Morgunblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1578
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
V egið að eignar-
réttinum
Ekki fer hjá því, að
mönnum þyki seinfund-
ið réttlæti í samskiptum
ríkisvaldsins við ein-
staklinginn á stundum.
Einkanlega verður þetta
áberandi, þegar við völd
sitja ríkisstjórnir, sem telja
sig þess umkomnar að
ráðskast með tekjur og
eignir almennings. Þetta
heitir „fjármagnstilfærsla í
þjóðfélaginu" á fínu máli.
Það er reynt að orða að-
gerðina á ópersónulegan
hátt. En eftir að farið er að
beita henni, verður hún
einkar persónuleg með því
að farið er ofan í vasana hjá
fólki.
Alþýðubandalagsmenn og
þeirra nótar hafa aldrei
skilið þetta þjóðfélag, sem
þeir hafa þó vaxið upp í.
Þeir skilja ekki, að það er í
eðli Islendingsins að vera
fjárhagslega sjálfstæður,
menn vilja búa að sínu og
fyrsta markmiðið, sem ungt
fólk setur sér að ná, er að
eignast þak yfir höfuðið.
50% hækkun eingarskatts-
ins nú bitnar á skuldlausu
fólki, sem með ráðdeildar-
semi og dugnaði hefur kom-
ið sér upp þokkalegu hús-
næði og á nokkrar eignir,
sem eru afrakstur heillar
starfsævi. Oft gefa slíkar
eignir lítið eða ekkert í aðra
hönd, eru óarðbærar, þótt á
þær falli margvísleg gjöld,
sem hafa farið vaxandi hin
síðustu ár, enda fasteigna-
gjöldin orðin verulegur
þáttur í tekjuöflun sveitar-
félaga. Þessi hækkun
eignarskattsins bitnar
þungt á slíku fólki, enda eru
tekjur þeirra oft tak-
markaðar.
Á hinn bóginn sneiðir
50% hækkun eingarskatts-
ins hjá verðbólgubröskur-
um, enda engin tilraun gerð
til að ná til þeirra.
í fyrystugrein Þjóðviljans
í gær er komizt að þeirri
niðurstöðu, að „beinir skatt-
ar“ séu „í heild léttbærir
hér á landi“ og „engum
vorkunn að svara slíkum
sköttum“. Þetta eru mjög
^hyglisverðar yfirlýsingar,
nkum þar sem viðurkennt
í hinu orðinu, að tekju-
.Kattarnir komi óréttlát-
lega niður. En á bak við
þetta er gamla sagan um
vonda, ríka manninn. Eng-
inn má verða bjargálna.
Sýni menn dugnað og fram-
takssemi er um að gera að
skattleggja það sérstaklega
og nú þykir það ekki mikið
þótt sjö krónur séu teknar
af hverjum tíu.
Hér er jafnframt verið að
búa menn undir, að ný
skattalög verði lögð fram á
næsta þingi, þar sem eign-
ar- og tekjuskattar verði
hækkaðir verulega frá því
sem verið hefur.
Það hefur verið grund-
vallarstefna Sjálfstæðis-
flokksins að tekjuskattur
skuli ekki lagður á almenn-
ar launatekjur og skattpró-
sentan aldrei fara yfir 50%.
Síðasta ríkisstjórn stóð
ekki við þau fyrirheit að
fullu. Þýðingarlaust er að
horfa fram hjá því. Á hinn
bóginn liggur ljóst fyrir, að
það er við ramman reip að
draga, þar sem eru úrelt
sjónarmið vinstri flokkanna
í skattamálum. I þeim efn-
um eru þeir marga áratugi
aftur í tímanum. Það sanna
skattahækkanirnar nú, sem
eru í senn aðför að hinum
heiðarlega skattborgara og
einhver ósvífnustu svik á
kosningaloforðum, sem um
getur í sögu þingræðis hér á
landi. En eins og menn
minnast var veruleg lækkun
tekjuskatts eða jafnvel
afnám hans eitt af helztu
kosningamálum Alþýðu-
flokksins og gengu margir
til liðs við hann af þeim
sökum. Einmitt vegna þess
að Sjálfstæðisflokkurinn
hafði ekki komið fram
stefnu sinni.
Kosningaúrslitin voru
forystu Sjálfstæðisflokks-
ins áminning um að standa
fast á framkvæmd sjálf-
stæðisstefnunnar í framtíð-
inni. Það er að vísu rétt, að í
samsteypustjóTnum er
aldrei hægt að ná öllu fram.
