Morgunblaðið

Date
  • previous monthSeptember 1978next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 08.09.1978, Page 17

Morgunblaðið - 08.09.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 17 Vilmundur Gylfason alþm.: Annad hvort kúvendir st jórnin eda hún missir meirihlutann Ásgerður Búadóttir. Gerir veggteppi fgrir Norrœnu menningarmála skrifstofuna í Khöfn VILMUNDUR Gylfason alþingis- maður skrifar í gær kjallara- grein í Dagblaðið, þar sem hann fjallar um rikismálin undir fyrir sögninnii „Ferð án fyrirheits“. í greininni segir Vilmundur m.a.: „Nánast allir gera sér þó ljóst, að stjórnin er byggð á siðferðileg- um og efnahagslegum sandi. Stjórn, sem heldur áfram óbreyttri efnahagsstefnu fyrri ríkisstjórnar og stefnir í 50—60% verðbólgu á næsta ári er byggð á efnahagslegum sandi. Stjórn, sem afhendir framsóknarmönnum dómsmálaráðuneyti og þar sem umbætur til dæmis í skattsvika- málum hafa verið strikaðar út úr samstarfsyfirlýsingu á síðustu stundu er byggð á siðferðilegum sandi. Framsóknarfnykinn leggur langar leiðir. Annað af tvennu gerist: Að þessi ríkisstjórn kú- vendir frá því sem þegar hefur verið skráð á blað, eða hún missir þingmeirihluta fyrr en varir. Lúðvík Jósepsson heldur því fram, að Alþýðuflokkurinn sé þverklofinn. Þrír þingmenn Al- þýðuflokksins greiddu atkvæði gegn þessu samstarfi. Tveir þing- menn Alþýðubandalagsins í jafn- stórum þingflokki greiddu einnig atkvæði gegn og einn sat hjá. Það virðist ekki skipta máli. Þar er enginn klofningur. Þessu er Lúð- vík að segja frá.“ Og undir millifyrirsögninni Af hverju á móti? segir Vilmundur: „Alþýðuflokkurinn vann í vor mesta kosningasigur í sögu lýð- veldisins. Því er ekki að neita að sá kosningasigur hefur illilega forklúðrast nú um sinn. Hann hefur forklúðrast sennilega fyrst og fremst vegna þess að okkar foringi var of heiðarlegur, kurteis og bláeygur til þess að eiga pólitísk viðskipti við Ólaf Jó- hannesson og Lúðvík Jósepsson, leifarnar af pólitísku kerfi, sem er að ganga sér til húðar. í allt sumar og allt þar til stjórnin var mynduð var meðal annars um það deilt, hvort og með hverjum hætti ætti að láta baráttu gegn verðbólgu hafa forgang og fórna þá öðrum markmiðum. Þetta var augljóst áhugamál Alþýðuflokksins og í beinu framhaldi af málflutningi fyrir kosningar. Lúðvík hafði ekki áhuga — og Ólafur Jóhannesson ekki heldur. Endirinn varð þó sá, að ekki varð þetta fest á blað, en Steingrímur Hermannsson og Ragnar Arnalds gáfu munnlegt loforð fyrir því, að þetta yrði bókað sem stefna ríkisstjórnar- innar á hennar fyrstu fundum. Kjartan Jóhannsson lýsti þessu loforði á flokksstjórnarfundi Al- þýðuflokksins og sagðist taka það gilt. Það er mál út af fyrir sig að taka við munnlegum loforðum eftir það sem á undan er gengið. Aðrir þingmenn Alþýðuflokksins settu fyrirvara um að þetta loforð stæði. Lúðvík er galvaskur að vanda. Ekkert slíkt loforð hefur verið gefið. Ragnar Arnalds er ómerkur orða sinna. Það eru þessi vinnubrögð sem eru með þeim hætti, að ógeðfelld má kalla. Stjórnarmyndunarvið- ræðurnar hafa allar verið í jjessa veruna. Bláeygir karlar hafa treyst einhverju sem óljóst má kalla heiðarleika og samstarfs- vilja. Hinum megin við borðið sitja Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson". ÍSLENSK listakona, Asgerður Búadóttir, hefur verið ráðin til að gera veggteppi, sem setja á upp í fundarsal Menningarmálaskrif- stofu Norðurlandanna að Snare- gade 10 í Kaupmannahöfn. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ásgerður, að veggurinn, sem teppið ætti að fara á, væri ekki ýkja stór eða 6 metra breiður og sagðist hún hafa farið utan í sumar og skoðað aðstæður og í framhaldi af því sent forráðamönnum skrifstofunnar teikningar, sem þeir hefðu sam- þykkt. — Ég er í raun bæði bundin og frjáls, því ég er bundin af umhverfinu í fundarherberg- inu en að öðru leyti frjáls að því hvernig teppið verður, sagði Ásgerður. Tildrög þessa máls eru þau að á fundi stjórnar Menningarsjóðs Norðurlanda fyrir nokkru var ákveðið að verja allt að 50 þús. danskra króna til þess að kaupa listaverk handa Menningarmála- skrifstofunni í Kaupmannahöfn frá aðildarlöndum sjóðsins. Eftir athugun var talið heppilegast að velja eitt listaverk og ákveðið að leita eftir að fá gert veggteppi á íslandi. Þess má geta að í fundarsal Menningarmálaskrifstofunnar er stórt málverk eftir Ásgrím Jóns- son, sem forstöðumaður Ás- grímssafns, frú Bjarnveig Bjarnadóttir, lánaði mennta- málaráðuneytinu handa skrif- stofunni. Um helmingur nemenda vinnur meira en 40 stundir á viku MEÐALVINNUÁLAG í 4 efstu bekkjum grunnskóla er, sam- kvæmt könnun sem gerð hefur verið á vegum menntamálaráðu- neytisins á vinnuálagi f skólum, 41,4 stundir á viku í skólum þéttbýlis en 45 stundir á viku í heimavistarskólum dreifbýlis. Þessi tími er saman settur af kennslustundum á viku að frá- dregnum frímínútum, heima- námstímanum og þeim tíma, sem nemandinn notar í ferðir milli dvalarstaða og skóla á viku. Meðalvinnuálagið er 47,6 stundir á viku f framhaldsdeildum gagn- fræðaskóla, 44,4 stundir á viku f menntaskólum, 46,9 stundir á viku í Iðnskóla Hafnarfjarðar, 54,2 stundir á viku í Vélskóla íslands og 51,8 stund á viku í Tækniskóla íslands. Könnunin var gerð vorið 1974, og hafa ber í huga að síðan hafa grunnskólalög komið að verulegu leyti til framkvæmda og ýmsar breytingar orðið á starfsháttum framhaldsskólanna. M? t.d. nefna að aðeins einn áfangakerfisskóli im um lög- rasamninga verði hrundið í framkvæmd með löggjöf strax á þessu hausti. 5. Um friðunaraðgerðir Þar sem ríkisstjórnin hefur í samstarfsyfirlýsingu sinni m.a. boðað auknar friðunaraðgerðir fiskistofna leggur fundurinn á það' þunga áherzlu, að þær ráðstafanir sem gerðar kunna að verða, verði í fullu samráði við samtök sjó- manna. Fundur'nn ^korar á ríkisstjórn- ina að hlutast til um það, að þegar gerðar eru friðunaraðgerðir fái sjómenn bætt launatap það er af hlýst, t.d. með greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði. 6. Um ráðstöfun gengishagnaðar og verðlagsráð Fundurinn krefst þess að sköpuð verði skilyrði til fiskverðshækkun- ar, sem tryggi sjómönnum viðun- andi kjarabætur. Einnig að eðlileg starfsemi Verðlagsráðs verði á engan hátt heft með lagaboði. Fundurinn ítrekar fyrri kröfur samtakanna um endurskipulagn- ingu fiskiðnaðarins svo honum reynist unnt að standa undir eðlilegu fiskverði og launagreiðsl- um starfsfólks. Samtök sjómanna verði höfð með í ráðum við ráðstöfun gengis- munasjóðs. 7. Um endurskoðun vísitölu Fundurinn tekur undir þá yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar að nú- verandi vísitölukerfi verði tekið til endurskoðupar, og lýsum okkur fúsa til að taka þátt í umræðum um það mál. Virðingarfyllst, f.h. FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBANDS ÍSLANDS Ingólfur Sig. Ingólfsson var þá starfandi í landinu, Menntaskólinn í Hamrahlíð, en síðan hafa verið stofnaðir fjöl- brautaskólar, eins og bent er á í fréttabréfi menntamálaráðu- neytisins,- þar sem sagt er frá niðurstöðu skýrslunnar, sem Hrafnhildur Ragnarsdóttir hafði með höndum í fyrstu, en Atli Guðmundsson, sálfræðingur, tók svo við og lauk endanlega í júlí sl. Meðaltölin verður að meta bæði með tilliti til þess hver dreifingin er hjá nemendum hvers skóla og hvert framlag hvers þáttar í vinnuálagi fyrir sig er, segir þar. Breytileiki vinnuálgsins er lang- mestur milli tegunda skóla. Einnig er hann nokkuð mikill milli bekkja hvers skóla. Dreifingin innan bekkja er töluverð, og er algengast að meirihluti (60—70%) nemenda sé á bilinu 5—6 stundir ofan og neðan við meðaltal. T.d. er 70% nemenda í grunnskólum í þéttbýli á bilinu 35.4—47.4 stundir á viku. Þegar meta á vinnuálagið sem slíkt er nauðsynlegt að taka mið af þeim viðhorfum og þeim gildum sem ríkja í þjóðfélaginu á hverjum tíma. í kjarasamningi fjármála- ráðherra og B.S.R.B. frá 1. apríl 1976, segir að vinnutími allra ríkisstarfsmanna skuli vera 40 stundir á viku. í 44. grein grunn- skólalaga frá 1974 segir að við ákvörðun daglegs og vikulegs starfstíma nemenda í grunnskóla skuli þess gætt, að hann fari í heild sinni (kennslutími, stunda- hlé og sjálfsnám utan kennslu- stunda) ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nem- enda og þroska. Þar segir einnig að vikulegur kennslutími á hvern nemanda í 7.