Morgunblaðið - 23.09.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Fréttaskýring:
CIMIJ CIMKJI áður í sögu íslenzka lýöveldisins hefur setiö hér aö völdum ríkisstjórn eins
wllTII^I Samansett, flokkslega séö, og sú, er nú trónar á valdasessi: samstjórn
Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags — undir forsæti þáv. formanns
Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn fór, auk stjórnarforystu, með fjármál, dómsmál,
landbúnaðarmál og hluta samgöngumála. Alþýðuflokkurinn fór með utanríkismál þ.á m.
framkvæmd varnarsamnings, og menntamál. Alþýðubandalagið fór með atvinnumál, þ.á m.
sjávarútvegsmál, viðskiptamál, heilbrigðismál og félagsmál.
* ___ __________
CT IORN bF^^I var mynduð eftir sögulegar kosningar áriö 1956 þar sem
^ ■ *»V/nli Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur höföu „samspil" um
framboö, sem almenningur kallaði „hræðslubandalag", og stefndu að þingmeirihluta í skjóli
úreltrar kjördæmaskipunar. Alþýðubandalagið bauð þá og fyrst fram undir því nafni, sem þá
var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og utanaökomandi afla, s.s. Hanríibals
Valdimarssonar.
Ml A prjT l/AD líkt um þessa stjórn, bæði um samsetningu og „efnahagsúrræði", og
**1^"*'^ ■ ** ^"* eftirlíkingu hennar nú. Þaö er því e.t.v. ómaksins vert að glugga eilítiö í
aðdraganda hennar og efnahagsaðgeröir, hvort heldur sem menn trúa á máltækið: „Sagan
endurtekur sig“ eða ekki.
Þrátt fyrir margendurtekin loforð
bæði Alþýðuflokks- og Fram-
sóknarmanna í kosningabarátt-
unni um að ekkert samstarf yrði
haft við kommúnista (Alþýðu-
bandalag), var gengið til stjórnar-
samstarfs við þá eftir kosning-
arnar. Hin nýja stjórn tók við
völdum 24. júlí 1956. Ráðherrar
hennar vóru þessir:
• Hermann Jónasson: forsætis-
ráðherra, dómsmál og landbún-
aðarmál.
• Eysteinn Jónsson: fjármái og
hluti samgöngumáia.
• Lúövík Jósepsson: atvinnumál
og viðskiptamál.
• Hannibal Valdimarsson: félags-
mál og heilbrigðismál.
• Guðmundur I. Guðmundsson:
utanríkismál, þ.á m. framkvæmd
varnarsamnings.
• Gylfi Þ. Gíslason: menntamál og
iðnaðarmál.
Jólagjöf
vinstri stjórnar
Hin nýja „vinstri" stjórn setti
bráöabirgðalög um bindingu
kaupgjalds og verðlags frá 1.
september þ.á. til ársloka; kaup-
gjaldsvísitala skyldi haldast
óbreytt þennan tíma en niður-
greiöslur vóru auknar og bann
við verðhækkunum sett á. Þá
vóru sett — í desember — lög
um útflutningssjóð o.fl., sem m.a.
fólu í sér:
• a) Gengislækkun með yfir-
færslugjaldi,
• b) Aukna skattheimtu með sölu-
skattsauka, innflutningsgjaldi
o.fl.
• c) Auknar styrkveitingar til út-
flutningsframleiöslu.
• d) Bindingu verðlagsuppbótar á
laun í 3 mánuði.
Vinstri stjórnin ’56—’58
og e fnahagsúrrœði hennar
Aödragandi
í marzmánuði 1956 samþykkti
flokksþing Framsóknarflokksins
að slíta stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn — þótt eftir
lifði eitt ár kjörtímabilsins. Þessir
flokkar höfðu þá setið saman 9 ár
í stjórnarsamstarfi, þar af 6 ár
tveir einir, en Sjálfstæðisflokkur-
inn átti að baki 17 ára samfellda
setu í ríkisstjórn.
Þessi 17 ára samfellda stjórnar-
seta Sjálfstæöisflokksins reyndist
tími mikilla framfara í þjóðlífinu,
ekki sízt varðandi uppbyggingu
íslenzkra atvinnuvega, rafvæð-
ingu landsins, íbúöabyggingar,
verzlunarfrelsi og lækkun skatta.
Kjörtímabilið fyrir þessar sögu-
legu kosningar vóru tekjuskattar
einstaklinga lækkaðir aö meðal-
tali um 29% og félög fengu 20%
skattalækkun. Sparifé var gert
skattfrjálst og leyst undan fram-
talsskyldu. Fiskveiðiflotinn, sem
og fiskveiðasjóður, stórlega efld-
ir. Um þetta tímabil sagði Ólafur
Thórs í landsfundarræðu (1959);
„En fram að þessum tíma (þ.e.
