Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 32

Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 32
r • sérverzlun með ^ litasjónvörp og hljómtseki. FÖSTUDAGUR G. OKTÓBER 1978 Fulltrúar þingflokka stjórnarflokkanna: Mótmæla harðlega vinnu- brögðum ríkisstjómarinnar LÚÐVÍK Jósepsson íor- maður Alþýðubandalags- ins, Geir Gunnarsson, full- trúi Alþýðubandalagsins í fjárveitinganefnd Alþing- is, Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins og Karl Steinar Guðnason varafor- maður þingflokksins gengu í gær á fund þriggja ráðherrai Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra, Ragnars Arnalds mennta- mála- og samgöngumála- ráðherra og Magnúsar H. Magnússonar félagsmála- og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og mót- mæltu harðlega vinnu- brögðum ríkisstjórnarinn- ar við gerð fjárlagafrum- varpsins. Varð niðurstaða þessa fundar ráðherranna og fulltrúa þingflokkanna sú að málið yrði skoðað betur. Þin);menn Alþýðuflokksins eru andvífiir tekjuöflunartillö);um ríkisstjórnarinnar, cinkum varð- andi enn frekari hækkun á tekju- skatti og breytta vísitöluviðmiðun skattsins og alþýðubandalags- menn hafa auk þess fjölmargar athugasemdir við útgjaldaáform ríkjsstjórnarinnar, niðurskurð framkvæmda og stefnuna í fjár- festingarmálum. Vilja þingmenn Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins að ríkisstjórnin leggi fram á Alþingi í meginatriðum drög að fjárlagáfrumvarpi sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði látið vinna og að síðan verði ákveðið í meðförum þingsins hverjar breyt- ingar verða á tekjum og gjöldum. Að því er Alþýðubandalagið varðar, virðist þessi deila öðrum þræði snúast um það, hvort ráðherrar Alþýðubandalagsins ráða ferðinni af hálfu síns flokks eða hvort þeir verða að lúta vilja Lúðvíks Jósepssonar og vekur í því sambandi athygli, að ráðherrum Alþýðubandalagsins er ekki falið að túlka óánægju þingflokks Alþýðubandalagsins með fjárlaga- frumvarpið, heldur er það verkefni falið Lúðvík Jósepssyni og Geir Gunnarssyni. Tómas Árnason fjármálaráð- herra vildi í gærkveldi ekki ræða við Morgunblaðið um stöðu fjár- lagafrumvarpsins í ríkisstjórn- inni. Lagafrum- varp um ger- sveppinn? —ekki reiðubúinn til að segja neitt um það nú segir fjár- málaráðherra _ÉG er ekki reiðuhúinn til að segja neitt um það á þessari stundu." sagði Tómas Arnason fjármálaráðherra er Mhl. spurði hann í gærkviildi hvort hann myndi leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um einkasiilu ATVR á gersvepp- um ef það væri nauðsynlegt til að tryggja ÁTVR einkasiilu á þessari viiru. Ég er fylgjandi þeirri stefnu sem fram kom í heiðni fjár- málaráðuneytisins til við- skiptaráðuneytisins um þetta mál." sagði fjármálaráðherra. „Annað vil ég ekki segja að svo stiiddu." Sjá ummæli um heima- hrugg á bls. 2. „ÞETTA er nokkuð merkilegur gripur," sagði Agnar Kofoed-IIansen flugmálastjóri er Mbl. ræddi við hann í gær um flugvélina á myndinni, sem Rax tók á Reykjavíkurflugvelli í gær. Agnar sagði vél þessa hcita Lockhead Ventura og var hún smíðuð upp úr farþegaflugvél, Lockhead Hudson. og notuð sem sprengjuflugvél. Hún þótti hins vegar aldrei góður flugkostur, reyndar með því allra lélegasta að sögn Agnars. Flugvélar þessarar tegundar flugu yfir Atlantshafið á árunum 1941 og 42 og sagði Agnar að m.a. hefðu tvær farizt hér á landi og önnur þeirra á Háskólalóðinni. Geimveran Stjörnubíó sýnir „Close Encounters” IIVER stórmyndin rekur nú aðra í kvikmyndahúsunum í Reykjavík. Morgunblaðið hafði af því fréttir í gær að Stjörnu- híó myndi nk. laugardag byrja sýningar á myndinni Close Encounters of the Third Kind. Þessi mynd er eiginlega vís- indaskáldsaga og greinir frá því þegar jarðarbúar komast í návígi við fyrirbærið „fljúgandi disk“ og verur utan úr geimnum. Leik- stjóri myndarinnar er Steven Spielberg, maðurinn á bak við „Okindina“ sem hér var sýnd á sínum tíma — „Jaws“, sem þá sló öll met í aðsókn og þessi mynd hefur ekki síður gert það gott. Henni hefur verið lýst sem tækniundri, því að brellurnar í henni þykja ævintýri líkastar. Þá mun Nýja bíó innan skamms taka til sýninga mynd- ina „Star Wars“, myndina sem mesta aðsókn hefur hlotið í kvikmyndasögunni og hleypti af stað skriðu geimmynda. Rafmagnsveitur ríkisins: V er ða að loka á Suður- nes javeitur eftir helgina „ÞAÐ ER meiningin að híða