Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 23 Sveinbjörn Rafnsson, fil. dr.: Fáein orð um íslenzka f orn- leifafræði og stöðu hennar Greinar Margrétar Hermanns- dóttur um stöðu íslenskrar forn- leifafræði (Þjv. 22/6, Mbl. 23/6 og Þjv. 19/7 s.l.) hafa vakið talsverða athygli enda er áhugi á þessari grein mikill hjá alþýðu manna á Islandi. Greinar Árna Björnssonar hafa síðan fært umræðuna inn á svið þjoðfræða meira en grein Margrétar gaf* tilefni til. Eftir skrif Margrétar er alveg ljóst þeim sem fylgst hafa með málum að vinnubrögð stjórnar Þjóðhátíðar- sjóðs hafa ekki verið upp á marga fiska við úthlutun úr sjóðnum og íslensk fornleifafræði fengið þar eftirminnilega á baukinn. Eins og fram hefur komið í skrifum þjóðfræðinga (Ingu Dóru Björnsdóttur og Ágústs Georgs- sonar) vegna „prófhroka“-upp- hlaups Árna Björnssonar verður að taka tillit til háskólamenntunar þegar rætt er um ákveðin verkefni og ákveðna einstaklinga í tiltek- inni fræðigrein. Skjóta má því inn að enginn minnist á prófhroka þegar krafist er tilskilinna profa til að fólk geti starfað sem trésmiðir, læknar, bakarar, prest- ar o. s. frv. En hér er komið að ‘ ákveðnum kjarna þess máls sem Margrét hefur flutt: gerðir Þjóð- hátíðarsjóðs bera vott um full- komna lítilsvirðingu á menntun og st-arfsreynslu. Hlutur þjóðminjavarðar í þessu máli er einkennilegur hvort sem hann hefur haft undir höndum gögn um verkefni Margrétar Hermannsdóttur eða ekki. Um- sögn hans um umsókn Vestmanna- eyjabæjar og Margrétar til Þjóð- hátíðarsjóðs er hvorki sæmandi embættismanni né vísindamanni. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem þjóðminjavörður talar af lítilsvirðingu um íslenska forn- leifafræðinga og störf þeirra. Árið 1971 hófust fornleifarann- sóknir í Reykjavík. Voru þær rannsóknir gerðar undir yfirstjórn útlendinga að áeggjan þjóðminja- varðar. Féllu í þessu sambandi þau orð þjóðminjavarðar að ekki gætu íslenskir fornleifafræðingar fram- kvæmt svo flókna rannsókn. Mun Reykjavíkurborg hafa ráðið út- lendingana í góðri trú á yfirlýsing- ar þjóðminjavarðar og með fyrir- greiðslu hans og greitt þeim kaup eftir erlendum launatöxtum. Is- lenskir fornleifafræðingar (þ.e.sem hafa fornleifafræði sem aðalgrein í fil.-kand.-prófi eða meira) voru þá reyndar ekki á hverju strái. Þjóðminjaverði var þó kunnugt um að vorið 1968 lauk ég fil.-kand.-prófi með fornleifa- fræði sem aðalgrein. Vissi hann einnig að ég bætti við nám mitt í fornleifafræði með sérstöku tilliti til fornleifafræði miðalda en það hentar vitanlega vel íslenskum aðstæðum. Hafði ég þá einnig í hyggju að halda enn áfram námi í fornleifafræði og ljúka doktors- gráðu í þeirri grein en þar sem áhugi á vel menntuðum íslenskum fornleifafræðingum virtist ekki mikill í Þjóðminjasafni sneri ég mér að öðru. Nú eftir á blasir það við að málsmeðferð þjóðminja- varðar hefur ekki orðið þróun íslenskrar fornleifafræði til fram- dráttar. Fornleifafræði á íslandi hlýtur öðrum þræði að vera þjóðleg fræðigrein, þess vegna eiga fornleifarannsóknir á íslandi að lúta stjórn Islendinga. Þetta er eitt af mörgum atriðum sem skýrir þá kreppu sem íslensk fornleifafræði er nú stödd í. Mér þykir rétt að benda á að nú starfar ekki sérmenntaður forn- leifafræðingur við Þjóðminjasafn utan þjóðminjavarðar sjálfs. Ekki hefur verið nein staða handa fornleifafræðingi sem stunda ætti eingöngu fornleifarannsóknir og fornleifavörslu og sinna þeim málum einvörðungu. Slíkt er þó mikil nauðsyn og hefur verið það um árabil. Er nú svo komið að augljóst er að hér er a.m.k. 3—4 manna verk sem sinnt er að óverulegu leyti. Aftur og aftur heyrist í fjölmiðlum um fornleifa- fundi, beina, vopna og bygginga víða um landið sem Þjóðminjasafn sinnir ekki heldur lætur sér nægja að láta