Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 Landinn fór ekki í gang fyrr en í seinni hálfleik UM ÞAÐ verður tæpast deilt að pólska landsliðið í knattspyrnu er tveimur mörkum betra en það íslenzka. Á Laugardalsvellinum í gærkvöldi hafði maður þó á tilfinningunni að Pólverjarnir væru fleiri mörkum betri fannst langtímum saman í fyrri háifleiknum að þeir myndu vinna stórsigur á íslenzka liðinu, sem alls ekki var sannfærandi fyrri hluta leiksins í gær. Úrslit þessa leiks urðu 2i0 fyrir Pólverja, en í seinni hálfleiknum náði íslenzka liðið oft ágætum sóknarleik og mun meiri festa var þá yfirleitt í aðgerðum liðsins. Þetta var fyrsti leikur beggja og vörnin virkaði óvenju óörugg. liða í 2. riðli Evrópukeppninnar knattspyrnu. Pólverjar unnu þýð- ingarmikinn sigur á velli, sem undanfarin ár hefur verið talinn erfiður útivöllur. Islendingar töp- uðu hins vegar með tveggja marka mun, en síðan leikið var við Sovétmenn í júlí 1975 hefur landsliðið ekki tapað með tveggja marka mun í Reykjavík. Hafa þó verið leiknir sex landsleikir í Laugardalnum síðan og sumir Ef til vill hefur það stafað af því að Tony Knapp lék gjarnan með „sweeper" í vörninni, en slíkt var ekki gert í gær. í seinni hálfleiknum lék Ingi Björn Albertsson frammi með Pétri, en Ingi kom inn á fyrir Hörð Hilmarsson. Stöðum þeirra Atla og Guðmundar var breytt og miklu meiri ógnun skapaðist hjá íslenzka. liðinu. Þá pressuðu leikmenn miklu meira á Pólverjana en áður 0:2 tap á móti Pólverjum í Evrópuleik i knattspyrnu — Skyldi landsliðinu ekki takast að skora mark í ár? • Gísli Torfason lék mjög vel á móti Pólverjum og sést hér ná knettinum af tám eins þeirra. þeirra við lið, sem náð hafa enn betri árangri en Pólverjar. Þetta var þriðji landsleikur íslendinga í ár og sá þriðji á heimavelli. Jafntefli varð gegn Dönum og Bandaríkjamönnum, en tap í gær. Enn hefur íslenzka liðið ekki skorað mark í landsleik í ár og spurningin er hvort þetta ár verður marklaust hjá landsliðinu því erfiðir leikir í Evrópukeppn- inni bíða handan við hornið, leikir á móti Hollendingum og A-Þjóð- verjum á útivöllum í október. í fyrri hálfleiknum var sóknar- leikur íslenzka liðsins mjög sundurlaus og Pétur Pétursson var eins og einstæð svala í framlin- unni. Guðmundur Þorbjörnsson og Atli Eðvaldsson áttu að styðja við bakið á honum, en alltof langt bil varð á milli. Vinnsla og hreyfan- leiki á miðsvæðinu voru í lágmarki og gaf það góða raun. I fyrri hálfleiknum fengu Pólverjar þann tíma, sem þeir vildu til að byggja upp sóknir sínar og með sínum mikla hraða sköpuðu þeir hvað eftir annað hættulegar eyður í vörn og á miðju íslenzka liðsins. Nú er það alls enginn heimsend- ir þó svo að landsliðið tapi 0:2 fyrir Pólverjum í landsleik. Pólverjarn- ir hafa af miklum sigrum að státa á undanförnum árum og kunna sitt fag í hvívetna. Undirritaður er þó þeirrar skoðunar að ná hefði mátt betri árangri með meiri baráttu og að minnsta kosti hefði verið hægt að bjóða áhorfendum upp á skemmtilegri leik, en fyrri hálfleikurinn í gær var hreinlega áhugalaus hjá landanum framan af. Hvar er gamla baráttan, sem einkennt hefur liðið undanfarin ár? Fyrra markið í leiknum kom á 22. mínútu leiksins. Kusto sneri á þá Gísla Torfason og hörð Hilmarsson og öllum á óvart reyndi hann markskot af um 25 metra færi mitt á milli vítateigs og hliðarlínu. Árni stóð framar- lega í markinu og knötturinn smaug fyrir ofan hann undir þverslá og í hliðarnetið. Laglega gert hjá Pólverjanum, en heldur ódýrt mark hjá Árna, sem virtist alls ekki eiga von á knettinum á þessari stundu. Síðara markið kom síðan á 83. mínútu leiksins. Kusto fékk knött- inn þá óvænt nokkuð fyrir utan vítateig. Hann lék á tvo varnar- menn og dró tvo aðra til sín. Þá gaf hann boltann laglega til hægri fyrir fætur Latos, sem þar var á auðum sjó. Þessi pólska mark- maskína lék í