Morgunblaðið - 23.09.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 23.09.1978, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 Séð yfir hluta hinna nýju iðnaðarsvæða í Cumbernauld, en 30 borgir hafa verið skipulagðar með þessum hætti í Bretlandi frá því árið 1956. veitt vegna nýrra og notaðra véla og tækja á fyrsta ári. Þá eru lán sem standa iðnfyr- irtækjum til boða með lágum vöxtum, og byrja vaxtagreiðslur jafnvel ekki fyrr en að fimm árum liðnum frá lántökudegi. Enn má nefna að bresk stjórnvöld bjóða þjálfun starfs- fólks, iðnrekendum að kostnað- arlausu. Er nánast sama hvaða starfsemi á í hlut, iðnverkafólk fær starfsþjálfun kostaða af hinu opinbera. Til hvers er boðið svona vel? En hver er þá tilgangur breskra stjórnvalda með allri þessari fyrirgreiðslu við erlend fyrirtæki? — Varla gengur þeim góðmennskan ein til, hvers vegna telja bresk stjórnvöld sér hag í því að veita fyrirtækjum svo mikla fyrirgreiðslu ef þau aðeins vilja flytja starfsemi sína til Bretlands? „Með því að bjóða erlendum fyrirtækjum fyrirgreiðslu af þessu tagi vinnst ýmislegt," segir Wood. „Inn í landið koma nýjar hugmyndir og reynsla í verksmiðjurekstri og fram- leiðslu. Þá hafa stjórnendur „Yrði bæði Bretum og Is- lendingum til hagsbóta” — segir J.H.Wood, iðnaðarerindreki brezku stjórnar- innar, um það að íslenzk fyrirtæki flytja hluta af starfsemi sinni til Bretlands íslenskum iðnfyrirtækjum standa til boða ýmis fríðingi ef þau flytja starfsemi sína að einhverju leyti til Bretlands. Hér á landi dvaldi í vikunni iðnaðarráðunautur bresku stjórnarinnar, James Henry Wood að nafni, eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær. Átti hann nokkra fundi með framámönn- um íslenskra iðnaðarmála og einstakra fyrirtækja og kynnti hann þeim á fundum þessum hvað til boða er í Bretlandi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Wood að máli, áður en hann hélt aftur utan snemma í gærmorgun og ræddi við hann um för hans hingað til lands og um uppbyggingu breska iðnaðarins. „Hafa byggt upp 30 borgir síðan árið 1956“ „Breska ríkisstjórnin markaði þá stefnu, árið 1956“, sagði Wood, „að byggja upp nýjar iðnaðarborgir víðs vegar um landið, til þess að bæta efnahag landsins og sjá því fólki sem stöðugt er að koma út á vinnumarkaðinn fyrir atvinnu. Þegar hafa verið byggðar 30 borgir á Bretlandi með þessum hætti þar af 5 í Skotlandi", sagði Wood ennfremur. „Flestar eru þessar borgir á stærð við Reykjavík, en það er sú stærð sem við teljum æskilegasta, það er borgir með íbúafjölda á bilinu 75 til 80 þúsund". Wood sagði ennfremur, að hann starfaði nú aðallega við uppbyggingu einnar borgar í Skotlandi, skammt frá Glasgow. Er það borgin Cumbernauld, sem var hafist handa við að byggj a upp á þennan hátt árið 1956, og þá skipulögð ný hverfi í borginni. Tíu þúsundasta húsið var tekið í notkun árið 1973. íbúafjöldi er nú um 70 þúsund manns. Borgin mjög miösvæðis Cumbernauld er mjög mið- svæðis í Skotlandi, að sögn Woods. Samgöngur til og frá borginni eru mjöggreiðar, hvort heldur um er að ræða í lofti, eftir þjóðvegum eða járnbraut- arlestum. Aðeins 30 mínútna akstur er til miðborgar Glas- gow, og álíka langt er að aka að flugvelli Glasgowborgar. Þá er Edinborg í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð í austurátt. Þá er unnt að koma þungavörum í skip í Clydefirði á minni tíma en klukkustund. Öll þessi atriði voru höfð í huga er borginni var valinn staður. Cumbernauld er einn af vaxt- arbroddunum í iðnaðaruppbygg- ingu Skotlands, og að sögn Woods eru þar um 200 iðnfyrir- tæki nú starfandi. Af þessum 200 fyrirtækjum eru 31 frá ýmsum löndum utan Bretaveld- is. Eru þessi fyrirtæki frá hinum ólíkustu löndum í mörgum áttum, svo sem Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi, Svíþjóð, Is- landi, Hollandi, Finnlandi og Japan, og fleiri eru á leiðinni að sögn Woods. Upp á hvað er boöiö í Cumbernauld? En hvað er það sem iðnrek- endum stendur til boða ef þeir vilja flytja starfsemi sína til Bretlands, hvað er það sem Mr. Wood getur boðið íslenskum iðnrekendum vilji þeir setjast að í Cumbernauld? — Borginni sem