Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 49 Það var ekki auðvelt að gera sér nákvæma grein fyrir því sem fram fór við kistu forsetans, því ekki var hægt að sjá þetta nema úr töluverðri fjarlægð. Lúðra- sveitir léku þarna og sjá mátti langar raðir hermanna í ein- kennisbúningum ganga fram og aftur með mikilli reisn, en öll öryggisgæsla var mjög ströng. Fólk kom víða að til Nairobi til þess að vera við útför forsetans, sem augljóslega hafði verið mjög vinsæll. Margir höfðu ekki annan stað til að gista á en götuna og víða mátti sjá fólk liggja þar sofandi. Fólk virtist vera mjög sorgmætt og margir grétu. Það var líka átakanleg sjón að sjá sjúkt fólk og fatlað vera að reyna eftir mætti að troða sér í gegnum mannþröng- ina til að geta fylgst með því sem myndaefni, en við komumst fljótt að því að margir voru mjög á móti því að við tækjum myndir, en þeir telja að með því að taka mynd nái ljósmyndarinn eða handhafi myndarinnar valdi yfir sál þeirra. í eitt skipti ætluðum við til dæmis að taka mynd af manni sem stóð við vegarkantinn, vafinn í teppi og með spjót. Er hann varð þess var varð hann alveg æfur og réðst að bílnum með spjótið á lofti og náðum við rétt að forða okkur. Margir leyfa þó ferðamönnum að taka af sér myndir fyrir borgun. Einnig tókum við eftir því að á sumum innfæddum hafði verið skorið stykki úr eyranu, þannig að þar myndaðist nokkurs konar gat og í gatið voru hengdir alls kyns skart- gripir og annað skraut." eru til að fylgjast með því að þessu sé hlýtt. Við ákváðum þó að gista í bílnum og földum við hann á hliðarvegi, svo hann sæist ekki og sváfum svo þarna í bílnum. Það var ævintýralegt að liggja þarna í kyrrðinni og heyra alls kyns dýrahljóð úr fjarska.“ Maturinn yfirleitt mjög kryddaður Mombasa er hafnarborg á austurströnd Kenýa og dvöldust þær stöllur þar í nokkra daga. Sögðu þær að inni í borginni sjálfri væri ekki mikið um ferðamenn, því þeir héldu sig helst á fínum baðstrandarhótel- um fyrir utan borgina. fram fór, en í Kenýa er mikið um fatlað fólk, því í barnmörgum fjölskyldum eru börn á unga aldri oft reyrð til þess að hindra eðlilegan vöxt, þannig að þau geti síðar orðið góðir betlarar, og þannig aflað björg í bú.“ „Munaði minnstu að við hittum Amin“ „Þegar við vorum komnar upp á hótel eftir að hafa séð jarðarförina, vorum við úrvinda af þreytu því við höfðum ekkert hvílt okkur eftir flugferðina, og lögðumst við þá til svefns. Er við höfðum sofið dágóða stund, vöknuðum við upp við hávaða og læti frá götunni og þegar við litum út sáum við að mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan hótelið. Okkur hafði verið sagt að búast mætti við að smáuppþot yrðu á ýmsum stöð- um í borginni vegna jarðarfarar- innar og héldum við að mann- þröngin stafaði bara af ein- hverju því um líku og sofnuðum aftur. Síðar um daginn þegar við vöknuðum, fréttum við að fólkið hefði safnast þarna saman til að sjá Idi Amin Ugandaforseta, en hann dvaldi á sama hóteli og við. Við urðum vissulega ergilegar yfir því að hafa ekki kannað málið betur fyrr um daginn og misst þarna sennilega af eina tækifærinu í lífinu til að sjá þennan merkilega mann, sem vakið hefur heimsathygli." Mörgum er illa við myndatökur — Ferðuðust þið eitthvað út fyrir Nairobi? „Já, við ferðuðumst talsvert. Upphaflega ætluðum við okkur að fara í hópferð frá Nairobi til þjóðgarðsins Masai Mara. Þegar við vorum að horfa á jarðarför forsetans, hittum við þýskan líffræðinema, sem dvalið hafði í Kenýa í þrjá mánuði og ferðast mikið um landið. Bauð hann okkur að fara með okkur og sýna okkur eitt og annað og varð það úr að við tókum bíl á leigu og lögðum af stað til þjóðgarðsins upp á eigin spýtur. Ferðin var nokkuð löng og á leiðinni