Morgunblaðið - 21.09.1978, Page 17

Morgunblaðið - 21.09.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 17 Næsta heims- meistara- keppni er haf in brátt fyrir að þeir Karpov og Korchnoi berjist enn hatrammri baráttu um heimsmeistaratitilinn í Baguio á Filippseyjum er fyrsti hluti næstu heimsmeistarakeppni þegar hafinn. Sem kunnugt er tekur hver keppni fjögur ár. Fyrsta árið fara fram mjög missterk svæðamót, langerfiðast er að kom- ast áfram í Sovétríkjunum, en auðveldasta svæðið er vafalaust Miðasíusvæðið, þar sem það kemur oft fyrir að titillausir skákmenn komast áfram. Næsti áfangi er siðan millisvæðamótin. þar sem 36 — 40 skákmenn fá að tefla. Úr þeim komast sex áfram og tefla þeir í askorendacinvfgjunum ásamt þeim tveimur sem lengst komast í heimsmeistarakeppninni án þcss að hrcppa titilinn sjálfan. Spassky á því öruggt sæti í næstu áskorenda- einvígjum, en enn er ekki útkijáð hvor þeirra Karpovs og Korchnois tekur þar sæti. Tímabil svæðamótanna er nú þegar hafið. Islendingar eiga þrjú sæti á svæðamótum og þau koma þeir Friðrik Olafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson til með að skipa að öllu forfallalausu. Þremur svæðamótum er nú þegar lokið og um þau verður einmitt fjallað í þættinum í dag. Svæðamót Sovétríkjanna fór fram í Lvov í vor. Þar var teflt um fimm sæti í millisvæðamótum. Rétt fyrir byrjun mótsins veiktist Tal hins vegar og ákvað þá sovézka skáksam- bandið að gefa honum frítt sæti, en hinir fimmtán þátttakendurnir tefldu um þau fjögur sæti sem eftir voru. Mótið var ákaflega hart og jafnt, en úrslit urðu þau að Juri Balashov varð efstur, hlaut 9 vinninga af 14 mögulegum. Næstur kom Rafael Vaganjan með 8V2 v. Hann teflir því í fyrsta skipti í millisvæðamóti og má segja að tími sé kominn til. Þriðja sætinu skiptu síðan þeir Gennadi Kuzmin. Oleg Romanishin og Vitaly Tseshkovsky á milli sín og verða þeir þrír að tefla aukakeppni sín á milli þar sem tveir komast áfram, en einn fellur út. Nokkuð kom á óvart í mótinu hversu slök frammistaða sovétmeistaranna, þeirra Dorfmans og Guljkos varð, en hvorugur þeirra var nálægt því að komast áfram. Það sýnir e.t.v. hversu mikil breidd er í sovézku skáklífi. Við skulum nú líta á eina skák frá mótinu: Ilvítti Balashov Svarti Romanishin Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6. 4. Rc3 - Bb4, 5. e3 - Bh7, 6. Bd3 - Re4, 7. 0-0 - Rxc3? (Þessa peðsfórn má svartur með engu móti taka eins og sést á framhaldi skákarinnar. Bezt er hér 7.... f5, 8. d5l? — Bxc3, 9. bxc3 og nú getur svartur valið á milli þess að taka peðið á d5 og leika 9... .Ra6 sem leiða báðir til mjög vandtefldrar stöðu á báða bóga) 8. bxc3 - Bxc3, 9. Hbl - Rc6, 10. IIb3 — Ba5 (Skuggahliðin á peðs- ráninu er þegar komin í ljós. Biskupinn á eftir að hírast á a5 það sem eftir er skákarinnar) 11. e4 — h6 (I skákinni Gligoric- Larsen, Lugano 1970 varð framhald- ið hér 11. ... Re7, 12. d5 — Rg6, 13. Rd4 - De7, 14. Bc2l? - Bb4,15. Rb5 og eftir 15 ... 0-0?? í stað 15.... Kd8 náði hvítur vinningsstöðu 16. Dh5! Larsen sigraði þó um síðir eftir sérkennilega viðureign) 12. d5 - Re7. 