hann vinnur við að skipu- leggja og byggja upp. Iðnrekendum er boðið upp á margháttaða lánafyrirgreiðslu, skattaívilnanir fyrstu árin, lág lóðagjöld, auk beinna styrkja sem nema umtalsverðri upphæð af stofnkostnaði. Þannig veitir hið opinbera til dæmis styrki sem nema um 22% af byggingakostnaði, og einnig er veittur styrkur til kaupa á vélum og öðrum útbúnaði til iðnaðarframleiðslu, sem nemur 22% af heildarkostnaði. Þá eru veittar skattaívilnanir sem nema 54% af fasteignaskatti á fyrsta ári, og síðan 4% á ári eftir það. 100% skattaívilnun er James Henry Wood. viðkomandi fyrirtækja oft við- skiptatengsl í ýmsar áttir sem þeir hafa aflað sér í fyrri atvinnurekstri, og svo mætti lengi telja. Þó bresk stjórnvöld leggi talsvert af mörkum í formi lána og beinna styrkja til nýrra fyrirtækja, og þó verulegar skattaívilnanir séu veittar fyrst í stað, þá er augljóst að Bretum er akkur í því að laða þessi fyrirtæki til sín. Astæðan er fyrst og fremst sú, að mikill fjöldi Breta kemur á vinnu- íbúðahverfi í Cumbernauld. markaðinn ár hvert, og því fólki þarf að veita atvinnutækifæri, auk þess sem atvinnuleysi hefur lengi verið landlægt. Þessi fyrirtæki veita fólki vinnu, það fólk greiðir skatta af vinnu sinni, fyrirtækin greiða skatta þegar frá líður, og eitthvað af fjármagni þerst með þeim til landsins“, sagði Wood. En hvað með íslendinga? En hvað með íslendinga sjálfa, tapa þeir eða græða á því að taka gylliboðum af þessu tagi, einstök fyrirtæki eða þjóð- félagið í heild? „Það er ekki verið að taka neitt frá Islendingum, síður en svo“ segir Wood. „Islenskum fyrirtækjum er boðin sú aðstaða sem ég áður nefndi, og þau þurfa ekki að draga fjármagn út úr landinu til að koma undir sig fótunum. Við leggjum til vinnuafl, fjármagn og tækifæri fyrir Islendinga til að komast inn á hina stóru heimsmarkaði. Bret- land er í alfaraleið hinna margvíslegustu heimsviðskipta, ekki hvað síst eftir að landið gekk i Efnahagsbandalag Evr- ópu. Nægir auk þess að minna á tengslin við samveldislöndin. Þetta bj,óðum við ef Islendingar koma með hugmyndir sínar og reynslu, og fjármagn eftir að- stæðum hverju sinni. — Hagur- inn er beggja aðila þegar allt kemur til alls.“ Tvö fyrirtæki farin, fleiri á leiðinni Tvö islensk fyrirtæki hafa þegar flutt út'til Bretlands með hluta starfsemi sinnar, og þar af starfar annað þeirra enn úti. Það er Prjónastofa Akraness, sem er með einhvers konar samsetningaverksmiðju úti, en reka áfram verksmiðjuna hér heima. Þá voru Stáliðjan og Gamla kompaníið með samsetn- ingaverksmiðju á húsgögnum í Bretlandi, en þeirri starfsemi hefur verið hætt. Mun ástæðan vera sú, að fyrirtækið reyndi fyrir sér með þessa rekstrarnýj- ung á erfiðum tíma, og varð að hætta. Að sögn James H. Wood eru nokkur íslensk fyrirtæki nú að þreifa fyrir sér með að flytja starfsemi sína utan að hluta til, en hann var ófáanlegur til að segja hvaða fyrirtæki þar ættu hlut að máli. Þar væru fyrirtæki sem ætluðu að vera með tiltekna þætti rekstursins úti, en starf- rækja áfram sín fyrirtæki hér heima. Hvernig borg er Cumber- nauld? Hvað stendur þeim til boða sem þangað vilja flytja, til dæmis iðnrekendum og fjöl- skyldum þeirra? Öll aðstaða er góð til mennt- unar í borginni, sagði Wood, þar eru barna- og unglingaskólar í íbúðahverfum, hjúkrunarskóli tók til starfa árið 1972, auk ýmissa annarra sérskóla, svo sem tækniskóla, og þá eru fimm háskólar í innan við klukku- stundar aksturs fjarlægð. Þá eru verslanir fjölbreytileg- ar með miklu vöruúrvali, bæði í hverju íbúðarhverfi fyrir sig, og svo eru einnig sérstök verslun- arhverfi í Cumbernauld. Einnig má minna á að stutt er að fara til Glasgow í verslunarferðir. Þá er að finna í borginni, kvikmyndahús, leikhús er í byggingu, íþróttamiðstöð er til staðar, sundlaug, golfvellir og fleira og fleira sem tilheyrir nútíma borgarlífi. Að lokum kvaðst Mr. Wood vera ánægður með þessa ís- landsferð sína, hún hefði verið bæði árangursrík og ánægjuleg, og vonandi væri nánara sam- band milli breskra og íslenskra iðnrekenda í sjónmáli, báðum aðilum til hagsbóta. - AH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.