út | eitthvað hatnað. Ef svo verður 1 málastjóri Rafmagnsveitna ríkis- I væri að ræða 6—8 fyrirtæki á vikuna og hafa síðan samband við ekki og lítið um loforð þá munum ins er Mbl. spurði hann í gær um suðvesturhorni landsins og að þessar rafmagnsveitur eftir helg- við taka af skarið og hóta lokun," skuldir rafveitna við rafmagns- samanlögð upphæðin næmi tug- ina og sjá hvort staðan hefur | sagði Bent Thorsteinsson fjár- | veiturnar. Bent staðfesti að um I um milljóna króna. Sagði hann „Afturköllun á uppsögnum kjara- samninga kemur ekki til greina,’ — segir Guðmundur Hallvarðsson Rætt við sjómenn, útvegsmenn og fiskkaupendur um fiskverðið „MÉR lízt illa á þetta fiskverð. það á enn einu sinni að skerða hlut sjómanna umfram almennra þjóðfélagsþegna og líklega er þetta gert á þeirri forsendu að sjómenn hafi svo miklar tekjur." sagði Guðmundur Hallvarðsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, „það er hart að þetta skuli koma frá stjórnvöldum sjálfum. Það er engan veginn raunhæft eins og stundum er gert að horfa á upphæð tekna sjómanna en láta liggja á milli hluta þá miklu vinnu sem liggur að baki. Guðmundur sagði að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hygðist taka fyrir tvö mál á næsta fundi, í fyrsta lagi fiskverðið og í öðru lagi bréf frá ASI með beiðni um afturköllun á uppsögnum kjarasamninga," en ég tel að slíkt komi ekki til greina á þessu stigi málsins," sagði Guðmundur. „Fiskverðshækkunin viðbót á rekstrarhallann" Árni Benediktsson, formaður sambands Sambandsfrystihúsa, sagði að í stórum dráttum hefði staðan fyrir þessa fiskverðs- hækkun verið sú að lítilsháttar halli hefði verið á frystiiðnaðin- um, en allverulegur í saltfisk- verkuninni. „Þessi fiskverðs- hækkun kemur síðan til viðbót- ar,“ sagði Árni, „en eins og fram kemur í greinargerð okkar um málið þá þótti okkur ekki annað fært en sjómenn fengju nokkuð hliðstæða hækkun miðað við það sem orðið hefur í landi, en hins vegar er erfitt að meta það hvenær það er hliðstaett. I sumum tilvikum er um minni hækkun að ræða, en meiri í öðrum.“ „Meinsemdin aðeins færð til í þjóðfélaginu" Gísli Hermannsson hjá Ögur- vík sagði að með þessari fisk- verðshækkun væri verið að ýta þeim vanda sem við væri að glíma yfir á útgerðina og sjómenn. „Vandinn er hjá fisk- kaupendum,“ sagði Gísli, „og honum er ýtt yfir á aðra þótt þeir séu á engan hátt undir það búnir eða færir um að taka slíkt á sig. Meinsemdin er því ekki læknuð, heldur er hún aðeins færð til í þjóðfélaginu. Ef öll fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa að vera rekin með halla, þá er þetta gott svona, enda er nú svo komið að ef einhverjum tekst að láta fyrirtæki sitt bera sig þá er því slegið upp í fréttum með nauðgunar- og þjófnaðar- fréttum. Vandi fiskkaupenda hefur ekki verið leystur með þeim efnahagsaðgerðum sem gerðar hafa verið, en með þessu er verið að reyna að leysa hann að einhverju leyti.“ „Menn óhressir yfir þróun mála" Sveinn Ingólfsson á Skaga- strönd kvaðst telja að þessi fiskverðshækkun hefði verið of lítil. „Það er ekkert vafamál að kostnaðarhækkanirnar hafa orðið miklu meiri og ekki er á bætandi hjá útgerðinni. Það fylgist að í þessu að sjómenn dragast aftur úr í launum og erfiðleikar aukast hjá út- gerðinni. Mönnum hér um slóðir finnst þetta lítil hækkun og eru alls ekkert hressir yfir þróun og gangi málsins." að sumar veiturnar hefðu dregið greiðslur í 3—4 manuði og aðrar í allt að 10. Bent sagði að þessum veitum hefði verið hótað lokun í síðasta mánuði en þá hefði verið samið um frest þar sem aðalskuldarar þess- ara veitna væru fiskvinnslufyrir- tæki, sem séð hefðu fram á einhverja úrlausn sinna mála. Síðan hefði verið veittur frestur á frest ofan út allan september en nú gætu Rafmagnsveitur ríkisins ekki beðið lengur. „Landsvirkjun heimtar miskunnarlaust greiðslur af okkur og það eru teknir hæstu leyfilegir vextir af því sem við ekki getum greitt á réttum tíma, þannig að okkur er nauðugur einn kostur að grípa til aðgerða eftir helgina, ef ekki rætist úr,“ sagði Bent. ___ ______ Bíómiðinn hækkar um 20% VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað kvikmyndahúsunum að hækka verð aðgöngumiða um 20% og tekur hið nýja verð gildi í dag. Aðgöngumiðinn hækkar úr 500 í 600 krónur og harnamiðinn úr 250 í 300 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.