-9. bekk grunnskóia skuli vera sem næst 1440—1480 mínútum eða 24—24.67 stundir á viku. Ekki er þar tekið fram hvert skuli vera heildarvinnuálag nem- enda í klukkustundum á viku. Það er því varla hægt að miða við neitt annað en löggiltan vinnutíma, þó deila megi um það hvort það sé „hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska“. U.þ.b. helmingur nemenda í úrtaki könnunarinnar vinnur meira en 40 stundir á viku, og eru þá ferðir meðtaldar. Þetta hlutfall er mjög breytilegt eftir tegundum skóla. 30.2% nemenda í grunnskól- um í þéttbýli hafa meira en 40 stunda vinnuviku en 68.2% nem- enda í dreifbýli. I sérskólum er vinnuálagið miklu meira. I Vélskóla íslands eru það tæp 90% nemenda sem vinna meira en 40 st/viku og í Tækniskólanum er þessi fjöldi svipaður eða 85%. í þessum skólum er meðalvinnuálagið yfir 50 stundir á viku. Fyrir aðra skóla úrtaksins er hundraðshlutinn þessi: Fram- haldsdeildir gagnfræðaskóla 55%, menntaskólar 42.1% og iðnskólar 60%. Kennslutíminn er nokkuð jafn í bekkjum þeirra skóla sem könnun- in nær til, eða nálægt 30 stundum á viku. Tíminn í ferðir er einnig nokkuð jafn eða 3—4 stundir á viku, sem gerir u.þ.b. 20 mínútur í hverja ferð tvisvar á dag 5 daga vikunnar. Orsökina fyrir mjög misjöfnu vinnuálagi er því að finna í mjög breytilegum tíma sem nemendur verja til heimanámsins. T.d. er vinnuálag miklu meira í heimavistarskólum í dreifbýli en í grunnskólum í þéttbýli vegna þess að þar er heimavinnan miklu meiri. Nemendur grunnskóla nota 1—2 tíma á dag í heimanám og nemendur menntaskóla llA—2 tíma á dag. Heimavinna er áber- andi miklu meiri í 9. bekk grunnskóla en í hinum bekkjum þeirra. í sérskólum er þessi tími að meðaltali 2—3 V4 stund á dag. Þessi tími er að sjálfsögðu nokkuð breytilegur milli einstaklinga hvers bekkjar. Sumir læra ekki neitt, en aðrir nota 6—7 tíma á dag í heimalærdóminn. Aðstaða til heimavinnu er yfir- leitt mjög góð hjá nemendum úrtaksins, tæplega 80% þeirra segja að hún sé mjög góð eða fremur góð. 12,4% segja að hún sé fremur slæm, og 3,77% að hún sé slæm. Bendir samanburður til að aðstaðan sé verst hjá þeim nemendum er dvelja í leiguhús- næði. I fréttinni segir að yfirleitt gæti ekki mikillar þreytu hjá nemendum vegna námsins. Meiri- hluti þeirra er sjaldan þreyttur eftir skólann og getur haldið nokkuð lengi áfram með heima- vinnuna án þess að þreytast. Þreyta er nokkuð áberandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Myndlista- og handíðaskólanum og Lindargötuskóla. Fékk trollið í skrúfuna TOGBATURINN Sæborg RE fékk trollið í skrúfuna. þegar háturinn var á veiðum djúpt úti af Vestfjörðum fyrir nokkrum diigum. Varðskipið Þór k'om bátnum til aðstoðar og dró hann inn á Önundarfjörð. þar sem skorið var úr skrúfunni. Þegar varðskipið var á leið til lands með Sæhorgu. kallaði togarinn Krossvík í það og bað um aðstoð. en Krossvík hafði einnig fengið í skrúfuna. þar sem togarinn var að veiðum í Víkurál. Um leið og varðskips- menn höfðu lokið við að skera úr skrúfu Sæborgar. var haldið að Krossvík og var togarinn dreginn inn á Patreksfjörð og var þar skorið úr skrúfunni. Myndina tók Jón P. Ásgeirs- son þegar verið var að koma taug á milli Sæborgar og Varðskipsins.

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
110
Issues:
55339
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 203. tölublað (08.09.1978)
https://timarit.is/issue/117232

Link to this page: 17
https://timarit.is/page/1503455

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

203. tölublað (08.09.1978)

Actions: