Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 18
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
„Viðbrögðin hafa sannfært
mig um, að fyrir löngu var
tímabært að reifa þessi mál“
— segir Sveinn Jónsson um viðbrögðin
sem grein hans í Mbl. um skattamál
hefur hlotið.
„Já, ég hef vissulega orðið
var við mjög sterkar og
jákvæðar undirtektir við þau
sjónarmið sem ég setti fram í
grein í Morgunblaðinu um
skattamal fyrir stuttu,"
sagði Sveinn Jónsson í sam-
tali við Morgunblaðið í gær-
kveldi. „Þessar undirtektir
hafa komið víða að, frá
ýmsum aðilum, og án þess að
þar skipti máli í hvaða
stjórnmálaflokki þeir
standa," sagði Sveinn enn-
fremur.
„Orð í tíma töluð“
„Menn hafa nær einróma
látið þá skoðun í ljós, að
þetta væru orð í tíma töluð,
og menn hafa hvatt til þess
að þessum sjónarmiðum
verði fylgt eftir. — Meðal
annars hefur mikið verið um
það spurt, hvort undirbún-
ingur að stofnun samtaka
skattgreiðenda sé eitthvað á
veg kominn. En um skipu-
lagðan undirbúning hefur
varla verið að ræða ennþá,
enda eðlilegast að sjá til og
kanna viðbrögð stjórnmála-
manna og flokka til tillagna
minna."
„Framkomin viöbrögð
hafa valdið vonbrigðum"
— Nú hafa nokkur við-
brögð þegar komið fram, það
er að segja hjá tveimur
blöðum, Tímanum og Þjóð-
viljanum. — Hvað vilt þú
segja um þau?
„Því er ekki að neita, að
þessi fyrstu viðbrögð tveggja
stjórnarblaða hafa valdið
mér miklum vonbrigðum. I
þessum blöðum birtust í dag
fjórar greinar um málið, og
að mínum dómi er ekki hægt
að kalla tvær þeirra annað
en lágkúru af aumasta tagi
sem unnt er að hugsa sér.
Þar á ég við leiðara Tímans
og aðra Þjóðviljagreinina."
„Lengi hugsað
um þessi mál“
— Hvert er tilefni þess að
þú ritar þessa grein einmitt
núna, eru einhverjar sérstak-
ar ástæður þar að baki?
„Ég vil leggja áherslu á
það; að þessi grein mín er í
beinu framhaldi af fyrri
greinum mínum um sama
efni, í Morgunblaðinu haust-
ið 1976 og í maímánuði
síðastliðnum.
Þessi skrif mín eru sprott-
in af mjög langri umhugsun
um þessi mál, og miklum
áhuga á þeim. I grein minni
síðastliðið vor sagði ég að
ýmis teikn væru á lofti um
það, að þeir, sem væru
fylgjandi aukinni skattpín-
ingu í formi beinna skatta,
væru að sækja í sig veðrið.
Varaði ég mjög við þeirri
þróun, og hvatti þá, sem
þegar teldu að þegar væri of
langt gengið í þessu efni, til
að standa saman.
Það að grein mín birtist
svo nú, er vegna þess að
þetta hugboð mitt átti eftir
að verða að veruleika fyrr en
varði.“
„Gagnrýnin ekki
nægilega málefnaleg"
— Þú talar um að gagn-
rýnin hafi verið lágkúruleg,
en hvað viltu segja um þann
hluta þeirra sem unnt er að
kalla málefnalega gagnrýni?
„Það hefur ekki farið mik-
ið fyrir málefnanlegri gagn-
rýni á hugmyndir mínar, en
þó er þær helst að finna hjá
„ekh“ í Þjóðviljanum, þar
sem hann ræðir um „tekju-
jöfnunarhlutverk tekju-
skattsins", tekjuskattsálagn-
ingu í nágrannalöndum okk-
ar, og þar sem hann ræðir
um þá, „sem hafa tekjur
umfram skynsamlegt mark“,
og að lokum þar sem hann
ræðir um nauðsyn aukins
skattaeftirlits.