átt til Árna og sendi knöttinn síðn meðfram, nærstöng og í netið. Fallegt mark hjá Pólverjum og Lato brást ekki, en hann hefur skorað rúmlga 30 mörk í 60 landsleikjum fyrir Pólverja. Pólverjar áttu mörg góð tæki- færi í þessum leik. T.d átti Lato skalla í þverslá og yfir í lok leiksins og Árni Stefánsson varði nokkrum sinnum mjög vel föst skot Pólverjanna. Fyrsta tækifæri íslendinganna kom ekki fyrr en á 35. mínútu leiksins, en þá skallaði Jóhannes Eðvaldsson að marki eftir hornspyrnu Karls Þórðarson- ar. Guðmundur Þorbjörnsson rétt náði til knattarins, en stóð illa og skot hans fór yfir markið frá markteig. Janus átti gott skot af 40 metra færi í lok fyrri hálf- leiksins, en markvörður Pólverj- anna varði örugglega. Er leið á seinni hálfleikinn lifnaði mjög yfir leik íslenzka liðsins. Eftir fallega sókn á 28. mínútu hálfleiksins átti Janus ágætt skot, sem var varið. Janus reyndi síðan hjólhestaspyrnu nokkru seinna en tókst ekki sem skyldi. Þó það komi þessum leik e.t.v. ekki við þá minnti það mann óneitanlega á mark Jóhannesar Eðvaldssonar gegn A-Þjóðverjum á Laugardalsvelli fyrir nokkrum árum, en það er önnur saga. Bezta tækifæri íslendinganna í leiknum kom á síðustu mínútunni. Atli Eðvaldsson átti hörkuskot frá vítateig. Kukla hálfvarði og Ingi Björn var réttur maður á réttum stað er hann náði boltanum. Hann flýtti sér þó einum um of og skot hans fór í liggjandi markvörðinn; hálfum metra ofar og ísland hefði skorað. Beztu menn íslenzka liðsins í þessum leik voru þeir Gísli Torfa- son og Karl Þórðarson. Gísla urðu varla á mistök sem bakverði og Karl reyndi allan tímann að byggj« upp. Ingi Björn lífgaði mjög upp á leikinn er hann kom inn á. Janus skapaði sér nokkur færi í leiknum sem ekki nýttust. Guðmundur hresstist er leið á leikinn eftir að hafa verið óvenju daufur allan fyrri hálfleikinn, þá fann hann aldrei sína stöðu á vellinum. Jón og Jóhannes eru traustir leikmenn, sem ekki gera mörg mistök, en ættu þó að sleppa því að einleika þegar þeir eru öftustu menn í vörn. Það munaði nokkrum sinnum litlu að illa færi eftir slíkt. Árni Stefánsson átti sinn þátt í fyrra markinu, en verður engan veginn sakaður um það síðara og varði nokkrum sinnum mjög vel í leiknum. Pétur Pétursson átti ekki mikla mögu- leika á móti 4 varnarmönnum í fyrri hálfleik, en gerði góða hluti í þeim síðari. Árni Sveinsson stóð vel fyrir sínu, en Atli Eðvaldsson virkaði óþarflega kærulaus í leiknum. Hörður Hilmarsson var daufur að þessu sinni. Pólska liðið er mjög sterkt og þó þeir séu að yngja upp þá hafa allir leikmenn liðsins mikla reynslu frá öðrum úrvalsliðum og sínum félögum. Lato er gífurlega skemmtilegur leikmaður og þegar hann er kominn á skriðinn er hann eins og eimreið. Kustov fór nokkr- um sinnum illa með landann og bakvörðurinn og fyrirliðinn Szymanowski er frábær leik- maður, bæði sem varnar- og sóknarmaður. Enginn veikur hlekkur er í pólska liðinu, allir leikmenn liðsins mjög sterkir. Dómari þessa leiks var írinn Perry og oft hefur sézt betri dómgæzla á Laugardalsvellinum. I STUTTU MÁLIi Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, Laugardalsvöllur 6. september. ísland — Pólland 0.2 (0.1) Mörk Póllands. Marek Kusto á 22. mínútu og Grzegorz Lato á 83. mínútu. Ántinning. Bohdan Masztaler fékk gult spjald. Áhorfendur. 6594 Lið íslands. Árni Stefánssin, Gísli Torfa- son, Árni Sveinsson, Jóhannes Eðvaldsson, Jón Pétursson, Hörður Hilmarsson, Karl Þórðarson, Janus Guðlaugsson, Atli Eðvalds- son, Guðmundur Þorbjörnsson, Pétur Péturs- son, Ingi Björn Albertsson (vm). IIDrúttlrl I Texti. Ágúst I. Jónsson I Myndir. Emilía Björnsdóttir I I °g Ragnar Axelsson. • Árni Stefánsson athugar knöttinn áður en leikurinn byrjar, Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði, ákveðinn á svip að baki honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.