Morgunblaðið - 21.09.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
Ungfrú Proll
giftist á laun
London. 20. scptembcr. AP.
ASTRID Proll, sem Vest-
ur-Þjóðverjar vilja fá fram-
selda fyrir þátttöku í hryðju-
verkasamtökunum Baad-
er-Meinhof, giftist á laun til
þess að fá brezkan ríkisborg-
ararétt samkvæmt heimild-
um í brezka innanríkisráðu-
neytinu.
Samkvæmt heimildunum
er þó talið ólíklegt að hjóna-
vígslan hafi áhrif á framsal
ungfrú Prolls. Hjónaband
leiðir ekki óhjákvæmilega til
brezks ríkisborgararéttar
samkvæmt heimildunum.
Proll notaði falsað nafn til
þess að giftast þrítugum
pípulagningarmanni 11 mán-
uðum eftir að hún flúði frá
Þýzkalandi. Eiginmaður
hennar mun nú vera við nám
í trúarbrögðum á Indlandi.
Þau bjuggu saman í hippa-
kommúnu þegar þau giftust.
Upphringing frá
öðrum hnöttum?
Washington, 20. september.
AP.
NOKKRIR fremstu geimvís-
indamenn Bandaríkjanna
reyndu í dag að sannfæra
handaríska þingnefnd um að
það sé aðeins tímaspursmál
hvenær framandi verur „hrinsi
til jarðarinnar.“ Vísindamenn-
irnir vilja geta svarað upp-
hrinvunni og hvöttu stjórnvöld
til þess að láta smíða fullkom-
inn tækjakost til að taka við
merkjum utan úr Koimnum.
Vísindamennirnir sögðu að
nútímatækni leyfði smíði tækja-
búnaðar til að rannsaka sam-
tímis ógrynni hljóðmerkja sem
berast utan úr geimnum. Þeir
sögðu og að búast mætti við því
að „sarntal" til annarra hnatta
tæki tugi ef ekki hundruð ára
vegna fjarlægða.
Geimvísindamenn gera ráð
fyrir þeim möguleika að líf sé tii
á reikistjörnum í öðrum sóikerf-
um. Þeir gera einnig ráð fyrir
því að að því muni koma að
samband náist við þessar reiki-
stjörnur og það jafnvel á næstu
50[75 árum.
HEIMSMET í HÁSTÖKKI — Hvirfilvindur feykti íþróttamönnum á frjálsíþróttamóti í
Japan í fyrri viku þrjá metra í loft upp og sést einn þeirra á fluginu á þessari mynd.
íþróttamennirnir voru keppendur í hástökki og voru að koma hástökksdýnunni fyrir á
sínum stað þegar vindurinn hóf þá í loft upp. Hið opinbera heimsmet í hástökki er 2.34
metrar.
Sovézkir geimfarar
setja geimdvalarmet
Norskur blaðamaður
mataði Rússa á
röngum upplýsingum
Ósló, 20. september. AP.
NORSKI hlaðamaðurinn Björnar
Ilalnum segir í nýrri bók, að
hann hafi vísvitandi útvegað
sovézku leynilögreglunni KGB
rangar upplýsingar á tímabilinu
síðla árs 1964 til þess að afhjúpa
undirróðursaðferðir Rússa.
Halnum segir. að vegna að-
gerða sinna hafi þriðja sendiráðs-
ritara sovézka sendiráðsins í Ósló
verið vísað úr landi í júlí 1968 og
að annar sovézkur leyniþjónustu-
starfsmaður, Nicolai Mozorow,
lýstur „óæskilegur“ þegar hann
var farinn frá Noregi.
Talsmaður norska utanríkis-
ráðuneytisins neitaði að láta hafa
nokkuð eftir sér um málið.
Halnum segir í bók sinni,
„Leikið tveim skjöldum," að hann
hafi stundað þessa starfsemi
þegar hann vann sem blaðamaður
við vikublaðið NAA í Ósló og án
vitundar yfirmanna sinna.