13. Bb2 - 0-0, 14. Re5 — Rg6, 15. Rg4 — De7, 16. Í4 — f5,17. exf5 — exf5 18. Rxh6+!! (Þegar borin er saman virkni biskupapara hvíts og svarts koma slíkir leikir reyndar ekki mikið á óvart). gxh6, 19. Dh5 - Kh7, 20. Bxf5 - Hxf5, (Eftir 20.... Df7 vinnur 21. Hh3) 21. Dxf5 - Hf8, 22. Dc2 - Dc5+, 23. Khl - Bxd5, 24. Hg3 - Hg8 (Hvítur vinnur einnig eftir 24. ... Bf7, 25. e5 - Re5, 26. Bxe5 - Dxe5, 27. f6+ - Kh8, 28. Hg7) 25. f5 - Rf8, 26. f6+ - Hg6, 27. Hxg6 — Rxg6, 28. f7 og svartur gafst upp. Bandaríska meistaramótið í ár skar jafnframt úr um hverjir þrír fengju sæti í millisvæðamóti. Keppnisstaðurinn vakti nokkra at- hygli, en teflt var í Pasadena í úthverfi Los Angeles, en þar er Fischer einmitt búsettur. Ekki var heldur nóg með það, heldur var einnig teflt í húsakynnum Ambassa- dor College, en það er trúflokkur sem hefur algjört tangarhald á Fischer. Þrátt fyrir þetta lét heimsmeistar- inn fyrrverandi ekki sjá sig meðal áhorfenda og sífellt fleiri hallast að. því að hann muni aldrei tefla framar. Aðstæður á mótinu voru mjög umferðin lítur út frá þeirra hugarheimi. Það er stað- reynd að börn sjá umferð- ina í kring um sig í allt öðru ljósi en fullorðnir. í fyrsta lagi er fjarlægðar- skyn barna annað og þau gera sér ekki grein fyrir hraða bifreiða. Myndasag- an höfðar því ekki síður til foreldranna en barnanna sjálfra, og er það von okkar að foreldrarnir lesi mynda- söguna með börnunum og útskýri fyrir þeim það sem kemur fram í sögunni. Mér sem teiknara er það mikið ánægjuefni að fá frjálsar hendur við sköpun þessarar myndasögu, og vonast til að mér takist vel upp. Ég vona að þetta framtak geti orðið upphaf- ið að hugarfarsbreytingu til bættrar umferðarmenn- ingar almennt, samanber þann árangur sem náðist með hægri breytingunni 1968, þegar allir lögðust á eitt öllum til hagsbóta. En ég legg á það áherzlu að til þess að myndasagan beri meiri ávöxt en að vera dægrastytting fyrir börnin, þurfa foreldrarnir að leggja mér og börnum sínum lið. Hvernig væri að byrja að brosa með börnun- um,“ sagði Haukur að síð- ustu. ÞAC ER BflRPi VERST AÐ BÚ-AR KUNNA A-Ð FLAUTA.EN EKKI Úr myndasögunni Manni og Konna Friðrik Óiafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson munu tefla á svæðamótunum. Skák eftir MARGEIR PETURSSON slæmar og einn þátttakenda, Walth- er Browne, margfaldur Bandaríkja- meistari hætti við þátttöku af þeirir ástæðu. Sigurvegari á mótinu varð hins vegar Lubomir Kavalek. Hann hlaut 10 v. af 14 mögulegum. Hann bar höfuð og herðar yfir helstu keppinauta sína, þá James Tarjan, sem hlaut 8V2 v. og Leonid Shamkovich, sem hlaut 8 v. Þessir þrír komast áfram. Svæðamót A-Asíu og Ástralíu fór fram í Ito í Japan. Vegna þess hversu margir voru meðal þátttakenda varð að tefla undanrásir og úrslit. í undanrásunum féllu t.d. út báðir þátttakendur alþýðulýðveldisins Kína, en skákmenn þaðan hafa að undanförnu hafið þátttöku í alþjóð- legum skákmótum og hafa vakið mikla ath.vgli fyrir góða tafl- mennsku. Það kemur engum á óvart að það voru tveir Filippseyingar sem kom- ust áfram úr mótinu. Það voru þeir Eugenio Torre og Ruhen Rodriguez. Filippseyingar hafa um árabil verið langsterkasta skákþjóð Asíu og eiga tvo stórmeistara, þá Torre og Balinas. Torre vann m.a. það afrek árið 1976 að sigra Karpov með svörtu í mjög skemmtilegri skák. ASÍMINN F.R: 2248D JÚ#rj)unbUit>it> áTá Timburverzlunin Tr VÖIundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. I meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.