Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
23
Greinargerð frá BSRB
1.111. Ágústkaup Verðbúta- Hækkun vegna Kaup eftir Skerðing skv.
+ 39r viðauki samn. í gildi 11. sept. vísitöluþaki
(febrúarlög) (maílög) (nýiu löKÍn)
1. 141.200 15.900 (11,3%) 600 (0,4%) 157.700
2. 144.000 15.500 (10,8%) 1.200 (0,8%) 160.700
3. 147.700 14.900 (10,1%) 1.900 (1,3%) 164.700
4. 153.800 14.200 ( 9,2%) 3.200 (2,1%) 171.200
5. 162.900 13.200 ( 8,1%) 5.300 (3,3%) 181.400
6. 170.000 12.300 (7,2%) 7.100 (4,2%) 189.400
7. 175.900 11.800 (6,7%) 8.200 (4,7%) 195.900
8. 183.300 11.000 (6,0%) 9.700 (5,3%) 204.100
9. 190.800 10.200 (5,3%) 11.400 (6,0%) 212.400
10. 196.300 9.600 (4,9%) 12.700 (6,5%) 218.600
11. 203.900 8.800 (4,3%) 14.800 (7,3%) 227.000
12. 211.600 8.000 (3,8%) 16.000 (7,6%) 235.600
13. 219.300 7.100 (3,2%) 17.800 (8,1%) 244.200
14. 227.000 6.300 (2,8%) 19.400 (8,6%) 252.700
15. 234.700 5.500 (2,3%) 21.100 (9,0%) 261.300
16. 242.300 4.700 (1,9%) 21.900 (9,1%) 268.900 1.000 (0,4%)
17. 250.000 3.800 (1,5%) 21.900 (8,8%) 275.700 2.700 (1,1%)
18. 257.700 3.000 (1,2%) 21.900 (8,5%) 282.600 4.400 (1,7%)
19. 265.400 2.200 (0,8%) 21.900 (8,3%) 289.500 6.100 (2,3%)
20. 273.100 1.400 (0,5%) 21.800 (8,0%) 296.300 7.800 (2,9%)
21. 282.100 400 (0,1%) 21.800 (7,7%) 304.300 9.800 (3,5%)
22. 291.200 21.300 (7,3%) 312.500 11.800 (4,1%)
23. 300.700 20.200 (6,7%) 320.900 13.900 (4,6%)
24. 310.300 19.200 (6,2%) 329.500 16.000 (5,2%)
25. 320.100 18.100 (5,7%) 338.200 18.200 (5,7%)
26. 328.900 17.200 (5,2%) 346.100 20.200 (6,1%)
27. 338.000 16.200 (4,8%) 354.200 22.200 (6,6%)
28. 347.100 15.300 (4,4%) 362.400 24.200 (7,0%)
29. 356.400 14.200 (4,0%) 370.600 26.300 (7,4%)
30. 365.800 13.200 (3,6%) 379.000 28.200 (7,7%)
31. 375.300 11.800 (3,1%) 387.500 30.500 (8,1%)
32. 385.500 11.100 (2,9%) 396.600 32.700 (8,5%)
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
greinargerð frá skrifstofu Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
um kjaramál og áhrif efnahags-
ráðstafana ríkisstjórnarinnar á
launakjör opinberra starfs-
manna. Greinargerðin er svo-
hljóðandii
Mikil skrif hafa að undanförnu t
orðið í blöðum vegna launataxta
opinberra starfsmanna og hafa
breytingarnar vegna bráðabirgða-
laga ríkisstjórnarinnar frá 8. sept.
s.l. bæði verið kynntar sem veruleg
kjarabót eða bein kauplækkun í
neðstu og efstu launaflokkum.
Greinargerð frá BSRB hefur
dregist örlítið vegna fjarvista í
skylduerindum, en hér á eftir
verður reynt að sýna í tölum það,
sem raunverulega er að gerast.
Hins vegar verður ekki að sinni
lagður dómur á réttmæti ein-
stakra ákvæða bráðabirgðalag-
anna eða svarað brigslyrðum í
garð forustu stéttarfélaga.
„Samninga í gildi“
Kjaradamningur ríkisstarfs-
manna var gerður 25. okt. s.l. og
var hann staðfestur í allsherjarat-
kvæðagreiðslu þar sem 67,7%
atkvæðabærra ríkisstarfsmanna
greiddi atkvæði og 4600 eða 75,5%
þeirra samþykktu hann, en fjár-
málaráðherra undirritaði f.h.
ríkisstjórijar.
