Morgunblaðið - 08.09.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.09.1978, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 10 Mynd- og handmenntarkennarar: Mynd- og handmennt verði í námskjarna menntaskóla Mbl. hofur borizt cftirfarandi frcttatilkynninK frá mynd- og handmcnntarkcnnurumi „Dajíana 21.—27. ágúst 1978 var haldið mynd- og handmenntar- kennaranámskeið við Kennarahá- skóla Islands. Þátttakendur voru tæplega tvö- hundruð o)í stunda þeir allir kennslu við grunnskóla víðsvegar um land. Á fundi, sem þessir kennarar héldu þann 26. ágúst, voru eftir- farandi ályktanir samþykktar samhljóða: 1. Fundur haldinn á námskeiði mynd- og handmenntarkennara telur mikla nauðsyn á að mynd- og handmennt verði nú þegar tekin upp í kjarnanámi menntaskólanna og allra fjölbrautaskólanna. 2. Skorað er á menntamálaráð- herra að koma nú þegar á fót námstjórn í mynd- og handmennt er nái yfir framhaldsskólastigið ailt að háskóla. 3. Að komið verði upp sérstakri innkaupastofnun er annist öll innkaup og dreifingu á efni og tækjum fyrir mynd- og hand- menntarkennslu í íslenskum skól- um og að námstjórar í mynd- og handmennt verði ráðgefandi um efniskaup og aðrar framkvæmdir þessa máls. 4. Mynd- og handmenntarkenn- arar eru ákaflega óánægðir með þá tímaskerðingu sem orðin er í handmenntargreinum víða í grunnskólum landsins þar sem kennslustundum fjölgar ekki í samræmi við aukinn nemenda- fjölda og námsefni. Mynd- og handmenntarkennar- ar harma að ítrekaðar tilraunir til leiðréttingar þessara mála hafa ekki borið árangur. Þeir vilja minna á að í nýútkominni nám- skrá í mynd- og handmennt er námsefnið miðað við tvær viku- stundir vetrarlangt á nemanda. Mynd- og handmenntarkennarar telja, og vilja undirstrika, að áðurgreind tímaskerðing á engan rétt á sér, og skipting nemenda í hannyrða- og smíðanámi er ekki tímabær fyrr en tímum hefur verið fjölgað um helming." Botha andvígur tillögum Waldheims Sameinuðu þjóðunum, 6. september, AP. Utanríkisráðherra Suð- ur-Afríku, Roelof F. Botha, sendi Kurt Waldheim framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna bréf í dag og kvaðst vera andvígur tillögum framkvæmdastjórans um að sent yrði 7.500 manna gæzlulið og sérstök sveit lögreglu til Namibíu á meðan landsmenn byggju sig undir að taka við stjórn sinna mála. Ennfremur sagði Botha sig andvígan þvi að undirhúningstíminn yrði lengdur um eitt ár, en landið hlýtur sjálfstæði 1. janúar n.k. Þessi atriði komu fram í skýrslu framkvæmdastjórans til öryggis- ráðsins þar sem hann gerir grein fyrir því með hvaða hætti Samein- uðu þjóðirnar geti tryggt sjálf- stæði Namibíu í samvinnu við Suður-Afríku. Samsæri Alfreðs Flóka og Svarta eggið ALFREÐ Flóki hefur nú gefið út eftirprentanir með tveimur nýjum teikningum eftir sig og voru þær prentaðar í Banda- ríkjunum þar sem listamaður- inn hefur dvalið undanfarna mánuði. Þessar teikningar Alfreðs Flóka heita Svarta eggið og Samsærið. Þær eru gefnar út i 100 eintökum númeruðum og árituðum af listamanninum, en í spjalli við listamanninn kvað hann einfaldara fyrir þá sem hafa hug á myndunum að hafa samband í síma 20306 heldur en hringja í sig í New York. Kvaðst listamaðurinn hyggja á heim- komu innan tíðar með sitthvað æsilegt fyrir heimskúltúrinn. Vestfirzkir bygg- ingarverktakar: Mótmæla vinnubrögð- um Lands- bankans BYGGINGARVERKTAKAR á Vestfjörðum hafa nú harðlega mótmælt því, að Landsbanki íslands h.f. skuli hafa samið um smíði cinbýlishúss á ísafirði við fyrirtækið Ármannsfell h.f. í Reykjavík. Gunnar Þ. Lárusson byggingarmeistari, sem er verk- stjóri hjá Ármannsfelli, stcndur fyrir byggingunni, en hann hefur fengið til þess sérstakt leyfi frá byggingarnefnd ísafjarðar, þótt hann starfi aðeins til bráðabirgða á staðnum, eins og segir í Vestfirska fréttablaðinu. Daníel Kristjánsson, formaður Félags byggingarverktaka á Vest- fjörðum, segir í samtali við Vestfirska