Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 25 Stjómmálayfirlýsing aukaþings SUS: Sjálfstæðisflokkur verður að undirbúa ítarlega og samræmda stefnumörkun skyldum fjölda meðmælenda. c) Kjörnefnd eða annar aðili hafi ekki rétt til að tilnefna frambjóðendur nema að sú staða komi upp að ekki komi fram nægilega mörg framboð. d) Samræmdar verði margvís- legar framkvæmdareglur s.s. — um aðgang að flokkslegum upplýsingum (félagsskrár o.fl.) — um hringingar fyrir og á kjördag. — um útgáfustarfsemi. e) Að ákvæði verði sett um það hverjir megi taka þátt í próf- kjörinu. f) Að ákvæði verði sett um bindingu úrslita prófkjörsins. VI. Almennir starfshættir Varðandi landsfund, flokksráðs- fund og formannaráðstefnur þarf að senda út skýrslur til þátttak- enda a.m.k. viku áður en fundir hefjast. Slíkir fundir eiga að grundvallast á almennum um- ræðum, nefndarstörfum og um- ræðum um álit. Þess sé gætt að þau gögn, sem lögð eru fram í nefndum séu fyrst og fremst umræðugrundvöllur, þannig að nefndarmenn sjálfir hafi raun- veruleg áhrif á niðurstöður nefndarnnar. Ekki á að eyða tíma í langar skýrslur (upplestur) heldur eiga fundarmenn að hafa þær í höndum og vera búnir að kynna sér þær. Forysta flokksins á síðan að sitja fyrir svörum um stefnu flokksins. og starfshætti. Ganga verður ríkt eftir því, að fundarmenn séu virkir þátttakendur. Ungir Sjálfstæðismenn benda á að núverandi kosningatilhögun á Landsfundum sé úrelt og ósæm- andi fyrir lýðræðisflokk. Lagt er til, að á Landsfundi starfi kjör- nefnd og sé framboöum til formanns, varaformanns og miðstjórnar skilað til hennar sólarhring áður en kjörfundur hefst. VII. Rekstur Sjálf- stæðishússins og miðstjórnar- skrifstofunnar Taka verður upp nýja starfs- hætti á skrifstofu flokksins og verði í því skyni komið á deilda- skiptingu: Rekstrar- og skipulagsdeild. Fræðslu- og útbreiðslunefnd. Framkvæmdastjóri útbreiðslu-' nefndar verði jafnframt formaður útbreiðslunefndar (sbr. III. kafla). Frumskilyrði þess, að markviss starfsemi geti átt sér stað, er að virkt samstarf skapist milli fram- kvæmdastjóra miðstjórnar (rekstrar- og skipulagsdeildar) og framkvæmdastjóra annarra sam- taka, sem aðsetur hafa í Sjálf- stæðishúsinu (S.U.S., L.S. og Verkalýðsráð). Vinna verður því með öllum tiltækum ráðum að gera Sjálf- stæðishúsið að þeim sameiginlega stað flokksmanna sem það á að vera. Til að vinna að þessu verði: a) komið verði upp kaffiteríu á jarðhæð hússins og verði veit- ingasalan boðin út. b) komið verði upp töflu í anddyri hússins, sem sýni glögglega hvar fundir eða önnur starf- semi sé í húsinu. Númera mætti sali og herbergi til hægðar- auka. Sýna að líf er í starfi flokksins. c) útbúnir verði fundarsalir og smærri fundarherbergi þannig, að þau komi að sem fjöl- breyttustum notum t.d. með töflum til að skrifa á, mynd- varpa, aðstöðu til kvikmynda- sýninga eða skuggamynda- sýninga. d) hraðað verði sem mest fram- kvæmdum við kjallarasal hússins. Sjálfstæðishúsið á að vera sá vettvangur, sem allir Sjálfstæðismenn vilja koma með gesti sína. Þar eiga menn að geta hitt samherja sína, hvort sem um er að ræða almenna flokksmenn, þing- menn eða forystulið. Það verður að vera vettvangur til að skapa og auka tengsl manna í millum, samhug og stemningu. Á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna var samþykkt eftirfarandi stjórnmálayfirlýsing. Ungir Sjálfstæðismenn berjast fyrir frjálsu og opnu lýðræðisþjóð- félagi, þar sem einstaklingarnir njóti mesta mögulega frelsis til þess að ákvarða sjálfir um líf sitt og starf. Efnalegar og andlegar framfarir og félagslegar umbætur byggjast á því að atorka einstaklinganna og samtaka þeirra fái að njóta sín til fulls. Frjálst framtak og sam- keppni í efnahags- og atvinnumál- um tryggir mesta mögulega af- rakstur atvinnuveganna og er þannig forsenda raunhæfra kjara- bóta öllum landsmönnum til handa. Hin nýja vinstri stjórn, sem tók við völdum að afloknum síðustu kosningum hafnar frjálsum markaðsbúskap en velur leiðir hafta, miðstýringar og opinberrar forsjár á öllum sviðum. Þau verk ríkisstjórnarinnar sem nú hafa séð dagsins ljós staðfesta þetta. Ríkis- stjórnin svíkur kosningaloforð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um „samningana í gildi". Ríkis- stjórnin falsar vísitöluna og setur upp flókið