Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Árni Sigurjónsson:
Ad búa sér til
Kommúnista
Svar til Hannesar Gissurarsonar
í fyrstu grein sinni um það
hvort Háskóli Islands sé rann-
sóknarstofnun eða róttæklinga-
hreiður (í Mbl. þ. 9/9 sl.) gerir
Hannes Gissurarson ákaft tilraun
til að ófrægja fyrrum kennara
sinn, prófessor Pál Skúlason.
Meginhluti þessarar greinar geng-
ur út á að sýna fram á að bók Páls,
Ilugsun og veruleiki, sé marxískt
áróðursrit og lýkur á þeirri
fullyrðingu að það sé ekki sæm-
andi að höfundurinn sé kennari við
Háskólann. Eg er þeirrar skoðunar
að þessa bók Páls sé óréttmætt að'
kalla áróðursrit og tel hana ekki á
neinn hátt flytja marxískan boð-
skap. Auk þess get ég bætt því við
að ég efast um að höfundur hennar
sé marxisti og reikna heldur ekki
með að yfirlýstir marxistar verði
til þess að svara ómaklegri árás
Hannesar. Hins vegar álít ég, eftir
að hafa notið kennslu prófessors-
ins um tíma, að hann sé Háskólan-
um einstaklega þarfur maður fyrir
það að hann er áhugasamur í
starfi, smitar frá sér áhuganum og
er vel þokkaður af nemendum. Ég
vil hér svara grein Hannesar og
rekja sumar af rangfærslum hans.
Fyrst má nefna að Hannes gefur
í skyn að Páll hafi verið launaður
af H.I. í átta ár einvörðungu til að
skrifa bækur („Hann hefur þegið
laun af Háskóla Islands — eða
öllu heldur af íslenzkum almenn-
ingi — í átta ár og geta áhuga-
menn um arðbærar fjárfestingar
hins opinbera reiknað það út, ef
þeir kjósa, hvað blaðsíðan í
bókinni hafi kostað almenning." og
er það einfaldlega rangt. Til þess
er ætlast af prófessorum að þeir
sinni rannsóknarstörfum, og það
hefur Páll ekki vanrækt, enda
fjöldi útgefinna bóka enginn
mælikvarði á slíkt. Venjan er sú að
kennsluskylda prófessoranna sé
það mikil að rannsóknir verði að
sitja á hakanum. Páll hefur lagt
mikið kapp á bætta kennslu í
forspjallsvísindum, og honum hef-
ur tekist vel. Best gæti ég trúað að
það þyki gott meðal háskóla-
prófessora að gefa út vísindarit á
átta ára fresti.
Ein „ásökun" Hannesar er sú að
Páll noti orð á óvenjulegan hátt,
og tekur hann sem dæmi orðið
„mótsögn". Ekkert er athugavert
•við það að rithöfundur leggi aðra
merkingu í orð en Hannes. Það er
ekki einu sinni rangt að nota orð
vísvitandi öðru vísi en viðurkennd-
ar orðabækur gera ráð fyrir.
Merking orða tekur breytingum og
þá stundum með þeim hætti að
þau eru skýrgreind að nýju í
ákveðnum tilgangi, ef til vill
fræðilegum.
Hannes sakar Pál um „almenna
vanþekkingu" og rökstyður skoðun
sína með því að benda á að Páll lét
ógert að nefna tvær ákveðnar
bækur í riti sínu sem Hannes hefði
viljað hafa með. Ég skil hugtakið
„almenn vanþekking" á annan
hátt. Hér er ekki um að ræða
yfirsjón né viljandi mistök hjá
Páli. Eða veit lesandinn að Ódauð-
leiki mannsins eftir James kom út
á íslensku árið 1905 og „Socialism-
inn eftir Gunnar Arnason í
tveimur bindum 1935—1936“? Ef
lesandinn vissi þetta ekki, þá
blasir við „almenn vanþekking"
hans samkvæmt orðanotkun
Hannesar Gissurarsonar. Ég get
líka sagt við Hannes: af hverju
skrifaðir þú ekki í grein þinni að
íslenzk málfræði eftir Björn
Guðfinnsson kom út í fimmtu
útgáfu árið 1958? Og skáldsagan
Sjálfstætt fólk árin 1934 og 5.
Hvílík hyldýpis vanþekking! Hvi-
lík yfirsjón!
Mér þykir líka ankannalegt að
Hannes skuli kalla fasista „þjóð-
ernis-samhyggjumenn“. Hverjum
þætti það ekki undarlegt orðalag
ef í Morgunblaðinu stæði svofelld
fyrirsögn: „Stjórn þjóðernis-sam-
hyggjumanna í Chíle völd að
morðum í þúsundatali?" eða ef
rætt væri um „þjóðernis-sam-
hyggjulegar pyntingabúðir,,?
Það er og hlægileg aðferð hjá
Hannesi að reyna að níða Pál með
því að segja hann hrifinn af
heimspekingnum Sartre, Heidegg-
er og Hegel, sem hver á sinn hátt
hafi stutt alræðishyggju. Þessir
þrír menn eru með merkustu
Þeir standa að útgáfu bókarinnar um íjárfestingu, f.v.. Gunnar H. Hálfdánarson, Sigurður Helgason,
Gunnar J. Friðriksson og Jóhann Briem.