fréttablaðið, að ekki hafi verið leitað til .löggiltra byggingaraðila á ísafirði heldur hafi Gunnari Lárussyni verið fengið verkið. „Tilgangur mótmælanna er að láta í ljós vanþóknun okkar á því að opinberar þjónustustofnanir skuli ganga framhjá aðilum á ísafirði, sem reyna að halda uppi starfsemi og sem greiða gjöld hér á staðnum. Auk þess mótmælum við því, að þetta verk er ekki á frjálsu útboði, heldur virðist þetta hafa komizt í gegn vegna þrýst- ings Landsbankans sem peninga- stofnunar og að öllum líkindum, hefur verið gengið frá þessu „fyrir sunnan", segir Daníel. Hjónin að Grundarlandi 22 ásamt dóttur sinni, úthlutunarnefndinni, sóknarpresti og safnaðarfulltrúa Bústaðasóknar. V iðurkenningar veit- ing bræðrafélagsins ÞAÐ ER orðinn árlegur viðburður hjá Bræðrafélagi Bústaðasóknar að úthluta viðurkenningu fyrir „snyrti- lega umgengni á lóð og húsi“. Að þessu sinni hlutu viður- kenningu hjónin Edda Jóns- dóttir og Ólafur Briem fyrir eign sína að Grundarlandi 22. Dómnefndin benti sérstak- lega á, að erfitt hefði verið að ákveða þetta því svo margar húseignir hefðu verið verð- launaverðar við þá götu. í úthlutunarnefndinni eiga sæti Ólafur B. Guðmundsson, Oddrún Pálsdóttir og María Jónsdóttir, en nefndin lauk greinargerð sinni á eftirfar- andi hátt: Það er álit okkar að ræktunarmenning, snyrt- ing og fegrun umhverfis aukist og batni með ári hverju, bæði frá hendi ein- staklinga og þess opinbera, eins og sjá má í þessu hverfi. Heilbrigðiseftirlitið: kki taugaveikibróðir heldur salmonella- sýkill í svínabúinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá heilbrigöiseftirlitínu í Reykjavík: í dagblaðinu Vísi í gær, 5.9 ‘78, er frétt um að taugaveikibróður- sýkingar (para typhus) hafi orðið vart hjá starfsmanni svínabús í nágrenni Reykjavíkur og að ef til vill þyrfti af þeim sökum að eyða á annað hundrað tonnum af svínakjöti. Þar sem frétt þessi er efnislega ekki rétt, og ennfremur vegna eðlis máls þessa, telur heilbrigðiseftirlit borgarinnar nauðsynlegt að skýra frá helstu staðreyndum hér að lútandi: 1. Starfsmaður svínabús í Mos- fellssveit veiktist ekki af tauga- veikibróður, heldur af sýklinum salmonella agona. Sýkill þessi er einn af mörg hundruð afbrigðum af salmonellu-sýklum, sem valdið geta þarmasýkingu. Sýking af þessu tagi er ekki talin eins alvarleg og taugaveikibróðursýk- ing. 2. Vegna veikinda starfsmanns búsins, tóku hlutaðeigandi heil- brigðisyfirvöld sýnishorn í sjálfu svínabúinu, bæði úr svínastíum og frárennsli og fannst þar samskon- ar sýkill og í starfsmanninum. Annað starfsfólk búsins hefur ekki veikst. 3. Slátrað hefur verið 115 dýr- um frá svínabúinu, 40 dýrum 1. ágúst s.l., 35 hinn 8. ágúst og 40 hinn 14. s.m. Á meðan athugun og rannsókn heilbrigðisyfirvalda fór fram á kjötinu var það geymt í sérstökum frystiklefa á vegum og undir eftirliti heilbrigðiseftirlits borgarinnar. Engin önnur mat- vara var geymd í klefanum. 4. Ekki hefur orðið vart neins sjúkdóms í dýrum búsins, né heldur merki um að ofangreind 115 dýr hafi verið sjúk. Hins vegar fannst umræddur sýkill við rækt- un frá þarmaeitlum 24 sláturdýra. Við rannsókn á 91 skrokk, sem eftir var fannst sýkilinn á yfir- borði í 8. Af þeim 83 skrokkum sem þá voru eftir fannst enginn sýkill við þá rannsókn sem fram- kvæmd var. 5. Ofangreindum 32 skrokkum, samtals 2.272 kg, var eytt strax og niðurstöður sýklarannsókna lágu fyrir. 6. Umræddum 83 skrokkum, samtals 4.920 kg, hefur nú verið eytt eftir ákvörðun heilbrigðis- eftirlits borgarinnar. Ákvörðun þessi var tekin í varúðarskyni, að höfðu samráði við hejlbrigðiseftir- lit ríkisins og landlækni. 7. Umræddur frystiklefi verður sótthreinsaður undir eftirliti heil- brigðiseftirlits borgarinnar og ennfremur verður gætt fyllstu varúðar til að girða fyrir að smit geti dreifst frá sláturgripum eða viðkomandi búi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.