Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
17
ritað hafa um Marx og kenningar
hans. En hinu segi ég frá til
gamans, að meðan Páll kenndi mér
í H.í. fór hann talsvert með
nemendum í kenningar Poppers,
og ég minnist þess líka að
einhverju sinni er hann var
spurður hvar hægt væri að lesa
eitthvað um Marx, benti hann á
eina af þessum bókum, sem
Hannesi eru hjartfólgnar.
Ein af furðulegri árásarátyllum
Hannesar gengur út á það að Páll
sé tvöfaldur þegar hann leggur til
að Brynjólfur Bjarnason sé heiðr-
aður af Félagi áhugamanna um
heimspeki. Ástæðan: Brynjólfur
ritaði eitt sinn: Sósíalistaflokkur-
inn „metur valdbeitingu eftir
þýðingu hennar í sögulegri þróun“;
en Páll hins vegar segir að
skynsemi og ofbeldi séu andstæður
og heimspekingurinn taki skyn-
semina framyfir ofbeldið. Um
þetta er það að segja að orð
Brynjólfs um ofbeldið eru alls ekki
höfuðkenning hans á sviði heim-
speki. Og ekkert bendir til þess að
Páll hafi viljað heiðra manninn
fyrir að styðja ofbeldi! Öðru nær.
Loks skal sagt að ég sé ekkert
athugavert við orð Brynjólfs og er
þeim innilega sammála, held
meira að segja að sama gildi um
alla stjórnmálaflokka og ekki bara
Sósíalistaflokkinn. Til dæmis
Sjálfstæðisflokkurinn „metur
valdbeitingu eftir þýðingu hennar
í sögulegri þróun“. Eg tek sem
dæmi að ef asískt stórveldi
hernæmi ísland og kúgaði lands-
lýðinn þá myndi flokkurinn á-
reiðanlega endurskoða afstöðu
sína til valdbeitingar og meta út
frá aðstæðunum.
Af ofanrituðu sést að grein
Hannesar er full af alls konar
misskilningi og rangtúlkunum.
Þröngsýnin stýrir penna hans. Það
er vissulega áhugavert umræðu-
efni að hve miklu leyti skólar hafa
þýðingu í pólitísku uppeldi þegn-
anna og á hvern hátt ungt fólk
myndar sér skoðun á stjórnmála-
flokkum. En kommúnistaveiðar
Hannesar eru ekkert framlag í
þeirri umræðu. Aðferð hans er sú
að taka lítið rit, sem lítinn séss
skipar meðal kennsluefnis Háskól-
ans og lesa það svo eins og
skrattinn les Biblíuna til að sýna
fram á að höfundurinn sé hættu-
legur skólanum eða „ósæmandi“
honum eins og hann skrifar. En
þetta er allt eitt stórt vindhögg:
Páll hefur ekki í frammi „áróður í
skólunum", predikar ekki„hug-
myndafræði alræðissinna", heldur
ekki á loft „mótsögn verkalýðs og
atvinnurekenda" né heldur krefst
hann þjóðnýtingar, svo ég taki upp
dálkafyrirsagnir í greininni. Loks
heldur hann ekki fram því, sem ein
fyrirsögnin segir, að Marx háfi
einn leyst vanda stjórnmálanna.
Ef Hannes heldur að hann hafi
með þessum tilburðum sínum
svarað þeirri spurningu, sem hann
spyr í fyrirsögn, það er að segja
hvort Háskólinn sé rannsóknar-
stofnun eða róttæklingahreiður og
niðurstaða hans er „róttæklinga-
hreiður", þá kalla ég bæði rann-
sókn hans og niðurstöður hugar-
óra um veruleikann.
Hitt getum við svo hugleitt til
hvers það mundi leiða ef menn
með skoðanir Hannesar réðu
einhverju um menntamál á Is-
landi. Yrði þá ef til vill heimspeki-
kennsla í Háskólanum þannig að
Hegel, Sartre og Heidegger féllu
burt úr námsefninu? Kannski yrði
„marxsinnum" eða þeim sem væru
grunaðir um að vera vinstrisinnar
meinað að kenna. Hver ætti þá að
skera úr um hvort rit væri
vinstrisinnað eða ekki? Slíkt
mundi sennilega leiða til gerræðis-
legra stjórnarhátta, ritskoðunar,
sem spillti ritfrelsinu. Það er að
minnsta kösti ekki vænleg aðferð
til að sporna gegn varhugaverðri
innrætingu eða áróðri í mennta-
stofnunum að búa sér til kommún-
ista með þeirri aðferð, sem Hannes
hefur nú beitt sér til vansæmd^r.
