Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 M$*mmbUtoíb Úlgefandi -hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. ræði í sínum hópi þennan vanda Sjálfstæðisflokksins. Bersýnilegt er, að skipu- lagsmál Sjálfstæðisflokksins eru fyrirferðarmikill þáttur í starfi aukaþings ungra sjálf- stæðismanna. Það er skiljan- legt, og nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að laga skipulag sitt og flokksstarf að nýjum viðhorfum og breyttum tímum. Hins vegar er ástæða til að undirstrika, að breytt skipulag mun eng- um straumhvörfum valda í Nýjar hugmyndir eru nauðsyn- legri en breytt skipulag Ungir sjálfstæðismenn þinga um þessa helgi og ræða málefni Sjálfstæðis- flokksins. Aukaþing þeirra er þáttur í þeim víðtæku um- ræðum sem þegar eru hafnar og munu standa yfir innan Sjálfstæðisflokksins næstu mánuði og misseri um stöðu flokksins og stefnu í kjölfar alvarlegra kosningaósigra á sl. vori. Umræður ungra sjálfstæðismanna munu að verulegu leyti snúast um skipulagsmál samtaka þeirra og Sjálfstæðisflokksins, verð- bólguna og kosningaréttar- mál. Það er vissulega tíma- bært fyrir ungt fólk í Sjálf- stæðisflokknum að bera saman bækur sínar. Eitt af því, sem sjálfstæðismenn hljóta að hafa áhyggjur af í sambandi við kosningaúrslit- in ér sú augljósa staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur að undanförnu ekki náð því sambandi við uppvaxandi kynslóð í landinu og áður var. Það er hins vegar ekki sízt verkefni samtaka ungra sjálfstæðismanna að tryggja að stefnumótun og störf Sjálfstæðisflokksins taki eðlilegt tillit til sjónarmiða ungs fólks og að Sjálfstæðis- flokkurinn sé í tengslum við hugmyndir nýrra kynslóða. Hér skal ekki lagður dómur á það, hvers vegna þetta hefur ekki tekizt sem skyldi á undanförnum árum en aug- Ijóslega er ekki sízt þörf á því, að ungir sjálfstæðismenn starfi Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf öðru fremur á að halda nýjum hugmyndum, sem orðið geti grundvöllur endurnýjaðrar stefnu flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur á síðustu áratugum tekið mjög mið af forystuhlutverki flokksins á sviði utanríkis- og öryggismála og við uppbygg- ingu atvinnu- og efnahags- lífs. Sjálfstæðismenn verða að gera sér grein fyrir því, að svo mikið hefur áunnizt í þessum efnum, og lífskjör fólks eru orðin svo góð, að áhuginn beinist ekki síður að öðrum sviðum en efnalegri afkomu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur á að skipa miklum fjölda fólks, sem er reiðubúið að leggja fram starf við jákvæða stefnumótun og býr yfir líflegum hugmyndum um framtíðarþróun samfélags- ins. Starfskrafta þessa fólks þarf að virkja betur en gert hefur verið. Skipulag stjórn- málaflokks getur aldrei orðið annað en tæki til þess að berjast fyrir og koma á framfæri hugmyndum og stefnumörkun. Þess vegna ber að vara sjálfstæðismenn við því að leggja of mikla áherzlu á skipulagsbreyting- ar en hvetja í þess stað til öflugra málefnastarfs. