Morgunblaðið - 08.10.1978, Page 2

Morgunblaðið - 08.10.1978, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Vorum nokkrir sem fæddumst of snemma íslandi. Stundum, eins og í Köln, létu menn að því liggja að þeir væru spenntir að heyra og sjá slíkan mann, en svo kom á daginn að hann hefði allt eins getað fæðzt í Vín eða París; hann var bara venjulegur Evrópubúi. Það varð kannski fyrir vonbrigðum og sagði: „Maðurinn er rétt eins og við." Auðvitað er leiðinlegt að fá lélega krítik ef tekið er stíft fram að maður er Islendingur, en ég gleðst af sömu ástæðu ef ég hef erindi sem erfiði. Það er alltaf lögð mikil áhersla á það, hvaðan ég sé, — þess vegna er það gefið mál að maður er alltaf fulltrúi sinnar þjóðar. — Á hinn bóginn getur það verið anzi óþægilegt að vera úti í löndum og finna þá þjóðina anda ofan í hálsmálið, kíkja upp í eyrun og bíða eftir að eitthvað gerist. Maður verður að fá frið. Það getur verið nógu slæmt að þurfa að standa sig í útlandinu, þó að maður sé ekki með heila þjóð á bakinu. Því getur verið slæmt að fá mikla umfjöllun áður en maður fer út. Hvernig heldurðu til dæmis að þetta sé fyrir þá sem tefla? Á hverjum degi birtast heima einhverjar heljar fyrirsagnir um að viðkomandi maður sé í 1. sæti á mótinu eftir 1—2 umferðir, en þá á hann eftir 15 umferðir! Það verður að lofa mönnum að vera í friði og einbeita sér að verkefni sínu. Að vísu lesa þeir ekki íslenzku datblöðin jafnóðum, en þeir vita af þessum skrifum. Það á hins vegar ekki að láta mennina í friði þegar allt er yfirstaðið, ég tala nú ekki um ef árangurinn er góður. Ég skil þessi blaðaskrif á sínum' tíma; þá var lítið um íslenzka tónlistarviðburði. Nú er hins vegar allt of lítið skrifað um það sem tónlistarfólk hér er að gera. Það eru skrifuð feiknin ölf um popp og íþróttir, en blöðin eru hætt að hafa áhuga á alvoru músík. Nýlega lék Guðný Guðmundsdóttir á tonleikum í London, og sama er að segja um Halldór Haraldsson, en það var ekkert getið um það hér, og þó tókst þeim mjög vel upp. Þessi afgreiðsla er fyrir neðan allar hellur, — ég vissi ekki um þennan árangur nema vegna þess að ég er vel kunnugur þeim. Látum vera þótt ekki sé skrifað um hvern einasta konsert íslendinga í útlöndum, en það má þó fá fréttir af slíkum ferðum eftir á. Á sama hátt virtist enginn áhugi hér á viðamikilli þátttöku íslendinga í tónlistarhátíðinni í Bergen nýlega. Slíkt hefði ekki gerzt hér áður fyrr. — Blaðamenn hafa líka engan áhuga á því sem Sinfóníuhljómsveit íslands er að géra. Það þarf að senda þeim skriflegar upplýsingar, orða fréttirnar fyrir þá svo að þeir nenni að birta þær.“' V. Að hrífast Rögnvaldur samsinnir því, að tækni og hugsunarháttur 20. aldar setji æ meira mark sitt á píanóleik úti í heimi. „Þessir gömlu píanistar höfðu miklu meira hugmyndaflug. Það gat verið ofsalega áhrifamikið, en þeir voru líka stundum duttlungafullir og gátu gert mistök. Það er kannski ekki gaman að heyra slíkt á plötu. Hijómplatan hefur breytt svo miklu; hún heimtar að allt sé fullkomið. En þá dettur oft svo mikið úr tónverkinu, sérstaklega í rómantískri músík en auðvitað má ekki leika sér frjálslega með Bach eða Beethoven. Ég var einmitt að heyra plötu með einum gömlum píanóleikara. Hann lék verkin svona nú, — hefúr kannski gert það svolítið öðruvísi ínæsta