Hann segir að hann hafi aldrei
ógnað öryggi Noregs með starf-
semi sinni og að hann hafi fengið
að launum 11.700 norskra króna og
36 áfengisflöskur.
Ritstjóri vikublaðsins, Kjell
Lynau, segir að hann hafi ekkert
10 Suður-
Mólukkar
í verkfalli
Haag, 20. sept. AP.
TÍU SUÐUR-Mólukkumenn sem
eru í haldi í Arnhem-fengelsi, hafa
gert hungurverkfall til þess að
leggja áherzlu á kröfur sínar um
að hollenzka stjórnin beri upp á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
kröfur þeirra um sjálfstæði í
indónesíska eyjaklasanum.
vitað um starfsemi Halnums og að
ef greinar hans hafi verið skrifað-
ar út frá annarlegum sjónarmið-
um hljóti þær að hafa verið
sakleysislegar.
Halnum segir að lögreglan hafi
vitað um samband hans við Rússa
og haft samband við hann 1966.
Hann segir að lögreglan hafi hvatt
hann til að halda samstarfinu við
Rússa áfram.
Hann segir að lögreglan hafi
lesið handritið að bókinni og lagt
blessun sína yfir hana.
Hann kvaðst hafa skrifað bók-
ina af því að honum gremdust
ásakanir norskra vinstrisinna um
að lögreglan einbeitti sér að
eftirliti með norskum vinstrisinn-
um og kommúnistum. Hann
kvaðst vilja sýna að lögreglan
fylgdist einnig með útsendurum
Rússa og annarra Austur-Evrópu-
þjóða.
1976 — Olof Palme segir af sér
eftir kosningaósigur
sósíaldemókrata.
1971 — Mestu loftárásir á
Norður-Víetnam í þrjú ár.
1970 — Palestínskir skæruliðar
taka borgina Irbid í Jórdaníu.
1956 — Notendafélaga
Súez-skurðar stofnað á
Lundúna-ráðstefnu.
1949 — Hernámsveldi Vestur-
veldanna í Þýzkalandi undir
þýzka stjórn og Vestur-Þýzka-
land verður til — Kínverska
alþýðulýðveldið stofnað.
1942 — Rússar sækja yfir
Volgu.
1939 — Rússar og Þjóðverjar
skipta Póllandi á milli sín.
1938 — Tékkar samþykkja að
láta Súdetahéruöin af hendi við
Þjóðverja.
Moskvu, 20. september. AP.
TVEIR sovézkir geimfarar í
rannsóknastöðinni Salyut 6,
Vladimir Kovalenok og Alexand-
er Ivanchenkov, haía sett nýtt
dvalarmet í geimnum.
l’yrra metið var 96 dagar og 10
klst. og það settu tveir sovézkir
félagar þeirra, Gcorgy Grechko
og Yuri Romanenko, í sömu
rannsóknastöð 11. febrúar.
Kovalenok og Ivanchenkov var
skotið 15. júní.
Managua, 20. sept. AP.
IIER Anastasio Somoza forseta
segir að hann hafi sigrazt á allri
mótspyrnu uppreisnarmanna
eftir 11 daga uppreisn.
Þjóðvarðliðið tilkynnti í út-
varpi í nótt, að hermenn Somoza
hefðu aftur náð á sitt vald
borginni Esteli, síðasta vígi
uppreisnarmanna, sótt inn í öll
hverfi borgarinnar og komið
aftur á iögum og reglu.
1931 — Bretar segja skilið vil
gullfótinn.
1907 — Uppreisnir bældar niður
í Þýzku Suðvestur-Afríku.
1896 — Kitchener tekur Dong-
ola í Súdan.
1802 — Napoleon innlimar
Piedmont.
1746 — Frakkar taka Madras,
Indlandi — Madame de Pompi-
dour sezt að í Versölum sem
viðurkennd hjákona
Frakkakonungs.
1529 — Tyrkir setjast um Vín
— ítölsku ríkin mynda
varnarbandalag.
Afmæli dagsinsi H.G. Wells,
brezkur rithöfundur
(1866—1946) — Gustav Holst,
brezkt tónskáld (1874—1934).
