Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
13
Þeir Eggert og Hinrik létu fara vel um sig á bekk í miðbæ
ísafjarðarkaupstaðar í góða veðrinu fyrir stuttu er blaðamaður
Morgunblaðsins hitti þá að máli. Ljósm. Anders Hansen.
ekki að hrekjast um í ólgu- og
brotsjó, og hvort ekki þyrfti að
rétta hana við. Ekki gat undir-
ritaður neitað því, en sagði
jafnframt að góð ráð væru nú
dýr, og varla lægju neinar
allsherjar lausnir á lausu í
þessu efni, en Hinrik kvaðst þó
hafa tillögu til úrbóta:
„Það var hérna á árum áður,“
sagði Hinrik, „að samvinnufélag
var stofnað, þegar allir út-
gerðarmenn voru farnir á haus-
inn, og keypti félagið sjö báta.
Þegar svo þessir báfar fóru að
fiska, þá var það gert að
skilyrði, að tekin væru 15% af
launum allra sjómanna á
skipunum og 3% af verkafólki í
landi, og skyldi þetta fé renna i
reksturinn, og var þetta gert í
nokkur ár.
Svo miklir erfiðleikar voru á
þessum árum, að þessar ráð-
stafanir komu hreinjega í veg
fyrir að félagið færi á hausinn.
Þetta félag, sem gerði út svo-
kallaða samvinnufélagsbáta, var
stofnað árið 1928, og skipið sem
ég átti í og var skipstjóri á kom
hingað til lands árið 1929, og
kostaði þá 60 þúsund krónur.
— Það skip átti ég í samfélagi
við Vilmund Jónsson landlækni,
en hann og Finnur Jónsson,
síðar dómsmálaráðherra, komu
þessu félagi á laggirnar.
„Því dettur mér það í hug,“
segir Hinrik ennfremur, „að
fara megi þá leið núna, til þess
að ná okkur út úr þessum
efnahagserfiðleikum, að taka
15% af öllum mönnum, sem
hafa yfir 2,5 milljónir í tekjur á
ári, og 15% af öllum fyrirtækj-
um, sem hagnaö hafa.
Og þegar gerðir eru kjara-
samningar við verkalýðsfélögin,
þá séu gerðir sérsamningar við
allt láglaunafólk, enda eru allir
að tala um að háetkjumenn hafi
meira en nóg, og að jafna eigi
bilið."
Eggert sagðist geta tekið
undir flest af því sem Hinrik
hafði sagt, „en þó finnst mér að
það verði að vera alveg ljóst, að
langskólamenn verða að hafa
hátt kaup,“ sagði Eggert, „það
fólk er ef til vill tuttugu og
fimm ár að búa sig undir
lífsstarfið, og þarf að fá laun í
samræmi við það.“
Góð veðrátta
á ísafirði
Þegar blaðamaðurinn
staldraði við á ísafirði nokkra
septemberdaga fyrir stuttu, þá
var þar einstakt blíðuveður, og
talið barst að því hvort alltaf
viðraði -svona þarna fyrir
vestan. Þeir Eggert og Hinrik
sögðu, að yfirleitt væri ágætt
veður á sumrin og oft tangt
fram á haust, einkum í austan-
átt, þá eru gjarna stillur og
hitar. Að vetrinum á það hins
vegar til að vera illviðrasamt, og
frekar snjóþungt er stundum á
Isafirði, en þaö sögðu þeir þó
ekkert vera til að kvarta yfir,
sögðu þessir tveir óvenjulega
jákvæðu menn.
„Eg fór til dæmis til Ceylon í
vetur,“ sagði Hinrik, „þar sem
sonur minn starfar við að kenna
innfæddum fiskveiðar, þar var
að vísu ágætt að vera, en
fullheitt samt fyrir mig. Þá er
bara betra að yera í blíðunni hér
fyrir vestan," sagði hann um
leið og þeir stóðu upp og sögðust
ætla heim í kaffi, en þeir búa
báðir í sínum eigin húsum
ásamt eiginkonum sínum. „Það
ætti enginn að fara á elliheimili
fyrr en hann má til, þá er það
ágætt," sagði Eggert.
- AH.
við þyrftum að gefa fiskinum
sérstaka fæðu til að fá rétta litinn
og í sumar gáfum við mikið af
rækjuskel, sem við fengum frá
Djúpavogi. í Noregi er loðnuolía
mikið notuð til þessa. Hjá okkur
hefur þetta að mörgu leyti verið
líkara tómstundagamni en atvinnu
og við höfum t.d. verið að hlaupa í
að gefa fiskinum í matar- og
kaffitímum.
— Framtíðin í sambandi við
þessa starfsemi er allt annað en
glæsileg eins og er og því hættum
' við í haust. Það er ljóst að ef þessi
starfsemi á að bera sig þarf hún að
vera umfangsmeiri og byggð á
öruggari grundvelli. Eg held það
sé ekkert í kerfinu, sem gerir ráð
fyrir svona starfsemi og við höfum
ekki fengið neina opinbera styrki
eða aðstoð.
— Þegar dæmið verður endan-
lega gert upp reikna ég með að við
sitjum uppi með stórtap fjárhags-
lega. En við höfum sýnt fram á að
þetta er hægt. Afföllin eru ekki
vegna kulda sjávar eins og margir
spáðu, þau eru frekar vegna veðurs
og kunnáttuleysis í upphafi. Þetta
hefur verið erfitt, en á margan
hátt skemmtileg tilraun og við
erum reynslunni ríkari ef við
förum af stað aftur, segir Sigurður
Arnþórsson að lokum.
Ilægt var að setja háfinn niður í
girðinguna og koma upp með
hann fullan af fallegum laxi eftir
nokkrar sekúndur. Hætt er við að
titringur hefði farið um laxveiði-
menn hefðu þeir séð sporðaköstin
í girðingunni.
Arið 1956
var Volvo nr. 22
r ■ ■ ^ ■ ■
I rooinm ■ . . af skráóum bílum á
íslandi. Volvo var þá með sama markaðs-
hluta og Fiat, 1,4%
Áriö 1956 var að mörgu leyti gott Volvo ár, en við
vorum sannfærðir um að gæði Volvobílanna myndu
hækka okkur í sessi áður en langt um liði.
Árið 1966 sýndi að við höfðum rétt fyrir okkur.
Volvo var þá nr. 9 í röðinni með 3,1% markaðs-
hluta.
Árið 1976 bættum við um betur og náðum 5. sæti
með 4,8% markaðshluta. Volvo var mest seldi
bíllinn í sínum verðflokki, og lang mest seldi bíllinn í
sínum stærðarflokki.
í dag nálgumst við 4. sætið óðfluga, enda hefur
Volvo aldrei boöið jafn trausta og glæsilega bíla og
fjölbreytt úrval. Nú má jafnvel Fiat fara að vara sig!
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
argus