Um það er þetta að segja,
að þeir Þjóðviljamenn eru
undarlega sambandslausir
við lífið í kringum sig, og það
þjóðfélag sem þeir lifa í, ef
þeim finnst í alvöru að
eðlilegt sé og sanngjarnt að
tekjur sem menn afla sér
með framtaki og dugnaði, oft
utan venjulegs vinnutíma,
séu gerðar nánast upptækar.
— En það vil ég leyfa mér að
kalla þá „skattlagningu" sem
náð hefur núverandi marki.
Ég held að fólki finnist svona
skattlagning óeðlileg, og það
á jafnt við um kjósendur
Alþýðubandalagsins sem
aðra menn. En gaman væri
að fá að vita, hvað „ekh“ á
við, þegar hann ræðir um
„skynsamleg mörk tekjuöfl-
unar.“ Sjálfsagt telur hann
að framtak. íslenskra sjó-
manna á togurum eða loðnu-
veiðum, strit iðnaðarmanna
sem oft. leggja nótt við dag
eða mikla vinnu ungs fólks
sem er að koma þaki yfir
höfuðið, sé óskynsamlegt
atferli sem ætti að refsa
fyrir.“
„Tekjuskatturinn nú
leiðir til óréttlætis“
Um „tekjujöfnunarrök-
semdina" væri ástæða til að
fara fleiri orðum en unnt er í
stuttu viðtali sem þessu. En
ljóst er, að margir Jhafa lengi
verið þeirrar skoðunar, að
við íslenskar þjóðfélagsað-
stæður eins og þær eru í dag,
að þá hefur tekjuskatturinn
frekar orðið til þess að
innleiða óþolandi misrétti
heldur en að verða til jöfnun-
ar milli þegnanna.
í þessu sambandi verður
einnig að krefjast svara við
Sveinn Jónsson
„Því er ekki að
neita að viðbrögð
stjórnarblaðanna
tveggja hafa vald-
ið mér miklum
vonbrigðum“.
„Ég hef fyrir
löngu varað við
því, að þegar væri
of langt gengið í
skattpíningu með
beinum sköttum
sem hér eru við
lýði“.
þeirri spurningu, hvaða þjóð-
félagshópar það séu sem eiga
að vera þau sníkjudýr á
þjóðfélaginu, að réttmætt sé
að gera tekjur þeirra upp-
tækar í þeim mæli sem felst í
núverandi skattaálögum."
„Þurfum ekki að flýta
okkur á sama skatt-
píningarstig og pekk-
ist hjá sumum
nágrannaþjóðum okkar“
— Nú er því haldið fram
að tekjuskattar séu hærri í
nágrannalöndum okkar,
hvað vilt þú segja um það?
„Um þá „röksemd", að
beinir skattar séu hærri í
nágrannalöndunum, vil ég
segja það, að ekki þarf að
vera nauðsynlegt fyrir okkur
að komast á sama skattpín-
ingarstig og annars staðar
kann að fyrirfinnast. En
þessi „röksemdafærsla" gerir
raunverulega tilefni til miklu
meiri umræðna en hér er
unnt.
Látið skal nægja að taka
fram, að samanburður hefur
ekki verið birtur á tekju-
skatti hér og í öðrum lönd-
um, og hefi ég því ekki
nægilega yfirgripsmikil gögn
um þau efni.
En ég hef það samt á
tilfinningunni, að háir beinir
skattar til hins opinbera
komi þyngra niður á stórum
hópi launþega og öðrum
skattgreiðendum hér á landi
en á sér stað í ýmsum öðrum
löndum. — í því þarf að hafa
ríkt í huga, að við búum sem
betur fer við jafnari tekju-
skiptingu heldur en flestar
eða allar nágrannaþjóðir
okkar, og ýmiss konar tekju-
öflun í stórum stíl í skjóli
stóreigna eða gróinnar for-
réttindaaðstöðu er ekki fyrir
hendi hér á þann hátt sem
þekkist víða erlendis. Enn
skal nefnt, að ýmiss konar
störf utan venjulegs vinnu-
tíma munu algengari hér á
landi en í öðrum löndum. Þó
að reynt hafi verið að koma
óorði á alla aukavinnu, þá
verður því ekki á móti mælt,
að auðvitað á hún oft fyllsta
rétt á sér, bæði einstakling-
um og þjóðfélaginu í heild til
hagsbóta.