þurftum við að gista í þorpi er nefnist Narok. Þorps- búar klæddust flestir ekki venju- legum fötum eins og við eigum að venjast heldur vöfðu þess í stað utan um sig alls kyns teppum og margir báru spjót. Þetta var vissulega upplagt Dýrin í Þjóðgarðinum eru alveg villt „Frá Narok héldum við síðan áfram sem leið liggur að þjóð- garðinum, en hann er á víðáttu- miklum sléttum, er ná allt að landamærum Tansaníu. Dýrin þar eru alveg villt og fannst okkur það allt önnur tilfinning að sjá þau þannig heldur en lokuð inni í búrum í dýragörð- um, eins og venja er. í þjóðgarð- inum verður að aka mjög varlega og ef til dæmis springur á bílnum á sumum hættulegum stöðúm, verður bara að aka á felgunni þar til komið er á næsta örugga staðinn." — Hvaða dýr sáuð þið helst? „í þjóðgarðinum má sjá alls kyns dýr, svo sem sebrahesta, gnýi, vísunda, gíraffa, fíla, ljón, gasellur, strúta, hrægamma, en af þeim var nóg. Einnig voru þarna krókódílar, flóðhestar, apar og hýenur, en auk þess var líka mikið af alls kyns smádýr- um. Furðulega lítið fannst okkur þó vera af skordýrum, allavega höfðum við búist við að verða meira varar við þau. Hættuleg- ustu dýrin þarna eru sennilega vísundarnir og háfa þeir til dæmis drepið fleira fólk en ljónin.“ „Þar sem ferðin um þjóðgarð- inn var nokkuð löng þurftum við að gista þar eina nótt. Strang- lega er bannað að gista úti og í þjóðgarðinum eru gistihús, sem ferðamenn geta gist í, en verðir Einhvern tíma var þetta spengilegur gíraffi. Frá útför forsetans. Fremst á myndinni til hægri má sjá aftan á tvo öryggisverði, en aftar sést kista forsetans. „í Mombasa fundum við okkur herbergi á leigu í einni af hliðargötunum. I húsinu bjuggu aðeins innfæddir, en okkur fannst það ekki skipta neinu máli, því fólkið var mjög vin- gjarnlegt og lét okkur alveg í friði. Aðeins var eitt sameigin- legt klósett fyrir alla íbúa hússins, en það var bara gat í gólfinu. Við drukkum ekki kranavatnið þarna, en blönduð- um því þó saman við drykki og varð okkur ekkert meint af því. I borginni reyndum við alltaf að hafa uppi á matsölustöðum, sem innfæddir borðuðu á og voru það þá yfirleitt ekki neinir fyrsta flokks matstaðir. Yfirleitt var ekki hægt að velja úr mismun- andi réttum af matseðli, heldur var oftast bara einn réttur á boðstólum og ef þú vildir hann ekki þá fékkstu ekki neitt. Maturinn var yfirleitt mjög kryddaður, en þó bragðgóður, en ekki hefðum við nú viljað vita hvað það var sem við vorum að borða,“ sögðu þær Helga og Þuríður og hlógu.' — Hvernig vor.u verslanirnar þarna? „Mest var um alls kyns kram- búðir, þar sem hægt var að fá allt, jafnt mat sem fatnað. Einnig voru sérstakar minja- gripabúðir í borgunum, en í þorpunum eru minjagripir seldir á götum úti. Verðlagið er frekar lágt og maturinn er sérstaklega ódýr, en um allt er prúttað, jafnt leigubíla sem annað. Einnig er hægt að selja utan af sér fötin fyrir minjagripi, og eru inn- fæddir alveg vitlausir í alls kyns boli, blússur, buxur og annað sem við Vesturlandabúar göng- um í. Næst væri því ekki svo vitlaust að taka með sér eitthvað af aukafatnaði, því það er eiginlega besti gjaldmiðillinn." — Hvað er nú það eftirminnilegasta úr ferðinni? „Safari-ferðin í þjóðgarðinn er einna eftirminnilegust, en ann- ars var þetta allt svo gaman, að erfitt er að gera upp á milli.“ Aðspurðar sögðust þær Helga og Þuríður gjarnan vilja fara aftur í slíka ferð og þá myndu þær vilja fara víðar um Afríku, niður til Tansaníu og jafnvel til Uganda. Þær kváðust ekkert vera smeykar við að fara til Uganda, því að ef eitthvað ðvenjulegt gerðist yrði ferðin bara enn ævintýralegri. „Okkar einkunnarorð eru: Það bjargast allt einhvern veginn." - A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.