Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978
15
Neyzla verður
heft í Noregi
Frá fréttaritara Mbl.
í Ósló í gær.
NORKSA stjórnin lagði í da>?
fram f járla>?afrumvarp næsta árs
ok það miðað greinilcga að því að
hefta vfcrðbólgu og innanlands-
neyzlu. treysta efnahaginn, bæta
samkeppnisaðstöðu erlendis og
viðhalda atvinnu.
Fjárlögin byggjast á tveggja ára
stöðvun kaupgjalds og verðlags
sem var sett á í síðasta mánuði og
niðurstöðutölurnar verða 67,7
milljarðar norskra króna sem er
6,3% hærri en á yfirstandandi
fjárlögum. Per Kleppe fjármála-
ráðherra segir að gert sé ráð fyrir
6,3 milljarða króna halla.
Hann sagði að ríkisútgjöld til
fjárfestinga, vara og þjónustu
mundu aukast um 0,5% miðað við
1978 og það yrði minnsta aukning
frá stríðslokum.
Megináherzlan er lögð á að
draga úr atvinnuleysi en Kleppe
varaði við því að það gæti aukizt
úr 1% í allt að 2% sem þó er lítið á
evrópskan mælikvarða. Aðeins um
20.000 voru skráðir atvinnulausir í
síðasta mánuði og þótt þeim fjölgi
í 25.000 er það talið viðunandi.
Stjórnin mun verja 450 millj. kr.
til atvinnubótavinnu.
Erlend aðstoð verður sem fyrr
1% þjóðartekna eða 2,2 milljarðar
króna. Utgjöld ti landvarna aukast
um 6,5% í 7,3 milljarða króna
miðað við 13,6% aukningu
1977—78. Lífskjör eiga ekki að
batna og lífskjör hinna hæstlaun-
uðu munu versna nokkuð. Kaup-
máttur eykst aðeins hjá eftir-
launafólki og mun nema 3—4%.
Lægstu ellilaun aukast í 21.800 kr.
fyrir einhleypa og í 35.400 kr. fyrir
hjón. Framlög skattgreiðenda í
eftirlaunasjóði aukast um 0,8%.
Barnafjölskyldur fá skattalækkun.
Kleppe sagði að í samvinnu við
banka og sparisjóði yrði lánum
haldið í lágmarki til einkaneyzlu.
Ríkisbankar eiga að minnka lán
um 10%: Kleppe sagði að stöðva
yrði óarðbæra framleiðslu og
gjaldþrot yrði að skoða sem
eðlilegan þátt í efnahagslifinu.
Þjóðartekjur hafa aukizt um 1,8%
miðað við 3,1% árið áður.
íran:
50 þús. í
Teheran. 5. okt. AP.
FIMMTÍU þúsund opinberir íranskir
starfsmenn lögðu niður vinnu í dag
víðs vegar um Iran til að lýsa
andstöðu sinni við stjórn Emamis
forsætisráðherra. Er þetta önnur
meiri háttar mótmælagjörðin á
innan við viku. Verkfallið hafði
víðtæk áhrif, meðal annars á Pah-
lavisjúkrahúsinu i Teheran og á
verkfall
öllum þjónustuskrifstofum á vegum
ríkisins. Þá lögðu nokkur hundruð
verkamenn við olíuhreinsunarstöð
við Persaflóa niður vinnu og 600
starfsmenn Rauða krossins voru
einnig sagðir í verkfalli. Aðilar
krefjast um hundrað prósent kaup-
hækkunar. Stjórnin gekk að kröfum
starfsmanna ríkisolíufélags írans í
gær varðandi launahækkun.
Skipum fækkar
um 103 í Noregi
Frá fréttaritara Mbl.
í Ósló í gær:
NORSKUM kaupskipum hefur
fækkað um 103 það sem af cr
þessu ári og óhjákvæmilegt er að
kaupskipaflotinn minnki ennþá
meir að því er félag norskra
skipaeigenda tilkynnti í dag.
