Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 28

Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 28
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Bllar mest skatt- lagðir á íslandi Vér mótmælum allir Eins og eflaust flestum er kunnugt um setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög nú um mánaðamótin síöustu. í Þeim er m.a. að finna ákvæöi um 100% hækkun eignaskatts félaga auk sérstaks skatts á fyrningar og hagnað fyrirtækja. Þar sem umræöur manna á meðal um bessi lög hafa aðallega snúist um lagalegu hlið skattlagningarinnar lék Viöskipta- síöunni forvitni á aö heyra álit manna í atvinnulífinu á Þessari skattlagningu. Fara svör Þeirra hér á eftir. AÐALFUNDUR Bílgreinasam- bandsins var haldinn fyrir skömmu á Húsavík, og var Ingi- mundur Sigfússon forstjóri ein- róma kosinn formaður sambands- ins. Meðal ályktana sem aðalfund- urinn samþykkti voru þessar: Álögur á bifreiðaeigendur Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1978 vill mótmæla skattheimtu ríkisins af bifreiðaeigendum í formi aðflutningsgjalda af bifreið- um og formi skatta á bifreiðaeig- endur og gjalda á benzín. Það er staðreynd að á íslandi rennur um 60% af verði fólksbíla til ríkisins, í Noregi er þetta um 48%, í Svíþjóð um 25%, á Englandi um 15% og í Hollandi um 37%. Þessi háu gjöld' eru fyrir utan skatta á bílaeigend- ur og gjöld á benzín, og hafa leitt til hærri meðalaldurs bíla hér á landi svo og meiri sveiflna í innflutningi, sem þýðir aukinn viðgerðar- og viðhaldskostnað, bifreiðaeigendum, fyrirtækjum og þjóðinni í heild til skaða. Námskeið á vegum Stjórnunar- félagsins Stjórnunarfélag Islands er nú að hefja starfsemi sína að nýju eftir sumarleyfi. Þau námskeið sem Stjórnunar- félagið efnir til á næstunni eru þessi: Bókfærsla I 2—5 október. Arðsemi og áætlanagerð 5—7 okt. Ensk viðskiptabréf 9—11 okt. Símanámskeið 12—14 okt. CPM-áætlanir 19—21 okt. Alls verður í vetur boðið upp á 26 mismunandi tegund- ir námskeiða, þar af eru 6 ný námskeið auk þess sem mörg hina eldri hafa verið endur- bætt. Sími Stjórnunarfélagsins er 82930. Ályktun um Bifreiða- eftirlit ríkisins Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1978 ítrekar fyrri ályktanir og samþykktir aðalfundar Bilgreina- sambandsins um að stefna beri að því að breyta umferðarlögum í þá átt að þau bifreiöaverkstæði sem þess óska og til þess eru útbúin að mati þar til kvaddra og dómbærra aðila, fái heimild til að annast lögboðna skoðun að öllu leyti eða að hluta til, sé um sérþjónustu- verkstæði að ræða. Þessi skoðun verði framkvæmd undir yfirumsjón Bifreiðaeftirlits ríkisins sem fylgist að staðaldri með þeim bifreiðaverkstæðum sem framkvæma skoðun. Jafnframt hvetur Bílgreinasambandið til þess að starfsaðstaða Bifreiðaeft- irlits ríkisins verði enn bætt frá því sem nú er, þó nokkuð hafi ræst úr í Reykjavík með tilkomu nýs húsnæðis. Aðalfundurinn telur að nýtt fyrirkomulag þar sem hluti ökutækja verði skoðaður á viður- kenndum verkstæðum jafnframt sem starfsaðstaða Bifreiðaeftirlits ríkisins verði stórlega bætt muni stuðla að virkara og raunverulegra eftirliti með ástandi ökutækja þar með auknu umferðaröryggi, auk þess sem skoðunarkostnaður bif- reiða í heild muni lækka og umstang