Þremur mánuðum síðar var svo
þessum samningum rift með
lögum, þar sem fyrir er mælt, að 1.
mars 1978, 1. júní 1978, 1. septem-
ber 1978 og 1. desember 1978 skuli
kaup aðcins hækka um helming
þeirra verðbóta, sem vísitalan
mæli.
Samkvæmt þessu voru síðan
birtar launatöflur fjármálaráðu-
neytis, sem sýndu t.d. í júní-ágúst
að tæplega 12% skorti á, að staðið
væri við samningana.
Skömmu fyrir borgarstjórnar-
kosningarr, eða 24. maí s.l. gaf
ríkisstjórnin út bráðabirgðalög,
þar sem dregið er úr kjara-
skerðingu í lægri launaflokkum
með sérstökum verðbótaviðauka,
sem bætti að fullu upp í neðsta
launaflokki en síðan hélst saman
krónutala upp í 22. launaflokk.
Fyrsta verk nýju ríkisstjórnar-
innar var að gefa út bráðabirgða-
lög 8. sept. s.l. þar sem numin eru
úr gildi frá 1. september lögin frá
því í febrúar og maí, þó með þeirri
undantekningu, að fullar verðbæt-
ur séu einungis greiddar upp í 15.
launaflokk, en þar fyrir ofan gildi
vísitöluþak, þ.e. greidd skuli þar
sama krónutala og í 15. launa-
flokki.
Ný launatafla hefur verið reikn-
uð út samkvæmt nýju lögunum, og
gildir hún frá 11. september 1978
hjá þeim, sem fá fyrirfram-
greiðslu, en frá þeim tíma 'var
farið að framkvæma niðurgreiðslu
vöruverðs þannig, að niður félli þá
8,1% vísitöluhækkun, sem koma
átti á laun um síðustu mánaðamót.
Verður nánar vikið að þessari
niðurgreiðslu aftar.
Ruglingur sá, sem fram hefur
komið í blöðum varðandi þá
breytingu, sem leiðir af nýju
lögunum, stafar sennilega af því,
að ekki hefur neins staðar verið
JL-húsið
opnar
verzlun í
Stykkis-
hólmi
Stykkishólmi 18. september
J.L. HÚSIÐ í Stykkishólmi hefir
nú opnað verzlun í endurbættum
birt launatafla, sem miðuð er við
niðurgreiðslur vöruverðs á sama
hátt og nýja launataflan frá 11.
sept. Rétt mynd fæst ekki, nema
samanburður sé gerður á sama
grundvelli. Ofan á ágústkaup skv.
eldri lögum (febrúarlögum) kemur
til 1. des. n.k. eingöngu 3%
grunnkaupshækkun eftir að vísi-
talan er borguð niður.
Allir fá kjarabætur
Eftirfarandi upplýsingar sýna
hvernig tæplega 12% kjara-
skerðingin er bætt að fullu í
tveimur áföngum upp í 15. launa-
flokk og hve mikið skortir á þar
fyrir ofan. — Örlítillar
ónákvæmni gætir um aukastafinn,
þar sem hentugra er að reikna í
heilum hundruðum.
Fremsti dálkurinn sýnir kaupið
skv. febrúarlögunum (án verðbóta-
viðauka) og vantar þar tæplega
12% á samninga BSRB. Er þetta
ágústkaup að viðbættri 3% um-
saminni grunnkaupshækkun.
Næsti dálkur sýnir leið-
réttinguna, sem fólst í lögum fyrri
ríkisstjórnar um verðbótaviðauka
frá 24. maí s.l. Er hækkunin sýnd
bæði í krónum og prósentu.
Þriðji dákurinn sýnir á sama
hátt hækkunina á dagvinnu vegna
nýju bráðabirgðalaganna. — Yfir-
vinnukaup hækkar mun meira og
upp í 15. launaflokki alls staðar
um 12%.
I fjórða dálki er sýnt kaupið,
sem greitt verður eftir 11.
september.
Loks er í aftasta dálki sýnt í
krónum og prósentum það sem
vantar á að fullar verðlagsbætur
fáist fyrir ofan 16. launaflokk.
Eins og sést á töflunni um laun
innan BSRB hér að framan, þá-fá
þar allir opinberir starfsmenn
kjarabætur með nýju lögunum.
Mismunandi prósenta í síðara
og mjög smekklegum og veglegum
húsakynnum. Er verzlunin nú á
tveim hæðum rúmir 200 fermetr-
ar. Þarna eru á boðstólum alls
konar húsgögn, rafmagnsvörur,
keramik, gólfteppi, gólfdúkar,
kristall o.fl. Hefir mikil sala verið
í þessum vörum og koma menn alls
staðar að úr sýslunni og Dalasýslu
til að gera góð kaup. Er megnið af
þessum vörum frá J.L. húsinu í
Reykjavík. Verzlunarstjóri hér er
Hrafnkell Alexandersson.