skipti. Nú er allty svo nákvæmlega ákveðið fyrirfram. Ég er ekki nógu ánægður með þetta. Mér finnst ég hafa upplifað miklu stærri hluti í gamla daga, þegar maður hafði þessa gömlu karla. Svo getur auðvitað verið, að ég hafi hlustað svo mikið að ég sé orðinn svolítið svalur yfir þessu. Þegar ég var ungur var ég alltaf að gleypa við nýju og nýju með áfergju. Ég er kannski ekki eins hrifgjarn nú. — Ég held nú samt sem áður, að éf ég heyrði mann eins og Rachmaninov spila í dag, yrði ég jafnhrifinn og ég gat orðið þá ...“ VI. Popp „Mér finnst alveg ferlegt á hvaða stig allt er komið," segir Rögnvaldur. Hann er að tala um popp. „Fáeinir strákar utan af götu koma sér saman og fara að spila á einhver rafmagnstæki með öskrum og hávaða. Og svo erú blöðin að slá þessu upp í stríðsfyrirsögnum og risamyndum af einhverjum meðlimum. Það er m.a. verið að segja frá því, að einn þeirra hafi farið úr þessari bölvuðu vitleysi, eða að einhver hópurinn sé hættur að spila saman. Á hvaða stig er menningin eiginléga komin? Blöðin eru með heilu opnurnar um þessa menn með risamynd- um dag eftir dag. Það er ekki minnst á fólk sem kann eitthvað fyrir sér. Hitt er annaö mál, að ég er ekki að dæma þetta í heild — það hefur alltaf verið til eitthvað sem hét skemmtimúsík. Þegar Chopin kom eitt sinn til Vínar- borgar skrifaði hann heim: „Hér er engin menning, bara eintómir Strauss-valsar." Nú, auðvitað samdi Strauss skemmtimús- ík, en hann er líka einstakur á sínu sviði. — Vissulega hef ég ekki smekk fyrir popp-músík, en það má vera að ef þeir slepptu þessum hávaða og leyfðu manni að heyra innihaldið í þessu, væri hægt að fallast á eitt og annað. En ég verð að viðurkenna, að mér hefur bara fundizt sjálft innihaldið vera alveg ofboðslega flatt.“ VII. Tónlistarmenn og aðrir tónlistarmenn „Það er alltaf galli, hvað við erum lítil þjóð, — listamennirnir velta hver um annan. En kollegar mínir eru beztu drengir sem ég hef kypnzt, og mér þykir vænt um það hvernig yngri mennirnir hafa tekið mig inn í hóp sinn. Við komum stundum saman og hlustum á plötur, ásamt vini okkar Runólfi Þórðarsyni. Ef samkomulag væri alls staðar svona gott á milli listamanna, væri margt betra en það er. Annars finnst mér við yfirleitt reyna að bakka hvern annan upp fremur en rífa niður. JPassaöu þig á því aö taka aldrei nema þaö sem ■ þú getur veriÖ góöur í.“ Sko, það er eitt sem er mikið alvörumál fyrir okkur hljóðfæraleikurum. Það er þetta dæmalausa skilningsleysi og dóna- skapur gagnvart tónlistinni að láta sér detta í hug að kalla hljóðfæri lúxusvöru. Það er ekki hægt að reka þessa hlið á menningunni ef allt er gert svo dýrt, að algerlega ókleift er að taka þátt í því. VIII. Tækni og tjáning „Þú talar um píanóleik, þar sem tæknin skyggi á listræna túlkun. Ég held að menn sem ná langt gætu það ekki ef þeir væru ekki músíkalskir. Hvað er annars að vera músíkalskur? Ég er ekki alveg viss um það. Það er svo ofboðslega ólíkt hvernig menn nálgast þau verk sem þeir leika, — það fer bara eftir því hvernig þeir eru fæddir tilfinningalega. Maður gerir ekkert nema hafa tækin til þess. En sannleikurinn er sá, að það þarf líka gáfur til að ná valdi á tækni. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því. — Það er mjög einstaklingsbundið, hvað píanóleikarar þurfa mikið að æfa tækni reglulega. Ég hef alltaf þurft þess, það gengur bara ekki ef ég ætla að setjast niður og byrja strax að æfa einhver verk. En auðvitað á tæknin með tímanum að verða algert aukaatriði. Og þegar ég hef fengið góða dóma, hafa músík og tækni alveg verið lögð að jöfnu. Þegar leikari vinnur, kemur hann með sinn eigin málróm og sinn eigin persónu- leika og reynir að fylla út í hlutverkið. Engir tveir leika sama hlutverkið eins, og hið sama gildir um tónlist. Það er erfitt að segja að annar sé músíkalskari en hinn, og ég hef aldrei orðið var við listamann þar sem ég var hrifinn af öllu sem hann gerði. Þegar ég vel efnisskrá fyrir tónleika, vel ég samkvæmt eigin tónlistarlegu fullnægju. Það er svo fjarri því að mig langi að vera að puða í því sem er erfitt bara vegna þess að það er erfitt. Þegar menn eru að puða við að leika verk sem liggja ekki vel fyrir þeim verður árangurinn alltaf ósannfærandi. Það kom fyrir mig á yngri árum og ég fann strax að það náði ekki til áheyrenda, svo að ég losaði mig við viðkomandi verk og snerti það ekki aftur. Það er einstaklingsbundið, hvað er erfitt að leika. Kennarinn minn skrifaði mér einu sinni í bréfi: „Passaðu þig á því að taka aldrei nema það sem þú getur verið góður í.“ Það er svo mikið til af tónlist og það getur enginn maður leikið hana alla. Ég get aðeins sagt það, að þegar ég spila rómantíska músík reyni ég að skapa rómantísk áhrif. Ég set miklu meiri hita í slíka músík, og þá ríður geysilega á að hafa nóg hugmyndaflug. En aftur á móti ef ég spila Bach, set ég ekki þennan hita í það, verk hans eru skrifuð köld. Þau eru eins og skíragull, sem ekki má falla blettur á.“ IX. Austur og vestur „Ég var að lesa bók um píanóleikara á Vesturlöndum, sem gæddir voru frábær- um hæfileikum. Þar var sagt frá þessum hroðalega hlut, umboðsskrifstofunum, og því hvers konar glæpastarfsemi þær reka. Ein þeirra tók að sér 20 stórgáfaða menn, sem allir höfðu fengið fyrstu verðlaun í stærstu píanóleikarakeppni í heiminum. Þetta gekk nú ekki betur en svo, að aðeins 5 þeirra komust áfram. Tveir urðu ofan á hinni alþjóðlegu samkeppni, hinir þrír gerðu ekki meira en skrimta sem einleikarar, en allir þeir 15 sem eftir voru, urðu kennarar í smábæjum. Allir léku mennirnir undir verndarvæng þess- ara umboðsskrifstofa, og svindlið og svínaríið var slíkt, að þeir þurftu kannski að lokum að slá fjölskylduna um lán fyrir farinu heim. Þessi fyrirtæki moka inn peningum á kostnað þessa fólks, og hafa ekki nokkra minnstu samúð með því. Síðanjbíður fólkið í óvissu árum saman og sér 'aðra tekna fram yfir. Það eru nefnilega svo ofboðslega fáir sem komast upp, og þá kannski á allt öðrum hlutum en músíkhæfileikum. Það er svo einkennilegt með þennan vestræna heim okkar, hvað sumt er þar mikið í molum, — það er allt fullt af mönnum sem fá engin tækifæri. Markað- urinn virðist vera fullur, en þetta er bara lélegt skipulag, þar sem nokkur einokun- arfyrirtæki halda mönnum í skrúfstykki. Þessu er allt öðruvísi háttað í austan- tjaldslöndunum. Ef þú ferð þar út úr skóla með há einkunn, ertu strax kominn á framfæri ríkisins. Þú ert kannski sendur til útlanda, — ef þeir treysta þér. Hitt er svo annað mál, að þú færð ekkert borgað fyrir þetta. Það er spurningin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.