í ljós einhverja kjánalega afsökun eða jafnvel útúrsnúning. Hættuleg er sú braut sem farin hefur verið að hálflært og með öllu ólært fólk í fornleifafræði hefur verið látið annast fornleifarann- sóknir og jafnvel hlotið hvatningu til þess að ganga í skrokk á íslenskum fornleifum. Á sama tíma er það ekki einu sinni orðað við þá sem kunnáttu og þekkingu hafa að taka að sér rannsóknir fornleifa á Islandi. Rannsóknir eru hafnar hér og þar án þess að haft sé ákveðið markmið eða leitað sé svara við ákveðnum vandamálum á sama tíma og fornleifum sem liggja undir skemmdum er ekki sinnt. Nú frétti ég af skrifi Árna Björnssonar um þessi mál (Þjv. 4. ágúst s.l,) að Þjóðminjalögin séu nú í endurskoðun. Væntanlega er það tínt til svars á gagnrýni Margrétar Hermannsdóttur á nú- gildandi lög sem eru frá 1969 en hvað varðar fornminjavörslu og SAS auglýsir nú í iillum skandí- navísku blöðunum ný fargjiild á leiðinni milli Norðurlanda og New York. sem eru mun lægri en fyrri fargjöld félagsins eða 1985 krónur danskar, eða innan við 100 þúsund krónur íslenzkar miðað við gamla gengið. Morgunblaðið sneri sér til Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, og spurði hann hvaða fargjöld væru hér á ferðinni og hvort Flugleiðir byðu upp á samsvarandi fargjöld. Sigurður sagði, að það sem hér væri um að ræðsa væru fargjöld bandaríska North-West flugfélagsins, sem fengið hefði heimild tií áætlunar- flugs til Norðurlanda á þessum lágu fargjöldum og SAS hefði komið í kjölfarið og tekið þau upp. Hins vegar hefði North-West félagið verið lamað af verkföllum í sumar og þannig misst af háannatímanum, svo að nú væri afráðið að félagið hæfi ekki áætlunarflug til Norðurlanda fyrr en næsta vor. Varðgndi fargjöld Loftleiða á þessari flugleið sagði Sigurður að þau yrðu hin sömu og hjá SAS hver svo sem SAS-far- gjöldin væru hverju sinni. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐLNU 10 AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 vernd eru þau nær óbreytt gömlu lögin frá 1907. Ég tek heilshugar undir gagnrýni Margrétar á lögin frá 1969, þau voru úrelt áður en þau voru sett og kemur fram í þeim furðulegt hugsunarleysi gagnvart fornminjum þessa lands. Ekkert mið virðist vera tekið af lögum um fornminjavernd og friðun í nágrannalöndunum. Eng- in ákvæði um allsherjarfriðun fornleifa á íslandi eru í lögunum. Hjakkað er í fari fornrar lénslög- gjafar um þinglýsingu kvaða í lönd manna þegar um friðun er að ræða og þar sem lögin komast næst nútímanum í þessum efnum er það í ákvæðum um einhverskonar „menntað einveldi": „Fornleifar, sem þjóðminjavörður telur ástæðu til að friða, skulu skráðar á fornminjaskrá." Önnur eins forn- aldarlöggjöf er ekki sæmandi lýðveldinu. Ef Þjóðminjalögin eiga að rísa undir nafni verður að breyta þeim. Oft hef ég á árunum eftir að ég kom heim frá námi erlendis (frá 1974) fært það í tal við kunningja mína og stéttarbræður, þ.á m. þjóðminjavörð, að hér á landi verði umsvifalaust að hefja forn- minjaskráníngu. Umfangsmikil fornminjaskráning fer fram í öllum nágrannalöndum okkar, þar eru fornminjar skráðar á kort í stórum mælikvarða eftir stað- könnun, loftmyndum og mæling- um, fornminjum lýst og reynt að gera grein fyrir því sem sýnilegt er á yfirborði jarðar. Mikill árangur hefur orðið af þessari skráningu sem er í tengslum við friðun fornminjanna en varpar að sjalfsögðu nýju ljósi á sögu ög fortíð landsbyggðarinnar. Hér á landi hefur fornminjaskráning í tengslum við friðun verið lítil eftir daga Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Bar ég upp fyrir- spurn um þetta mál á aðalfundi í Fornleifafélaginu 1974 (sbr. Árbók Fornleifafél. 