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn fremur á að halda nýjum hugmyndum en breyttu skipulagi. Vafalaust munu þessi sjónarmið koma fram í umræðum í hópi unga fólks- ins í Sjálfstæðisflokknum nú um helgina. Og alla vega er það framtak þess að efna til sérstaks þings til þess að fjalla um málefni flokks þess, jákvæður þáttur í þeim um- ræðum, sem nú faraJfram um stefnu og stöðu flokksins, umræðum, sem hljóta að beinast að endurnýjun og eflingu flokksins eftir ósigra hans í kosningunum sl. vor. Fölsun er f ölsun Istuttri athugasemd hér í Morgunblaðinu í fyrradag um vísitöluútreikning og gamalt kjöt og nýtt sagði Olafur Björnsson, prófessor m.a.: „Ef stjórnvöld ákveða að Iækka bæði framfærslu- vísitölu og kaupgjaldsvísitölu með niðurgreiðslum, verður almenningur að eiga þess kost að fá vöruna á því niðurgreidda verði, sem kaupgjaldsvísitalan miðast við. Ella verður það aðeins kauplækkunin, sem kemur til framkvæmda, en ekki verð- lækkunin og tel ég ekki ofsagt að kalla það fölsun, meira að segja grófa fölsun, ef um mikilvæga neyzluvöru er að ræðá." Nú liggur það fyrir að við vísitöluútreikning vegna bráðabirgðalaga vinstri stjórnarinnar var miðað við verð á gömlu kjöti en ekki nýju. Hins vegar er það á almannavitorði, að gamla kjötið á lága verðinu liggur ekki á lausu. Augljóslega er því hér um grófa fölsun á vísitólunni að ræða. Fölsun er fölsun, þótt hægt sé að koma óorði á sannleikann og þótt Tíminn reyni að halda því fram, að Morgunblaðið hafi falsað fréttir vegna þess eins að Morgunblaðið hefur flett ofan af fölsun vinstri stjórnarinnar á vísitölunni. Rey kj aví kurbr éf Laugardagur 30. september Hvað er að gerast á Svalbarða? Allt sem gerist á N-Atlantshafi varöar hagsmuni okkar Islend- inga. Lega landsins á þessu hafsvæði hefur slíka lykilþýðingu að við getum ekki iátið, sem okkur komi ekki við það, sem í kringum okkur gerist, allra sízt ef stórveldi eiga hlut að máli. Þess vegna er nauðsynlegt, að við fylgjumst rækilega með því, sem nú er að gerast á Svalbarða. Samkvæmt alþjóðasamningi er Svalbarði norskt yfirráðasvæði. Fulltrúar 41 ríkis undirrituðu þann samning. í þeim hópi eru Sovétríkin. Þess vegna gilda norsk lög á Svalbarða. Þar situr norskur sýslumaður, sem á að fylgjast með því, að norskum lögum sé fram- fylgt. Sovétríkin vinna nú mark- visst að því að brjóta niður yfirráð Norðmanna á Svalbarða. Á annan veg er ekki hægt að skilja umsvif Sovétmanna og aðgerðir á Sval- barða. Ef Sovétmönnum tekst þetta og ef þeim tekst að koma á fót einhvers konar herstöð á Svalbarða, sem þeir augljóslega vinna að, hafa ný viðhorf skapast í öryggismálum á N-Atlantshafi. Þá er veldi Sovétríkjanna í þessum heimshluta orðið enn meira en það er í dag. Nærvera þeirra er meira áberandi. Staða Atlantshafs- bandalagsþjóðanna mun veikari. Heimsvaldasinnað stórveldi hefur fært sig enn nær okkur. Af þessum sökum hljótum við að fylgjast vandlega með því, sem er að gerast á Svalbarða. Við hljótum að hafa af því þungar áhyggjur, ekki síður en Norðmenn. Sovézk umsvif á Svalbarða Nú í haust hefur það valdið uppnámi og áhyggjum í Noregi, að Sovétmenn hafa í trássi við norsk lög komið upp radarstöð á Sval- barða. Þeir fluttu þessa radarstöð í einu lagi að næturlagi með þyrlum frá meginlandi Sovétríkj- anna. Árla morguninn eftir var radarstöðin komin upp. Það er mat norskra hernaðarsérfræðinga að Sovétmenn geti notað þessa radar- stöð til margvíslegrar upplýsinga- öflunar og eftirlits á þessu svæði. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins sagði um radarstöð Sovétmanna: „Við lítum á radar- stöð Rússanna á Kap Heer, sem gróft brot á fyrirmælum og reglum, sem gilda á Svalbarða." Radarstöðin er ekki eina vís- bendingin um hernaðarumsvif Sovétmanna á Svalbarða. Þeir hafa byggt þar myndarlegan flugvöll. Þeir hafa komið þar fyrir að staðaldri stórum þyrlum. Þeir hafa komið þar upp eftirlitsstóð með gervihnöttum, sem að sjálf- sögðu er ýmist hægt að nota í friðsamlegum tilgangi eða til hernaðarlegra þarfa. Þessari stöð komu þeir upp án leyfis Norð- manna. Þeir hafa fjðlgað verulega þeim sovézku þegnum, sem að staðaldri búa á Svalbarða. Þeir hafa markvisst athafnað sig á Svalbarða án þess að hirða um að biðja Norðmenn um leyfi. Smátt og smátt eru Sovétmenn að vinna að því að brjóta niður norsk yfirráð á Svalbarða. Hvert skref, sem stigið er til viðbótar, þýðir, að Norðmenn eru smátt og smátt að missa tökin á þessu landsvæði, sem þeim ber sam- kvæmt alþjóðasamningum. Nú þegar hafa Sovétmenn komið upp á Svalbarða frumeiningum her- stöðvar. Þeir hafa byggt flugvöll, þeir hafa komið upp radarstöð. Þeir hafa byggt eftirlitsstöð með gervihnöttum með fullkomnum tölvubúnaði. Þeir hafa stórar þyrlur á svæðinu. Þeir hafa fjölgað mannskap þar og þeir banna Norðmönnum og öðrum að fara um svæði, sem þeir hafa fullan rétt til. Með öðrum orðum: Sovét- menrr hafa lagt grundvöll að herstöð á Svalbarða og þurfa lítið annað en bæta smátt og smátt við það, sem þegar er til staðar. Fyrir u.þ.b. mánuði fórst sovézk njósnaflugvél á Svalbarða. Mikið kapphlaup hófst um að finna brakið og urðu Norðmenn fyrri til og fluttu upplýsingar úr því til Noregs þrátt fyrir hörð mótmæli Sovétmanna. Heimildir, sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar, segja, að Sovétmenn hafi verið tiibúnir til að leggja brakið undir sig í krafti vopnavalds en hafi hopað þegar Norðmenn gerðu sig líklega til að svara í sömu mynt. Allir þessir atburðir á Sval- barða sýna, að Sovétmenn færa sig Rússar túlka Sva samninginn á„sir \,,r.ll>- fr.it m|, (n ,|,| i W.-i l«..L'it»i. t ,„ |*~l Ir.M ...r I..M l ,ii,ii .,.»¦,.- i.i.Urm. kl.ikk,, I-...... ¦Hir „¦ I,|„..,m„iiir .'l hrilltff !¦' l>.,r-k< ,|.,riwn-,l.< ...... tH.lí,. tii |„ - „1 l.i °3 Sové r l;o.f a0 ** h*'ur and90nguii,#„„ '"'•Oflr i.i , *"" 9«rAu .,„ I-«—•**"" f f i ím~ \ "¦_•' «»<*., M.n.i 1>. .k...... , |„ir i „t.,„r,k,.r, AIÞjóðasamr yfirráð Norðn *»**:; S^fL^ 1 no*«l(l l & B« ntfM ti * ",ol"> J-fðr j. »*«"• sovét. ffmm- f i"' • hl* S.m. / "ND , ,»\rlu^ly>iíl <t ntt I rannx'ikn i "'V'".1.....¦'*¦ "•',...... »**l»V»v.'í'¦'•/. „*.„.'"'¦ ¦¦¦ stöðugt upp á skaftið. Þeir eru einnig vísbending um, að Sval- barði er orðinn átákapunktur í Norður-Atlantshafi. Menn þurfa ekki lengi að dvelja í Noregi eða ræða við norska stjórnmálamenn og embættismenn til þess að átta sig á, að í raun eru norskir ráðamenn helteknir af hugsuninni um útþenslustefnu Sovétmanna á norðurslóðum, á Svalbarða og í námunda við Norður-Noreg. Reynslan sýnir, að þegar Sovét- menn hafa náð tilteknu markmiði snúa þeir sér að því næsta. Framvinda mála á Svalbarða nú sýnir okkur íslendingum í hnot- skurn, hvað gæti gerzt hér, ef við tryggjum ekki öryggi okkar með viðunandi hætti. Umbrot meðal „herstöðvar,,- andstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga efndu til ráðstefnu laugardag fyrir viku, þar sem rætt var um „ný viðhorf og hugsanlegar baráttu- leiðir herstöðvaandstæðinga í framtíðinni" eins og))að er orðað í frétt Þjóðviljans. I viðtali við formann miðnefndar samtakanna í I þv ha un fól mi st£ á inf fr£ vei pó he og lag Ur sti vei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.