og snúningar bifreiðaeig- enda minnka. Ályktun um verðlagsmál Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1978 skorar á viðskiptaráð- herra og verðlagsnefnd að afnema hið fyrsta hið óraunhæfa verð- lagningarkerfi á útseldri vinnu, bílavarahlutum, bílum, hjólbörð- um og öðru tilheyrandi bifreiðum sem nú viðgengst. Landsmönnum ætti að vera ljóst í dag að verðlagshöft tryggja alls ekki hag neytenda og hafa reynst gagnslítil í baráttunni gegn verð- bólgu og er skorað á verðlagsyfir- völd að leggja niður hið áratuga gamla verðlagskerfi sem við búum nú við. Fundurinn skorar á yfirvöld að nýsamþykkt verðlagslöggjöf verði látin taka gildi strax því núver- andi verðlagskerfi stendur í vegi fyrir eðlilegri þróun til aukinnar framleiðni og hagkvæmni í bíl- greininni. I stuttu máli má segja minni skattlagning, meiri valddreifing og meiri samkeppni án verðlags- hafta, sem tryggir neytandanum hagkvæmara verð. Arni Arnason, hagfræðingur Verzlunarráðs íslands. Af þeim atvinnugreinum, sem aðild eiga að Verzlunarráðinu, verður verzlunin eínna verst úti vegna nýju bráðabirgðalaganna enda rýra flest ákvæði laganna afkomu verzlunar. Þessi skerðing á kjörum verzlunar er sérstakt áh.vggjuefni nú, þar sem horfur eru ekki bjartar framundan og afkoma verzlunar var afar slæm fyrir þessar aðgerðir, eins og athuganir Þjóðhagsstofnunar frá stjórnarmyndunarviðræðunum sýna. Verzluninni mun því reynast mjög erfitt að axla þær byrðar, sem bráðabirgðalögin leggja henni á herðar. I bráðabirgðalögunum eru það einkum sex atriði, sem rýra hag verzlunar: • Gengisbreytingin veldur verzl- un tvöföldum skaða. Bæði þarf nú að endurnýja eldri vörubirgðir á verði, sem er nær jafnhátt að meðaltali og gamla útsöluverðið var og svo það, að seldar vörur eru í sumum tilvikum ógreiddar ér- lendis og verða því að greiðast á nýju gengi. Bæði verðmyndunar- höftin og tekjuskattslögin taka mjög takmarkað tillit til þessa taps, þótt það nemi hundruðum milljóna. • Með bráðabirgðalögunum hækka laun verzlunarfólks um 7%, sem eykur launakostnað verzlunar um 2.200 m króna á ári, þegar laun viðmiðunarstétta, t.d. opinberra starfsmanna, hækka og hafa hækkað mun meira. Ef launþega- samtök verzlunarfólks taka upp harða baráttu fyrir bættum starfsskilyrðum verzlunar, geta verzlunarmenn vænzt sömu kjara en að öðrum kosti ekki. Við ríkjandi rekstrarskilyrði verzlun- arfyrirtækja eru kjarabætur óger- legar. Verzlunarmenn verða ein- faldlega að horfast í augu við þá staðreynd, að stjórnvöld hafa gert þá að láglaunastétt. • Þá virðist samkvæmt 7. grein laganna brýna nauðsyn hafa borið til að lækka álagningu verzlunar um 10,5%. Bætist sú skerðing við þá 9% lækkun verzlunarálagning- ar, sem fulltrúar A.S.I. og B.S.R.B., ásamt formanni verð- lagsnefndar stóðu að í febrúar s.l. Miðað við álagningartekjur verzl- unar á síðasta ári nemur lækkunin 5.500. m. króna tekjutapi á ári. Til þess að fá aftur sömu tekjustofna og verzlunin hafði í ársbyrjun þurfa álagningarákvæðin að hækka um 22,8%. Ákvæðið um verðstöðvun skiptir verzlunina hins vegar engu máli. Þar er einungis um að ræða endurprent- un á gildandi lagaákvæði um sama efni (lög nr. 13/ 1975, 10. grein). • I 8. grein laganna er eignar- skattur félagsrekinna