Ljósm. Rax.
Kynna bók um fjárfestingu
Fjárfestingafélag íslands heíur
látið taka saman bók sem inni-
heldur leiðbeiningar um fjárfest-
ingu og er hún samin fyrir hinn
almenna borgara. Ráðgert er að
bókin komi út í næsta mánuði en
það er útgáfufyrirtækið Frjálst
framtak h.f., sem gefur bókina út.
Gunnar J. Friðriksson formaður
Fjárfestingafélags íslands sagði á
fundi með fréttamönnum nýlega
að eftir að Verðbréfamarkaður
félagsins hóf starfsemi sína fyrir
rúmum 2 árum hefði það fljótlega
komið í ljós aö fólk virtist skorta
upplýsingar og fróðleik um hvers
konar fjárfestingu og viðskipti.
Hefði því verið horfið að því að
hefja samningu bókar um fjárfest-
ingu og ritstýrði henni Gunnar H.
Hálfdánarson viðskiptafræðingur,
forstöðumaður Verðbréfamark-
aðarins. Naut hann og aðstoðar
starfsmanna Hagvangs. Gunnar
H. Hálfdánarson sagði á fundinum
með fréttamönnum að fáfræði
manna um viðskipti hefði jafnvel
komið þeim í koll og svo virtist
sem almenningur væri oft haldinn
misskilningi og ákvarðanir um
fjárfestingu stundum byggðar á
vanþekkingu.
„Fjárfestingahandbókin fjallar
um fjármál einstaklinga og leggur
áherzlu á að kynna helztu reglur
sem beita skal við mat fjárfest-
inga, kosti þeirra og galla. Þá
fjallar bókin um á hvern hátt
einstaklingar geta komið betra
skipulagi á fjármál sín. Bókin fer
ítarlega ofan í helztu tegundir
fjárfestinga hér á landi og lyftir
hulunni af margs konar viðskipt-
um, sem fram að þessu hefur
einungis verið á færi fárra að
stunda með árangri vegna
almenns þekkingarskorts.
í fáum orðum sagt leggur bókin
áherzlu á að einstaklingar fari
ofan í saumana á eigin fjármálum
með því að kanna skipulega
fjárráðstafanir sínar og áætla
greiðslugetu sína með ákveðnu
millibili. Þessi atriði eru ákaflega
mikilvæg fyrir fólk sem stendur í
framkvæmdum og er með bogan’n
spenntan til hins ýtrasta. Ljóst er
því að bókin á brýnt erindi til
margra landsmanna og ekki hvað
sízt til ungs fólks sem er að hefja
búskap og til þeirra sem vilja
skipuleggja fjármál sín,“ segir
m.a. í samantekt um bókina.
Hver kafli bókarinnar er sjálf-
stæður og verður fyrra bindi
hennar 13 kaflar. Síðara bindið
mun fjalla um fjármál fyrirtækja
en ekki er vitað hvenær af útgáfu
þess verður. Kaflaheiti bókarinnar
eru: Að fjárfesta, fjármagn á
Islandi, tryggingar, innlánsstofn-
anir, spariskírteini ríkissjóðs,
happdrættisskuldabréf ríkissjóðs,
veðskuldabréf, hlutabréf, fasteign-
ir, bílaviðskipti, fyrirtækjarekst-
ur, ýmsir munir og heimilisbók-
hald.
heimspekingum síðustu 200 ára, og
þótt Hannes geti fundið í viða-
miklum ritverkum þeirra staði,
sem benda til „alræðishyggju" þá
er hvorki neitt sem bendir til að
Páll dáist að þeim af því að þeir
hafi stutt nasista eða kommúnista,
né heldur gefur það til kynna að
Páll sé „róttæklingur", „ósæmandi
Háskólanum" og bók hans „áróð-
ursrit".
í Hugsun og veruleika útskýrir
Páll hugtakið „mótsögn" með því
að tala um ýmsar togstreitur milli
andstæðra þátta. Eitt af dæmum
hans er togstreitan milli atvinnu-
rekenda og verkalýðs. Allir vita að
slík togstreita á sér stað, þessir
aðilar takast á með til dæmis
verkföllum og verkbönnum, og er
leitt til þess að vita að Hannes
áttar sig ekki á því. Alþingismenn
og alls konar framámenn í stjórn-
málum og atvinnulífi tala þannig
um átök á vinnumarkaðnum og
verða þó ekki fyrir því að vera
nefndir róttæklingar af Hannesi
eins og prófessor Páll.
Á einum stað í bók sinni
útskýrir Páll kenningu Marx um
þróun framleiðsluaflanna. Til að
skýra marxísku afstöðuna tekur
hann dæmi um íslenskan sjávarút-
veg þar sem marxisti teldi að
framleiðslutengslum sé haldið við
af ríkisvaldinu. Hannes segir að í
þessu felist kenning um vanda
íslensks sjávarútvegs. En bók Páls
er full af útskýringum á heim-
spekikenningum, og hann þarf
ekki að vera þeim öllum sammála.