Þegar þetta er haft í huga,
leyfi ég mér að halda því
fram, að það sé afskaplega
„billegt“ að leita röksemda í
íslenskum skattamálum er-
lendis. Að minnsta kosti hafa
þeir Þjóðviljamenn hingað
til viljað sníða íslensk lög
eftir íslenskum aðstæðum. —
Frekar en að gleypa allt
ómelt sem berst okkur yfir
hafið."
„Þessi skrif ekki
siðuðum mönnum
samboðin“
— Nú hefur hluti þeirrar
gagnrýni sem þú hefur orðið
fyrir í Þjóðviljanum og Tím-
anum ekki verið sérstaklega
málefnalegur, og þú kallar
hann lágkúrulegan. Viltu
svara þeim skrifum eitt-
hvað?
„Eins og ég sagði fyrr, þá
tel ég leiðara Tímans og
grein í Þjóðviljanum, undir-
skrifuð „h“, séu hrein lág-
kúra. Raunar vil ég kveða
enn sterkar að orði, og segja,
að þessi skrif eru ekki
siðuðum mönnum samboðin.
Auðvitað eru skrif af þessu
tagi ekki svara verð, en ég
get þó ekki látið hjá líða að
víkja að nokkrum atriðum
sem þar koma fram. Þjóð-
viljagreinin sem merkt er
„h“ er hreint persónuníð af
lægstu gráðu, en slíkar
greinar getur því miður allt
of oft að líta í Þjóðviljanum.
Það fer ekki hjá því að
maður leiði hugann að því,
hvort þetta séu þær baráttu-
aðferðir sem „Málgagn
sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis" hafi
mestar mætur á, og telji
vænlegastar til árangurs.
Megininntak greinarinnar
er það, að ég vorkenni
skattsvikurunum, ýti undir
það að menn neyti allra
bragða til að komast hjá
lögmætri skattlagningu, og
að ég hafi nú boðið fram
aðstoð mína við að svíkja
undan skatti.
Auðvitað er ekki stafur í
grein minni sem gæti gefið
tilefni til slíkra ummæla. Ef
herra „h“ hefði nú fyrir því
að kynna sér ummæli mín á
opinberum vettvangi um
skattsvik og skattsvikara, og
störf mín, þá hlyti hann að
skammast sín ef hann hefur
einhverja sómatilfinningu.
Opinberlega hef ég barist
fyrir því að skattaeftirlit
væri hert, og að viðurlög við
skattsvikum yrðu þyngd, og
nægir i því sambandi að
vitna til áðurnefndra greina í
Morgunblaðinu. Einnig hef
ég í starfi mínu reynt að
beita áhrifum mínum á þessu
sviði, en út í það get ég ekki
farið nánar hér í þessu
viðtali.
En það vekur sérstaka
athygli, bæði í viðbrögðum
Þjóðviljans og Tímans, að
það fer óskaplega í taugarn-
ar á þessum blöðum, að
almennur borgari skuli leyfa
sér að skrifa blaðagreinar og
hafa skoðun á máli sem hann
hefur kynnt sér rækilega. —
Ef til vill vildu þeir helst að
unnt væri að draga slíkan
einstakling fyrir dómstóla og
dæma hann til refsingar?
Einnig finnst mér það stór-
furðulegt, að sú stofnun sem
ég starfa við, skuli dregin inn
í þessa umræðu með þeim
ósmekklega hætti sem raun
ber vitni.“
„Löngu orðið tímabært
að vekja máls á
skattalöggjöfinni
„Að lokum vil ég segja
það,“ sagði Sveinn, „að þrátt
fyrir þau furðulegu og lág-
kúrulegu viðbrögð og jafnvel
vegna þeirra sem fram hafa
komið hjá þeim aðilum sem
ég hef nefnt, þá hafa þau
sterku og jákvæðu viðbrögð
sem ég hef fengið frá miklum
fjölda fólks, sannfært mig
um það, að það var fyrir
löngu orðið tímabært að
vekja máls á þeim sjónar-
miðum sem ég vakti athygli
á í grein minni, og að berjast
fyrir framgangi þeirra."
- AH