrum vettvangi, þar sem því er haldið • fram, felist áróður, sem byggist á alröng- um forsendum.“ Benedikt segir, að þegar Lúðvík hafi hætt tilraunum sínum hafi efnahagsdæmið verið fjarri því að vera reiknað til enda, „Því er það að minni hyggju," segir Benedikt, „alveg fráleit túlkun, að Lúðvík hafi myndað stjórnina." Þá segir Benedikt að erfitt hafi verið að fá Alþýðubandalagið til þess að eiga viðræður við launþegasam- tökin, en slíkar viðræður hefðu þó hafizt á þeim tíma, sen Lúðvík fór með stjórnarmynd- unarumboð, og segir Benedikt í Tímaviðtalinu, að hann verði að ; njóta sannmælis fyrir það. Á þessari sömu forsíðu er viðtal við Steingrím Hermanns- ! son, dóms- og landbúnaðarráð- herra, þar sem hann lýsir því að í sér finnist yfirlýsingar sumra krata ákaflega furðulegar. Tíminn spyr Steingrím, hvort rétt sé eftir honum haft, að f lofað hefði verið að tekin yrði I upp ný vísitala fyrir 1. desem- | ber, þótt það atriði hefði ekki komizt inn í stjórnarsáttmál- ‘ ann. Steingrímur svarar og segir: „Við viljum leggja áherzlu á að draga úr þeirri víxlverkun sem er, reyna að tryggja kaupmátt lægri launa og jöfnun launa. Það er' því alveg rétt að um þetta er samstaða í stjórn- inni. Þessi endurskoðun mun hefjast núna mjög fljótlega í samráði við atvinnuvegina. Hitt verð ég svo að segja, að mér þykja yfirlýsingar sumra Alþýðuflokksmanna um sína efnahagsstefnu ákaflega furðu- legar. Mér er ekki fyllilega ljóst við hvað þeir eiga. Alþýðu- flokkurinn lagði fram sérstaka „stefnu" í efnahagsmálunum, þegar viðræðurnar voru undir stjórn Benedikts. Þær fólu m.a. í sér 15% gengisfellingu, en að taka þá hækkun, sem af því Því fer vlös fjarrl að Lúðvlk hafimyndað IBS stjórnina ur tl lUfDUUtlmála a „Vlð Kui omna auöhrtnga löMlöf tll [ aö Hndra hverskonar elnokun" VflrlVslngar snmra krata ákafleea furðulegar .Vp Framundaneru ~ ' vfxlhækkanir Forsíða Tímans í gær. leiddi, út úr launum manna. Mér er því ekki ljóst, hvort þeir eiga við þessa stefnu, sem út af fyrir sig hefur aldrei verið sam- þykkt." Loks segir Steingrímur Hermannsson: „Mér þykja því þessar yfirlýsingar ákaflega hvimleiðar og furðulegar. Það er af því ég bezt veit unnið að því af fullum heilindum af þeim, sem eru í ríkisstjórninni, að reyna að ná saman endum fyrir árið 1979, eftir þessum leiðum og öðrum, sem við nánari athugun kunna að koma í ljós. En það liggja ekki fyrir hvaða breytingar fást á vísitölunni og því er ákaflega erfitt að reikna út þetta dæmi eins og er.“ Flugleiðir: 33 þúsund lausnir í Fjölskyldugetrauninni í GÆR var dregið í Fjölskyldu- getraun Flugleiða en félagið efndi til þessarar getraunar í tilefni af 5 ára afmæli Flugleiða og lau getrauninni 1. september 8.1. Alls bárust yfir 33 þúsund lausnir úr öllum landshlutum og var dregið úr svörunum kl. 14 að viðstöddum fulltrúa borgarfóget- ans í Reykjavík, Jónasi Thorodd- sen. Eftirtaldir hlutu vinninga í getrauninni fyrir réttar úrlausniri Þriggja vikna fjölskylduferð til Miami hlaut Pálmi Ólafsson, Laugarnesvegi 52, Reykjavík. Tveggja vikna fjölskyluferð til Alpafjalla hlaut Kristján B. Kristjánsson, Melhúsum, Bessa- staðahreppi. Tveggja vikna fjöiskylduferð til Parísar hlaut Jóhanna Eggerts- dóttir, Framnesvegi 14, Keflavík. Farseðlar fyrir tvo á millilanda- leiðum Flugleiða hlutu: Jón Guð- mundsson, Bogaslóð 12, Höfn, Hornafirði. Fjalar Sigurðarson, Bjarnhólastíg 19, Kópavogi Kristján Einarsson, Enni, Viðvík- urhreppi, Skagafirði. Gísli Rúnar Magnússon, Syðra-Brekkukoti, Eyjafirði. Marteinn Jónasson, Kjalarlandi 17, Reykjavík. Hildur Hansen, Bárugötu 10, Dalvík. Sigrún Óladóttir, Sveinatúni, Grímsey. Arnór Sveinsson, Hjaltabakka 10, Reykjavík. Þóra K. Magnúsdóttir, Hraunsmúla, Staðarsveit, Snæfellsnesi. Jón Geir Ágústsson, Hamragerði 21, Akureyri. Farseðla fyrir tvo í innanlands- leiðum Flugleiða hlutu: Hildur Ruth Gísladóttir, Sólvallagötu 6, Reykjavík. Skúli Skúlason, Ennis- braut 35, Ólafsvík. Haukur Jóns- son, Stekkjagerði 8, Reykjavík. Hans Hafsteinsson, Breiðvangi 32, Hafnarfirði. Embia Dís Ásgeirs- dóttir, Sæviðarsundi 56, Reykja- vík. Anna Steinunn Guðmunds- dóttir, Bræðratungu 14, Kópavogi. Sigríður Magnúsdóttir, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hjördís Sigurð- ardóttir, Arnartanga 14, Mosfells- sveit. Erlendur Magnússon, Sæv- argörðum 7, Seltjarnarnesi. Ólafur Valdimarsson, Vorsabæ 19, Reykjavík. Ljósm. Kristinn Benediktsson. Margrét Jónsdóttir dró úr réttum lausnum f Fjölskyldugetraun Flugleiða, en alls bárust yfir 33 þús. getraunaseðlar. Aðrir á myndinni erui Alfreð Elíasson forstjóri, Jónas Thoroddsen fulltrúi borgarfógeta, Gunnar Helgason forstöðumaður lögfræðideilda og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.