Þannig þarf hann heldur ekki að
vera marxisti þótt hann útskýri
skoðanir Marx, og hann þarf ekki
að hafa neina sérstaka skoðun um
vanda sjávarútvegsins þótt hann
útskýri marxíska afstöðu með
dæmi þaðan. Hannes, þú sem
vitnar í Hegel og útskýrir skoðun
hans, ert þú ekki þá hegelisti? Eða
alræðissinni?
Yfirsjón kallar Hannes það, að
þar sem Páll nefnir Kommúnista-
ávarpið skuli hann láta ógert að
halda því fram að spá Marx um
hrun kapítalismans hafi enn ekki
ræst. Er ekki nauðsyn á því, að
dómi Hannesar, að geta þess ávallt
er maður nefnir Marx á nafn að
hann hafi verið falsspámaður því
margt nýtt hafi komið á daginn
síðan karlinn lifði? Eða þegar
maður nefnir rit Newtons að
undirstrika rækilega að menn viti
betur en hann, sem dó líka fyrir
langalöngu? Þótt ég tryði ekki á
Biblíuna, þá teldi ég þarflaust að
saka þann fræðimann, sem um
hana skrifaði, um yfirsjónir þótt
hann léti ógert að gagnrýna sumar
kenningar hennar eða segja að
nútímamenn viti betur en höfund-
ur Biblíunnar því það sé alls ekki
hægt að breyta vatni í vín með
bænum einum saman.
Eins kallar Hannes það yfirsjón
hjá Páli að nefna ekki í bók sinni
höfundana Popper, Avineri,
Schumpeter, Acton og Tucker, sem
allir hafa skrifað um Marx. Þetta
er vitanlega engin yfirsjón. Það
var heldur engin yfirsjón að láta
ógert að nefna hundruð eða
þúsundir annarra höfunda, sem
Efnt til fræðslu-
námskeiða fyrir
foreklra ungiinga
Geðverndarfélag íslands
hefur ákveðið að taka upp
nýjung, sem í því felst að
efna til námskeiðs fyrir
foreldra unglinga á aldrin-
um 12—18 ára. Er það
námskeið, sem feist í 10
fundum á mánudagskvöld-
um með fræðslu fyrir al-
menning eða foreldra al-
mennt sem ekki endilega
eiga við við nein sérstök
vandamál að stríða í sínu
uppeldisstarfi. Tveir
félagsráðgjafar, Sigrún
Júlíusdóttir, yfirfélagsráð-
gjafi á Kleppsspítala, og
Ingibjörg Pála Jónsdóttir,
sem er ráðgjafi Geð-
verndarfélagsins og einnig
félagsráðgjafi á Klepps-
spítala, standa að þessu
fræðslunámskeiði. Við
ræddum stuttlega við þær.
Sigrún er menntuð í Svíþjóð og
Bandaríkjunum og nýkomin heim
þaðan, eftir að hafa m a. sérhæft
sig í foreldrafræðslu. — Maður
finnur það svo vel, þegar heim er
komið, hve lítil úrræði fólk hefur
til að leita sér þekkingar og
fræðslu í þessum efnum, án þess
eitthvað þurfi að bjáta á. Slík
fræðsla er algeng í Bandaríkjun-
um og mikill áhugi á að nýta sér
hana, enda Bandaríkjamenn yfir-
leitt ekki hræddir við að leita sér
þekkingar.
Ingibjörg, sem verið hefur ráð-
gjafi Geðverndarfélagsins árum
sáman, sagði að til þeirra leitaði
fátt annað fólk en þeir sem þegar
væru búnir að reyna erfiðleika,
hefðu jafnvel gengið á milli
sjúkrahúsa. En nær ekkert væri
leitað eftir almennri fræðslu í
fyrirbyggjandi tilgangi. Og báðar
tóku þær fram, að þar lægi
ábyrgðin ekkert síður hjá sér-
fræðingunum eh fólkinu. Þeir
hefðu lítið gert til að ná til þess.
En einmitt vegna þess að þær
hefðu gegn um starf sitt og
annarra félagsráðgjafa orðið var-
ar við að mikið skortir á að fólk
ætti almennt þess kost að afla sér
fræðslu og leiðbeininga um upp-
eldismál og önnur samskiptamál,
er snerta fjölskylduna, væri nú
farið af stað með þessi námskeið,
sem fyrirhuguð væru á mánudags-
kvöldum kl. 20—22 í húsakynnum
Geðverndarfélagsins í Hafnar-
stræti 5 frá 2. öktóber. Væri
vonast til þess, að þeir sem áhuga
hefðu á málinu hefðu samband við
þær næstu daga kl. 17—21 í símum
21428 og 21601. Þær lögðu mikla
áherzlu á að þær vildu ná til
foreldranna beggja, ekki bara
mæðranna, þar sem bæði standa
að uppeldinu og því eðlilegt að
báðir foreldrar afli sér þekkingar
og taki jafna ábyrgð á uppeldis-
málunum.
— Þetta námskeið er fyrst og
fremst ætlað foreldrum unglinga á