kerfi millifærslna og styrkja, sem leiðir til pólitísks eftirlits- og úthlutunajkerfis. Ríkisstjórnin leggur á afturvirka skatta, sem brýtur gróflega í bága við réttlætis- og siðgæðisvitund þjóðarinnar og tekur upp sérstak- ar álögur á margvíslegar nauð- synjar og skerðir þannig enn frjálst val neytenda. Ungir Sjálfstæðismenn telja það höfuðverkefni Sjálfstæðisflokks- ins að veita núverandi ríkisstjórn allt það aðhald og markvissa stjórnarandstöðu sem hann má. I þessu skyni er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefji þegar undirbúning að ítarlegri og sam- ræmdri stefnumörkun sem leggi grunninn að framfarasókn íslenzku þjóðarinnar næstu ára- tugi. Ungir Sjálfstæðismenn vilja meðal annars leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði við mótun stefnu Sjálfstæðisflokksins. Nauðsynlegt er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna. Vegna rangrar skipu- lagningar atvinnulífs, vitalausrar lánastefnu og gæluverka stjórn- valda er hætta á að Island verði láglaunasvæði. Vandamálið verður að leysa með aukinni iðnvæðingu og fullvinnslu afurða. Atvinnu- greinar þurfa að vera reknar með arðsemissjónarmið í huga og óhæfa er að mismuna ólíkum rekstrarformum með skattlagn- ingu. Sérstök nauðsyn er á endur- skoðun á markmiðum land- búnaðarstefnunnar og tekin af- staða til þess, hvort rekinn skuli sjálfsþurftarbúskapur eða hvort stefnt skuli að umframfram- leiðslu. Ungir Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á samdrátt í ríkisbúskapn- um og hvetja til aukinpar baráttu sjálfstæðismanna undir vígorðinu „báknið burt“. Ungir Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að ungu fólki sé gert kleift að eignast eigið húsnæði. — í því skyni verði tryggð lánafyrir- greiðsla við kaup á fyrstu íbúð sem nemi allt að 80% af íbúðarverði, miðað við stærðarmörk Húsnæðis- málastjórnar, sem eru í gildi á hverjum tíma. Menntakerfið verður að endur- skoða með það fyrir augum, að nemendur eyði ekki of löngum tíma á skólabekk. Það eru engin rök fyrir því, að íslenzkir nemendur þurfi að ljúka almennu framhaldsskólanámi síðar en ger- ist í nágrannalöndum okkar. Miða verður við að almennu framhalds- skólanámi ljúki við 18 ára aldur. Skólarnir eiga að vera fræðslu- stpfnanir. Nemendur eiga rétt á því að njóta hlutlausrar fræðslu, sérhverja tilraun til pólitískrar innrætingar ber að fordæma. Slíkt er í andstöðu við þá lýðræðishug- sjón, að fólk móti sér sjálft eigin skoðanir í stjórnmálum. Ungir Sjálfstæðismenn telja að vegna þjóðfélagsbreytinga undan- farinna áratuga verði aö tryggja að dagvistunarrými fyrir börn fullnægi eftirspurn. Verðleggja ber þessa þjónustu jafnt fyrir alla en tryggja hag þeirra sem minna mega sín með almannatryggingum eða neikvæðum tekjusköttum. Varanleg vegagerð er raunhæf byggðastefna. Ungir Sjálfstæðis- menn leggja áherzlu á, að stórátak verði gert á þessu sviði og við það miðað, að bundið slitlag verði lagt á hringveginn og helztu aksturs- leiðir út frá honum, innan 8 ára, enda verði öllum tekjum af umferð varið til vegagerðar. Slík sam- göngubót veldur verulegum sparnaði og gefur fjölþættari möguleika til stofnunar og reksturs atvinnufyrirtækja um land allt. Aðild að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamstarf með vest- rænum lýðræðisríkjum verður að vera hornsteinn utanríkisstefnu okkar ásamt norrænu samstarfi og þátttöku í starfi Sameinuðu þjóð- anna. Við Islendingar höfum skipað okkur á bekk með öðrum lýðræðisþjóðum, og þar eigum við heima. Hlutverk okkar í alþjóða- málum er, að berjast fyrir lýðræði í heiminum, frelsi ófrjálsum ríkjum til handa og að almenn mannréttindi séu í heiðri höfð. Það skiptir ekki máli, hver beitir frelsisskerðingu eða brýtur al- menn mannréttindi, slíkt má aldrei líða. Lýöræðissinnuð æska um allan heim verður að beita sér fyrir öflugri baráttu á þessu sviði. Lýðræði og frelsi verður ekki varið með sofandahætti og hlutleysi, heldur með staðfastri og einlægri baráttu. STUDIO Ný keramiklfna frá Glit, hönnuð af Sigurði Haukssyni, Handrennt keramik með nýrri glerungsáferð. Blómapottar, Skrautpottar, Matarskálar cgL höfðabakka 9. SÍMI85411. Þingfulltrúar að störfum á aukaþingi SUS, sem haldið var í Valhöll á Þingvöllum um helgina. Ljósm. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.