Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 41 Ali hefur lagt stóra Ijóta Björn- inn, eins og hann kallaði Liston. Heimsmeistaratitillinn var hans í fyrsta skipti. Foremann fær vel útilátið hægri handar högg í keppni peirra í Zaire. Sú keppni gaf hvorum um sig 5 milljónir dollara beint í vasann. Þrjátíu og sex ára og aöeins farinn aö láta á sjá. ólíkindum vinsæll. Sjónvarpað var frá einvígi þeirra kappa um allan heim og vakti það mikla athygli. Hnefaleikasér- fræðingar sem fjölluðu um keppnina voru ásáttir um að Ali hefði sýnt sitt allra besta. Þetta var erfiðasta viðureignin á öllum ferli Alis. Á bak við þennan sigur var langur og strangur undirbúningur. Ali varði titilinn fimm sinnum á árinu 1975. Hann var orðin þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann heimsótti þjóðhöfð- ingja, hélt ræður við ýmis tækifæri, ferðaðist víða um heim og baðaði sig í frægðarljómanum. Peninga hafði hann nóga. Hann fjárfesti skynsamlega og þegar dagar hans sem hnefaleikara voru allir mátti hann vera viss um að-vera á grænni grein fjárhagslega. Það var ekki fyrr en fjórum árum eftir að Ali varð heimsmeistari í annað sinn, að hann missti titilinn aftur og það var á móti ungum og ærslafullum hnefaleikara að nafni Leon Spinks. Það var í febrúar 1978. „Nú er hann búinn að vera,“ sögðu aðdáendur hans. „Hann hafði ekki vit á því að hætta sem meistari." En Ali sýndi og sannaði, að slíkir sleggjudómar höfðu við lítil rök að styðjast. Hann sigraði Spinks í september sama ár og endur- heimti titilinn í þriðja sinn. Nokkuð sem engum hafði tekist áður. Líf hnefaleikara er ekki neinn dans á rósum. Við skulum hverfa aftur í tímann, og líta á æsku Alis. Hvernig maður er hann þessi mikli orðhákur, sem náð hefur svo langt og er nú margfaldur milljóna- mæringur?. Áætlað er að hann hafi þénað í kringum 40.000.000. milljónir dollara á hnefaleikakeppnum einum saman. Þá hefur hann ekki grætt minna á alls kyns auglýsingastarfsemi og fyrirtækjum sínum. Sigurgleöin leynir sér ekki á pessari mynd sem tekin var stuttu eftir aö Ali lagöi Sonny Liston í fyrsta skipti er peir mættust. Vel uppalinn Ali og bróðir hans voru vel uppaldir í æsku, þeir reyktu ekki og móðir þeirra hélt fast um taumana hjá öllum systkin- unum. Strákarnir voru vanir að fara í Columbíaíþróttahöllina og horfa á aðra stráka æfa íþróttir. Þegar foreldrar Alis gerðu sér grein fyrir áhuga hans á íþróttum fóru þeir með sonum sínum í íþróttahöllina og fylgdust með þeim æfa í heila þrjá mánuði áður en þeir fengu að fara einir síns liðs. Ali var alvörugefinn og góöur drengur í æsku. En hann hafði ekki meðfædda hæfileika í hnefaleikum. Hins vegar sagði þjálfari hans: „Ég hef aldrei hitt neinn sem ekki hefur haldið að hann gæti ekki lúskrað á einhverjum. Ali hélt því fram, að hann gæti lúskrað á öllum. Sá var munurinn." Lífsbaráttan var hörð þegar Ali var að alast upp. Krakkarnir áttu í samkeppni sín í milli. Jafnvel smábörnum var ekki hlíft það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Ef lagt var á flótta þá varð maður undir. Ali bauð öllum byrginn, hann b.arði frá sér. Ali hafði ávallt áhuga á íþróttagreinum þar sem barist var við einn andstæðing, maður gegn manni. Hann hafði ékki áhuga á körfubolta eða öðrum hópíþrótt- um. Þjálfari Alis hefur sagt, að strax í æsku hafi hann lagt mjög hart að sér við æfingar. Hann hljóp 8 km til íþrótta- hússins á hverjum morgni. Hann var