Morgunblaðið - 23.09.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 23.09.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 29 Erlendir punktar Danmörk. Miklar eru raunir Dana þessa dagana. Nú hafa þeir verið kærðir fyrir dómstól Efnahags- bandalagsins þar sem skattlagning þeirra á snapsinum er ekki nógu há. Danir halda því hins vegar fram að snapsinn sé þjóðardrykkur rétt eins og mjólkin og því sé ekki hægt að skattleggja hann eins og sterka drykki- Bílasala. Mikii aukning virðist hafa orðið í sölu sænskra bíla til Bandaríkj- anna það sem af er þessu ári. Söluaukningin hjá Saab nemur það sem af er árinu 16% m.v. 1977 og í ágúst nam hún 25%. Svo virðist sem Volvo fái sinn hlut af kökunni því sölu- aukningin hjá þeim í ágúst var 33% m v. ágúst á síðasta ári. DDR. Piat verksmiðjurnar hafa mikil samskipti við Austur-Evrópu. Nú munu standa yfir samningavið- ræður milli þeirra og Austur-Þjóðverja að þeir fyrrnefndu reisi verk- smiðju í Austur-Þýzka- landi sem hafi það verkefni að smíða vélar í Fiat bíla. London. Áætlað er að útflutningur Breta dragist nokkuð saman í upphafi næsta árs og er það sjálf- sagt ekkert fagnaðarefni hjá þeim. Á síðasta ári jókst útflutningurinn um 8.5% en í ár er ekki gert ráð fyrir nema um 4% aukningu svo ekki er útlitið gott. Asía EB. Viðskipti Asíu- landa og Efnahagsbanda- lagslandanna hafa aukist um tæp 100% frá því 1973. Svo virðist sem Evrópu- löndin hafi aukið útflutn- ing sinn verulega til Asíu og má nefna sem dæmi að útflutningur þeirra til Indónesíu var meiri en innflutningur þeirra þaðan, á síðasta ári. Magasín de Nord. hefur nú selt Schou-Epa vöruhúsin, 16 að tölu, til Fjárfest- ingarstofnunar danskra kaupmanna en sú stofnun mun leigja verzlanirnar út til einstakra kaupmanna. Ástæðan fyrir sölunni var sú að Magasin var búið að tapa um 40 millj. d. kr. þessum vöruhúsum á þeim þremur árum sem þau voru í eigu þeirra. Skuttogarinn Elín Þorbjarnardóttir. Mikill f jármagns- kostnaður OFT ER rætt um lánamál at- vinnuvejíanna eins ok lánin væru hrein gjöí til þeirra. en svo er ekki. I eftiríarandi da*mi má sjá hve mikið má fá lánað til minni skuttogara smi'öaðra innanlands til að mynda on á hvað lánakjör- um þau lán eru ok sfðast en ekki sízt hvernig lítur dæmið út eftir að endurgreiðslur lánsins hafa átt sér stað. Kostnaðarverð 1300 milljónir kr. lánsfjárhæð 1105 milljónir sem skiptist þannig. 263 millj. eru vísitölutryggðar 712 millj. eru genKÍstryggðar og 130 millj. eru gengistryggðar (byggðasjóður) Miðað við þróun gengis og byggingarvísitölu síðustu fimm árin verða þessar 1105 milljónir orðnar að 15.632 millj. kr. í lok lánstímans en hann getur lengst orðið 18 ár. I heild er niðurstaðan þessi: 263 millj. verða að 7122 millj. kr. eftir endurgreiðslu. 712 millj. verða að 7897 millj. kr. eftir endurgreiðslu. 