Hinn 1. október hafði kaup-
skipaflotinn minnkað um 3
milljónir lesta og 2.760 norskir
sjómenn höfðu misst atvinnuna.
Fyrir árslok verða seld sex skip til
viðbótar, alls um 450.000 lestir og
240 sjómenn í viðbót missa atvinn-
una.
Niels Werring forseti félagsins,
sagði að ástandinu yrði aðeins
bjargað með breyttri stjórnar-
stefnu. Hann sagði aö aðrar þjóðir
gætu boðið upp á ódýrari þjónustu
þar sem þær greiddu lægri laun.
Til þess að sigrast mætti á
erfiðleikum skipaútgerðarinnar
sagði Werring að stjórnin yrði að
gera útgerðarmönnum kleift að
láta skip sín sigla í takmarkaðan
tíma undir fánum landa svo að
hægt vaéri að nota ódýrt erlent
vinnuafl þó að yfirmenn skipa
yrðu norskir.
Hann sagði að stjórnin yrði
einnig að heimila útgerarmönnum
aö fækka í áhöfnum skipa sinna
svo að þær yrðu aðeins skipaðar
þeim lágmarksfjölda sem væri
leyfilegur samkvæmt norskum
öryggisreglum.
Þetta gerðist 6. október
1977 — Ráðstefnan í Belgrad
sett.
1970 — Herbylting í Thailandi.
1973 — Hörðustu átök Israels-
manna og Araba í sex ár á
Golanhæðum.
1958 — Met bandaríska kjarn-
orkukafbátsins „Seawolf", sem
kemur upp við Nýja England og
var tvo mánuði í kafi.
1953 — Brezkt herlið til
Brezku Guvana að afstýra
kommúnistabyltingu.
1939 — Bretar og Frakkar
hafna friðartimleitunum Ilitl-
ers.
1938 — Slóvakía fær sjálf-
stjórn.
1928 — Chiang Kai-shek kos-
inn forseti Kína.
1927 — Öld talmynda hefst
með sýningu „Jazz-söngvarans“
með A1 Jolson.
1918 — Frakkar taka Beirút.
1911 — ítalir taka Tripoli.
1818 — Austurríkismenn segja
Ungverjum stríð á hendur.
1507 — Hertoginn af Alba tek-
iir öll völd í Niðurlöndum.
1170 — Hinrik VI sleppt úr
Tower.
Afmæli dagsinsi Charles How-
ard, jarl af Nottingham, brezkur
fiotaforingi (1536 — 1624) —
Loðvík Filippus Frakkakonung-
ur (1773 - 1850) - George
Westinghouse, bandarískur upp-
finningamaður (1846 — 1914).
Innlentt Spendrup, sýslumaður
Skagfirðinga, drukknar í Hér-
aösvötnum 1735 — F. Benedikt
Gröndal 1826 — Dýralæknaráð
Dana gagnrýnir niðurskurðar-
áform Norðlendinga 1858 —
Taflfélag Reykjavíkur stofnað
1900 — F. Ásmundur Guð-
mundsson biskúp 1888 — Eggert
Kristjánsson forstjóri 1897 —
Stefán Islandi 1907 — Jónas
Haralz. 1919.
Orð dagsinsi Staðreyndir verða
ekki að engu af því l>a»r eru
hafðar að engu — Aldous
Huxley, enskur rithöfundur
(1894 - 1963).
Tj&rri'
(JU ~ .
vhei/rrr%l%
. taka stórt upp '^’nina nýju
num ,a""|siV0rö í auglý'OQ" pömutrí.
ŒesÞsu P'-^rrtramar vonurnJ
^PP^oK^r, s^-eola Uortió eins o9
m vie að nú Þe9ar
SiSfStó» " “ """ .
þínu heirrvili?
Kiarnab® sími 28t5S.
oremng um K>a,na __________-