fyrstur til að hefja æfingar og sá síðasti sem hætli. Ali hefur ávallt verið reglumaður á vín og tóbak, óregla hefur aldrei verið til í lífi hans. Oröhákur hinn mesti Hvers vegna tamdi Ali sér þennan talsmáta. Alt þetta gort. Hann var klókur. Hann fékk hugmyndina frá glímumanni nokkrum sem George hét, og var kunnur’ fyrir annað en hógværð og lítillæti. Ef hann hefði ekki haft svona hátt um sjálfan sig hefði hann aðeins horfið í nafnlausan fjöldann. Talsmátinn hélt Ali í sviðsljósinu. „Þegar fólk fer að sjá hnefaleika, þá vill það sjá blóðbað," sagði Ali, „við erum ekki enn komin lengra frá hringleikum Rómverja en það. Múgurinn vill blóð og barsmíðar. Ég vil hafa hnefaleika tæknilegri og án rothöggs en flestu fólki finnst að hnefaleikamenn eigi bara að lemja hver annan sundur og saman. Mér finnst lítið vit í því. Ef svo ætti að vera hvers vegna öll þessi þjálfun? Ég hef kosið að verjast andstæðingnum og gera skyndisókn. Það er vísindalegra. Ég reyni að bera af mér höggin. Eftir öll þessi ár í hnefaleikum sjáið þið hversu fallegur ég er. Af hverju? Hví skyldi ég láta berja mig eins og trommu? Höfuð mitt eða líkami eru ekki nein tromma. Ég er skynsamur hnefa- leikamaður og sá sem notar skynsemina heldur velli, ekki bara í hnefaleikum heldur hvarvetna í lífinu og tilverunni. Venjulegir unglingar nú um stundir vilja verða stjörnur í íþróttum og máske einhverju fleira en þeir nenna ekki að þjálfa sig, því að það kostar fórnir. Ég hafði bæði vilja og þrautseigju til að öðlast leikni í hnefaleikum. Æfði stöðugt það sem þurfti að læra. Ég lét ekki notfæra mig þegar ég gerði minn fyrsta samning, ég verð aldrei fátækur eins og Sugar Ray Robinson eða Joe Louis, þeir voru notaðir, rúðir inn að skinninu. Ég er of skynsamur til að það geti komið fyrir mig. Þess vegna lagði ég til hliðar ákveðna upphæð sem ekki má hreyfa við nema undir vissum kringum- stæðum. Ég verð aldrei fátækur." Ég er fallegastur „Ég er fallegastur, lítið á'mig. Ég hef stundað hnefaleika í 25 ár. Ber ég þess merki? Oft er erfitt fyrir mig að vera auðmjúkur, hugsið um alla þessa peninga sem ég hef unnið inn fyrir alla þessa kalla í hnefaleikum. Engum dytti í hug um að horfa á þá ef ég væri ekki andstæðingur- inn. Ég hef rakað saman fé fyrir þá. Þegar ég slóst í fyrsta skipti 12 ára gamall vissi ég, að ég yrði heimsmeistari. Þáð voru margir röskir strákar samtíma mér en þeir komust ekkert. Ég hef gaman af því að vera í hringnum, dansa um, en það er ekki hægt að stíga dans í hringnum alla keppnina. Það er of þreytandi. Það verður að sækja, hrekja þá í vörn. Og varast kaðlana. Lífið er áhætta. Menn geta meiðst, og fólk lætur lífið í flugslysum, missir hendur og fætur í umferðarslysum. Hið sama gildir um hnefaleikamenn, sumir slasast, sumir halda áfram keppni. Hver og einn trúir því einfaldlega að þetta komi ekki fyrir hann. Það má venjast barsmíðunum og búa sig undir þær. Það meiðir mig enginn. Dauðinn er gjald sálarinnar fyrir að hafa öðlast líf og litu. Lífið er heiðarleg verslun vegna þess, að allt sem tekið er frá því verður að endurgreiða fyrr eða síðar. Sumt má greiða strax, annað seinna en við reikningsskilin sleppur enginn." Þannig farast honum orð, mesta hnefaleikakappa allra tíma, Muhammad Ali, sem orðinn er að goðsögn í lifanda lífi og fullvíst má telja að nafn hans verður uppi meðan hnefaleikar verða stundaðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.