130 millj. verða að 613 millj. kr. eftir endurgreiðslu. Auk afborgana af láninu greið- ast vextir, verðbætur og lántöku- gjald. Ath.vglisvert er að endur- greiðslur vísitölulánsins og gengis- tryggða lánsins eru svo til þær sömu þrátt fyrir mikinn mismun í upphafi. Og einnig má benda á að gengistryggingu lána til útgerðar mætti telja hið eðlilega þar sem tekjur hennar eru bundnar gjald- eyrisskráningu á hverjum tíma en erfitt er að tengja það byggingar- vísitölu. Hún hefur ekki nein bein tengsl við útgerðina. Aðeins 3% af fram- kvæmdum Vega- sjóðs boðnar út OLÍUMÖL h.f. var stofnað 1970 af sveitarfélögum í Reykjaneskjör- dæmi og þremur verktakafyrirtækj- um og um 1974 gerðust sveitarfélög á Vestfjörðum aðilar að fyrirtæk- inu. Stefnt er að því að fleiri sveitarfélög gerist aðilar að fyrir tækinu en meginmarkmið þess er að gefa sveitarfélögum og öðrum kost á því að lcggja varanlegt slitlag á vegi innan umdæma sinna á sem hagkvæmastan hátt. Til að afla nánari frétta af þessari starf- semi ræddi Viðskiptasíðan við Ólaf G. Einarsson alþingismann en hann er stjórnarformaður Olíumalar h.f. Ólafur sagði að fyrirtækið væri fyrst og fremst framleiðslufyrirtæki en verktakar sjá um að leggja efnið enda er það eðlilegast þar sem þeir hafa séð um alla undirbyggingu og þeir sjá einnig um allan frágang gatna. Heildarframleiðslan frá upp- hafi nemur nú orðið um 385 þús. tonn en láta mun nærri að það svari til 385 km. og hefur þetta magn farið bæði til nýlagna og til endurnýjunar. Hins vegar eru það aðeins um 200 km af um 8600 km sem eru í umsjá Vegagerðarinnar er hafa verið lagðir varanlegu slitlagi, og af þessum tvö hundruð hafa 120 km verið lagðir olíumöl. Til aö leggja sitt á vogar- skálarnar fyrir bætt vegakerfi hafði Olíumöl frumkvæði af því að bjóða Vegagerðinni að leggja olíumöl á tiltekna vegarkafla alls um 70 km sem svarar til 35% aukningar, og lána opinberum aðilum 20% fram- kvæmdarkostnaðarins í nokkurn tíma. Þessu tilboði svaraði Vega- gerðin ekki og er það nokkuð kaldhæðnislegt þegar þess er gætt að Ólafur G. Einarsson. verð pr. km var til muna lægra í tilboðinu en almennt er rætt um og eins það að aðeins 3% af fram- kvæmdafé Vegasjóðs fer til fram- kvæmda sem eru boðnar út. En hvað með framkvæmdir á vegum sveitarfélaga? Þær hafa verið miklar um allt land sagði Ólafur. Við höfum yfir að ráða tveimur flytjan- legum stöðvum auk einnar stórrar er bæði framleiðir olíumöl og malbik, en einn af kostum olíumalarinnar er hvað auðvelt er að flytja hana milli staða. Umhverfi sveitarfélaga hafa m.a. fyrir tilstilli þessa fyrirtækis tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árunj og nægir í því sambandi að nefná staði s.s. Vest- firði, Sauðárkrók, Húsavík og þétt- býlisstaði á Austfjörðum og ég er bjartsýnn á framtíðina, sagði Ólafur að lokum, enda þurfum við að gera stórátak á næstu árum í því að leggja varanlegt slitlag á alla vegi jafnt innan sem utan byggðakjarna. „Húsgagnavika 1978”; Kúlulaga hjónarúm með- al nýjunga á húsgagna- sýningu í næsta mánuði SYNING á íslenskum húsgögnum og innréttingum verður haldin f Reykjavík dagana 20. til 29. októ- ber næstkomandi. bað er Félag húsgagna- og innréttingaframieið- enda sem gengst fyrir sýningunni í samvinnu við Meistarafélag hús- gagnabólstrara, en sýningarstaður er Á.G.