Árni Sigurjónsson
Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttirog Ingibjörg P. Jónsdóttir.
aldrinum 12—18 ára, en við
munum fjalla mjög vítt um börn
og unglinga, eðlileg vandamál
þeirra og hvernig best sé að taka á
þeim, sögðu þær. Og við viljum
reyna að gera þetta í svo aðgengi-
legu formi að fólk hafi áhuga á að
koma og taka þátt í þessu.
— Tilgangurinn er að auðvelda
foreldrum að ræða við aðra
foreldra um sameiginleg áhuga-
mál, sem snerta uppeldi barna og
skiptast á skoðunum. Enn fremur
að deila eigin reynslu með öðrum.
Allir foreldrar standa einhvern
tíma frammi fyrir vanda, sem þeir
þurfa að leita ráða um, en veigra
sér oft við að hefja máls á við vini
og kunningja. Jafnframt þessu
hyggjumst við gefa þátttakendum
kost á að tileinka sér fræðilega
þekkingu og nýta hana þannig, að
þeir geti beitt nýjum aðferðum í
samskiptum við börn sín.
— Bein fræðsla verður í formi
fyrirlestra um þroska unglingsins
frá barnsaldri, einkenni heil-
brigðra unglingsára og almennra
erfiðleika, sem fylgja því tímabili í
lífi einstaklingsins. Þetta fellur
undir eitt af helztu erfiðleika-
skeiðum allrar fjölskyldunnar. Við
munum einnig nota æfingar og
gefast þátttakendum tækifæri til
spurninga og umræðna.
Að iokum voru þær Sigrún og
Ingibjörg spurðar að því hvort þær
hygðust síðar ná til annarra hópa.
— Þetta er aðeins einn þáttur
fjölskyldufræðslu svöruðu þær.
Mjög góð reynsla hefur fengizt af
því erlendis, að félagsráðgjafar og
aðrar heilbrigðisstéttir tengi
fræðslu starfi sínu í geðverndartil-
gangi. Hér getur verið um að ræða
þá hópa fólks, sem eru á því stigi í
lífinu, sem það þarfnast aðstoðar
eða stuðnings, svo sem vegna
skilnaðar, fæðingar fyrsta barns,
sj úkdóms, • dauðsfalla, ættleiðinga
eða eðlilegra en oft erfiðra við-
burða, sem gerast í öllum fjöl-
skyldum. Ennfremur finnst okkur,
að þörf væri á að gefa fólki kost á
fræðslu um hjónabandið, bæði
áður en sambúð hefst og í bætandi
tilgangi.
Við útför Keith
trommuleikara Moon
Á DÖGUNUM voru margir
■þekktir rokk- og popptónlist-
armenn samankomnir í Gold-
ers Green kirkjugarðinum til
að votta hinztu virðingu
trommuleikaranum Keith
Moon úr hljómsveitinni WHO
sem hafði látizt fáeinum
dögum áður. Ekki þarf að
fara mörgum orðum um þessa
hljómsveit, hún er firna fræg
og hefur verið við lýði í mörg
ár.
Keith Moon vakti löngum á
sér athygli fýrir óvenjulega
framgöngu og hegðan, sem
Meðal syrgjenda var John
Entwistle úr Who.
Roger Daltrey söngvari Who.
Charlie Wattsi einn af Rúllandi
steinunum.
Pete Townshend gítarleikari
Who.
ekki þótti alltaf hefðbundin.
Þrátt fyrir all tryllingslegar
lífsvenjur þótti hann hinn
ágætasti tónlistarmaður í
sinni grein.
Við útförina komu vinir
hans og kunningjar klæddir
snyrtilegum dökkum jakka-
fötum og sumir sögðu að það
Keith Moon.
væri að líkindum í fyrsta
skipti í mörg ár, að þessir
menn sæjust í slíkum klæðn-
aði. Sumir höfðu meira að
segja látið skera hár sitt og
snyrta skegg.
Vinnir og kunningjar styðja unnustuna Anette Walter Lax vtð
útförina.
Við athöfnina voru meðal
annars móðir Keiths Moon,
Kitty, og unnusta hans, An-
ette Walter Lax, sem er
sænskrar ættar. Þau Anette
og Keith Moon höfðu kunn-
gjört trúlofun sína kvöldið
áður en hann lézt, en þau
höfðu hins vegar búið saman
um hríð.