Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 19 íbróttir '.. ! SÉi Minnast leiksins í Magdeburg 1974 — BLÖÐIN skriía mikið um leikinn fræga í Magdeburg hér um árið og eru sum greinilega kvíðin fyrir leikinn gegn íslendingum hér í Halle á miðvikudaginn. Við skoðuðum völlinn í morgun og leist mjög vel á hann, en hann er heimavöllur fyrstu deildar liðsins Chemie Halle. Hann tekur 30.000 manns og reiknað er með a.m.k. 20.000 mæti á landsleikinn, — sagði Ellert Schram í samtali í gær. — Við höfum orðið fyrir nokkru áfalli, Dýri Guðmundsson steig ofan á skel í f jörukambi á Spáni og skar sig svo illa, að hann er draghaltur. í stað hans komu inn í liðið þeir Jón Gunnlaugsson og Jóhannes Guðjónsson báðir frá IA, — sagði Ellert enn fremur. Er Mbl. ræddi við Ellert í gær, voru enn ókomnir til Halle þeir Atli, Guðmundur, Ingi Björn og Stefán Örn Sigurðsson frá Holbæk. Þeir voru hins vegar væntanlegir til liðs við liðið í dag. Hvorugt liðanna hafði verið tilkynnt er Mbl. hringdi í gær, en vitað er að í þýska liðinu eru nokkrir félagar úr liði Magdeburg, sem lék hér á dögunum gegn Valsmönnum. — gg. Þráinn stórbætti árangur sinn Keppnistímabilinu í frjálsum íþróttum lauk Staðan í körfunni íiéííí • Jóhanncs Guðjónsson lcikur hugsanlega sinn fyrsta landslcik í Ilallc á morgun. en hann ásamt Jóni Gunnlaugssyni var kallaður til liðs við landsliðið á síðustu stundu, vcgna þess að Dýri Guðmundsson skar sig á fæti suður á Spáni. 358— 321 338 - 326 332-315 359- 344 373 -394 338-369 6 stig 6 stig 6 stig 4 stÍK 2 síík 0 stig STIGAIIÆSTU MENN. Dirk Dunbar ÍS Stew Johnson Á John Johnson Fram Paul Stewart ÍR John Hudson KR Torfi MaKnússon Val um helgina með bikar- keppni FRÍ í fjölþraut- um. í tugþrautarkeppn- inni náði Þráinn Haf- steinsson sínum lang- besta árangri, hlaut 7236 stig og sigraði örugglega. Er afrek Þráins mjög gott þegar miðað er við hversu veður var óhagstætt til keppni. Annar í þrautinni varð Pétur Pétursson ÚÍA; hlaut hann 6799 stig. Þriðji varð Þorsteinn Þórsson með 6571 stig, og bætti þar með 10 ára gamalt drengja- met Ólafs Guðmundssonar í tugþraut um rúm 300 stig. í fimmtarþraut kvenna mættu fimm stúlkur til leiks, en þrjár luku keppni. Sigríður Kjartansdóttir sigraði, hlaut 3032 stig, Valdís Hallgríms- dóttir varð önnur með 2597 stig, og Asta Asmundsdóttir þriðja með 2156 stig. I tugþrautinni bar Ármann sigur úr býtum í félagakeppn- inni, hlaut 10,916 stig, IR varð í öðru sæti með 10,530 stig. KA sigraði í kvennakeppninni. þr. Framstúlkurn- ar FYRSTU lcikir í mcistara- flokki kvenna í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik fóru fram um helgina. Úrslit urðu þessi. Fram — Valur 11-6 Fram — KR 7 — 3 KR — Víkingur 4—6 Fylkir — Þróttur 5 — 4 Valur — Víkingur 13—9 ÍR - Þróttur 12-8 Anaegður með útkomuna segir landsjiðsþjálfarinn ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, sigraði einnig í síðari landsleik sínum við Færeyinga sem fram fór í Þórshöfn á sunnudag. Leiknum lauk með 20 mörkum gegn 16. ísland hafði tvö mörk yfir í hálfleik 10—8. Að sögn Jóhanns Inga landsliðsþjálfara, var síðari leikur íslenska liðsins ekki eins góður og sá fyrri. Virtust menn vera eilítið þyngri á sér, og spilið var ekki eins hratt og létt. Bestu kaflar íslands komu í byrjun beggja hálfleikja. Var þá keyrður upp hraði og^varnarleikurinn sterkur. íslenska liðið komst í 2—0 í byrjun leiksins, en Færeyingar jöfnuðu. Þá náði ísland góðu forskoti 7—2, og hafði svo 2 mörk yfir í leikhléi. í síðari hálfleiknum komst Island mest í sjö marka forystu, en í lokin slökuðu leikmenn nokkuð á og sýndu kæruleysi. Misnotuðu þeir tvö vítaköst, og nokkur dauðafæri. Við spurðum nýja landsliðsþjálfarann hvernig honum hefði líkað þessi fyrsta ferð sín með hópnum og hann svaraðn — Þetta var mikil reynsla fyrir mig. Það var lærdómsríkt að stjórna A-landsIiði í fyrsta skipti. Ég lagði áherslu á að ná sem bestum sálrænum undirbúningi með leikmönnum fyrir leikina. Og mér fannst það takast vel. Hópurinn stóð sig vel, þetta ver sterk liðsheild, engar stjörnur. Útkoman var eins og ég hafði best vonað. Mörk íslands skoruðut Viggó Sigurðsson 7, Páll Björgvinsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Ólafur Jónsson 1, Sigurður Gunnarsson 1. - þr 1 ■ s € m r • Stcíán Gunnarsson. landsliðsfyrirliði. skorar. Ilans bíða ærin vprkcfni cr líða tekur á vcturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.