En hér er um grundvallar-
atriði að ræða:
Annars vegar er það
stefna Sjálfstæðisflokksins
að almennar launatekjur
séu tekjuskattsfrjálsar.
Hins vegar ‘mega tekju-
skattar aldrei fara yfir
50%.
Fallegt mál
Flest okkar skynja á vissan
hátt, hvaö málið er mikilvægur
þáttur í lífi okkar — en fáir gera
sér ef til vill grein fyrir því, hvaö
uþþeldið og umhverfiö getur haft
mikil áhrif á mál og þroska okkar
fyrstu æviár okkar. Flest okkar
skynja, hvort fólk talar fallegt
mál og vandaö eöa hvort þaö
talar einhvers konar „götumál“
— en færri gera sér e.t.v. grein
fyrir því, aö málþroski okkar og
skilningur á þernskuárum okkar,
getur haft áhrif á allan þroska
okkar, félagslegan og andlegan,
síöar meir í lífinu.
Flesta daga ársins eru þættir í
hljóðvarpi um íslnesku, mál og
málnotkun og er vissulega þörf á
því, svo aö hiö fallega mál okkar
fletjist ekki út eins og flatbrauös-
deig, heldur veröi rismikið og
tignarlegt eins og fram til þessa.
Þó megum viö ekki gleyma þeim
mikilvæga þætti, sem mál, mál-
notkun og málfar hefur á alla
líðan okkar og almennan
þroska, allt frá því aö viö erum
fædd inn í þennan heim og
heyrum kærleiksrík orö og þægi-
legt raul og söng þeirra, sem
taka á móti okkur og eiga aö
hugsa um okkur fyrstu æviárin á
þessari jörö!
Hver skilur hvern?
Ég ætla ekki aö fjölyröa meira
um mikilvægi þessa þáttar í fari
okkar, en snúa mér þeint aö
efninu. Mun ég ræða um málið
út frá ýmsum sjónarhornum og
varpa fram spurningu eins og:
Hver skilur hvern á okkar
dögum? Skilja börn foreldra sína
— og foreldrar börn sín? Skilja
nemendur kennara sína og
kennararnir nemendur sína?
Skilja sérfræðingarnir skjól-
stæöinga sína og skjólstæö-
ingarnir sérfræöinga? Stjórn-
málamenn kjósendur og
kjósendur stjórnmálamenn
osfrv. Og þess vegna væri líka
eðlilegt að ég spyrði í framhaldi
af þessu: Hver les þáft, sem
þennan — og skilur fólk þaö,
sem hér er sagt? Vissulega væri
gaman aö heyra viöbrögö fólks
við því, hvort því finnst slíkir
þættir æskilegir eöa einhvers
viröi yfirleitt?
Er fólk hætt að tala
saman?
Margir halda því fram, aö fólk
tali nú minna saman er nokkru
sinni fyrr í sögunni. Telja sumir
þetta svo mikið vandamál, aö
þaö sé nú þegar oröiö eitt
alvarlegasta og erfiðasta vanda-
mál, sem mennirnir eigi viö aö
stríöa í samskiptum hverjir við
aðra.
Er fólk
hœtt að
rœða
saman?
Fyrir nokkru mætti ég tveimur
ungum mönnum á götu sama
daginn. Annan haföi ég ekki séö
í 15 ár, en hinn um 20. Ég
staldraði því góöa stund og
rabbaði við þá um gamlar og
góöar minningar. Báöir höföu
orö á því sama og sögöu
eitthvað á þessa leið: Þú hefur
tíma til þess aö stansa og tala
við mann. Venjulegast heyrir
maður bara: Blessaður og sæll,
gaman aö sjá þig. Vertu
blessaður. ..
Ekki veit ég, hvort þiö þekkiö
slíkar sögur af eigin raun, en
margir halda því þó fram, aö fólk
bæöi skrifi minna en fyrr og ræöi
minna saman. Og nú sé það
jafnvel orðið svo slæmt, aö fólk
komi ekki í heimsóknir hvert til
annars, nema því sé boðið
hátíðlega. Fólk hefur bókstaf-
lega ekki tíma til þess að ræöa
saman. Kannski hefur þú aöra
skoðun á þessu máli en ég — og
viö því er ekkert aö segja. En þó
aö aðeins hluti af fullyrðingum
þessum sé sannur, er þaö þess
viröi að velta þeim aðeins fyrir
sér og gefa þeim nokkurn gaum.
Hinir fullorönu bera ábyrgð á
börnunum, foreldrar, yfirvöld og
samfélagið í heild, hafa skyldum
aö gegna — og ef börnin eiga aö
þroskast eðlilega, þarf einhver
aö tala viö þau, auka oröaforöa
þeirra og skilning, þroska hug-
myndaflug þeirra og hugsanir,
veita þeim kærleika og alúö í
uppvexti þeirra, sérstaklega
fyrstu æviárin.
Orö' og setningar hafa áhrif
Flest okkar gera sér þess Ijósa
grein, hvaö orö og setningar
geta haft mikla þýöingu í sam-
skiptum okkar. í opinberum
deilum manna í millum heyrum
viö oft sagt eitthvað á þessa leið:
„Einu sinni sagðir þú allt annaö.
„Fyrir 10 árum stóöstu í pont-
unni og hélst fram alveg önd-
veröri skoðun.“ „Það er ekki
hægt aö treysta orðum þínum.
Þú segir eitt í dag og annað á
morgun," o.s.frv.
Ekki ætla ég að fara neinum
orðum þaö, hvort slíkur mál-
flutningur sé málefnalegur,
heldur leggja áherslu á þaö, aö
það, sem viö segjum hefur áhrif
— og þau áhrif geta bæði orðið
til góðs og ills, og fer þaö eftir
ýmsu.
Eg spurði einu sinni nokkra
aðila, hvort þeir myndu eftir e-u
sérstöku frá fyrsta skólaári
þeirra, hvort sem þaö væru nú
setningar, einstök orð, athafnir
eöa atvik, sem væru þeim
minnisstæö.
Fjórir þessarra svöruöu á
þessa leiö:
1. Sá fyrsti sagði: Skömmu
eftir aö ég hóf skólagöngu, var
kennarinn aö kenna okkur máls-
hætti. Mér gekk víst heldur Illa
aö læra aö lesa, en þótti gaman
að málsháttunum. En svo sagöi
kennarinn með áherslu, og mér
fannst hann horfa á mig allan
tímann: Heimskur er sá, sem er
höfuöstór, en hefur lítil eyru.
2. Annar sagöi e-ð á þessa
leið: Ég var nýkominn frá
Danmörku, þegar ég byrjaði í
skólanum og átti í miklum
erfiöleikum meö málið. Ég þekkti
engan, en sá, sem sat viö hliðina
á mér, hallaði sér upp aö mér og
hvíslaði: „Kennarinn okkar er
alveg frábær.“
3. Sá þriðji sagði: Viö höföum
aöeins verið í skólanum fáeina
daga, þegar kennarinn sagöi
hátt og skýrt viö okkur öll: „Þiö
megið ekki taka með ykkur epli
í skólann.“ Og ég fékk sam-
viskubit.
4. Og sá fjóröi sagði: Ég var
nýfluttur í hverfið. Ég átti aöeins
einn vin. Viö stóöum úti á
skólalóðinni, þegar yfirkennarinn
las upp nöfnin okkar, Og ég man
þaö eins og það heföi gerst í
gær, þegar vinur minn sagöi: Ef
við lendum í sama bekk,
verðum við alltaf vinir!
Orð — til góðs og ills
Ef við tækjum þessar setning-
ar út úr samhengi og virtum þær
fyrir okkur einar sér, kæmumst
viö fljótt aö raun um, aö þær
væru eðlilegar og einfaldar
setningar — orö, sem annars
létu ekki svo mikið yfir sér. En
orö geta haft áhrif bæöi til góös
og ills, og þegar ég innti fólkið
nánar eftir útskýringu, kom
greinilega í Ijós, aö þaö var ekki
aö ástæðulausu, aö viðkomandi
mundu eftir þessum orðum.
Sá fyrsti mundi eftir máls-
hættinum: Heimskur er sá, sem
er höfuðstór, en hefur lítil eyru.
— Hann mundi ekki eftir
kringumstæðum aö öðru leyti.
Hann var viðkvæmur, nýbyrjaður
í skóla, gekk ekki vel í lestri, leit
upp til kennarans. Hann haföi
þráö þennan tíma svo lengi: aö
byrja í skóla! Og svo fannst
honum kennarinn horfa á sig,
þegar hann mælti þetta af munni
fram — og þegar hann kom
heim úr skóla þennan dag, gekk
hann beint inn á baö og fór aö
skoöa á sér eyrun og höfuðið.