fyrirtækja hækkaður um 100% en annarra um 50%. Eins og öðrum fyrirtækj- um er verzlunarfyrirtækjum gert að greiða þennan skatt. Hvernig hann skiptist á atvinnugreinar, er hins vegar erfitt að áætla. • Eins og öðrum atvinnurekstri, er verzlunarfyrirtækjum einnig gert að greiða nýja 6% skattinn af hagnaði og fyrningum. Hvort þessi sérstæða skattheimta fær staðist, verður að sjálfsögðu úrskurðarefni dómstóla. Áður en sá úrskurður liggur fyrir, skal engu um það spáð, hversu hár þessi skattur verður hjá einstökum atvinnu- greinum. • Loks má nefna vörugjaldið, sem eitt sinn hét „sérstakt 12% tímabundið vörugjald". Nú hækk- ar það á sumum áður gjaldskyld- um vörum úr 16% í 30% og leggst á aðrar með 30% þunga.í fyrsta sinn. Fyrir verzlunina þýðir hækk- un vörugjaldsins aukinn fjár- magnskostnað og vafalaust sam- drátt í sölu. I fjölmiðlum eru þessi nýju bráðabirgðalög túlkuð sem aðgerð- ir í efnahagsmálum. Fyrir verzl- unina í landinu eru þau alvarlegt áfall. Gagnvart flestum ákvæðum laganna verður engum vörnum við komið. Verzlunarráðið mun hins vegar beita sér fyrir, að dómstólar skeri úr því, hvort ákvæðin um 10,5% lækkun verzlunarálagning- ar og 6% sérstakan skatt á hreinar tekjur og fyrningar í atvinnu- rekstri standist. Þorleifur Jónsson framkvæmdastj.| Landssambands iðnaðarmanna. I samstarfssamningi núverandi stjórnarflokka er ákvæði, sem kveður á um að gera þurfi sérstakt átak til eflingar atvinnulífi lands- manna, bæði með aðgerðum er lúta að ytri rekstrarskilyrðum og hagræðingu innan fyrirtækja. Þetta ákvæði vekur því vissulega vonir um að stjórnarflokkarnir geri sér ljóst, að til þess að ná árangri í hinni margnefndu bar- áttu mvð verðbólguna, og í efna- hagsmálum yfirleitt, þurfi að efla atvinnuvegina frá því sem nú er og þar með stækka kökuna, sem er til skiptanna. Það er vissulega skiljanlegt, að áhugi sé fyrir því að árangur af væntanlegu átaki á þessu sviði komi ekki eingöngu fyrirtækjun- um sjálfum til góða, heldur dreifist út til þjóðarheildarinnar í einhverjum sanngjörnum hlutföll- um. Hins vegar veldur það veru- legum vonbrigðum og vekur satt að segja nokkra furðu, að áður en nokkurt skref hefur verið stigið til þess að ná þessu ágæta markmiði skuli fyrirtækjum íþyngt með nýjum sköttum, sem jafnvel koma því þyngra niður, sem fyrirtækin voru lakar sett fyrir. Með þessu er annars vegar verið að auka vanda, sem að hinu leitinu er boðað að fundnar skuli leiðir til að leysa. Það kann að vera að ýmsum þyki fyrirtækjunum ekki mikill vandi á höndum að greiða þessa viðbótarskatta. Þegar þess er hins vegar gætt að ætla má að þessi aukaskattlagning leiði til um það bil 600 millj. króna útgjaldaauka aðeins einnar atvinnugreinar, þ.e. iðnaðarins (að undanskildum byggingariðnaði) er vart hægt að vera sammála þessu sjónarmiði. Hér er augljóslega um að ræða verulega íþyngingu fyrir iðnaðinn, sem um mörg undanfarin ár hefur búið við versnandi rekstrarafkomu og aukna erlenda samkeppni. Ég hef ekki undir höndum upplýsingar til að áætla viðbótar- skatta einstakra iðngreina. Al- mennt má þó segja að skattaálög- urnar komi illa niður á öllum undirþáttum íslensks iðnaðar. Augljóst er að þær iðngreinar, sem hafa átt við hvað harðasta sam- keppni að búa að