-húsið við Tangarhöfða á Ártúnshöfða. Á fundi sem undirbúningsnefnd sýningarinnar hélt með blaðamönm- um í gær, kom fram, að meira en 20 fyrirtæki munu sýna framleiðslu sína í 29 sýningarbásum. Þessi sýning, sem hlotið hefur nafnið „Húsgagnavika 1978“, er sú fimmta í röðinni, en sú fvrsta var haldin árið 1969. Að sögn Ingvars Þorsteinssonar; formanns undirbúningsnefndarinn- ar, er markmið framleiðenda með sýningunum að kynna húsgagna- kaupmönnum og almenningi það nýjasta í framleiðslunni hverju sinni, Auk þess sé það augljóst, að sýningar sem þessar laði fram nýjungar, og sýni með ótvíræðum hætti mismuninn á framleiðslu hinna ýmsu fyrirtækja. Meðal þeirra nýjunga sem til sýnis verða á þessari sýningu, má nefna „ástarkúlu", það er hjónarúm sem byggt er eins og kúla, með tvennum dyrum, bar, sjónvarpi, ísskáp, hljómflutnings- tækjum, spegli, ljóskösturum og fleiru, og segja aðstandendur sýning- arinnar að þetta rúm sé einstakt í sinni röð í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað. Rúmið mun kosta milljónir króna fullbúið, en fram- leiðendurnir, Ingvar og Gylfi, kváð- ust ekki vera hræddir um að sitja uppi með það! Úndirbúningsnefnd sýningarinnar skipa, auk formanns, Ingvars Þor- steinssonar, þeir Ulfar Guðjónsson, Leifur Jónsson, Bragi Eggertsson, Jakob Þórhallsson og Sigurður Már Helgason. Pramkvæmdastjóri sýn- ingarinnar verður Þorsteinn Þor- steinsson. Hér eru þeir Ingvar borsteinsson, t.v. og Einar Ágúst Kristinsson við hálfbyggða „ástarkúluna**, eða kúlulaga hjónarúm, sem verður til sýnis og sölu á húsgagnasýningunni í næsta mánuði. Það er fyrirtæki Ingvars og Gylfa sem framleiðir rúmið, en höfundur þess er Einar Ágúst. Ljósm. RAX. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: Verötryggö spariskírteini ríkissjóös: Yfirgengi miðað Kaupgengi við innlausnarverð pr. kr. 100. Seðlabankans 1967 2. flokkur 2972.23 60.9% 1968 1. flokkur 2588.55 42.4% 1968 2. flokkur 2434.51 41.6% 1969 1. flokkur 1813.30 41.5% 1970 1. flokkur 1665.95 10.3% 1970 2. flokkur 1214.11 41.3% 1971 1. flokkur 1141.97 10.6% 1972 1. flokkur 995.58 41.3% 1972 2. flokkur 851.86 10.6% 1973 1. flokkur A 651.62 11.1% 1973 2. flokkur 602.40 1974 1. flokkur 418.40 1975 1. flokkur 342.08 1975 2. flokkur 261.07 1976 1. flokkur 247.23 1976 2. flokkur 200.76 1977 1. flokkur 186.45 1977 2. flokkur 156.18 1978 1. flokkur 127.29 Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF: 1972 — A 1973 — B 1974 — D 1975 — G 1976 — H 1977 — J■ VEÐSKULDABREF:* 1 ár Nafnvextir: 26% 2 ár Nafnvextir: 26% 3 ár Nafnvextir: 26% *) Miöaö er við auðseljanlega fasteign HLUTABRÉF: Sölugengi pr. kr. 100.- 666.12 (10% afföll) 571.47 (10% afföll) 432.15(10% afföll) 212.99 (10% afföll) 206.27 (10% afföll) 153.34 (10% afföll) Sölugengi pr. kr. 100- 78—79- 69—70,- 62—64- Málning hf. Kauptilboð óskast íléRPEJTinCARPéUtG iflMIM HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargotu 12 — R (iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opi8 frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.