1975, bls. 153). Nú er svo komið að vinda verður bráðan bug að því að fornminjaskraning hefjist og það myndarlega, því að Islendingar eru hér áratugum á eftir nágrannaþjóðunum. Vitan- lega verður að taka mið af reynslu annarra þjóða í þessu efni, fyrir- hyggjuleysi og klastur vankunn- andi manna getur orðið til tjóns og þegar skaðinn kemur á daginn hittir prófhrokageipið hrópend- urna aftur. Mér þykir rétt að drepa á röksemdafærslu sem ég hef heyrt um einhvers konar forgangsröðun í söfnun og rannsókn menningar- minja þjóðarinnar. Hugmyndir um forgangsröðun í þessum efnum lýsa þó helst vanþekkingu mál- svara sinna. Röksemdáfærslan gengur út á það að ekki þurfi mikið að huga að jarðföstum fornminjum þjóðarinnar, þær hafi geymst í jörðu um aldir og muni ekki saka þótt þær liggi lengur. Öðru máli gegnir um fræðin á vörum þjóðarinnar, verkkunnáttu hennar og forn uppistandandi híbýli: fræðin týnist, verkhættir hverfi og hús hrörni og því sé ekki seinna vænna að safna og viðhalda þessum htutum. Þegar þessi rök- semdafærsla er skoðuð sést glöggt hve grunnhyggnisleg hún er. Jarðfastar fornminjar þjóðarinnar hafa ekki legið óhrærðar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að þeim hafi verið eytt jafnvel hundruðum saman hér á landi á þessari öld. Og að þeirri eyðingu haldi áfram. Hver er ástæðan til þess? Hún er að sumu leyti hin sama og sú sem veldur því að forn fræði týnast, verkhættir hverfa og að gömul hús eru rifin. Ljár og reka eru ekki lengur aðaljarð- vinnslutækin, í stað þeirra eru komin tæki eins og dráttarvélar, margra tonna jarðýtur og skurð- gröfur sem engu eira, ekki frekar fornleifum en landslagi og nátt- úrufari. Túnasléttun og jarðyrkju- framkvæmdir ýmis konar með stórvirkum tækjum er mikill bölvaldur íslenskra fornleifa. Eyðileggingin er ofan í kaupið sjaldnast af ráðnum hug, oftast eru það smáblettir í löndum manna sem fornleifarnar standa á og ekkert munar um að láta þá í friði ef einhver minnti á þá. Fólk hefði þá meira að segja ánægju af þessum blettum. Röksemdafærsl- an um að fornleifarnar megi eiga sig eða sé ekki eins hætt og öðrum minjum þjóðarinnar er geigvæn- legur bjánaskapur. Auðvitað ber að vernda þær og rannsaka ekki síður en aðrar minjar. Sem endahnút á þetta greinar- korn mitt vil ég leggja fram nokkrar hugmyndir til umræðu og ihugunar um framtíð íslenskrar fornleifafræði og fornminjavörslu. I Þjóðminjasafni starfa nú deildir og stofnanir sem sinna afmörkuð- um fræðasviðum, Eðlilegt væri að stofnuð yrði sérStök fornminja- stofnun eða deild sem sinnti fornminjaskráningu og vernd. Nauðsynlegt er þó að slík stofnun sé meira en frumstæð söfnunar- stofnun, túlkun og rannsókn forn- leifa verður einnig að vera þar á dagskrá með útgáfu greina og rannsóknaritgerða til þess að koma til mótS við lifandi áhuga fólksins í landihu á fortíð sinni og minjum. ‘ • Alþingi, ráðheruar og ráðuneyti verða að skiljá.,áð ,það er þörf og krafa fólksins í íáfndinu að minjum um forfeðurna og sögu þjóðarinn- ar sé sinnt, þser «séu varðveittar, rannsakaðar og niðurstöður rann- sókna gefnar út, Hér er um að ræða þátt í íslensku sjálfstæði og þjóðlegri reisn sem getur orðið til mikils góðs bæði vísindalega og uppeldislega. Skilningur og áhugi á sögu lands og þjóðar er nútíma íslendingum ekki aðeins ánægja heldur einnig þörf. Reykjavik, 23. ágúst 1978 SAS lækkar fargjöld sín og Loftleiðir sömuleiðis ndurnýjun Endurnýjun Láttu ekki óendurnýjaðan mióa þinn glata vinnings- möguleikum þínum. Þaö hefur hent of marga. Endurnýjaöu strax í dag. Viö drögum 12. sept. 10.008 36 1.000.000- 500.000,- 100.000,- 50.000,- 15.000- 75.000,- 10.044 18.000.000- 9.000.000- 32.400.000- S3.750.000,- 134.595.000,- 227.745.000- 2.700.000 - 230.445.000,- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinni ngshlutfall í heimi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.