Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 Faöir okkar og tengdafaöir. t EMIL E. GUDMUNDSSON, Hraunbas 26, Raykjavfk, andaöist 5. septernber Börn og tengdabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma MATTHEA JÓNSOÓTTIR Auaturbrún 4, andaöist í Landakotsspítala þriöjudaginn 5. september. Þuriöur Guöjónadóttir, Páll Ólalsson, Helga Guójónsdóttir, Sigvaldi Jóhannsson, og barnabðrn. Eiginkona mín, móöir okkar og fósturmóöir GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Frá Slóra Knarrarnesi til heimilis aó Álfheimum 11, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni á morgun föstudaginn 8. september kl. 13.30. Marteinn Ólafsson og börn. t Eiginmaöur minn, faöir, fósturfaöir og tengdafaöir ÞORBJÖRN SIGURDSSON Fálkagötu 22 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. september kl. 3. Blóm eru vinsamlega afbeöin. Bjarnprúður Magnúsdóttir, Sólveig M. Þorbjörnsdóttir, Kristján Guömundsson, Vigdís Þ. Janger, Gunnar Janger, Magnús Þorbjörnsson, Halldóra Aóalsteinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttír, Guömundur Karlsson. t Viö þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúö sem okkur var sýnd viö andlát og útför HAFÞÓRS ÓSKARSSONAR Margrát Finnbogadóttir, Óskar Hafpórsson, Bergey Hafpórsdóttir, Finnbogi Hafbórsson Finnbogi Einarsson, Hólmfrióur Gestsdóttir, Óskar Sumarliðason, Margrát Kristjánsdóttir, Magnús Óskarsson, Veigar Óskarsson, Kristján Óskarsson. t Öllum sem auösýndu okkur vináttu og samúó vlö andlát og jaröarför lltla sonar okkar, BJÖRNS SNjES færum viö innilegustu þakkir Guö blessi ykkur öll. Oddbjörg Sigfúsdóttur, Víkingur Gfslason Arnórsstöóum. t Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vlnarhug viö andlát og útför bróöur okkar ÁSGRÍMS HELGASONAR, Hvanneyrarbraut 52, Siglufiröi. Þorkell Helgason, Gunnar Helgason, Ragnar Helgason, Svavar Helgason, og aörír aöstendendur. t Þökkum innilega samúö og vináttu vió fráfall bróöur okkar og mágs DAGS BRYNJÚLFSSONAR, Hátúni 10, Reykjavik. Sigríöur Brynjúlfsdóttir, Jón Vattnes Kristjánsson, Þórlaug Brynjúlfsdóttir, Kay Sörensen, Hulda Brynjúlfsdóttir, Guömundur Andresson. t Innilega þökk fyrir auösýnda samúö viö andlát mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, KRISTJÁNS HANNESSONAR, Issknis, Anna M. Siguróardóttir, Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Magnús Guðjónsson, Margrát Kristjánsdóttir, Jón S. Friójónsson, Siguróur 0. Kristjánsson, og barnabörn. Minning: Þórunn Pálsdóttir sjúkraþjálfari Fædd 10. mars 1906. Dáin 9. áj?úst 1978. Síðbúin kveðja og þakkarorð. Er ég kvaddi hana áður en ég fór í stutt ferðalag, var hún í Land- spítalanum. Hún var hress og glaðvær, sterk og vongóð, eins og hún var vön, þó að nýbúið væri að gjöra á henni mikla skurðaðgerð. Þórunni og systur hennar Aða'l- heiði hafði ég kynnst fyrir um það bil 15 árum. Það var góð vinkona mín, sem þá bjó og starfaði í Hafnarfirði, sem tók mig með sér í heimsókn til þeirra og móður þeirra, sem þá var á lífi. — Um leið og ég kom inn á heimili þeirra, fann ég þá hlýju og vináttu streyma á móti mér, sem ég mun minnast og þakka það sem ég á eftir ólifað. Þórunn var óvenju vel gerð manneskja, glaðvær og skemmti- leg í samræðum, einlæg og trygg öllum vinum sínum. Fjölskyldu- böndin voru einlæg og fastbundin, bæði á meðal eldri og yngri kynslóðarinnar. Þær systur hafa farið um langan veg, til Bandaríkjanna og Kanada, þar sem nokkuð af frændfólki þeirra býr, til þess að halda nánu sambandi við þeirra fjölskyldur. Þórunn var mjög vel greind með fastmótaða