1955) hafði vísitalan staðið
óbreytt frá því að Sjálfstæðis-
flokkurinn myndaði stjórn 1953,
sparifé vaxið með risaskrefum og
yfirleitt allar loftvogir efnahags-
málanna staöið vel. Aldrei haföi
þjóðin getaö byggt jafn mikiö,
ræktað jafn mikið, keypt jafn
marga vélbáta eða yfirleitt aukið
framkvæmdir jafn mikið sem þá;
aldrei eytt jafn miklu, aldrei
safnað jafn miklu, og aidrei
efnast jafn mikið sem á þessum
árum. Og flestar vóru fram-
kvæmdirnar reistar á sæmilega
traustum grunni, þó nú sé flest úr
skorðum gengið eftir 5 missera
óstjórn undir forystu Framsókn-
arflokksins. Höfðu íslendingar þó
lítil lán tekið til framkvæmdanna
á þessu tímabili.“
Úrslit kosninganna
— stjórnarmyndun
Ekki náöi hræöslubandalagsút-
gerðin því aflamagni á atkvæöa-
miðum kosninganna 1956 og aö
var stefnt eöa að nægöi til
þingmeirihluta. Sjálfstæöisflokk-
urinn bætti við sig 6.300 atkvæð-
um sem þá var mesta atkvæða-
aukning sem nokkur íslenzkur
stjórnmálaflokkur hafði áöur
hlotið í kosningum. Hann fékk
42.4% atkvæði í staö 37.1%
1953. Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur (hræöslubandaiag-
ið) fengu 33.8% atkvæöa í stað
37.4% 1953.
Hermann Jónasson, Þáverandi forsætisráðherra, kunngerir Alþingi aö hann hafi beðist
lausnar fyrir þá vinstri stjórn (1956 — 1958), sem eins var saman sett, flokkslega séð, og sú
er nú situr. Ríkisstjórn var mynduð 24.7 ‘56 — baðst lausnar 4.12. ‘58
„Engin samstaða, ” — ný verðbólgualda ”,
sagði forsœtisráðherrann, er hann baðst
lausnar, eftir sögulega heimsókn á ASI-þing
Forsíöur dagblaðanna Tímans og Þjóðviljans (5. desember 1958), daginn eftir að vinstri
stjórnin gafst upp, eftir tæplega 2 og % árs setu.
Þessi lög fólu nánar tiltekið í sér
afnám bátagjaldeyriskerfis og
niðurlagningu framleiðslusjóðs.
Hinsvegar var stofnaður sérstak-
ur útflutningssjóður til að annast
greiðslur „styrkja og uppbóta” til
útflutningsframleiðslunnar. Tog-
arastyrkjum var fram haldið en
breytt. í stað bátagjaldeyriskerfis
voru bátaútvegsmönnum greidd-
ar 24.45% útflutningsuppbætur
af fob-verðmæti. Verðbætur til
fiskvinnslustöðva vóru og mis-
munandi prósentur af fob-verð-
mæti. Veitt var heimild til niður-
greiðslu brennsluolíu til sjávarút-
vegs (sem var algjör nýjung).
Uppbótargreiðslum vegna út-
flutnings landbúnaðarafuröa var
fram haldið. Tekjuöflun til útflutn-
ingssjóðs var þessi:
• 1) 16% yfirfærslugjald, sem var
nýr skattur.
• 2) 10% gjald á farmiða til
útlanda, sem einnig var nýr
skattur.
• 3) 10% gjald af tryggingarið-
gjöldum — nýr skattur.
• 4) „Söluskattsauki" 6% í út-
flutningssjóð (nýr skattur), auk
3% í ríkissjóð.
• 5) Skattur af innlendum toll-
vörutegundum.
• 6) Leyfisgjald af bílum var
hækkað úr 100% í 125% af
fob-virði.
• 7) Gjald af gjaldeyrisleyfum til
utanferða hækkað úr 25% í 40%.
• 8) Innflutningsgjöld (gjaldstofn:
fob-verð að viðbættu yfirfærslu-
gjaldi, aöflutningsgjaldi og 10%)
lagt á um % hl. innflutningsins,
8%—11% (þriðjungur innflutn-
ings), 35%, 55%, 70% og 80%.
Kom í stað 9% frámleiðslusjóðs-
gjalds af innflutningi.
Verðlagsuppbót á laun skyldi
haldast óbreytt til 28/2/’57, frá
1/3/’57 og á 3ja mán. fresti skyldi
síðan greiöa verölagsuppbót skv.
kaupgreiösluvísitölu (178) að
viðbættum þeim stigum, sem
vísitala framfærslukostnaðar ein-
um mánuði fyrr var hærri (lægri)
en 186.
Kunnugleg
orö í eyrum
Fátt var nýtt í þessum efnahags-
ráðstöfunum, utan fjölbreytnin í
skattheimtunni, hugmyndaauögin
í aðferðum til að ná í aflafé
almennings inn í ráðstöfunar-
summu stjórnarherranna. Fyrir
þessar kosningar (eins og fleiri)
vóru þó fram sett fögur fyrirheit
um annaö en raun varð á eftir
þær. í stefnuskrá „hræðslu-
bandalagsflokkanna” stóöu þessi
orð: „Nú verður að brjóta blað í
íslenzkum stjórnmáium. Ef ekki