undanförnu. s.s. húsgagna- og innréttingaiðnaður ásamt ýmsum greinum verk- smiðjuiðnaðar hafa vart mikið svigrúm til að standast slíkar aukaálögur. Þá hefur skipa- og málmiðnaður ásamt hluta rafiðn- aðarins þá sérstöðu að vera háður mikilli samkeppni og vera auk þess stuðningsiðnaður fyrir sjáv- arútveg og aðrar atvinnugreinar. Erfiðleikar sjávarútvegsins að undanförnu hafa gengið nægilega nærri greiðsluþoli þessa iðnaðar, þótt ekki sé bætt þar ofan á með nýrri skattheimtu. Þær þjónustu- og viðgerðar- greinar iðnaðar, sem byggja af- komu sína á þjónustu við almenn- ing fara auðvitað ekki varhluta af þessari skattlagningu. Hið sama er að segja um byggingariðnað. Þótt þessar greinar séu miklu síður í samkeppni en þær sem áður er á minnst eru þær háðar svo ströngum verðlagsákvæðum, að vandséð er hvernig þær eiga að standa undir auknum eignarskött- um og sköttum sem byggjast á takmörkun fyrninga. Slíkar auka- álögur hljóta að koma fram í verðlagi þjónustunnar, a.m.k. þeg- ar til lengdar lætur. Ágúst Einarsson fulltrúi hjá Landsamhandi ísl. útvegsmanna Þessi nýju skattalög bitna verst á þeim sem hafa haft sæmilega afkomu eins og útgerðaraðilum loðnuskipa og minni skuttogara þ.e.a.s. þeim sem hafa haft upp í afskriftir. Veiðiskip eru dýr fram- leiðslutæki og úreldast fljótt. Það er því afkáranlegt að skattleggja fyrningar sem eru notaðar til endurnýjunar og viðhalds flotan- um. Nauðsynlegt er að útgerðin haldi eftir því fé sem þarf til endurnýjunar hverju sinni. Þetta sjónarmið vegur æ þyngra þar sem lánakjör til nýsmíði fiskiskipa hafa gjörbreyst á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að af 1300 millj. kr. nýsmíði í dag innanlands fást í flestum tilfellum lán upp á um 1105 millj. kr. en sú upphæð er orðin að 15.632 millj. þegar lánstíma lýkur, þ.e.a.s. það er sú upphæð sem útgerðaraðilinn er búinnn að greiða á lánstímanum í afborganir, vexti og verðbætur. Staðreyndin er sú, að lánin eru verðtryggð auk þess sem þau bera háa vexti og til að mæta þessum mikla fjármagnskostnaði er nauð- synlegt fyrir fyrirtækin að geta afskrifað og byggt sig upp fjár- hagslega þannig aö framtíðin sé trygg en ekki öll í óvissu. Þessi skattlagning kemur sér því afar illa fyrir útgerðina þegar á heildina er litið. Guðjón Tómasson framkvæmdar- stjóri Sambands málm- og skipa- smiðja. Þessir nýju skattar koma sér afar illa fyrir framleiðslufyrirtæk- in. Þau þurfa bæði húsnæði og vélar til síns rekstrar og því er augljóst að aukinn eignaskattur og sérstakur afskriftarskattur koma til með að hafa veruleg neikvæð áhrif á rekstur þessara fyrirtækja. Sem dæmi má nefna skipasmíða- iðnaðinn en hann stendur mjög illa um þessar mundir og er langt frá að afkastageta þess iðnáðar sé að fullu nýtt. í þeirri slæmu veltufjárstöðu sem íslensk fyrir- tæki búa við í dag má gera ráð fyrir að fjármagna þurfi þessa nýju skatta með lánsfé og séu vextir á því vart undir 30% og leiðir þetta til þess að samkeppnis- aðstaða framleiðslufyrirtækja og íslensks iðnaðar i heild versnar enn frekar en orðið er. Með skattaákvæðunum er verið að hegna atvinnuvegunum, sérstak- lega framleiðslufyrirtækjunum, alveg óháð því hvort fyrirtækin skulda eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.