Morgunblaðið - 23.09.1978, Side 39

Morgunblaðið - 23.09.1978, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 39 inn af stað í dag VERTÍÐ innanhússítróttanna er nú að hefjast. Reykjavíkurmótin í körfuknattleik og handknattleik hefjast um helgina, en þau eru ávallt fyrsti vísirinn að innanhússíþróttunum. Reykjavíkurmótið í handknatt- leik hefst kl. 15.30 í dag, í Laugardalshöllinni með leik ÍR og Fylkis. nýliðanna í 1. deild. Strax á eftir þeim leika núverandi íslandsmeistarar, Valur. á móti bikarmeisturum Víkings. Sá leikur ætti að verða skemmtilegur eins og alltaf þegar þessi lið leiða saman hesta sína. Valsmenn hafa nú endur- heimt sinn gamla þjálfara Hilmar Björnsson og Víkingar hafa ráðið til starfa pólskan þjálfara. Bæði liðin hafa æft mjög vel að undanförnu, og þó að léikurinn í dag sé máske ekki beint mælikvarði á getu liðanna f vetur verður samt fróðlegt að sjá hvernig þau hefja keppnistíma- bilið. Alls eru 9 lið skráð til keppni í mótinu og leikið verður í tveimur riðlum. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika síðan saman í úrslitakeppninni, þannig að allir leika við alla. Kastmót IR Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir kastmóti á Laugardals- vellinum á laugardag (23. sept.) og hefst mótið klukkan 15. Keppt verður í kringlukasti karla og kvenna og í kúluvarpi karla. 2 golfmót á TVÖ golfmót fara fram á Grafarholtsvellinum um helg- ina.A laugardaginn fer fram fjórleikur (fourball), þar sem tveir leika betri bolta sfnum gegn betri boltum tveggja annarra. Öllum félögum GR er heimil þátttaka. 3/4 eru í forgjöf. Keppni þessi hefst klukkan 13.00 Á sunnudaginn klukkan 10.00 hefst síðan öldunga- keppni GR, með og án forgjaf- ar. Öllum 50 ára og eldri er heimil þátttaka. Valur gegn ÍBK EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í knattspyrnu í dag og hefst hann kl. 14. Eigast þar við Valur og Keflavík. Leikið verður á nýja grasvellinum við Valsheimilið og það lið sem sigrar mun leika til úrslita gegn KR sfðar. Fundur landsdómara STJÓRN IISÍ boðar alla lands- dómara til fundar á Hótel Esju mánudagskvöldið 25. sept. kl. 20.00. Áríðandi að allir mæti. IISÍ Allir með nema Ásgeir? Dómarahneykslið í Hollandi SJALDAN hefur frammistaða knattspyrnudóm- ara valdið jafn mikilli hneykslan og frammistaða finnska dómarans Anders Mattsons í landsleik Hollands og íslands á dögunum. Augljósara brot hefur vart sést en er Rudi Krol felldi Pétur Pétursson innan vítateigs en dómarinn þorði ekki að dæma á brotið. f viðtölum við íslenzka blaðamenn eftir leikinn sagði dómarinn að þarna hefði ekki verið um brot að ræða hjá Krol og Pétur hefði bara dottið vegna þess hve þreyttur hann var! Síðar um kvöldið dró hann í land og kvaðst hafa séð brotið svo illa vegna þess að leikmenn skyggðu á að hann hefði hikað við að dæma á það þar til það var um seinan. Á meðfylgjandi mynd af brotinu má sjá að það stenzt ekki, dómarinn sést á miðri myndinni og enginn skyggir á Pétur og Krol. Loks í viðra>ðum við fslenzku leikmennina viðurkenndi Finninn að þetta hefði verið augljós vftaspyrna en hann hefði bara hikað að flauta á brotið þar til það var orðið of seint. Atvik þetta var sýnt rækilega í hollenska sjónvarpinu sama kvöld og sást þar greinilega að Pétur var felldur bæði af Krol og Schiives markverði. Gefst íslcndingum tækifæri til þess að sjá þetta umdcilda atvik f sjónvarpinu annað kvöld. Hin myndin sem hér birtist sýnir hollensku leikmennina fagna marki Rudi Krols. Hann er f miðjum hópnum en aðrir leikmenn eru Nanninga, Jansen, Rensenbrink, Wildschut. Willy van de Kerkhof og Janus Guðlaugsson. — Eins og staðan er núna, höfum við liðið fyrir framan okkur á borðinu, aðeins Ásgeir Sigurvinsson og hugsanlega Jóhannes Eðvaldsson verða ekki með. Valsmennirnir og Skagamennirnir ætluðu sér að vera í sumarfríi, en þessu verður hliðrað til þannig að þessir leikmenn munu leika þennan mikilvæga leik, sagði Árni Þorgrímsson, landsliðsnefndarmaður, í viðtali við Mbl. í gær, er hann var inntur eftir stöðunni í landsliðsmálunum fyrir leikinn gegn Austur Þýskalandi í Halle 4. október næstkomandi. Um tíma leit út fyrir að hvorki Valsmennirnir Guðmundur, Dýri, Ingi Björn og Atli, Skagamennirnir Árni og Pétur, auk þeirra Ásgeirs og Jóhannesar, gætu leikið í Halle, en nú virðist sem málið hafi blessast eftir atvikum vel. — Ásgeir á enga möguleika á að leika og Celtic á leik á útivelli í deildarbikarnum gegn Motherwell sama dag og leikurinn í Halle fer fram. Það er því óvíst hvort Jóhannes leikur en við höfum engan veginn gefið upp alla von og eftir er að sjá hvort við getum ekki snúið svolítið upp á höndina á forráðamönnum Celtic. Jón Pétursson og Árni Stefánssou eru til reiðu, einnig Teitur Þórðarson, sem nú kemur inn í hópinn á ný. Aðspurður um Gísla Torfason, sagði Árni, að Gísli hefði verið í sumarfríi að undanförnu og auk þess ekki leikið hinn mikilvæga síðasta leik Keflavíkur gegn Víkingi, því væri Gísli ekki í hópnum. — gg- Handknatdeikur-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.