skapgerð, skilningsrík á kjör og líf annarra, vildi öllum vel gjöra og hjálpa þar sem hún gat. I starfi sínu ávann hún sér virðingu og traust allra þeirra, sem til hennar leituðu. Hún hafði hið rétta og jákvæða hugarfar, sem þarf til þess að létta lund og gefa góða von um bata. Nú er hún farin, — „meira að starfa Guðs í geim,“ því ég veit að á næsta tilverustigi mun hún halda áfram að hjálpa og líkna. Þórunn bjó með Aðalheiði syst- ur sinni a6 Álfaskeiði 40 í Hafnarfirði, þar höfðu þær í sameiningu búið sér yndislegt heimili, þar sem gott var að koma. Sambúð þeirra var einstök, kær- leiksrik og einlæg. Sú virðing, sem þær báru hvor fyrir annarri, var svo virðingarverð að mikið mátti af því læra. Ég kom oft á heimili þeirra og naut þar góðs af þeirra miklu gestrisni og góðvild. Þar fann ég líka hinn kærleiksríka friðarstað, sem er svo gott að njóta, en sem er svo sárasjaldan að finna á heimilum nú, á hinum umbrota- sömu óróatímum, sem við lifum á. Ég þakka af alhug þessar yndis- stundir í nærveru þeirra. Eins og þarf rétt hugarfar til þess að sencta bæn til Guðs, þarf líka rétt hugarfar til þess að gleðja aðra og það hafði Þórunn í ríkum mæli. Aðalheiði systur hennar votta ég mína innilegustu samúð. Nú þegar hún er orðin ein vildi ég geta endurgoldið eitthvað af því, sem ég hef notið hjá henni. Guð blessi henni minningu um góða systur. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn, sem lifa. Anna Guðmundsdóttir. Eldur kom upp í vörubfl er hann var á ferð skammt frá Laxá í Dölum nú á dögunum. Bflstjórinn sagði að skyndilega hefðu eldsiogar gosið upp úr vélarhlíf og varð sá hluti alelda á örskoti. Engin slökkvitæki voru í bflnum, en fljótlega komu á vettvang aðrir bflar með slík tæki og tókst þá að hafa hemil á eldinum. Síðan kom slökkviliðið frá Búðardal og réðst til atlögu við eldinn. Bfllinn er í eigu Taks h.f. í Búðardal. Ilann er að líkindum gerónýtur en lyftuútbúnaður á palli mun ekki hafa skemmzt. Ljósm. Mbl. h.k. Eru þeir að fá 'ann "> m MEÐFYLGJANDI mynd er af stærsta flugulaxi, sem Mbl. hefur haft spurnir af í sumar. Það var Skúli Sigurz sem dró þennan bolta í Vaðshyl í Selá í Vopnafirði. Þetta var 9. ágúst siðastliðinn og agnið Collie Dog nr. 6. Viðureignin var ekki tíðindamikil, en þó tórði laxinn í tæpan klukkutíma og þegar upp var staðið lá á bakkanum 25 punda hængur, 109 sentimetrar á lengd. Bæði var hængurinn nokkuð leginn, auk þess var hann veginn nokkrum klukkustundum síðar og þá blóðgaður, það má því ætla, að hann hafi verið nokkru þyngri nýkominn úr ánni. Hópurinn sem Skúli var aðili undir lokin og veiddust þá 20, 21 að í ánni, var í mikilli stórlaxa- veiði, Matthías Jónsson veiddi 20 punda hæng, einnig á flugu, og Garðar Svavarsson þann þriðja sem var 19 pund; var sá dreginn á flugu nr. 14. Þeir félagar veiddu ört og var meðalstærðin ótrúlega stór, meðalfiskar voru 12—15 punda fiskar og sárafáir voru undir 10 pundum. Nýlega lauk veiðitímabilinu í Miðfjarðará og veiddust þar rúmlega 2300 laxar sem er framúrskarandi. Þar var einnig mikil stórfiskaveiði, einkum og 23 punda flugulaxar. I Soginu veiddist einnig ný- lega stærsti laxinn á sumrinu í þeirri á. Það var Garðar Svavarsson sem veiddi laxinn, 23 punda hæng, á spón við Gíbraltar í Ásgarðslandi. Þá eru hér að lokum nýlegar tölur úr Leirvogsá, en fyrir skömmu var komið hálft fimmta hundrað laxa á land, sem er ekki lakari afli heldur en á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn þar . var 16 pundari dreginn úr Háaleitishyl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.