Frcttaritari.
skiptið stafar af því að lægri
launaflokkarnir voru áður búnir
að fá leiðréttingu að hluta — og
bjuggu því við betri hlut í júní, júlí
og ágúst, eða allt upp í fullar
vísitölubætur á dagvinnukaup sitt.
Tvær mismunandi
launatöflur
Þá hafa sum dagblöðin borið
saman við nýja kaupið launatöflu
þá, sem gildir frá 1.—10. septem-
ber og stafar af því afar skiljan-
legur misskilningur, þar sem
margir opinberir starfsmenn hafa
fengið þannig fyrirframgreidd
laun fyrir allan mánuðinn eftir
annarri meginreglu, þ.e. með 8,1%
vísitölubótum vegna verðlags-
hækkana.
Fyrstu tíu dagana er ekkert
vöruverð greitt niður og þá er í
fyrirframkaupinu líka greidd
4,05—8,1% vísitöluuppbót. Síðari
hluta mánaðarins er hins vegar
vöruverð greitt niður og hafa
þannig allir með fyrirframgreidd
laun fengið fyrir þann tíma, eða í
20 daga, bæði verðbætur og
lækkað vöruverð.
Þrátt fyrir þetta eiga starfs-
menn í 10. launaflokki og þar fyrir
ofan inni við lokauppgjör kaup
fyrir september, því að vísitalan,
sem þeir fá greidda niður er lægri
en kauphækkun þeirrá reynist
miðað við nýju lögin. í neðstu
launaflokkunum voru hins vegar
greiddar áður með verðbótavið-
aukanum hærri vísitölubætur, eða
allt upp í 8%, og getur þar því
komið til endurgreiðslu um næstu
mánaðamót.
Sem dæmi um stærðargráðu
þessa uppgjörs mun geta komið til
4800 kr. endurgreiðslu á fyrir-
framlaunum í 5. lfl., en þar sýnir
taflan raunverulega 5300 kr.
hækkun mánaðarkaups vegna
bráðabirgðalaganna. Samkvæmt
nýjum upplýsingum munu vera
alls um 380 ríkisstarfsmenn í 5. lfl.
og um 270 þar fyrir neðan, en hjá
þeim gæti endurgreiðsla fyrir
dagvinnu orðið allt að 7000 kr. —
Vissulega er slæmt að til svona
uppgjörsmáta skuli þurfa að
koma, en ákvörðun um niður-
greiðslu lá ekki fyrir, þegar
fyrirframgreiðsla launa var fram-
kvæmd.
Eru niðurgreiðslurnar
sjónhverfing?
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
með bráðabirgðalögunum eru
margþættar og flóknar, og e.t.v.
skiljanlegt, að tortryggni gæti
vegna þessara breytinga á vísi-
tölugreiðslum. Jafnframt því sem
vöruverð er greitt niður, þá eru
þegar komnar eða yfirvofandi
verðhækkanir vegna gengisfelling-
ar o.fl.
Þessar verðhækkanir í skv.
núgildandi samningum og bráða-
birgðalögum að greiða með verð-
bótum og sérstökum verðbótaauk-
um frá 1. desember n.k.
Ríkisstjórnin hefur lýst yfir að
hún vilji láta endurskoða vísitölu-
grundvöllinn og stefnir að því, að
því verði lokið fyrir 1. des. n.k. —
Samtök launþega munu væntan-
lega taka þátt í því starfi og
fylgjast vel með í þeim efnum. Og
það er ekki unnt að breyta
núverandi skipan mála, nema með
samkomulagi eða nýrri lögbind-
ingu.
Launþegasamtökin hljóta að
gera félagsmönnum sínum ræki-
lega grein fyrir öllum breytinga-
áformum varðandi vísitölu, enda
hefur reynslan frá stéttarátökun-
um á þessu ári sýnt, að affarasæl-
ast hlýtur að vera að skipa þessum
málum með fullu samþykki félags-
manna sjálfra. Að óreyndu er því
ekki ástæða að vera meö getsakir
um sjónhverfingar eða annað
verra.
Enginvettlingatök
Rauðu MAX VINYLglófarnir eru öll vettlingatök.
með grófri krumpáferð.
Hún auðveldar erfið störf og útilokar
Um endinguna vitna þeir sem nota þá.
MAXf Rauðu MAX VINYLglófarnir.
Heildsölubirgóir og dreifing Davíó S. Jónsson og Co. hf. S 24333.