Fréttastofan Tass segir að þeir
hafi stundað ýmiss konar vísinda-
rannsóknir í þágu sovézks efna-
hagslífs, fylgst reglubundið með
yfirborði jarðar og úthöfunum og
gert auk þess tilraunir á sviðum
geimtækni, stjarneðlisfræði og
læknisfræði. Grechko og
Romanenko fengust -við svipaðar
tilraunir og rannsóknir.
Tass benti á að sovézk-pólsk
áhöfn og sovézk-austur-þýzk áhöfn
hefðu heimsótt Kovalenok og
Flugvélar stjórnarinnar hafa
haldið uppi árásum á borgina
síðan á fimmtudaginn á sama tíma
og hermenn stjórnarinnar hafa
náð borgunum Leon og Chin-
andega í norðvesturhluta landsins
á sitt vald.
Rauði krossinn segir, að mörg
hundruð manns hafi týnt lífi í
árásunum á borgirnar þrjár.
Starfsmenn Rauða krossins hafa
Innlenti Kristján Kristjánsson
bæjarfógeti sviptur embætti
1851 — Rosenörn stiftamtmaður
skipaður dómsmálaráðherra
1849 — Bræöurnir Björn og
Einar hirðstjóri Þorleifssynir
taka eignir Guðmundar ríka
undir sig 1446 — D. Bjarni
Jónsson rektor 1868 — Jón
Sigurðsson prestur á Rafnseyri
1821 — Lög um gengisfellingu
1949 — Áhöfn „Geysis" fagnað í
Reykjavík 1950.
Orð dagsinsi Að hrósa því sem
er glatað gerir minninguna
kæra — William Shakespeare,
enskt leikritaskáld (1564—1616).
Ivanchenkov í geimrannsóknastöð-
inni.
Grechko og Romanenko slógu
gamalt geimdvalarmet Bandaríkj-
anna í ferð sinni í febrúar. Það var
84 dagar, ein klukkustund og 16
mínútur og geimfararnir Gerald
Carr, Edward Gibson og William
Pogue settu það fyrir fjórum
árum. Bandaríkjamenn hafa ekki
skotið mönnuðu geimfarl síðan
þeir tóku þátt í Apollo-Soyuz-ferð-
inni 1975.
áður áætlað að 300 hafi beðið bana
og 3.000 slasazt í Leon og 200 hafi
beðið bana og 200 særzt í Masya,
annarri bækistöð uppreisnar-
manna fyrir sunnan höfuðborgina
Managua.
Fjöldi skæruliða þjóðfrelsis-
hreyfingar Sandinista er talinn
vera einhvers staðar á bilinu 400
til 2.000 en þeir fengu í lið með sér
nokkur þúsund stuðningsmenn í
bæjunum sem þeir tóku.
Margir þeirra flúðu til fjalla og
því getur verið að skæruhernaður
verði hafinn gegn stjórninni.
Sumir þeirra flúðu yfir norður-
landamærin inn í Honduras þar
sm þeir fengu hæli eða til Costa
Rica í suðri.
Reykur stígur enn til himins í
Chinandega en allri mótspyrnu er
lokið. Ibúar borgarinnar eru 40.000
og þar er sagt að um 1.000 til 1.500
borgarbúar hafi tekið þátt í
uppreisninni, aðallega ungir menn
búnir handbyssum eða litlum
veiðirifflum. Mörg lík voru lögð í
ómerktar grafir af ótta við hefnd-
arráðstafanir þjóðvarðliða gegn
ættingjum hinna föllnu.
Herlögeru enn í gildi í Managua
og níu tíma útgöngubann. Margar
verzlanir og mörg fyrirtæki eru
lokuð vegna allsherjarverkfalls
sem hefur staðið á fjórðu viku.
Somoza stendur enn fast við það
að hann muni ekki láta af störfum
fyrr en kjörtímabili hans lýkur
1981.
Somozasinnar segjast
haf a sigrað skæruliða